Morgunblaðið - 15.09.1974, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1974
7
RAÐHERRANEFNDIN, sem
fengið hefur það verkefni að
ræða við forystumenn aðila
vinnumarkaðarins hefur und-
anfarna daga setið á löngum
fundum með þessum forystu-
mönnum og skýrt ástand efna-
hagsvandans og lýst þeim hugs-
anlegu aðgerðum, sem rfkis-
stjórnin telur vænlegastar til
þess að tryggja það að láglauna-
kjör skerðist ekki. Ekkert
hefur enn spurzt út um eðli
þessara ráðstafana, en rætt
hefur verið um ráðstafanir til
launajöfnunar og hverjar
tryggingabætur ættu að verða.
Þá mun aðilum viðræðnanna
einnig verða fengin f hendur
gögn er varða staðreyndir efna-
hagsvandans, sem er glfurlegur
að sögn þeirra, sem þegar hafa
fengið í hendur þessar upplýs-
ingar.
Öneitanlega brá mörgum f
brún, þegar Alþýðusamband Is-
lands strax á þriðja degi eftir
að ný rfkisstjórn tók við, sam-
þykkti að fara þess á leit við
aðildarfélög sfn, að þau segðu
upp samningunum frá 26.
marz, þar eð gengisbreytingin
hefði verið það mikil að upp-
sagnarákvæði samningsins er
varðar verulega gengisbreyt-
ingu var f fullu gildi. Þá hafði
orðið frá áramótum svokallað
gengissig sem nam að meðaltali
tæplega 20%, en gengisbreyt-
ingin var 17%. Þetta gengissig
var Ijóst orðið f mafmánuði og
þvf voru orð Björns Þórhalls-
sonar, formanns Lands-
sambands fslenzkra verzlunar-
manna, f tfma töluð er hann
lýsti þvf yfir f viðtali við dag-
blaðið Vfsi, að allt eins hefði
mátt segja samningunum upp
þá vegna þessarar ástæðu.
Hvers vegna urðu þá við-
brögð ASl svo sem raun varð á?
Margar getgátur hafa verið
uppi. Ein er sú, að með bréfinu
hafi miðstjórn ASI viljað
styrkja samningsaðstöðu sfna
gagnvart vinnuveitendum og
rfkisvaldi f viðræðunum um úr-
bætur og er Ifklegt að hún sé að
hluta sönn. önnur er, að valda-
barátta innan verkalýðshreyf-
ingarinnar sé svo mikil, að
forystumenn ASÍ bókstaflega
hafi orðið að hvetja til upp-
sagnar samninga, áður en ein-
stakir forystumenn verkalýðs-
félaga hefðu tekið af þeim
glæpinn. Hafði raunar heyrzt f
einum þessara forystumanna
rétt áður, Hermanni Guð-
mundssyni, formanní Verka-
mannafélagsins Hlffar f
Hafnarfirði. Ennfremur er
sennilegt að samband Björns
Jónssonar og Jóns Asgeirssonar
á Akureyri hafi ýtt á eftir Birni
að stfga þetta skref — hann
hafi óttast að Jón yrði fyrri til.
Enn er ein skýring þessa
máls, sem eflaust hefur að
geyma einhvern sannleiks-
neista og hún er sú, að forystu-
menn verkalýðshreyfingarinn-
ar trúi þvf að núverandi rfkis-
stjórn sé óvinsamleg verka-
lýðnum. Nægir að minna á hin
furðulegu ummæli formanns
Alþýðuflokksins f Alþýðublað-
inu um leið og rfkisstjórnin tók
við, þar sem hann fullyrti án
skynsamlegra raka, að rfkis-
stjórnin yrði óvinveitt vinn-
andi fólki og verkalýðnum.
