Morgunblaðið - 15.09.1974, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15, SEPTEMBER 1974
21
Elllr Glsla J. ÁslÐóPsson
Eins og mér sýnlsl
Hinn sanni
íþrótta-
andi?
Maður er að vlsu hættur að
stunda völlinn en mér finnst það
samt fremur óhugnanlegt sem
maður er að heyra úr islenska
íþróttaheiminum, einkanlega þó
knattspyrnunni. Ég sé ekki beturð
fréttunum I blöðunum en að
knattspyrnukapparnir okkar geri
orðið litið annað en að klóra,
klaga og klessa hver annan vilj-
andi auk þess sem þeir húð-
skamma vitanlega dómaragarm-
inn eins og hann væri hvert annað
úrhrak. Slðan fá llnuverðirnir sitt
og er jafnvel hæðst að því þó að
þeir séu með kúlumaga.
Hér I gamla daga þegar bux-
urnar á knattspyrnuköppunum
okkar náðu vel niður fyrir hné þá
var I mesta lagi öskrað af áheyr-
endapöllunum: „Útaf með dóm-
arann! Drepið helvltis svlnið!" eða
svoleiðis smámunir. Enginn hefði
kallað dómarann hjólbeinóttan
apa nema I Itrustu neyð. Nú vaða
knattspyrnuþjálfarar út á miðjan
völl og taka dómaragreyið nánast
kverkataki og flytja yfir honum
svo hvltglóandi skammaræðu að
flautan er næstum bráðnuð I
munninum á honum. Meira að
segja erlendir knattspyrnuþjálf-
arar leyfa sér að gera þetta, eins
og við eigum ekki nóg af fólum
sjálfir.
Það er llka orðin segin saga að
knattspyrnukapparnir eru varla
fyrr komnir inn I búningsklefann
en þeir taka til við að kæra hver
annan hver sem betur getur fyrir
allskonar svindl og svfnarl. Það
virðist alltaf einhver hafa leikið
með að minnstakosti öðru fé-
laginu sem er bara alls ekki I þvl,
heldur á heima I einhverju herjans
öðru félagi sem er venjulega hinu-
megin á landinu ef hann er þá ekki
dulbúinn lyftingamaður. Fyrir
bragðið er annarhvor leikur
dæmdur dauður og ómerkur
þannig að knattspyrnuunnendur
komast I þá óvenjulegu aðstöðu
að hafa borgað sig dýrum dómum
inn á völlinn til þess að glápa þar á
leik sem var alls ekki leikinn! Fyrr
má nú rota en dauðrota!
Þetta er allt heldur dapurlegt og
ég er stórefins um að hinn sanni
Iþróttaandi svlfi þarna yfir vötn-
unum. Sannir Iþróttaunnendur eru
llka orðnir svo hvekktir að þeir
komast varla skokkið óstuddir
hvað þá þeir geti klofað yfir
grindahlaupsgrind. Ég er feginn að
ég skuli ekki vera knattspyrnu-
galinn og þakka guði fyrir að ég
skuli ekki vera dómari, og um
línuverðina er það að segja að ég
er alvarlega farinn að velta þvl
fyrir mér hvort þeir séu ekki
eitthvað skrítnir á milli eyrnanna.
Það fer enginn ógalinn maður I
stuttbuxur og stendur úti I roki og
rigningu langt frai»J nótt til þess
eins að fá það slðan iraman I sig
að hann sé staurblindur idjót. Þar
að auki er maðurinn látinn vera
með flagg sem hann veifar lát-
laust I kringum sig eins og flugur
sæki að honum.
Maður hlýtur að lokum að
spyrja hvað allar þessar aganefnd-
ir I knattspyrnunni sem varla er
hægt að þverfóta fyrir séu eigin-
lega að gera. Til hvers halda þær
að þær séu? Halda meðlimir þess-
ara nefnda að það sé nóg að fá
frlmiða inn á leikina og komast I
sjónvarpið einu sinni á ári til þess
að munnhöggvast þar? Það þarf
að sýna knattspyrnuköppunum
okkar I eitt skipti fyrir öll að það
gengur ekki að rota alla hina
knattspyrnukappana. Aganefnd-
irnar verða að taka fram stóra
lurkinn. Það þýðir sýnilega ekkert
að dæma knattspymukappa I leik-
bann sem er nýbúinn að skora
mark með mótherja slnum.
Hann hlær bara að þvl.
Þvl ekki að dæma hann til þess
að horfa á knattspyrnuleik?
