Morgunblaðið - 15.09.1974, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1974
37
BRÚÐURIN SEIVi
HVARF
Eftir Maríu Lang
Þýðandi: Jóhanna Kristjónsdóttir
54
þér aö nota hversu auðveld bráð
hún er. Hún gerir sér ekki ljóst,
hvað hún er að gera með því að
segja þetta...
En Christer sýndi enga misk-
unn og hélt áfram og spurði um
hnífabirgðir í eldhúsinu og síðan
kom röðin að fatnaði og Gretel
Ström sagði, að náttfötin væru í
sérstökum línskáp.
— Þakka þér fyrir, ég vildi
gjarnan fá að líta á þau.
Gretel Ström hafði færzt öll í
aukana og virtist hin kátasta en
Egon varð stöðugt grænni í and-
liti, Hún brosti vinalega við lög-
regluforingjanum og spurði:
— En hvað varstu annars að
segja þarna áðan? Þú sagðir eitt-
hvað um Anneli... og Sjávar-
bakka. Ég var víst bara að hlusta
með öðru eyranu, svo á ég skildi
ekki almennilega hvað þú varst
að meina.
Egon reyndi að brosa, en það
bros varð ömurleg gretta.
— Nei, sagði hann beizklega og
þó var hlýja 1 rómnum. — Þú
skilur ekkert nema það, sem þú
vilt skilja og þú hlustar ekki held-
ur. Og þess vegna steypirðu okkur
báðum út í ægilega ógæfu.
— Nei, heyrðu nú Egon minn,
sagði kona hans steinhissa, — ég
skil ekki hvað þú meinar með
þessu. Ég er bara kurteis og hjálp-
söm við Christer. Ekki trúi ég þú
hafir á móti því.
— Ef hann hefur eitthvað á
móti því, svaraði Christer hvasst,
— gæti hann byrjað með að segja
okkur dálítið um svefnlyf og
verkanir þeirra.
Egon starði upp í loftið og nú
var sem hann byggi sig loks til
bardagans, sem hann skíldi að var
fyrir dyrum.
— Það er tilgangslaust, sagði
Christer — að þú reynir að þræta
fyrir, að Anneli var drepin hér á
Sjávarbökkum. Allt of margar lík-
ur hniga í þá "^it. Rifrildi,
hnifstunga í hjartað á ungu stúlk-
unni. Siðan ofboðsleg skelfing.
Hvað á að gera við líkið? Henda
því í vatnið? og síðan ber morð-
inginn likið niður i flæðarmálið.
En kjarkurinn bilar og hann
treystir sér ekki til að róa út á
vatnið og sökkva líkinu í vatnið.
En hnífinn verður að draga úr
sárinu og hreinsa. Sjálfur er
morðinginn með blóð á höndun-
um og því notar hann tækifærið
og tekur sér steypibað inni í
þvottahúsinu. Náttfötin skapa
visst vandamál en ég hef grun
um, að í línskápnum sé að finna
þessi föt innan um hreina fatnað-
inn.
Og komum við þá að þvi, sem
ekki skiptir hvað minnstu máli:
spurningin um svefn Gretels. Það
fannst mér alveg fáránlegt frá
fyrstu stundu, að Gretel, sem virð-
ist óumdeilanlega vera ákaflega
svefnstygg, skyldi ekki vakna við
þann hávaða, sem hlýtur þó að
hafa hlotizt af þessu.
Og því spyr ég hvers vegna ætli
Gretel hafi nú ekki vaknað.
Ja, annaðhvort er málið þannig
vaxið, að hún hefur vaknað, þegar
hún heyrði raddir, en að hún hafi
þagað yfir því AF ALVEG SÉR-
STÖKUM ASTÆÐUM.
Eða kannski hafði hún fengið
svefntöflur strax fyrstu nóttina.
Egon brosti kindarlega.
— Og það er þá ekki um nema
tvo að ræða. Annaðhvort er ég eða
Gretel morðinginn...
Nú virtist Gretel loks átta sig á,
hvaða stefnu samtalið var að taka.
— En Egon, hrópaði hún upp
yfir sig, — Þú getur ekki látið —
— Hvernig er það, Gretel?
spurði Christer. — Kvöldið, sem
brúðkaupið hefði átt að fara fram,
þá varstu sjálfsagt þreytt og ákaf-
lega leið... gaf Egon þér ekki
eitthvað gómsætt að drekka
VELVAKANDI
Velvakandi svarar í sima 10-100
kl. 1 0.30 — 1 1.30, frá mánudegi
til föstudags.
0 Viðurkenningar
fyrir
veggskreytingar
Guðmundur Egilsson skrifar:
„Það hefur tiðkast um nokkur
ár að veita einstaklingum og fyr-
irtækjum í borginni viðurkenn-
ingu fyrir fegrun og góða um-
gengni. Er þetta gert á afmælis-
degi borgarinnar/18. ágúst. Allir
geta verið sammála þvi, að þar
njótum við öll góðs af, sem búum í
þessari fögru borg.