Rökin, sem Gylfi Þ. Gfslason
færði fyrir þessari spá sinni
voru þau, að fyrri rfkisstjórnir
Sjálfstæðisflokksins og Fram-
sóknarflokksins hefðu verið
óvinveittar verkalýðnum. Þessi
rök finnast mér vart samboðin
hagfræðingnum Gylfa Þ. Gfsla-
syni, sem veit jafnvel og allir
aðrir, að 18 ár eru liðin frá þvf
er þessir sömu flokkar áttu
aðild að rfkisstjórn saman —
jafnframt þvf sem enginn
þeirra manna, sem réðu stjórn-
arstefnu þá, eru f núverandi
rfkisstjórn. Þessi rök eru þvf
fáránleg, þótt dómur Gylfa um
fyrri stjórnir flokkanna væri
réttur, sem ávallt má deila um.
En hvers vegna fella menn
sleggjudóma? Hvers vegna
fellur jafnvel einn af þraut-
reyndustu stjórnmálamönnum
f þá gröf að telja rfkisstjórn,
sem hann hvorki veit né getur
vitað, hvað muni gera, óalandi
og óferjandi. Er það ekki af þvf
að f raun er hér aðeins um
sjónarspil að ræða. Alþýðu-
flokkurinn verður að vera á
móti rfkisstjórninni. Hann
verður að vera fyrstur til þess
að dæma rfkisstjórnina vegna
væntanlegra átaka á vinnu-
markaðinum, sem verkalýðs-
forystan ætlar að efna til —
jafnvel þremur dögum eftir
valdatöku stjórnarinnar. Hér
er aftur baráttan um frum-
kvæðið, rétt eins og innan
verkalýðshreyfingarinnar. Sá
sem fyrstur blæs í lúðra getur
sagt, ef eitthvað fer úrskeiðis.
„Já, þetta sagði ég. Ekki veldur
sá er varar.“ Þannig er sjónar-
spilið og þegar komið er út f hið
kalda strfð kjarabaráttunnar
munu verkalýðsforingjarnir
segja. Ekki berum við ábyrgð-
ina.
En svartsýni er ekki það, sem
menn ættu að mála á vegginn
nú loks er starfhæf rfkisstjórn
hefur tekið við eftir margra
missera þrásetu rfkisstjórnar,
sem hafði ekki bolmagn til þess
að taka á málum af viti. Stjórn-
in varð óstarfhæf í desember
1972, er Bjarni Guðnason sagði
skilið við rfkisstjórnina og allt
árið 1973 og nærri 9 mánuði
1974 sat rfkisstjórnin við sinn
keip og efnahagsvandinn óx.
Hann er nú orðinn svo alvar-
legur, að harðra aðgerða er
þörf. Það viðurkenndu meira
að segja forystumenn Alþýðu-
bandalagsins fyrir nokkrum
mánuðum, en nú segir yfir
þvera forsfðu Þjóðviljans að
hagur þjóðarbúsins sé góður og
rfkisstjórn Geirs Hallgrfms-
sonar taki við góðu búi. Tómir
sjóðir og atvinnuvegir á heljar-
þröm gera slfkar upphrópanir
broslegar.
Frá viðræðufundi um kjaramáljn
BAKBELTI DOSI BAKBELTIN eru komin aftur i öllum stærðum. REMIDIA h/f, Miðstræti 1 2,, Sími 2751 1. Brotamálmur Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. NÓATÚN 27, simi 25891.
Tapazt hefur rauð kventaska í Hliðunum. Finnandi vinsamlega hringið i sima 30860. Fundarlaun. Þvottavél Westinghouse þvottavél vel með farin til sölu. Tækifærisverð. Uppl. i sima 15506 frá kl. 7—8 á kvöldin.
Aukavinna óskast Stúlka óskar eftir aukavinnu. Er vön vélritun, en margt fleira kemur til greina. Tilboð sendist Mbl. merkt 9540. Vinnuveitendur Stúlka óskar eftir vel launuðu skrif- stofustarfi. Getur unnið sjálfstætt. Tilb. óskast send Mbl. meckt: „7476".