Syndir
feðranna
f framhaldi af þvl sem hér var
sagt um daginn um llfið undirein-
ræðisstjórnum er kannski ómaks-
ins vert að huga snöggvast að
þeirri gegndarlausu hefndargirni
sem er einn af mörgum Ijótum
blettum á svokölluðu réttarfari I
einræðisrlkjum. Það er semsagt
ekki nóg með að sá fangelsaði geti
átt von á ótrúlega ómannúðlegri
meðferð þegar það hentar stjórn-
völdum, heldur er fjölskyldu hans
þegar mest er haft við útskúfað úr
þjóðfélaginu og hún er hundelt og
ofsótt með öllum tiltækum ráðum.
Hér var sýnd fyrir skemmstu
kvikmynd um meðferðina á Artur
London sem var einn þeirra áhrifa-
manna tékkneskra sem voru sak-
aðir um nær allt undir sólinni I
hinum svokölluðu Slansky-rétt-
höldum I Prag 1952 sem lyktaði
með aftöku ellefu af hinum fjórtán
ákærðu. Mér var lánuð bók
Londons um daginn um réttar-
höldin og aðdraganda þeirra, en
hann var einn þeirra þriggja sem
„sluppu" með llfstlðardóm. Ég
hafði. meðal annars áhuga á bók-
inni vegna þess að þar er Hedu
Margolius getið, konunnarsem ég
sagði nokkuð frá I spjalli um ein-
ræði og valdarán, þeirrar sömu
sem fékk að kynnast miskunnar-
leysi þessa stjórnkerfis tvisvar
fremur en einu sinni, fyrst I Þýska-
landi striðsáranna, þar sem hún
var þrælkuð I fangabúðum, og þá I
Tékkóslóvakfu upp úr valdaráninu
'48, þar sem eiginmaður hennar
var llflátinn fyrir upplognar sakir.
Það tók flokksbræður Arturs
London fjórtán mánuði að þvinga
hann með pyndingum til þess að
játa allar sakargiftir sem á hann
voru bornar og slðan að læra þá
romsu utanbókar (eins og þegar
barn lærir trúarjátninguna) til þess
að ekkert færi nú úrskeiðis við
réttarhöldin. Það sem London
mátti þola er of viðbjóðslegt til
þess að það sé tiundað hér. en
hinsvegar má lýsa þvl með örfáum
orðum sem ég nefndi I upphafi
máls míns: nefnilega hvaða af-
leiðingar það getur haft fyrir að-
standendurna I einræðisrlki þegar
einhver úr fjölskyldunni er sviptur
frelsinu.
Lise, eiginkonu Londons, sem
var frönsk að uppruna. var um-
svifalaust vikið úr ábyrgðarstarfi
hjá tékkneska rlkisútvarpinu og
tjáð að hún mætti einungis vinna
fyrir sér og slnum sem verkakona.
Hún var flæmd úr fbúð sinni og
vísað I aðra sem naumast gat
kallast mannabústaður. Eftir
nitján mánuði I bifreiðaverksmiðju
var hún kvödd fyrir „verkamanna-
ráðið" og rekin þaðan fyrirvara-
laust — og forstjóri verksmiðj-
unnar, sem bar ábyrgð á ráðningu
hennar, settur af. Henni var þá
gert að hefja vinnu I annarri og
stórum lakari verksmiðju þar sem
kjör hennar voru skert til muna
með þv! að skrá hana sem lærling.
Þar var Lise London, svo notuð
séu hennar eigin orð, „látin vinna
þau verk sem voru grófust og
verst borguð og sem hitt starfs-
fólkið neitaði að koma nálægt."
Og þá dóttirin, Francoise
London — fjórtán ára. Hér er það
sem beið hennar við handtöku og
fangelsun föður hennar:
1) Tjáð formlega að hún yrði
„að bæta fyrir fortlð sína". 2)
Tilkynnt við sama tækifæri að
þótt hún hefði staðist tilskilin próf
hefði umsókn hennar um leyfi til
framhaldsnáms verið synjað. 3)
Látin skilja að hún yrði að fara út I
atvinnulffið strax. 4) Talið við hæfi
I fyrstu að koma henni sem lær-
lingi til sótara og að það yrði
framtfðarstarf hennar. 5) Reynt að
þvinga hana til að undirskrifa
fimm ára starfssamning sem hefði
þýtt að hún hefði orðið að dvelja
fjarri móður sinni. 6) Tókst að
lokum með þrautseigju sinni og
hálfgerðri skilrlkjafölsun að
komast I iðnnám I Prag; „og
þannig varð það," svo að orð móð-
ur hennar séu aftur notuð, sem
Francoise London, 14 ára, „byrj-
aði að læra vélsmlði".
