Morgunblaðið - 21.09.1974, Side 2

Morgunblaðið - 21.09.1974, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1974 Nýtt skip Eimskipa- félagsins — Bakkafoss NVTT skip bættist f kaupskipa- flota landsmanna í gær. Þá var Bakkafoss hinn nýi afhentur Eimskipafélagi Islands f Vless- ingen f Hollandi. Bakkafoss er smíðaður í Vest- ur-Þýzkalandi 1970, og er 2724 brúttólestir. Viggó Maack skipaverkfræðingur og Magnús Þorsteinsson, sem verður skip- stjóri á Bakkafossi, veittu honum viðtöku fyrir hönd Eim- skips. Skipið lestar á næstu dögum vörur í Álaborg, Kaup- mannahöfn og Gautaborg, en það er væntanlegt til landsins um mánaðamótin. Bakkafoss er 19. skip Eim- skipafélags Islands. Nýr sveitar- stjóriíGerðum HARALDUR Gíslason, sveitar- stjóri á Vopnafirði, hefur verið ráðinn sveitarstjóri í Gerðum Garði frá og með 1. október. Haraldur hefur verið sveitar- stjóri á Vopnafirði í tæplega 8 ár. INNLENT Flugvél hlekkist á — enginn slasaðist KLUKKAN 12.55 f fyrradag hlekktist Iftilli flugvél á f flug- taki á túni við bæinn Ytri-Móa f Hrunamannahreppi. Þrfr voru f vélinni, flugmaðurfnn og tveir feðgar, og sluppu þeir að mestu ómeiddir. Flugmaðurinn skarst á enni. Vélin er mikið skemmd, en hún er af gerðinni Piper Cherokee Pa-150, eins- hreyfils og tekur 4 farþega. Hún er f eigu Flugfélags Sel- foss. Nánari atvik eru þau, að vél- in var að taka sig á loft af sléttu og löngu túni. Hún náði aldrei fluginu og endastakkst fram af túnfætinum. Loftferðaeftirlitið fór á staðinn, en samkvæmt upplýsingum Skúla Jóns Sigurðssonar, liggur ekki ljóst fyrir hvað fór úrskeiðis. Þá varð mjög harður árekstur tveggja bíla í Hreppunum í fyrradag, og slasaðist þrennt í þeim árekstri. Sól og blíða í Stafnsrétt Mælifelli, 19. september — í DAG er réttað f Stafnsrétt í sól og blíðu. Versta veður hefur verið undanfarna daga og hrepptu gangnamenn illviðri á fjöllum, einkum á þriðjudag. Fé i Stafnsrétt er lengst að komið frá undirhlíðum vestan- verðs Hofsjökuls. Þar gengu svonefndir undanreiðarmenn á sunnudag. Gistu þeir 3 næstur í kofa við Ströngukvísl, nokkru austan við Kjalveg. Þar urðum við 19 á sunnudagskvöld, en María í Finnstungu í Blöndudal sá um mat þess. Á mánudag var slydda að morgni, rættist úr hádaginn, en hvitahrið er á leið. Voru þá gengnar Svörtutungur og Guð- laugstungur, en þeir, sem lengst fóru, heldur sunnan við Hveravelli, austan Blöndu. Var fé vænt á þessu víðerni og styggt. A þriðjudag var hið mesta óveður, en þó Álfgeirs- tungur smalaðar og allt gras- lendi út að Haugakvísl. Þaðan var safnið rekið út fyrir Galtará og setzt að í góðum gangnakofa. Átta lýtingar, sem voru í kofa i Áfangaflá aðfararnótt þriðju- dags, gátu ekki skipt sér og riðu við svo búið út i Buga. Upp- flokkur Eyvindastaðaheiðar gat ekki heldur gengið á þriðjudag, en veður þar jafnvel enn verra en á Vesturheiðinni. Á þriðju- dagskvöld birti upp með 8 stiga frosti og var kalt og bjart gangnaveður í gær. Stóðrétt- inni í Stafni var að ljúka, þegar við komum að Fossum. Fé var margt, þótt nokkur svæði smöl- uðust ekki og biða þau eftirleit- ar. — Síra Ágúst. Féll 8—10 metra en meiddist lítið LAUST eftir klukkan 10 í fyrrakvöld varð vinnuslys við húsið númer 45 við Hringbraut. Maður féll niður af vinnupalli, 8—10 metra fall. Hann skarst nokkuð á höfði en hlaut ekki önnur tcljandi meiðsl, og fékk hann að fara heim að lokinni aðgerð á slysadeildinni. Þykir mesta mildi, að ekki skyldi fara verr. Maðurinn stóð á vinnupall- inum gegnt 3. hæð hússins og var hann að taka stóra rúðu úr karmi. Ekki virðist pallurinn hafa verið traustbyggður, því hann þoldi ekki þunga manns- ins og rúðunnar og brotnaði. Maðurinn lenti á grasflöt og meiddist