Morgunblaðið - 15.09.1974, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1974
25
iiTVIkYNil ATV
Verkamenn
Verkamenn óskast í byggingavinnu að
Höfðabakka 9.
Upplýsingar á vinnustað og
í síma 83640.
Viljum ráða strax
röskan, reglusaman og ábyggilegan pilt
til aðstoðar við fjölritun.
Fjö Iritunars to fa
Daníels Halldórssonar.
Atvinna óskast.
Lærður flugvirki óskar eftir góðu starfi.
Margt kemur til greina. Sími 36182.
Atvinna
Alþýðubankinn h.f. óskar að ráða
1. Starfsmann í víxladeild.
2. Stúlku í mötuneyti.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í af-
greiðslu bankans, Laugaveg 31.
Vélstjórar
Iðnskóla ísafjarðar vantar kennara í verk-
legri vélfræði og smíðum. Uppl. gefa:
Aage Steinsson, stmi 3680 og Ólafur G.
Oddsson, sími 3601.
Sölustjórn
Innflutningsfyrirtæki óskar eftir að ráða ungan, reglusaman
mann til sölustjórnar. Hér er um að ræða framtiðaratvinnu, er
býður upp á mikla möguleika fyrir hæfan mann.
Tilboð með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist
afgreiðslu Mbl. fyrir 20. þ.m. merkt: „Framtíð — 7476".
Tæknifræðingar
Teiknarar
Hafnamálastofnun ríkisins vill ráða tækni-
fræðing og teiknara.
Afgreiðslufólk
Viljum ráða afgreiðslufólk til starfa í
verzlun okkar að Nýbýlavegi 8. Upplýs-
ingar á skrifstofunni.
Byggingavöruverzlun Kópavogs.
Mann eða konu
vantar til gangavörslu við Ármúlaskóla.
Upplýsingar í síma 841 15.
Verzlunarskóla-
stúdent
óskar eftir vinnu hálfan daginn. Tilboð
sendist Mbl. merkt Góð laun 7420.
Verkfræðingar
— Arkitektar
— Jarðfræðingar
óska eftir verkefnum til teiknunar í ákvæðis- eða tímavinnu.
Jakobína Þórðardóttir, sími 84438
Telpa óskast
til sendiferða á skrifstofu Morgunblaðsins
frá kl. 9 — 12.
Morgunblaðið
— Sjötugur
Framhald af bls. 37
að svo miklu. Stjórnarstörfum
sinnti hann af mikilli alúð þar til
hann ákvað að hætta sem stöðvar-
stjóri eftir 44 ára starf. Við stöðv-
arstjórar um land allt og sam-
starfsfólk okkar erum því í mik-
illi þakkarskuld við Karl og flytja
línur þessar honum þakkir okkar
allra. Karl hóf starf hjá Pósti og
síma á Blönduósi, var þar stöðvar-
stjóri í 26 ár og síðar á Akranesi í
18 ár. Fyrir nokkrum árum eydd-
um við saman hluta af sumarfríi,
ásamt konum okkar, norður í
Húnavatnssýslu og ferðuðumst
þar allmikið. Þá fékk ég staðfest-
ingu á þeim miklu vinsældum, er
ég hafði heyrt um, að þau Karl og
kona hans frú Ásta Sighvats
hefðu notið, er þau störfuðu á
Blönduósi. Það var eins og Hún-
vetningar ættu hvert bein í þeim
— hlýjan, móttökurnar og vinar-
hótin urðu ekki misskilin.
Fleiri en Húnvetningar munu
hafa notið margháttaðrar fyrir-
greiðslu og hjálpfýsi stöðvarstjór-
ans á Blönduósi. Símstöðin var í
þjóðbraut og miðdepill sam-
ganga stórs landshluta. Þangað
komu margir á öllum árstíðum,
kunnugir og ókunnir úr öllum átt-
um og margan vanda þurfti að
leysa. Karl var líklegastur til að
þekkja lausnarorðið — hvort
heldur var innan hans verksviðs
eða alls óskyld vandamál — og þá
var ekki spurt um vinnuskyldu.
Oft mun heimili þeirra Astu og
Karls hafa verið undirlagt af
þjökuðu og hröktu ferðafólki,
sem hreppt hafði storma, bylji og
frosthörkur í erfiðum vetrarferð-
um. Þar stóðu öllum opnar dyr, er
aðstoð þurftu.
Þegar Karl tók svo við starfi á
Akranesi var þar allt önnur að-
JWoTöimtiIntofc =pj
mnRGFRLDHR
mÖGULEIKR VÐRR
staða og þjóðfélagshættir stór-
breyttir, en Karl settist ekki í
helgan stein. Félagsmálefni okk-
ar símamanna voru honum enn
efst á huga og ýmis önnur félags-
leg málefni nutu góðs af starfs-
hæfni hans og áhuga t.d. kirkjan,
sem hann vann mikið fyrir og
getið mun verða af mér fróðari
mönnum. Það mun því margur
hugsa með þakklæti og hlýju til
þín Karl á sjötfu ára afmælinu.
Þegar Ifnur þessar eru skrifað-
ar, er fyrirséð, að ég get ekki litið
inn til þín og þrýst hönd þína í
tilefni 70 ára afmælis þíns.
Ég tók því það ráð að fela Morg-
unblaðinu að flytja þér mínar
bestu afmælisóskir og kveðjur
með þakklæti fyrir mjög gott sam-
starf, allt frá fyrsta fundi.
Jón Tómasson.
Karl mun ekki verða heima á
morgun.
Ahugasamur
innflytjandi
í Þrándheimi
Noregi, óskar eftir sambandi við framleiðanda í
sútuðum sauðskinnum.
Tilboð merkt: „Saueskinn" sendist Mittets
Reklamebyrá A/S, Boks 556-7001, Trond-
heim, Norge.
GITARKEIMNSLA
hefst að nýju 19. þ.m. Uppl. í síma 1 5392 frá
kl. 1 2 til 4 í dag og næstu 3 daga.
Katrín Guðjónsdóttir,
Ránargötu 3 1,
Æ
Oskilahross í
Mosfellshreppi
1 2 hross í girðingu í Mosfellsdal.
Eigendur hrossanna vitji þeirra í dag og mánu-
dag kl. 3 — 5.
Hreppstjori.
* ...........'»»■»'»■'«—■>■-■'11
Enskan
Trésmiðjur —
H úsgag na verkstæði
Eigum fyrirliggjandi á gömlu verði:
Harðviður: Red Meranti, Podo, þýzk eik.
Plötur: Krossviður (margar viðarteg.), plasthúðaðar plötur, spón-
lagðar spónaplötur, gaboonplötur (m/spónapl., i ytri
lögum).
Spónn: Fineline (margar teg.). Auk þess Sapeli, Pau ferro, teak og
þykkur spónn 2.8, 1.8 og 1.5 mm.
PÁLL ÞORGEIRSSON & CO„
Ármúla 27.
Símar 86-100 og 34-100.
Hin vinsælu enskunámskeið fyrir fullorðna hefj-
ast 23. sept.
Byrjendaflokkar.
Framhaldsflokkar.
Samtalsflokkar hjá Englendingum.
Smásögur.
Ferðalög.
Bygging málsins.
Verzlunarenska.
Lestur bókmennta.
Slðdegistímar fyrir húsmæður
sími 10004 og 11109 (kl. 1 —7 eh ).
Málaskólinn Mímir,
Brautarholti 4.
-------------------- -----------------