Morgunblaðið - 15.09.1974, Síða 36

Morgunblaðið - 15.09.1974, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1974 •mr'i • i i i * Höf. Armann Mysla gerir vart um eldsvoða Kr. Einarsson Loks rís Sigga frænka á fætur. Hún verður að gefast upp í leitinni að mýslu. Ég skil ekkert í, hvað hefur orðið af músarkvikind- inu, tautar frænka í sífellu við sjálfa sig. Þessa nótt er ekki mikið sofið á Fossi. Mæðgurnar, Elín og Ása, eru að hita kaffi. Mönnunum við slökkvistarfið veitir víst ekki af einhverri hressingu. Viö Sigga frænka klæðum okkur og förum niður. Ætli eldurinn geti ekki líka læst sig í bæinn? spyr frænka skrækum rómi. Þá stæði ég nú ekki svona róleg við eldavélina, svarar Elín brosandi. Nei, sem betur fór var lítill eldur í heyinu, og tókst fljótlega að slökkva hann. En til öryggis þarf að róta mikið til í hlöðunni. Nokkru seinna komu feðgarnir á Fossi inn, ásamt aðkomumönnunum. Allir eru meira og minna svartir um hendur og andlit. Mér detta í hug svertingjar. Það er þér að þakka, að þú vaknaðir nógu snemma til þess að hægt væri að bjarga heyinu, segir Jón bóndi glaðlega og klappar á öxlina á Siggu frænku. Frænka hrekkur í kút. HOGNI HREKKVISI n Æ, æ, ég þoli ekki þennan hávaða og læti. Það var heldur alls ekki ég, sem varð fyrst eldsins vör, heldur frænka áfram eftir litla þögn. Nei, það var músarskömmin, sem prílaði upp í gluggann og felldi blómsturpottinn. Ó, mús! hrópar Ása. Það eru mörg ár síðan mús hefur sézt hér inni í bænum. Það er bezt að fá lánaðan hann Brand í Vesturbæn- um. Hann verður ekki lengi að klófesta músina, segir Elín húsfreyja. Það er ekki fallegt að launa mýslu litlu þannig, ef það er raunverulega hún, sem hefur gert viðvart nógu snemma, til þess að hægt væri að bjarga heyingu, svarar Jón brosandi. Ef músarkvikindiö finnst ekki strax í nótt, er ég farin í burtu, segir Sigga frænka æst. Enginn hefur mátt vera að því að hlusta á frænku fyrr en nú. Frænka lætur heldur ekki standa á því að segja allt, sem hún veit um atburði næturinnar. Já, og hún segir raunar meira en hún veit. Þó hún geti í eyðurnar, hittir hún ekki á hið rétta. Það er ég ein, sem veit, hvernig í öllu liggur. Frænka stikar fram og aftur um gólfið, hún er í miklu uppnámi og talar afskaplega hátt. Hún segir, að kvikindið hafi verið nærri búið að sálga sér úr hræðslu. Og kannski hafi munað mjög litlu, að eldurinn læsti sig í bæinn og hún brynni inni. Hún segist ekki þola drunur og ískur í bilum og hlaupandi og hrópandi mannsöfnuð. Já, frænka er svo hávær og æst, að ég er ekki óhrædd um, að augun detti úr höfðinu á henni. Ég er sjálf dálítið óróleg, þó ég reyni að láta ekki á neinu bera. Hvað verður um mýslu? Á ég að þora að segja upp alla söguna? Við verðum að finna mýslu, hvað sem það kostar, segir Jón bóndi og deplar til mín auga. Þegar hann lítur á frænku, er hann mjög strangur og alvarlegur á svipinn. Áreiðanlega segir hann þetta einungis til að friða hana. Ég finn, að Jón er á mínu bandi, og það gefur mér kjark til að skýra satt og rétt frá öllu. í fáum orðum segi ég alla sólarsöguna um mýslu litlu. Andlitið á Siggu frænku smálengist í undrunar- fullri spurn, og ekkert sést nema hvítan í augunum. Svo þú hefur dregið þetta þokkakvikindi upp í herbergið okkar, hvæsir hún út á milli tannanna. Því hefði ég aldrei trúað, bætir hún við og svelgist um ANNA FRÁ STÓRUBORG - SAGA FRA SEXTÁNDU ÖLD eftir Jón Trausta „Hótanir ykkar, Eyfellinga, skelfa ekki Pál Vigfússon lög- mann. Það skuluð þið fá að sjá!“ hrópaði lögmaður upp yfir ysinn og var Iiínn reiðasú. „Vara þig, lögmaðin*,“ hrópaði Halldór á móti, „að ekki þyki hirðstjóra slælegar eftir öSru gengið, sem þér er fahð að gæta að og meira mim þykja um vert í kóngsgarði en þetta Hjaltamál. Um þessar mundir er sitt hvað sagt úr Vest- mannaeyjum." Lögmaður sleit þinginu og skvmdaði burt í hinu versta skapi. Sveinar hans fylgdu honum. 4. AÐ HVAMMI OG FIT Lögmaður reið eins og leið lá út að Hvammi og ætlaði heim um kvöldið. Hann var svo reiður, að enginn mátti orðum við hann koma. Hjá Hvammi áði hann. Sigvaldi bóndi var heima og gekk út fyrir tún til lögmanns og bauð honum heim til að þiggja einhverja hressingu. Ijögmaður þáði það. Voru þá sveinar hans leiddir til skála og þeim veitt vel, en Sigvaldi fylgdi lögmanni til stofu sinnar og lét bera þeim vin. Sigvaldi hafði ekki verið á þinginu og vissi ekkert, hvað þar hafði gerzt. IyCngi var lögmaður þögull og þungbimm, en Sigvaldi var eins og hann var vanur; :— þar var sama blessað blíðalognið sem ætíð endranær, þessi sæla lognró, sem fór gulbleiku hárinu og björtu, þykkleilu andlitinu svo einkar vel. Þessi rósemi virtist smáfærast yfir á lögmatm sjálfan. Þessar kurt- eislegu viðtökur og þetta góða vín milduðu svip hans og jöfnuðu ofurlítið geðsmuni hans. Brátt fór að lifna ofurlítið yfir samtalinu. Lögmaður sagði Sigvalda af þinginu, að vísu ekki allt, en þó svo mikið, að Sigvaldi skildi, að eitthvað hafði homun gengið þar á móti og hann var reiður við þá Austurfjöllunga og hugði á að launa þeim lambið gráa við betri hentugleika. Allt i einu leit lögmaður fast á Sigvalda; tillit hans var orðið dálítið þokukennt. „Getur þú ekki sagt mér, hvar Hjalti er niður kominn?“ mælti hann. Sigvaldi hristi höfuðið. „Nei, það get ég því miður ekki.“ Eftir litla þögn bætti hann við: „Og þó ég gæti það, mundi ég ekki gera það.“ Lögmaður hvessti á hann augun. „Hvers vegna ekki?“ Lc6^!ounKoffino — Ég ætla á 8. hæð, og það er tilgangslaust fyrir þig að stöðva hana á 14V4 eins og sfðast. —Viljið þér gera svo vel og vekja okkur klukkan 2, 3, 4, 5, 6 og 8. -ð —Það eina, sem ég gerði, var að taka brems- urnar af og síðan hefur bíllinn runnið áfram. '411 — Þetta er bara varúðarráðstöfun, ef þið skylduð bjóða Sigurði upp á drykk, hann verð- ur sko að keyra bílinn heim.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.