Lofi þeir svo og prlsi einræðis-
kerfið sem það sýnist. Sumir þykj-
ast raunar hafa uppgötvað „æski-
legar" einræðisstjórnir gagnstætt
„óæskilegum", sem eru þá raunar
jafnan „til bráðabirgða", það er
að segja rétt á meðan menn eru
að klekkja á fyrirrennurum sinum I
valdastól.
Það er hinn slgildi fyrirsláttur
hins rökþrota manns: Titgangur-
inn helgar meðalið.
En svo kom ný ríkisstjórn. Hún
hafði ekki setið að völdum nema I
nokkra sólarhringa, þegar forystu
Alþýðusambands Islands þótti
rétt að hvetja öll verkalýðsfélög
landsins til þess að segja upp gild-
andi kjarasamningum, enda þótt
"fnpisfellingin, sem núverandi
fíí'sstJórn ákvað, hefði verið’
minni heldur en sú gengisfelling
sem varð frá áramótum og til loka
valdatímabils vinstri stjórnarinn-
ar. Að vísu má segja, að 17%
gengisfelling núverandi stjórnar
hafi einungis verið arfur frá fyrr-
verandi stjórn, því að öllum heil-
vita mönnum er ljóst, að gengis-
felling var orðin staðreynd, þegar
núverandi stjórn tók við, og ekki
annað eftir en ákveða, hversu
mikil hún yrði. Bankarnir höfðu
hætt gjaldeyrisviðskiptum, eins
og kunnugt er, og lýst yfir þvl, að
gengið yrði ekki selt á sama verði
og var, áður en tekið var fyrir
gjaldeyrissöluna.
Ýmis önnur dæmi mætti nefna
um harla ólfk viðbrögð verkalýðs-
forystunnar nú og á meðan
vinstri stjórnin sat að völdum. En
vonandi mun tíminn leiða I ljós,
að ekki vakir fyrir verkalýðs-
forystunni annað en bæta
samningsaðstöðu sína með það
eitt I huga, að unnt verði að
tryggja hinum lægst launuðu
betri kjör, án þess að hinir, sem
betur eru I sveit settir, fái
hækkanir, sem þjóðfélagið þolir
ekki og mundu að sjálfsögðu
stöðva framleiðslu landsmanna og
leiða til atvinnuleysis á skömmum
tíma. Þjóðin öll ætlast til mikils af
forystumönnum launþegasamtak-
anna. Abyrgð þeirra er mikil.
Vonandi rfsa þeir undir þessari
ábyrgð. Og ekki er ástæða til að
bera brigður á heilindi þeirra —
að óreyndu. Verkalýðsforystan
hlýtur að hafa gert sér grein fyrir
hættunni, sem að steðjar, og eng-
inn trúir því, að sá leikur verði
leikinn enn einu sinni, að hinir
lægst launuðu fái t.d. 20% hækk-
un, en hinir hæst launuðu
30—50% kaupgjaldshækkun
nokkrum klukku tímum síðar
eins og gerðist í sfðustu kjara-
samningum í Loftleiðahótelinu.
Þeir, sem reyna að koma í veg
fyrir þá eðlilegu þróun, sem for-
sætisráðherra hefur gerzt tals-
maður fyrir; þeir, sem ekki eru
reiðubúnir að bera skjöld fyrir
þá, sem harðast hafa orðið úti í
því efnahagsöngþveiti, sem ríkt
hefur á Islandi, þeir verða kallað-
ir til ábyrgðar af fullkominni
festu og einurð og munu verða
látnir standa fyrir máli sínu gagn-
vart þjóðinni allri, svo að öllum
geti verið ljóst, að þeir hafa barizt
fyrir pólitískum eiginhagsmun-
um, en ekki þjóðarhag. Vonandi
slá nú allir skjaldborg um að það
takmark náist, að efnahagslíf
landsins komist á réttan kjöl og
þeir, sem erfiðast eiga vegna
nauðsynlegra efnahagsráðstafana
fái réttlátar uppbætur f einhverri
mynd til að jafna metin.
Hvað hugðust
vinstri menn fyrir?
Astæða er til að ætla, að þroski
landsmanna hafi aukizt svo, við
bitra reynslu síðustu ára að þessu
markmiði verði náð. Vitað er, að
Alþýðubandalagið, Alþýðuflokk-
urinn og Samtökin voru sammála
um það í viðræðum við Fram-
sóknarflokkinn um myndun nýrr-
ar vinstri stjórnar að gera þyrfti
svipaðar ráðstafanir og þær, sem
núverandi rfkisstjórn hefur gert.
