Morgunblaðið - 21.09.1974, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1974
5
Fjölbreytt starf
KFUM & KFUK
Um þessar mundir er að hefjast1
hið margþætta starf K.F.U.M. og
K.F.U.K. í Reykjavík og á höfuð-
borgarsvæðinu svonefnda.
Drengja- og unglingadeildir
K.F.U.M. byrja flesta fundi sína
um þessa helgi og komandi viku
og telpna- og unglingadeildir
K.F.U.M. einnig. Þessi félög hafa
haldið uppi þrotlausu starfi í
Reykjavík um 75 ára skeið og
stöðugt fært út kvíarnar. Starf-
semin fer fram á 10 stöðum í
borginni og nágrenni hennar.
Helstu starfsstöðvarnar eru, að
Amtmannsstíg 2B, Kirkjuteigi 33,
Langagerði 1 og í félagsheimilinu
við Holtaveg. Auk þess í Breið-
holti I, fundahúsi við Maríu-
bakka, félagsheimilinu á
Seltjarnarnesi og í barnaskóla
Garðahrepps. Undanfarin ár hafa
félögin einnig starfað á tveim
stöðum í Kópavogi og geta
væntanlega tekið í notkun nýtt
félagsheimili þar, að Lyngheiði
21. Bætir það mjög aðstöðu til
starfs, þar sem áður hefur þurft
að búa við leiguhúsnæði og á ýms-
um stöðum.
Það ætti ekki að vera þörf á að
fjölyrða um starf félaganna. Svo
lengi hafa þau starfað fyrir ung-
menni höfuðborgarinnar og jafn-
an lagt áherslu á boðskap krist-
innar trúar og siðgæðis og klætt
hann þeim búningi, sem hæfir
hverjum aldursflokki. Nú stendur
yfir námskeið fyrir sveitastjóra
og starfsfólk félaganna og eru
þátttakendur um 200 manns, sem
starfa víðsvegar í barna- og
unglingadeildum þeirra.
Orðsendingar um hvar og hven-
ær hver einstök deild hefur starf
sitt eru þegar farnar að berast ú‘
um borgina og spurningamai
hafa um skeið heyrst á götunun
meðal yngri borgaranna: Hvenæi
byrjar K.F.U.M.?
Ekki eru allir fundir og sam
komur auglýstar í blöðum, ei
aðalskrifstofa félaganna vii
Amtmannsstíg gefur upplýsinga
um stað og tíma eftir aldursflokk
um og hverfum.
Sumarbúðir félaganna í Vatm
skógi og Vindáshlíð voru mjö;
fjölsóttar að vanda og má ætla a
þorri þátttakenda f búðunum bíé
nú eftir að taka þátt í haust- o
vetrarstarfi félaganna.
Skógarmenn hafa löngum þótt
bjartsýnir og reynast það enn. Nú
hafa þeir hafist handa um
byggingu íþrótta- og samkomu-
skála í Vatnaskógi, sem á að verða
rúmir 400 fermetrar að gólffleti.
Platan er þegar steypt og með
vorinu verður byrjað að reisa hús-
ið, sem verður að sjálfsögðu
milljónafyrirtæki. „Gamlir
Skógarmenn" ættu nú að sýna
hug sinn og þakklæti fyrir góðar
stundir og minningar frá æsku-
árunum og senda þeim kveðju
sína með álitlegri fjárhæð í skála-
sjóð. Sú króna rýrnar ekki, sem
rennur í þann sjóð, en marg-
faldast að verðmæti á komandi
árum til heilla fyrir æskuna í
landinu, sem nýtur starfsins og
bættrar aðstöðu í sumarbúðunum.
(Fréttatilkynning)
MS MS MS
Slfl SW
MS MY Adalst AUGL TEIKr MDAM ræti 6 sími MS ÝSINGA- VIISTOFA ÓTA 25810
3 dagar í Madrid —
8 dagar í Torremolinos
ÓTRÚLEGA
ÓDÝR
SPÁNARFERÐ
Knattspyrnufélagið FRAM efnir til
hópferðar til Spánar 30. september
til 10. október. Dvalist verður í
Madrid í 3 daga og m.a. fylgst með
Evrópubikarleik Fram og Real
Madrid.
Síðan verður dvalizt I Torremolinos i
sól og sumaryl. Verð kr. 28.900.—
innifalið: gisting, hálft fæði i Madrid
og gisting i luxusibúðum i
Torremolinos.
Farmiðapantanir hjá Ferðaskrif-
stofunni SUNNU simar 12070 og
16400.
FRYSTIKISTUR
VESTFROST ER
DÖNSK
GÆÐAVARA
VESTFROST frystikisturnar eru bún-
ar hinum viðurkenndu Danfoss frysti-
kerfum.
Hverri VESTFROST frystikistu fylgja
1—2 geymslukörfur. Aukakörfur fá-
anlegar á mjög hagstæðu verði.
VESTFROST frystikisturnar eru allar
búnar sérstöku hraðfrystihólfi og
einnig má læsa kistunum.
VESTFROST verksmiðjurnar í Es-
bjerg eru stærstu útflytjendur í Dan-
mörku á frystitækjum til heimilisnota.
lítrar 195 265 385 460 560
breidd cm 72 92 126 156 186
dýpt cm (án handfangs) 65 65 65 65 65
hæS cm 85 85 85 85 85
Frystiafköst pr. sólarhring kg 18 23 27 39 42
195 Itr. kr. 50.253.— 265 Itr. kr. 54.786 — 385 Itr. kr. 61.749 — 460 Itr. kr. 68.986,— 560 Itr. kr. 76.854 —
Laugavegi 178 Sími 38000
Til sölu
er húseign mín, við Aðalgötu 28, Súðavík.
Húsið er steinhús 80 fm, 3 herbergi, eldhús og
þvottahús, svo og bílskúr. Upplýsingar gefur
Ragnar Þorbergsson, Aðalgötu 28, Súðavík,
sími 94-6943 og Jón Þorbergsson, sími
36582 og 82452, Reykjavík.
Kristján Ó. Skagfjörð h.f.
Tæknideild
Söluferð
um landið
Verðum á:
Húsavík 21. sept.
Grenivik 22. sept.
Akureyri 23. sept.
Dalvík og Ólafsfirði 24. sept.
Siglufirði 25. sept.
Hofsós og Sauðárkrók 26. sept.
Skagaströnd og Blönduósi 27. sept
Hvammstanga og Hólmavík 28. sept.
Fjölbreytt úrval af tækjum
og búnaði fyrir skip og
báta. Sýnum einnig
sjálfvirkar bindivélar
fyrir frystihús
Kristján Ó.
Skagfjörð h.f.
Tæknideild
Sími 24120, Hólmsgötu 4, R.