Dansleikur til stuðnings Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra í Mosfellssveit verður haldinn i Þórskaffi sunnu- daginn 15. sept. Skemmtiatriði: Geirlaug og Jón. Atvinna óskast 19 ára stúlka óskar eftir vinnu hálfan daginn f.h. Hef bil til um- ráða. Simi 18285.
Óskum eftir 2ja herbergja ibúð. Tvö i heimili. Vinnum bæði úti. Fyrirfram- greiðsla, ef óskað er. Upplýsingar i síma 32308. Til leigu ný 2ja herbegja ibúð i Breiðholti. Leigist frá 1. okt. '74 — 1. sept. '75. Glæsilegt útsýni. Fyrirfram- greiðsla. Tilb. sendist afgr. Mbl. merkt „íbúð 7465".
Ráðskona óskast. Einhleypur maður (kennari) á austurlandi óskar eftir ráðskonu. Býr í þorpi. Börn engin fyrirstaða. Þær, sem vildu sinna þessu, sendi tilboð til Mbl. f. 22. þ.m. merkt: „Ráðskona — 6505”. Til leigu er 3ja herbergja ibúð i Hafnarfirði i vesturbænum. Laus strax. Upp- lýsingar í sima 50097 i matartim- um.
íbúð úti á landi Til sölu er 80 fm ibúð i nýstand- settu tvíbýlishúsi í sjávarþorpi á Norðurlandi. Hagstætt verð ef samið er strax. Uppl. i sima 96- 61363. Til leigu frá 1. október Ný 4ra herb. ibúð i Breiðholti. Tilboð, með uppl. um mánaðar- greiðslu og mögulega fyrirframgr. óskast send Mbl. fyrir 21. þ.m. merkt 7416.
Til leigu 4ra herb. ibúð með sér inngangi, við Reynimel. Tilb. er greini fjölsk. stærð og greiðslumöguleika sendist Morgunblaðinu fyrir fimmtudag merkt: VESTURBÆR 8514. Hjarta-garn enn á gamla verðinu, Hjarta-cr., Combi-cr. Mayflower-bómullarg., Mayflower-cr., Fleur-Mohair, Nuser-babyg. Hof, Þingholtsstræti 1.
Óska eftir að taka 2ja til 3ja herb. ibúð á leigu. Helst i Miðborginni. Má þarfnast lagfæringa. Björg Rafnsdóttir, simi 30927 Scandala harmonika til sölu. Litið notuð með innbyggð- um pick-upum. Upplýsingar í síma 40021.
íbúð óskast Óska eftir 2ja herb. ibúð, helst í Smáíbúðahverfi. Uppl. í síma 30254. Til sölu Chevrolet Nova 1 973. Simi 32033.
Verkfræðingur óskar eftir 3ja — 4ra herb. íbúð til leigu strax, til 6 mánaða. Upplýs- ingar i sima 1 0928. Til sölu Benz árgerð 1970. Upplýsingar i síma 83389.
íbúð til leigu Nýleg ca. 100 ferm. íbúð á Sel- tjarnarnesi til leigu. 4 herbergi, stór stofa, geymsla og bílskúr. Reglusemi og góð umgengni áskil- in. Tilboð sendist Mbl. fyrir 21. þ.m. m. 7418. íbúð til leigu í Miðbænum. Hentug fyrir einhleyping. Tvær góðar stofur. Litið svefnherbergi og litið eldhús og bað. Tilboð sendist skrifstofu blaðsins, merkt Reglusemi 7419 fyrir 21. þ.m.
Merzedes Benz 250 CE. Til sölu Merzedes Benz 250 CE 2ja dyra, sjálfskiptur o.fl. Sérstaklega glæsilegur einka- bíll. Uppl. í síma 31236 í dag frá kl. 2 — 6 og næstu daga.
3ja herbergja
glæsileg íbúð
í Hafnarfirði til sölu
íbúðin er endaíbúð á efri hæð í 4ra ibúða húsi í
kyrrlátu hverfi. Bílskúrsréttur, frágengin lóð og sam-
eign. Laus strax. íbúðin verður til sýnis í dag
Uppl. í síma 52808.