lítið við sjálft fallið. Hins vegar skarst hann þegar rúðan brotnaði í mél við hliðina á honum. Hæpin heimild eignar Islendingi Picasso-verk ISLENZKUR maður úti f Höfn, sem komizt hefur f klandur hér hcima, hefur fullyrt f viðtali við danska ritið „Rapport", að hann hafi falsað fjölda mál- verka og selt þau á söfn, þar á meðal heilmikla Picasso-mynd, sem nú er f rfkislistasafninu danska. Vísir hafði þessa „upp- ljóstrun“ eftir „Rapport“ f gær. Hinsvegar gera forráðamenn safnsins gys að öllu saman og segjast vita með vissu, að Is- lendingurinn fari með fleipur og Picasso-myndin sé ófölsuð. Hið danska „Rapport“ mun raunar ekki þykja merkileg heimild eins og mcðfylgjandi mynd af forsfðu ritsins sýnist Ifka bera með sér. Kristján Guðmundsson atnendir Magnúsi Sigurðssyni gjöfina frá 10 ára stúdentum MR. A myndinni eru einnig bekkjaráðsmennirnir Kristfn Waage, Margrét Georgsdóttir og Júlfus S. Ólafsson. Svo og Ingi Kristinsson skólastjóri, séra Ingólfur Ástmarsson og Ólafur J. Ólafsson. Ljósm. Sv. Þorm. Minntust 10 ára stúdentsafmælis með stórgjöf til Hjálparsjóðs æskufólks Stúdentar frá Menntaskólanum f Reykjavfk vorið 1964 afhentu f gær Hjálparsjóði æskufólks stór- gjöf f tilefni 10 ára stúdentsaf- mælis árgangsins. Kristján Guð- mundsson formaður bekkjarráðs- ins afhenti formanni sjóðsins, Magnúsi Sigurðssyni fyrrv. skóla- stjóra, gjafabréf og ávfsun að upphæð kr. 320.000.00 og sagði við það tækifæri, að er bekkja- systkini hefðu komið saman á útmánuðum til að ákveða hvernig afmælisins skyldi minnzt, hefðu komið fram ýmsar hugmyndir um HINN 12. september s.l. var þing- fest fyrir bæjarþingi Reykjavfk- ur mál, sem höfðað er gegn tveim- ur mönnum fyrir sölu á fasteign, sem þeir höfðu enga eignarhcim- ild á. Annar mannanna rekur lög- fræðiskrifstofu f Reykjavík. Er þess krafizt f stefnunni, að um- ræddir menn greiði manni þeim, sem málið höfðar, krónur 594 þúsund með 14% ársvöxtum frá 1. ágúst 1974 til greiðsludags, og málskostnað að auki. Þetta húsa- sölumál hefur verið töluvert í fréttum f jölmiðla að undanförnu. Málavextir eru þeir, samkvæmt stefnunni, að í marzbyrjun svar- aði stefnandi auglýsingu f dag- blaði þar sem ódýrt húsnæði var auglýst til sölu. Sendi hann inn nafn sitt, og svaraði maður nokk- ur bréfinu og sagðist vera fasteignasali. Færði hann mann- inn til umrædds lögfræðings, en þar var þá fyrir maður, sem sagð- ur var eigandi eignarinnar, sem er neðri hæð hússins Bókhlötyi- stígur 6b. Lögfræðingurinn gerði kaupsamning og annaðist efnis- þátt hans, sem dagsettur var 6. marz. Var stefnandi látinn greiða lögfræðingnum 44 þúsund krónur í sölulaun, en venjan er sú, að seljandi greiði sölulaun. Kaupverð hússins var 2,2 milljónir króna. Við undirskrift greiddi stefnandi málsins lög- fræðingnum 100 þúsund krónur og 250 þúsund krónur 18. júli, hvort tveggja í reiðufé. Við undir- skrift fékk stefnandi umráðarétt yfir húsinu og leigði það borgar- sjóði Reykjavíkur. Við samninga- gerð lá veðbókarvottorð ekki frammi eins og venja er, og það næsta í málinu er, að fram á sjónarsviðið kemur maður nokk- ur, framkvæmdastjóri Leikvangs hf., og segir, að fyrirtæki sitt eigi umrædda eign. Reyndist það rétt vera samkvæmt veðbókarvottorði. Krafðist framkvæmdastjórinn þess, að stefnandi yrði sviptur umráðarétti yfir eigninni og lét setja fyrir hana lás og slá. Þetta var í ágúst. Leitaði stefnandi þá til lögfræð- gjafir, en eftir að hugmyndina um að gefa fé f Hjálparsjóðinn bar á góma var hún einróma sam- þykkt. Kristján sagði, að þau bekkjar- systkinin vonuðust til, að þetta fé gæti orðið til þess að greiða fyrir skólagöngu unglinga, sem útund- an hefðu orðið f lffinu vegna