Að vísu hafa þessir flokkar ekki
haft siðferðilegt þrek til að fara
eftir samfæringu sinni á Alþingi
Islendinga og hafa þar sömu af-
stöðu og þeir höfðu í þessum
vinstri stjórnar viðræðum, þvi að
þar sneru þeir öllum hlutum við,
hlupust undan merkjum og
reyndu að fiska atkvæði út á and-
stöðu sína. Vafalaust eru ýmsir,
sem hafa ekki séð í gegnum
þennan blekkingarleik, en
hvernig sem því líður er stjórnar-
flokkunum nú mikilvægt frá sið-
ferðilegu sjónarmiði, að allir þess-
ir flokkar voru sammála um það,
áður en núverandi rfkisstjórn var
mynduð, að nauðsynlegt væri að
vega að meinsemdinni og skera
hana burt með róttækum aðgerð-
um. Þessu til sanninda er m.a.
forystugrein í Tímanum, „Nýir
íhaldsflokkar", 6. sept. sl. Þar seg-
ir m.a.: „Fyrir aukaþinginu hefur
legið að afgreiða þrjú frumvörp,
sem öll höfðu verið flutt með ein-
um eða öðrum hætti af vinstri
stjórninni á síðasta þingi. Þá voru
bæði Alþýðubandalagið og Sam-
tök frjálslyndra og vinstri manna
eindregið fylgjandi þessum mál-
um. Nú bregður hins vegar svo
við, að þessir flokkar snúast hat-
rammlega gegn þeim. Þingmenn
þeirra, sem áður töldu þessi mál
nauðsynleg, svo að hægt væri að
halda uppi framfara- og jafnaðar-
stefnu í landinu, hafa við þá
breytingu að lenda f stjórnarand-
stöðu gerzt mestu íhaldsmenn
þingsins.
Fyrst þessara mála er hækkun
söluskattsins um tvö stig. Vinstri
stjórnin beitti sér fyrir þessari
hækkun á síðasta þingi. Hún var
þá talin nauðsynleg til þess m.a.,
að ríkið gæti haldið uppi full-
nægjandi niðurborgunum á vöru-
verði, en það er ekki aðeins
þýðingarmikið úrræði gegn verð-
bólgunni, heldur stuðlar flestum
ráðstöfunum betur að jöfnuði og
bættum hag þeirra, sem erfiðasta
aðstöðu hafa, t.d. stórra, fátækra
fjölskyldna.
Annað þessara mála er hækkun
bensíngjaldsins, sem rennur f
vegasjóð. Ef það fengist ekki
fram, myndi vegaviðhald dragast
saman og nýju vegaframkvæmd-
irnar vera úr sögunni. Hér er því
um mikið framfaramál að ræða,
enda viðurkenndu bæði Alþýðu-
bandalagið og Samtökin það á
síðastliðnum vetri. Nú snúast
þessir flokkar hins vegar gegn
málinu af mikilli hörku. Með þvf
eru þeir raunverulega að berjast
fyrir verra vegaviðhaldi og minni
framkvæmdum.
Þriðja málið er verðjöfnunar-
gjald á raforku. Ef það fengist
ekki fram, yrði enn að hækka
stórlega raforkuverð til þeirra,
sem búa við óhagstæðasta verðið
og lökustu aðstöðuna. Það myndi
leiða til aukins óréttlætis og
ójafnaðar, ef það fengist ekki
fram.
I þeim málum, sem aukaþingið
fjallar um, hafa Alþýðubandalag-
ið og Samtökin gengið undir
merki íhaldsstefnunnar í verki,
þótt þau geri það ekki i orði.
Áreiðanlega hafa fylgismenn
þessara flokka ætlað þeim annað
en að taka að sér þetta hlutverk
Sjálfstæðisflokksins, eftir að
hann snerist til réttari vinnu-
bragða."
Auk þess höfðu vinstristjórnar
flokkarnir rætt um 15% gengis-
fellingu, ásamt öðrum efnahags-
ráðstöfunum, sem nú hafa verið
gerðar. Sumar þessar aðgerðir
eru vafalaust sársaukafullar og
óvinsælar, en allar nauðsynlegar
til þess að sjúklingurinn grói sára
sinna og þurfi ekki að búa við þau
örlög, sem annars hefðu orðið: að
verða óðaverðbólgu- og efnahags-
öngþveiti að bráð. En slíkt hefði
einungis leitt til atvinnuleysis.