Tiltölulega fá ár munu siðan
farið var að veita viðurkenningar
fyrir göðar veggskreytingar. Vert
er að veita viðurkenningar fyrir
veggskreytingar, því að vissulega
getur þar verið um góð verk að
ræða, ekki síður en myndastyttur
eða önnur slík verk.
Nokkrar myndir voru nýlega
teknar af veggskreytingum, sem
hlotið höfðu viðurkenningu, og
voru þær birtar i sunnudagsblaði
Morgunblaðsins,
Myndirnar eru vel teknar, að
þremur undanskildum, en þær
eru af veggskreytingu á Toll-
stöðvarhúsinu við Tryggvagötu,
en það mjög svo fagra listaverk er
illgreinanlegt á myndinni, skilti
verzlunarinnar Buxnaklaufarinn-
ar og veggskreytingu rafmagns-
veitunnar við Armúla.
% Látnir bygginga-
meistarar hljóti
líka viðurkenningu
En það er annað, sem hefur
vakið athygli mína, og það er við-
urkenning, sem mannvirki lát-
inna arkitekta hafa hlotið. Það er
ánægjulegt til þess að vita, að enn
skuli verk þessara manna hljóta
lof þeirra, sem yngri eru, og fá
þannig verðskuldaða viðurkenn-
ingu. En hvað um þá, sem ekki
námu byggingarlist, en hafa átt
stóran þátt í teikningu og bygg-
ingu húsa i gömlum bæjarhlut-
um? Á meðan ekki var krafizt
prófs i byggingarlist, tiðkaðist
Grettisgata 11. Þetta hús reisti Jens Eyjólfsson bygginga-
meistari á árunum 1907—8, en þar býr nú tengdadóttir hans,
Helga Ásmundsdóttir.
það mjög, að smiðir teiknuðu
sjálfir þau hús, sem þeir byggðu.
Sum þessara húsa eru mjög falleg
og hafa ávallt vakið athygli eldri
sem yngri borgara. Ég vona bara,
að viðurkenningar Fegrunar-
nefndar Reykjavíkurborgar verði
lika látnar ná til þessara húsa.
• Byggingar Jens
Eyjólfssonar
1 því sambandi datt mér í hug
hús, sem Jens heitinn Eyjólfsson
reisti við Grettisgötu, en húsið er
mjög fagurt og hefur verið vel við
haldið. Einnig spennistöð raf-
magnsveitunnar við Bökhlöðu-
stig, en þetta turnlaga hús setur
skemmtilegan svip á umhverfið,
svo og Laugavegs Apótek, svo að
eitthvað sé nefnt.
Auk þess að vera frábær húsa-
teiknari var Jens mikill at-
hafnamaður. Hann byggði tals-
vert eftir teikningum Guðjóns
Samúelssonar, og má með sanni
segja, að þar hafi tveir afburða-
menn sameinað hæfileika sina.
Sem dæmi um þessa samvinnu má
nefna Landakotskirkju, hús Nat-
ans Olsens og Austurstræti 18.
Ég tel, að Fegrunarnefnd
Reykjavíkurborgar eigi miklar
þakkir skilið fyrir gott starf að
þessum málum, og væri vissulega
vel til fallið, að athygli okkar yrði
vakin frekar á verkum þeirra
manna, sem nefndir voru hér að
ofan.
Guðmundur Egilsson."
0 Sorphreinsun
í Kópavogi
Ingiriðir Inga Jónsdóttir,
starfsmannahúsinu, Kópavogs-
hæli, skrifar á þessa leið:
„Mig langar svo til að koma
þakkarorðum til sorphreinsunar-
manna hér í vesturhluta Kópa-
vogs. Þeir eru svo liprir, hjálp-
samir og kurteisir.
Það er líka gaman að sjá þá
vinna, því að þeir eru svo dugleg-
ir og samvizkusamir,— mega ekki
sjá bréf fjúka á götunni, — þá er
það tekið upp og sett I sorphreins-
unarbilinn.
Já, það væri gaman að lifa i
þessu landi, ef allir væru eins og
sorphreinsunarmennirnir okkar
hér I vesturbænum í Kópavogi.
Reki þeir augun i þessi skrif
min, þá sendi ég þeim beztu
þakkir og kveðjur, og þér líka,
kæri þáttur.
Virðingarfyllst,
Ingiriður Inga Jónsdóttir.“
0 Hvíti stafurinn
Blind kona hafði samband við
okkur. Sagðist hún hafa orðið
þess vör, að margir vissu ekki til
hvers hvíti stafurinn væri ætlað-
ur eða hvað væri verið að gefa til
kynna, þegar hann væri réttur
fram.
Hún sagðist oft hafa þurft að
bíða mjög lengi eftir þvi að kom-
ast yfir götu, þegar hún hefði rétt
fram stafinn, og væri hún viss
um, að það væri vegna þess, að
bifreiðastjórar skildu almennt
ekki merkið, sem verið væri að
gefa, en ekki vegna þess, að þeir
hirtu ekki um að sinna því.
Hún sagðist vera þeirrar skoð-
unar, að þýðingu þessa merkist
ætti að kenna um leið og kennt er
fyrir bilpróf.
