Morgunblaðið - 21.09.1974, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1974
11
- RÁÐSTAFANIR
Framhald af bls. 24
Sjávarútvegsráðherra hefur tjáð mér,
að brýna nauðsyn beri til að gera nú
þegar ýmsar ráðstafanir í sjávarútvegi
til þess að gengisbreyting sú, er ákveð-
in var 29. ágúst s.l., dugi til að tryggja
viðunandi rekstrarafkomu sjávarút-
vegsins og til þess að greiða fyrir
ákvörðun nýs fiskverðs frá 1. septem-
ber s.l að telja.
Fyrir þvl eru hér með sett bráða-
birgðalög samkvæmt 28. gr. stjórnar-
skrárinnar á þessa leið:
1. gr.
Verðlagsráð sjávarútvegsins skal
eins fljótt og við verður komið ákveða
nýtt lágmarksverð á öllum tegundum
sjávarafla, samkvæmt lögum nr. 81
23. júlí 1974 um Verðlagsráð sjávar-
útvegsins. Hið nýja verð skal taka gildi
frá og með 1 september 1974 og
gilda ekki skemur en til 31. desember
1974. Við ákvörðun hins nýja verðs
skal þess gætt, að hækkun almenns
fiskverðs verði að meðaltali ekki meiri
en 1 1% frá þvl verði, sem I gildi hefur
verið, sbr. tilkynningu Verðlagsráðs
sjávarútvegsins nr. 10/1974.
2. gr.
1. og 2. málsliður 2. gr. laga nr.
79/1968 orðist svo: Þegar fiskiskip
selur afla I innlendri höfn eða afhendir
afla sinn til vinnslu án þess að sala fari
fram, skal fiskkaupandi eða fiskmóttak-
andi greiða gjald til Stofnfjársjóðs fiski-
skipa, er nemi 1 5% fiskverðs eins og
það er ákveðið af Verðlagsráði sjávar-
útvegsins.
3. gr.
1. málsliður 4. gr. laga nr.
79/1968 orðist svo: Þegar fiskiskip
selur afla I erlendri höfn, skal það
greiða 21% af heildarsöluverðmæti
(brúttósöluverðmæti) aflans til Stofn-
fjársjóðs fiskiskipa.
4. gr.
Oliusjóður fiskiskipa skal starfræktur
1 þeim tilgangi að greiða niður verð á
brennsluollu til íslenskra fiskiskipa,
samkvæmt reglum, sem sjávarútvegs-
ráðuneytið setur.
Tekjur sjóðsins skuli vera af sérstöku
útflutningsgjaldi, sem hér segir:
a) 4.0% af f.o.b. — verði útfluttra
sjávarafurða, annarra en saltfisks,
skreiðar og þeirra afurða, sem koma
frá hvalveiðum, selveiðum og hrogn-
kelsaveiðum.
b) 5.5% útflutningsgjald af f.o.b. —
verði útflutnings saltfisks og skreiðar.
Útflutningsgjaldið reiknast á sama
hátt og annað útflutningsgjald af sömu
vöru, og setur sjávarútvegsráðuneytið
reglur um nánari framkvæmd á ákvæð-
um greinar þessarar.
5. gr.
1. til 3. tl. 2. gr. laga nr. 1 9/ 1 973
um útflutningsgjald af sjávarafurðum,
orðist svo:
1. kr. 2.400.00 á hvert útflutt tonn
greiðist af frystum karfa- og ufsaflök-
um og þurrkuðum saltufsa.
2 kr. 4.200.00 á hvert útflutt tonn
greiðist af saltfiski — öðrum en
þurrkuðum ufsa-, saltfiskflökum,
söltuðum þunnildum, saltfiskbitum og
söltuðum gellum.
