Morgunblaðið - 15.09.1974, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 15.09.1974, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1974 Skólaprestur á Islandi Rætt við Jón Dalbú Hróbjartsson cand. theol. 1 DAG verður Jón Dalbú Hró- bjartsson cand. theol. vfgður f Dómkirkjunni til prests- embættis. Það sérstæða við væntanlegt starf Jóns Dalbú er, að hann vfgist ekki tii ákveðins safnaðar, heldur sem skóla- prestur, prestur, sem starfar aðallega meðal skólafólks. Jón Dalbú tók guðfræðipróf frá Há- skóla tslands haustið ’73 og fór svo til náms við Safnaðar- háskólann f Ósló og nam þar kennimannlega guðfræði eða praktfska guðfræði, og kynnti sér starfsemi kristilegu skóla- og stúdentahreyfingarinnar f Noregi. Sfðan var hann við starf á taugahæli f tvo mánuði í sumar og á námskeiði þar fyrir guðfræðinga f sálgæzlu. Félögin, sem standa að ráðn- ingu Jóns Dalbú, eru Kristilegt stúdentafélag og Kristileg skólasamtök. Þessi náms- mannafélög hafa vaxið upp undir handarjaðri K. F. U. M. og K. og eru sitt hvoru megin við þrítugsaldurinn, K. S. F. stofnað 1936 og K. S. S. tíu árum síðar. Við hófum máls á að spyrja um kynni Jóns Dalbú af þessum félögum: „Ég hef þekkt þessi félög frá barnæsku liggur mér við að segja. Ég var virkur í stjórn Kristilegra skólasamtaka í 4 ár meðan ég var í Verzlunarskól- anum. Síðan var ég í stjórn K. S. F. í 3 ár, svo ég þekki starfið í þessum félögum mjög vel og hef átt mínar dýrmætu&tu og skemmtilegustu stundir þar.“ í hverju er starf þitt fólgið? „Ég kem til með að hafa ýmis verkefni í báðum þessum félög- um. í K. S. S. verður eitt aðal- starf mitt fólgið í að hjálpa til við það starf, sem hefur verið að myndast úti í hinum ýmsu skólum og er í formi biblíules- hópa. Það þarf að útbúa hjálpargögn fyrir þessa hópa og þjálfa stjórnendur. Ýmislegt fleira bíður mín í þessu starfi t.d. að vera með á mótum félagsins og síðast en ekki sízt, virka sem sálusorgari fyrir þetta unga fólk, bæði félagsfólk og aðra, sem á mér þurfa að halda. Einnig vona ég, að ég fái tækifæri til að heimsækja skóla úti á landi. 1 Stúdentafélaginu hef ég líka ýmsu að sinna. Ég verð framkvæmdastjóri félagsins með öllu, sem þvf fylgir. Eitt aðalverkefnið f vetur verður að undirbúa norrænt, kristilegt stúdentamót, sem hér verður næsta sumar. K. S. F. hefur einnig hug á að á geta aukið starfsemi sína innan Háskólans og kem ég að sjálfsögðu þar inn í myndina. Ég verð með viðtalstíma í Há- skólanum einu sinni í viku til að byrja með og hér á Amtmannsstíg 2b þrisvar f viku, en þessir tímar verða aug- lýstir nánar. Guðsþjónustur verð ég líka með einu sinni í mánuði að minnsta kosti.“ Hvernig starfa þessir biblíu- leshópar? „Biblíuleshópar hafa rutt sér mikið til rúms í nágrannalönd- unum og reyndar um allan heim þar sem kristnir menn á annað borð eru. Þeir safnast saman í hópum til þess að lesa Biblíuna, ræða saman um það sem þar stendur, biðjast saman og uppbyggjast þannig í sinni kristnu trú.“ Eru sóttar fyrirmyndir til út- landa? „Já, þetta starf, bæði hjá Stúdentafélaginu og K.S.S., á rót sína að rekja til Norður- landanna. Brautryðjendurnir kynntust þessu starfi í Noregi, en þar á það sér langa sögu, 50 „Eitt aðalstarf mitt er fólgið f þvf að hjálpa við biblfuleshópa, sem eru f hinum ýmsu skólum. Það þarf að útbúa hjálpargögn fyrir hópana og þjálfa stjórnendur.“ ára, og stendur mjög föstum fótum og reyndar á hinum Norðurlöndunum líka. I Noregi eru t.d. ein 300 kristileg skóla- félög og um 15 stúdenta- og sérskólafélög. Samstarf milli Norðurlandanna hefur aukist mjög og það hefur þá verið mest f sambandi við þessi norrænu stúdenta- og skólamót, sem hafa verið svo til árlegur viðburður s.l. 50 ár. K.S.F. á Islandi hefur frá upphafi haft gott samband við þessa norrænu hreyfingu, mis- munandi mikið á hverjum tíma, og sl. 4 ár höfum við átt fastan nefndarmann f norrænni nefnd, sem undirbýr sameigin- legt starf á vegum þessara félaga. Þessi kristilega stúdentahreyfing á Norður- Iöndum er síðan í stærra