Morgunblaðið - 15.09.1974, Síða 39

Morgunblaðið - 15.09.1974, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1974 39 — Minning Steingrímur Framhald af bls. 26 styttri en til stóð, og fluttu þau um stund á æskuheimili Kristín- ar, að Vestri-Loftsstöðum, en þar fæddist þeim sonur, friður og vænn, skírður Bjarni eftir látnum frænda. Litlu síðar flytjast þau til Reykjavíkur, reisa sér hús og nefna það Reykhóla. Þau rækta þar grýtta jörð og gera að grónu túni. Þar fæðist þeim þriðja barn- ið, yndisleg stúlka og er hún skírð Ragnhildur Sóley í höfuðið á ömmu sinni á Loftsstöðum. Öll giftust börn þeirra Kristínar og Steingrfms og búa í Reykjavík. Ölöf var gift Sigurjóni Sveinssyni byggingarfulltrúa i Reykjavík, er lést um aldur fram fyrir tæpum tveim árum. Bjarni múrari kvæntur Erlu Kristjánsdóttur, og Ragnhildur Sóley gift Hjálmari Bjarnasyni fyrv. bankafulltrúa. Þótt fjárhagur Steingríms væri ekki alltaf samkvæmt nútima upphæðum, einkum fyrri ár hjónabandsins, kostaði hann öll sín börn á skóla og kom þeim vel til manns. Árin frá 1920-40, urðu margri fjölskyldunni þung í skauti fjár- hagslega, m.a. atvinnuleysi. Þá kom sér vel fyrir Steingrím iðkun íþrótta á yngri árum, því alltaf var þörf fyrir hraustmenni til gæslu og lögreglustarfa, en það mátti heita, að Steingrimur sleppti aldrei vinnudegi öll þessi kreppuár, svo var hann eftir- sóttur til slíkra starfa, að fyrir kom að hann lagði nótt við dag, þegar mikils þurfti við. Svo þegar Reykjavikurbær stofnsetti vist- heimili að Elliðavatni 1942, fyrir geðveika menn, var Steingrímur fenginn til að veita því forstöðu. Þangað fluttu hjónin um vorið, og uppfrá því er hann ávallt kenndur við Elliðavatn. Þar hófst langur og strangur vinnudagur i tuttugu og tvö ár, hann utan, en hún innanstokks. Þá fór ekki hluti vinnudagsins í að skrifa eftir- og næturvinnu, og allskyns gæslu og aukavaktir eins ognú tíðkast, nei, þá var unn- ið af samviskusemi og hjartahlýju, svo vistmönn- unum liði sem allra best. Áður en Steingrímur fór frá Elliðavatni byggði fjölskyldan sér nýtískulegt hús að Selvogsgrunni 3 í Reykjavík, þar hefur hann eitt ævikvöldinu í faðmi fjölskyldu og vina, þar lifði hann glaður og sáttur við sitt umhverfi, og bætti stöðugt við fróðleik sinn með lestri góðra bóka, enda var Stein- grimur stórfróður og stálminn- ugur, slunginn í orðaleik íslenskr- ar tungu, sérstaklega ljóða, enda af skáldum kominn. Ég man Steingrím Pálsson ungan mann, liðlega tvítugan, og varð mér starsýnt á manninn sakir glæsileiks og atgervis. Mér þótti hann bera af ungum mönnum og fékk strax traust á persónunni, þrátt fyrir það, að fimm ára barnið vildi ekki missa góðu systur, sem hafði gengið mér í móðurstað. Árin liðu, kynningin óx, innri maður Steingríms kom betur og betur í ljós. Það hafði bæst traustur meiður í Vestri-Loftsstaðafjölskylduna, gulltryggur, og vitur vel. Fyrirhyggja og ráðdeild hafði verið innleidd í fjölskylduna, þar fór einnig glaðlyndi og góðvild, og man ég sérstaklega hvað hann hafði gott lag á unglingum og minnimáttar. Steingrímur gekk öruggur til allra starfa, hvort sem þau voru andlegs eða veraldlegs eðlis. Það fer ekki milli mála, að lífs- braut Steingríms hefur oft legið á brattann, og ekki voru breidd klæði fyrir fætur hans á fyrstu árum ævinnar, en þrátt fyrir það mætti margur maður vel við una, sem endaði sitt skeið jafnfætis honum. Við frændur og vinir kveðjum heiðursmann og vottum konu hans, börnum og öðrum nánustu ættingjum dýpstu samúð. Far heill kæri vinur. Gfsli Jónsson. NU ERU ÞAÐ SKÓR! • ' &■: '.-f' X'J w ÍÍ-A '■) ■ ■ • Átt y..\ * ? ... - ■-/ -■'*» - *%. ** ■• - ' •'*■- ■•■• • '#%?■; i '■''.■ & ’áSM- :t •,. ., - <• • - '»ív Allt 1. flokks leðurskór \ >'■*'' ** ■ ih ■ ■ >4, iff 7/f / J v. 4 f ■ 1 f 1 Uf irfch*. C - i -&>- >, ;jSs- í -j’ «--4' "■ 'Wzm'i áfg^ TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS KARNABÆR SKÓDEILD — AUSTURSTRÆTI 22 — SÍMI 28460.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.