3. kr. 4.750.00 á hvert útflutt tonn
greiðist af freðfiskflökum — öðrum en
karfa- og ufsaflökum — frystum
hrognum, söltuðum hrognum ót.a.,
frystum gellum, skreið, hertum þorsk-
hausum og niðursoðnum og niður-
lögðum sjávarafurðum. — Nemi gjald
samkvæmt töluliðum 1—3 meiru en
svarar 1 Vi af f.o.b. — verðmæti út-
fluttra sjávarvöru, er heimilt að fella
niður þann hluta gjaldsins, sem er
umfram þetta mark.
6. gr.
Töluliðir 1 — 7 I 3. gr. laga nr.
19/1973 um útflutningsgjald af
sjávarafurðum orðist svo:
1. Til greiðslu á vátryggingariðgjöldum
fiskiskipa, semkvæmt reglum, sem
sjávarútvegsráðuneytið setur 87.8%
2. Til Fiskveiðasjóðs íslands 7.5%
3. Til Fiskimálasjóðs 2.0%
4. Til smlði haf- og fsikirannsóknaskips
1.2%
5. Til byggingar I þágu rannsókna-
stofnana sjávarútvegsins 0.5%
6. Til Landssambands Isl. útvegs-
manna 0.5%
7. Til samtaka sjómanna skv. reglum,
sem sjávarútvegsráðuneytið setur
0.5%
7. gr
1. mgr. 5. gr. laga nr. 72/1 969 um
Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins orðist
svo:
Tekjur Verðjöfnunarsjóðs skulu vera
allt að þremur fjórðu hlutum af verð-
hækkun, sbr. 7. gr.. sem verður á
þeim afurðum fiskiðnaðarins til útflutn-
ings, sem lög þessi ná til. Renna
þessar tekjur til viðkomandi deilda
sjóðsins
8 gr
2. málsliður 6 gr laga nr.
72/1969 um Verðjöfnunarsjóð fisk-
iðnaðarins orðist svo:
Verðbætur skulu þó aldrei nema
meiru en þremur fjórðu hlutum verð-
lækkunarinnar og ekki umfram það fé,
sem viðkomandi deild ræður yfir, þeg-
ar til greiðslu verðbóta kemur.
9. gr
Fé það, sem kemur á reikning rlkis-
sjóðs, skv. ákvæðum 2. gr. laga nr.
78/1974 um ráðstafanir vegna
ákvörðunar Seðlabanka íslands um
breytingu á gengi íslenskrar krónu,
umfram greiðslur skv. liðum a., b. og
c. I þeirri lagagrein, skal lagt I sér-
stakan gengishagnaðarsjóð, sem varið
skal I þágu sjávarútvegsins með eftir-
greindum hætti:
a) Til þess að auðvelda eigendum
skuttogara að standa I skilum með
greiðslur afborgana og vaxta af stofn-
lánum og til þess að tryggja rekstrar-
grundvöll skuttogara.
b) Til þess að greiða hluta gengis-
taps vegna erlendra skulda eigenda
fiskiskipa.
c) Til þess að greiða fram úr
greiðsluvandræðum fiskvinnslufyrir-
tækja sem átt hafa I söluerfiðleikum á
árinu 1 974.
d) Til annarra þarfa innan sjávarút-
vegsins.
Heimilt er bæði að veita lán og
óafturkræf framlög af fjármagni sjóðs-
ins til ofangreindra þarfa.
Óafturkræf framlög skulu nánar
ákveðin með lögum.
Sjávarútvegsráðuneytið setur nánari
r
— Olögleg sala
Framhaíd af bls. 2
endurgreiðslu og bætur. Segir í
stefnunni, að því hafi ekki verið
sinnt, og sé málshöfðun þvf nauð-
synleg. Er krafist 594 þúsund
króna af stefndu, 250 þúsunda
sem endurgreiðslu á kaupverði,
44 þúsund króna sem endur-
greiðslu á sölulaunum og 200 þús-
unda vegna vanefnda og galla.
Þess má geta, að maður sá, sem
var „seljandi" eign'arinnar, hefur
verið tekinn til gjaldþrotaskipta,
og er krafan gerð í þrotabú hans.