heimilisástæðna. Hann þakkaði síðan sjóðsstjórninni fyrir sér- staklega óeigingjarnt og fórnfúst starf I þágu góðs málefnis. Magnús Sigurðsson þakkaði þessa höfðinglegu gjöf. Hann ings. Sendi hann stefndu sím- skeyti og bréf þar sem kaupunum er rift, og fer fram á tafarlausa Framhald á bls. 11. FORYSTUMENN spænska knatt- spyrnuliðsins Real Madrid brugðu sér f fiskiðjuver Bæjarút- gerðar Reykjavíkur þegar þeir dvöldu hér í vikunni. Sýndu þeir mikinn áhuga á öllu, sem þar fór fram, og að skoðunarferð lokinni spurðu þeir hvort ekki væri hægt að fá saltfisk f nesti. Var það auðsótt mál, og fengu þeir þrjá pakka hver af sérstaklega völdum saltfiski. „Þeir sleiktu útum þegar þeir voru að velja fiskinn," sagði Matthías Guðmundsson verkstjóri hjá BUR í samtali við blaðið I gær. „Þeir völdu þykk og matar- mikil stykki, og sögðu, að saltfisk- Othello dregið til Seyðisf jarðar Seyðisfirði 20. sept. 1 MORGUN kom brezki togarinn Lock Eriboll H-323 inn til Seyðis- fjarðar með eftirlitsskipið Othello f togi. Var um að ræða minniháttar bilun f vél skipsins, og verður gert við hana hér. — Sveinn. Nafn mannsins, sem drukknaði MAÐURINN, sem drukknaði í Skjálfandafljóti s.l. miðvikudag, hét Páll A. Pálsson, Sniðgötu 1, Akureyri. Hann var 60 ára að aldri, fæddur 29. september 1913. Páll var þekktur maður, m.a. fyrir hrefnuveiðar, sem hann stundaði í áratugi. sagði, að hún kæmi sér vel, þvi að á fáum stöðum væri þörfin meiri. Sjððurinn úthlutaði fyrst styrk árið 1965, og þá til þriggja barna og unglinga. I ár eru styrkirnir orðnir 15 og hefur sjóðurinn nú alls veitt um 100 styrki. Magnús er nú að leggja af stað f ferð um Vestfirði til að kynna starfsemi sjóðsins og afla fjár til hans, en hann hefur á undanförnum árum ferðazt víða um landið í þeim til- gangi. Magnús mun heimsækja skóla á Vestfjörðum, sýna skugga- myndir og flytja erindi, sem hann nefnir „Foreldrarnir féllu frá“. Þar sem þvf verður við komið flytur hann einnig erindi fyrir foreldra, sem hann nefnir „Þegar heimilið hrynur“. Þá verða einnig boðnar upp nokkrar myndir, sem komu f hlut sjóðsins eftir mynda- happdrætti 1966 og 1967. Allur ágóði af sölu myndanna og erind- um Magnúsar rennur til Hjálpar- sjóðs æskufólks. Stjórn sjóðsins skipa nú auk Magnúsar séra Ingólfur Ástmars- son og Ingi Kristinsson skóla- stjóri, sem tók sæti Gunnars Guð- mundssonar skólastjóra, sem ný- lega er látinn. ur væri herramannsmatur." Þess má geta, að í farabroddi Spánverjanna var eigandi Real Madrid, Bernabeau að nafni, sem er einn af ríkustu mönnum Spán- ar og að sögn náinn vinur Francos þjóðarleiðtoga. Kæru Víkinga vísað frá DÓMSTÓLL Knattspyrnusam- bands tslands fjallaði f gær- kvöldi um áfrýjun Víkings á dómsniðurstöðu Sérráðsdóm- stóls KRR f kæru félagsins á hendur Fram, fyrir að nota Elmar Geirsson með í leik sfn- um við Vfking. Svo sem kunn- ugt er, varð niðurstaða Sér- ráðsdómstólsins sú, að leikur- inn skyldi teljast ógildur og verða leikinn að nýju, en einn af dómendunum skilaði sér- áliti og taldi, að vfsa bæri mál- inu frá, þar sem kæra Vfkinga væri of seint fram komin. Afrýjaði Vfkingur málinu til dómstóls KSÍ, en Fram til dómstóls ISI. Halldór V. Sigurðsson, for- maður dómstóls KSl, sagði f viðtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi, að dómstóllinn hefði vfsað málinu frá á sömu for- sendum og komu fram hjá þeim dómara í Sérráðsdóms- stólnum, sem séráliti skilaði: Að kæra Vfkinganna hefði ver- ið of seint fram komin. Dómstóll ISt hefur svo ekki enn fjallað um áfrýjun Fram f málinu. 594 þúsunda kraf- izt vegna ólöglegr- ar sölu á f asteign Forystumenn Real Madrid fengu saltfisk í nesti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.