0 Verðmismunur
„Einn, sem þarf að borða“
skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Af því að þú ert vel vakandi
yfir velferð okkar og birtir ýmsar
kvartanir fólks, bæði réttlátar og
ranglátar, langar mig til að biðja
þig fyrir eftirfarandi.
Föstudaginn 6. sept. s.l. fór ég f
innkaupaferð. Meðal annars
keypti ég kiló af molasykri, og
kostaði það kr. 181.50. Hafði ég
ekkert við það að athuga, þar til
ég kom í næstu búð, en þar rakst
ég á sams konar pakka, sá pakki
kostaði kr. 129.00, þannig að verð-
mismunurinn var kr. 52.50.
Síðan fór ég að athuga pakk-
ann, sem ég hafði keypt, og sá þá
að á honum var miði, sem á stóð
144.—, en yfir hafði verið límdur
miði, sem á stóð 181.50.
Þvi spyr ég: Er ekki eitthvað til,
sem heitir verðlagseftirlit?
Eða geta kaupmenn límt miða
ofan á miða og hækkað þannig
vöruverðið að eigin geðþótta?“
Bréfritari tekur einnig fram, að
þegar þetta átti sér stað, hafi ekki
verið um það að ræða, að gengis-
breyting væri farin að hafa áhrif
á verð þessarar vöru.
Hvað hér liggur að baki, er ekki
gott að segja, en alla vega er þessi
verðhækkun svo mikil, að ekki
getur hún stafað af söluskatts-
hækkunum.
SlGGA V/öGA i Vlve^aw
mw y/cm
WGÖS) 0/
Sjötugur:
Karl
Helgason
fyrrv.póst-
og síma-
stjóri
Kirkjubækur verða vart ve-
fengdar um að Karl Helgason hafi
fæðst 16. sept. 1904, að Kvein-
grjóti í Saurbæ í Dalasýslu, þótt
útlit og vaskleg ganga hans vitni
ekki þar um.
Fyrir liðlega þrjátiu árum lágu
leiðir okkar fyrst saman I Félagi
stöðvarstjóra pósts og síma. Karl
hafði þá haft forustu fyrir nokkr-
um starfsbræðrum, er beittu sér
fyrir stofnun þess félags 1941.
Þar sem allt landið var starfs-
svæði félagsins og samgöngur erf-
iðar, jafnvel erfitt að ná saman á
línunum, a.m.k. til að undirbúa og
ræða stofnun hagsmunasamtaka
af þessu tagi, varð það hlutverk
Karls að heimsækja svo til allar
stöðvar á landinu til að vinna
þann jarðveg, er til þurfti, svo
félag okkar væri frá byrjun vel
undirbyggt og stæði traustum fót-
um að því verkefni, er því var
ætlað.
Varla var hægt að hugsa sér
heppilegri mann til þessa erind-
reksturs sökum harðfylgis kapp
semi og lagni. Þetta var erfitt
verk og aðstæður slæmar, en öll-
um tálmunum var rutt úr vegi og
samtökin urðu að veruleika til
hagsbóta og heilla fyrir alla stöðv-
arstjóra, bæði þá, er bundust fé-
lagsböndum, og þá, er fyrir utan
stóðu af skipulagslegum ástæð-
um. Einnig átti félagið mikinn
þátt í kjarabótum og bættu skipu-
lagi annars starfsfólks stöðvanna,
sem lengi vel var ófélagsbundið,
en er nú flest I Fél. fsl. síma-
manna (F.I.S.). Ekki tel ég held-
ur vafa á, að stofnunin (P & S)
hafi notið góðs af tilkomu félags-
ins. Hún fékk samstæðari starfs-
hóp, sem gerði það að markmiði
sínu að efla hag sinn og stofnun-
arinnar. Allir fundir félagsins
hafa stefnt að þessu marki. Kjara-
kröfum hefur jafnan verið stillt i
hóf, — eins og kjarasamningar
vitna um, en umræður og ályktan-
ir um fjölmörg framkvæmdamál-
efni ásamt samanburði á leiðum
til heppilegra úrlausna hinna
ýmsu verkefna okkar hafa oftast
verið megin verkefni funda okk-
ar.
Þvi miður braut þetta erfiði svo
niður þrek Karls, að vafasamt er
hvort hann hafi fengið fulla
heilsu aftur. Mörgum árum síðar
varð hann fyrir alvarlegu slysi af
völdum bifreiðar, er hann var á
| leið til félagsstarfa fyrir félag
• okkar, sem þá var orðin deild í
' Félagi islenskra simamanna.
| Hann hefur því fórnað miklu fyr-
| ir okkur,- auk tima og f jármuna,
sem félagslegt áhugastarf út-
I heimtir. En Karl er mikill félags-
| hyggjumaður og uppeldi hans við
• ræktun og búfræði jók honum
• skilning og hamingju við að sjá
| góðan ávöxt af starfi því, er hann
| hafði lagt rnikla alúð við og fórn-
Framhald á bls. 25.