Fækka ferðum
Washington 20. september —
AP
Bandaríkin og Bretlandi hafa
komizt að samkomulagi um að
draga um 20% úr farþegaflugi
yfir Norður-Atlantshaf til þess að
draga úr tapi bandarísku flug-
félaganna Pan American og
Trans World Airlines.
Samkomulagið mun gilda í vet-
ur og nær auk ofangreindra flug-
félaga, til British Airways og
British Caledonian, sem fækka
munu ferðum á milli London og
baridarískra borga.
Samband verzlun-
arskólakennara
UM SIÐUSTU helgi var haldinn
að Bifröst f Borgarfirði aðal-
fundur Sambands verslunarskóla-
kennara. Auk venjulegra aðal-
fundastarfa hélt Gunnar Ingi-
mundarson verkfræðingur erindi
um tölvunotkun við kennslu og
Lýður Björnsson kennari fjallaði
um undirbúning að námsskrá f
samfélagsfræðum á grunnskóla-
stiginu. Þá var samþykkt einróma
sú áskorun til ríkisstjórnarinnar
að í upphafi næsta þings verði
lagt fram frumvarp um viðskipta-
menntun á framhaldsskólastigi.
Kosin var ný stjórn Sambands
verslunarskólakennara og er hún
þannig skipuð: Rósa Gestsdóttir,
Verslunarskóla Islands, for-
maður; Þórir Páll Guðjónsson,
Samvinnuskólanum, vara-
formaður og Friðrik Sigfússon,
Verslunarskóla tslands, með-
stjórnandi.
reglur um framkvæmd þessarar
greinar.
10. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi og skulu
ákvæði 1. — 8 gr. taka til sjávaraf-
urða framleiddra frá og með 1
september 1974
ÁKVÆÐI TIL BRÁÐABIRGÐA
Stjórn Verðjöfnunarsjóðs fisk-
iðnaðarins er heimilt að inna af hendi
greiðslur upp í verðbætur, sbr. 6 gr.
laga nr. 72/1969, vegna óselds
loðnumjöls af framleiðslu ársins 1 974
samkvæmt reglum, sem sjóðsstjórnin
setur að fengnu samþykki ráðherra.”
— Skipulag
Framhaid af bls. 3
helgisgæzlan geti þar komið að liði
engu að síður en I hinum tilfell-
unum."
Bjarni kvað sér hafa likað vel
vistin þarna I Kodiak, en bærinn
stendur á eyju með sama nafni og er
á svipaðri breiddargráðu og Osló.
Þar búa eingöngu fiskimenn, og
kvaðst Bjarni hafa frétt þar af íslend-
ingum, sem komið hefðu til Kodiak
frá Seattle til að stunda fiskveiðar
Meöal annars kvaðst hann hafa frétt
af Islenzkum loftskeytamanni, sem
þar hefði verið á báti, er stundaði
stórkrabbaveiðar, og átti hann að
hafa þénað þar á tveimur mánuðum
upphæð, er nam árslaunum hans
hér heima á íslandi. Sömuleiðis
kvaðst Bjarni hafa frétt af íslenzkri
konu, sem væri gift I Kodiak, en
þegar hann reyndi að hafa samband
við hana, kom I Ijós, að hún var
einmitt stödd I heimsókn heima á
(slandi hjá ættingjum og vinum. „En
mér fannst sannast hér, að vlða
liggja íslendingsins leiðir," sagði
Bjarni.
Mildur?
Já,en ekkivið fitu og
matarleifar.
Palmolive-uppþvottalögurinn
er mjög áhrifamikill og gerir
uppþvottinn Ijómandi hreinan og
skínandi — jafnvel þóttþér þurrkið
ekki af ílátunum.
Jafnframt er efnasamsetningir
í Palmolive þannig, að hann ■
er mjög mildur fyrir hendurnar.
Prófið sjálf...
Palniolive í uppþvottinn
m • i,. ■•
? i r
L9J K i '
*■> m hSss?1 » mmi&m 1
m m
i; Vr '
V* jÞ
>' 1’ M
b ■• •- ,
l|§ I