Morgunblaðið - 15.09.1974, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1974
3
Siðasta vika í WASHINGTON
eftir GEIR
HAARDE
Menn voru farnir að geta
horft á kvöldfréttirnar 1 sjón-
varpinu án þess að yfir þá
dyndi hneyksli á hverju kvöldi
og fréttirnar voru aftur orðnar
ósköp venjulegar, þegar Ford
náðaði Nixon og Watergate
fyllti aftur alla fréttatfma og
blöð. t staðinn fyrir að enda
Watergatemálið hefur náðunin
framlengt Iff þess og gert það
að nýju að kosningamáli f
nóvemberkosningunum.
Efnahagsmálin hurfu f
skuggann f vikunni, en áhyggj-
ur manna þeirra vegna héldu
samt áfram að vaxa. For-
kosningar voru haldnar f mörg-
um fylkjum f vikunni og einnig
f fyrsta sinn f höfuðborginni.
Enn er rætt um 200 mflna fisk
veiðilögsögu og sfvaxandi orð-
rómur er á kreiki um, að
Bandarfkin muni brátt taka
upp eðlileg diplómatfsk sam-
bönd við Kúbu.
Nixon náðaður
fyrir hvað?
Reiðialda gekk yfir Washing-
ton sl. sunnudag, þegar Ford
forseti tók þá óvæntu ákvörðun
að náða Nixon fyrrum forseta
þvert ofan f fyrri yfirlýsingar.
Nixon var náðaður fyrir hvað-
eina, sem hann kann að hafa
brotið af sér gagnvart Banda-
rfkjunum á meðan hann var
forseti. Þeir, sem gagnrýndu
ákvörðun Fords, gerðu það
flestir á þeirri forsendu, að
náðunin kæmi of snemma, ver-
ið væri að loka Watergatebók-
inni, áður en mönnum gæfist
kostur að lesa hana. Fæstir
gagnrýnenda segjast vilja, að
Nixon endi f fangelsi, heldur
aðeins að málsrannsókn gegn
honum fari fram, þannig að
uppvfst verði til fulls, hver
raunveruleg þátttaka hans f
Watergatemálinu var. Þá þykir
einnig furðu sæta, að forsetinn
fyrrverandi skuli náðaður, áður
en hann hefur verið formlega
sóttur til saka eftir réttarfars-
legum leiðum. Allt að einu þyk-
ir Ford hafa sýnt mikið hug-
rekki að taka þessa ákvörðun
nú.
Felur náðunin f sér, að Nixon
hafi raunverulega verið sekur
eða var aðeins um að ræða
miskunnsemi gagnvart honum
til þess að firra hann alvarlegu
sálrænu heilsufarstjóni? Hver
verða áhrif þessarar ákvörðun-
ar á málaferlin gegn hinum
aðilum Watergatemálsins, sem
nú þrýsta fast á um að verða
náðaðir, fyrst höfuðpaurinn var
náðaður? Og hver áhrif hefur
málið á sakaruppgjöf þeirra,
sem neituðu að gegna her-
þjónustu f Vietnam eða struku
úr hernum? Öllu þessu velta
menn nú fyrir sér eftir hina
umdeildu og óvæntu náðun
Nixons sl. sunnudag.
Toppfundur um
efnahagsmál
Verðbólgan f Bandarfkjun-
um veldur sfvaxandi áhyggjum
ráðamanna og almennings. Sl.
ár var verðbólgan 12 af
hundraði, sem þykir mikið hér
f landi og er óvenjulegt á
friðartfmum. Efnahagsvandinn
hlaut ekki verðskuldaða at-
hygli á meðan Watergatemálið
stóð sem hæst, en Ford forseti
hefur heitið að einbeita kröft-
um sfnum að þessum vanda.
Boðaður hefur verið toppfund-
ur allra helztu manna, sem um
þessi mál fjalla, f lok septem-
ber til að reyna að ná samstöðu
um aðgerðir til lausnar vandan-
um. Öllum er samt ljóst, að
samstaða getur ekki náðst um
annað en að vera ósammála um
orsakir verðbólgurtnar og að-
gerðir gegn henni. Undir-
búningsfundir fyrir toppfund-
inn hafa verið haldnir f Hvfta
húsinu tvær sl. vikur, þar sem
hagfræðingar úr flestum grein-
um þjóðlffsins hafa borið
saman bækur sfnar. Sumir
þeirra vilja draga úr útgjöldum
rfkisins, þótt það kunni að
kosta aukið atvinnuleysi (sem
nú þegar er 5,4 af hundraði).
Aðrir vilja allt til vinna til að
atvinnuleysi aukist ekki meir.
Mönnum ber saman um, að ef
ekkert verður að gert, sé efna-
hagsleg lægð framundan. Hvað
sem til bragðs verður tekið,
sýnist, að efnahagsvandinn eigi
enn eftir að vaxa, áður en hann
tekur að minnka.
Framtíð Nixon var enn efst á baugi í Washing-
ton... en Washington Post hafði líka áhyggjur af 72
milljónum húsdýra.
Nýtt vandamál:
hundar og kettir
Þrátt fyrir öll stóru vanda-
málin gaf stórblaðið Washing-
ton Post sér pláss til þess að
eyða leiðara f nýtt vandamál,
sem blaðið segir vera f upp-
siglingu, heimilisdýravanda-
málið, „The pet problem". I
grein, sem mundi sóma sér vel í
Dagbók Morgunblaðsins, skar
blaðið upp herör gegn öllum
þeim, sem fara illa með þær 72
milljónir katta og hunda, sem
fyrir eru f landinu. Fyrir þá,
sem gaman hafa af tölum f
þessu sambandi, má geta þess,
að á hverri klukkustund f jölgar
köttum og hundum f Banda-
rfkjunum um 2000—3500.
Fæðuöflun handa þessum
f jölda annast iðnfyrirtæki, sem
velta meira en 10 milljörðum
dala á ári. Washington Post
veltir þvf einnig fyrir sér, hvort
þessir peningar fari ekki raun-
verulega f súginn á tfmum
fæðu- og hráefnaskorts í
heiminum.
Washington
handa
Washington
tbúar f Washington D.C.,
höfuðborg Bandarfkjanna, eru
nýbúnir að fá rétt til að stjórna
sér sjálfir eftir meir en 100 ára
baráttu. Fyrstu borgarstjórnar-
kosningarnar verða í nóvember
og borgarbúar völdu sér fram-
bjóðendur f vikunni. Ibúar
borgarinnar eru að þrem f jórðu
hlutum démókratar, þannig að
sigurvegarinn f forkosningum
þeirra má heita öruggur um
sigur. Sá heitir Walter
Washington og hefur verið
borgarstjóri sl. 7 ár, tilnefndur
af forsetanum, en ekki kos-
inn f almennum kosningum.
Washington sigraði naumlega f
forkosningunum sl. þriðjudag.
Pólitfskir áhugamenn velta þvf
nú fyrir sér, að hve miklu leyti
nafn hans hefur tryggt honum
sigur.
M I t
■fc.-'ái-
Allir fara í ferð með
^ ÚTSÝN
KJORUM
FERÐASKRIFSTOFAN
AUSTURSTRÆTI 1
S/MI 266 I 1