sam- hengi, I hreyfingu, sem heitir á ensku International Fellowship for Evangelical Students. Er það hreyfing, sem nær yfir 50—60 lönd og hefur eflzt mjög á undanförnum árum. í sumar gerðist K.S.F. meðlimur í þess- ari alheimshreyfingu." Hver er staða félaganna inn- an kirkjunnar? „Það stendur skýrt f lögum Kona Jóns Dalbú er Inga Þóra Geirlaugsdóttir og er henni ekki alveg ókunnugt um þessi félög þvf hún sat um hríð f stjórn K.S.S. Þau eiga tvo drengi, Arna Geir og Ingibjart. KROSSGOTUR Umsjón: Jóhannes Tómasson Gunnar E. Finnbogason. K.S.F. hefur einnig gefið út nokkra bæklinga og smárit og væntanleg er um næstu mánaðamót þýdd bók um grundvallar- atriði kristinnar trúar, „Sannleikurinn um Krist." beggja þessara félaga, að þau byggi á játningarritum hinnar evangelísk-lúthersku kirkju og leggja með því áherzlu á stöðu sína innan kirkjunnar. Þessi félög eru því leikmanna- hreyfing innan hinnar íslenzku þjóðkirkju.” En hvers vegna standa þessi félög þá að ráðningunni en ekki kirkjan? „Stjórn kirkjunnar hefur reynt að koma þessu inn á fjár- lög ásamt svo mörgu öðru, en því hefur verið hafnað. Þar fyrir utan er mjög eðlilegt, að þessi félög standi að þessari ráðningu þar sem þau hafa þetta sérstaka verksvið innan kirkjunnar." Er þessi starfsemi nauðsyn- leg úr því að við lifum í kristnu landi? „Markmið þessara félaga er annars vegar að sameina skóla- nemendur og stúdenta, sem vilja taka boðskap kristin- dómsins alvarlega, og með þvf styrkja og glæða trúarlíf þeirra. Hins vegar vilja þau vinna að útbreiðslu kristinnar trúar og benda á Jesúm Krist sem sannan Guð og sannan mann, frelsarann eina, sem á jafn mikið erindi til okkar í dag eins og áður. Þó við lifum í kristnu landi, eins og það heitir, þá þýðir það ekki, að við verðum kristin fyrir það eitt. Það verður að boða Guðs orð og sá, sem vill vera kristinn, verður að hlusta á Guðs orð og hann verður að læra að lifa eftir þessu orði.“ Er talin bein þörf á starfi skólaprests hér á landi? „Já, ég held, að það sé aug- ljóst mál og mjög eðlilegt, að við fáum sérverkefni f kirkj- unni, við höfum sjúkrahúss- prest, fangelsisprest og æsku- lýðsprest, þetta eru allt saman mjög nauðsynlegir hlutir. A sama hátt er skólaprestur nokk- uð, sem á fullan rétt á sér. Starfssvið sóknarpresta er mjög vítt og umfangsmikið og langt frá þvf, að þeir anni öllu því, sem blasir við. Þess vegna er kominn tfmi til, að við skipt- um meira með okkur verkum eins og reyndin er nú að verða. Það er einnig mjög eðlilegt, að starf slíks skólaprests sé f beinum tengslum við kristilegu skólafélögin, því einn síns liðs fær skólaprestur litlu áorkað. Þannig hefur þetta verið fram- kvæmt á Norðurlöndunum og gengið mjög vel.“ Má búast við að gagnfræða- og menntaskólanemendur leiti eftir samræðum við prest? Hefur reynslan sýnt það á Norðurlöndunum? „Ég tel engan vafa á þvf, að skólanemendur yfirleitt ganga með mörg vandamál innra með sér, sem þeir þurfa að tala um við einhvern. Presturinn á að hafa þá menntun að geta veitt slíka þjónustu og vona ég, að fólk notfæri sér það. Reynslan á Norðurlöndunum er sú, að þetta unga fólk leitar mikið til prestanna." Þú nefndir áðan sálgæzlu. Hvað er það? „Þetta er e.t.v. orð, sem er framandi fyrir ýmsum. Stund- um er notað orðið sálusorgun, sem táknar það sama. Þetta er hugtak, sem spannar í rauninni mjög mikið. Sálgæzla getur bæði farið fram í ræðustóli og er þá almenns eðlis um prakt- fsk atriði kristindómsins og trúarlífsins, eða hún fer fram í formi einkasamtals. Fólk kemur þá með vandamál sín til þess, sem það treystir og veit, að er bundinn þagnarskyldu. Hér er bæði um trúarleg og félagsleg vandamál að ræða, sem oft eru einmitt samofin." Hvernig er starf félaganna fjármagnað? „Þessar hreyfingar á Norður- löndum eru alveg sjálfstæðar innan kirknanna og sjá alger- lega um sinn fjárhag sjálfar. Þannig er það einnig hér, K.S.S. og K.S.F. koma til með að sjá um kostnað af sínu starfi. Framhald á bls. 30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.