Morgunblaðið - 21.09.1974, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1974
Þórarinn Ljjös-
son — Minning
Ekki man ég nákvæmlega,
hvenær ég sá Þórarin Lýðsson
fyrst, og langur tími leið milli
fyrstu kynna og þess, að ég kynnt-
ist honum betur síðar á lffsleið-
inni. En alla tíð var Þórarinn
eins, sama yfirlætisleysið og prúð-
mennskan, hvar sem hann fór.
Þórarinn var Strandamaður að
uppruna, fæddur 24. ágúst árið
1912 að Bakkaseli í Bæjarhreppi
við Hrútafjörð, en þar bjuggu þá
foreldrar hans, hjónin Lýðuí-
Sæmundsson og Elinborg
Daníelsdóttir. I Bakkaseli ólst
Þórarinn upp á góða þjóðlega vfsu
við hófsemi og iðjusemi, og var
það hvorttveggja ásamt með-
fæddum hagleik einkennismerki
hans síðar á lífsleiðinni. Á heima-
slóðum fékkst hann við öll algeng
störf og þó kannski mest smíðar,
— og á Borðeyri viö Hrútafjörð-
inn bjuggu þau fyrstu hjúskapar-
ár sfn, Þórarinn og Sigríður
föðursystir mín.
Síðar fluttust þau í Kópavoginn
og má trúlega telja þau til hóps
frumbyggjanna þar, þeirra, er í
Kópavoginum höfðu einnig vetur-
setu. Á þeim tíma var Kópavogur-
inn enn uppi í sveit, svo að Þórar-
inn sótti vinnu inn til Reykja-
víkur. Starfaði hann lengi á tré-
smíðaverkstæði hjá Gamla
Kompaníinu. — í Kópavoginum
var byggt hús, fyrst lítið, en síðan
byggt við það, og bar það allt
merki um hagleik og ötulleika
þess, er lætur sér aldrei verk úr
hendi falla.
Enn leið tíminn og smátt og
smátt fjölgaði íbúum, er bjuggu
Kópavogsmegin á Digranesháls-
inum, þeim megin sem f jallasýnin
til suðurs var óskert. Þó festu
ekki allir rætur þar og var Þórar-
inn Lýðsson í þeim hópi. Þrátt
fyrir allt hæglætið og rósemina
vildi hann hafa rýmra um sig og
geta notið nátturufegurðarinnar
og fjallasýnarinnar til norðurs,
þótt aðeins væri horft norður yfir
Faxaflóann.
Með því virtist hann nær upp-
runa sínum að norðan. Því voru
pjönkur teknar upp á ný og nú
haldið upp í Mosfellssveit, fyrst
að Hlégarði, en svo setzt að neðan
við Lágafellið í hverfi þvf, sem
Hlfðartún heitir.
I hópi frumbyggja á ný, — en
það sást til norðurs. Þarna var
byggt og stækkað. Flest gerði hús-
bóndinn sjálfur og smfðaði hann
jafnt utan húss sem innan. Þar
sannaðist enn einu sinni útsjónar-
semin og snyrtimennskan í öllum
verkum. En hins vegar varð lang-
sóttara en áður að stunda vinnu í
Reykjavík, og réð Þórarinn sig
því til starfa innan sveitar. Síð-
ustu 11 árin starfaði hann í „Vef-
aranum“ og var þar enn í óbein-
um tengslum við uppruna sinn úr
sveitinni, því að þarna var ofið úr
íslenzkri uil.
En áhuginn beindist að fleiru.
Einhver gömul blöð og tímarit
átti Þórarinn, því að ógjarna
fleygði hann gömlum og góðum
fróðleik. Þetta þurfti að binda
inn, og því var farið á kvöldnám-
skeið til að læra handverkið sjálf-
ur, því að sjálfs þótti höndin holl-
ust hér sem fyrr. Þar varð líka
listabragur á, og allt var sett í röð
og reglu. Samhliða áhuganum
fyrir þjóðlegum fróðleik opnaðist
svo heimur ættfræðinnar og
brennandi áhugi á þeirri sér-
stæðu veröld. Þetta átti hug
Þórarins allan þær stundir, er
voru aflögu frá því að snyrta og
fegra umhverfi sitt, enda var Þór-
arinn í rauninni allt í senn, mikill
fagurkeri, þótt ekki væri þvf flík-
að, prúðmenni og óvenjulegur
öðlingsmaður.
Lóðin og umhverfi hússins í
Hlíðartúni og húsið allt sýna vel,
hvílíkur garðyrkjumaður af guðs
náð átti í hlut og hve samhent
fjölskyldan var til allra hluta.
Smíðakompa, sundlaug, lítið
gróðurhús og fallegur garður, og
það var einmitt í garðinum, þegar
hann var að athuga handverk frá
deginum áður, nýkominn heim
frá vinnu, sem hann féll og var
örendur um leið. Þar gekk Þórar-
inn Lýðsson á fund Skapara síns,
óvænt og skyndilega, og er öllum,
sem til hans þekktu, harmdauði.
— Hann verður jarðsettur í dag
frá kirkjunni að Lágafelli.
Bjarni Helgason.
Þórarinn Lýðsson smiður í
Hlíðartúni í Mosfellssveit lézt að
heimili sínu föstudaginn 13. þessa
mánaðar. Þórarinn hné örendur
niður við störf í garðinum við
heimili sitt um miðjan dag og má
með sanni segja, að það væri ein-
kennandi fyrir lif hans allt, að
hann skyldi falla frá með verk-
færi í hönd.
Þórarinn heitinn var fæddur
þann 24. ágúst 1912 að Bakkaseli í
Bæjarhreppi á Ströndum og er
einn þeirra dugmiklu Stranda-
manna, sem setzt hafa að hér í
sveit á undanförnum árum.
Þói*arinn ól aldur sinn á æsku-
stöðvunum við ýmiskonar störf og
var mjög eftirsóttur til allra
starfa, er kröfðúst hagleiks og
snyrtimennsku f frágangi. Lán
Þóxarins var mikið í einkalífinu,
en hann festi sitt ráð 1937, er
hann kvæntist sinni mikilhæfu
konu, Sigríði Tómasdóttur, og
suður fluttust þau hjón árið 1942
og settust að í Kópavogi.
Okkar kynni hófust 1953, er
Þórarinn gerðist húsvörður i
félagsheimili okkar Mosfellinga,
Hlégarði. Húsið hafði þá aðeins
verið í notkun í tvö ár og á marg-
an hátt vanbúið af tækjum og
innanstokksmunum. Þau hjón
Sigríður og Þórarinn hófust
handa um úrbætur og var það svo
vel að verið, að enn sjást handa-
verkin þeirra úti sem inni, þvf
lengi býr að fyrstu gerð. Dvöl
þeirra hjóna í Hlégarði var aðeins
þrjú ár, en að því loknu fengu þau
lóð í Hlíðartúnshverfi, sem þá var
rétt að byrja að byggjast og reistu
þar sitt fagra heimili og þar hafa
þau búið við vinsældir síðan.
A þessum árum stundaði Þórar-
inn að mestu smíðar og byggði
nokkur íbúðarhús, en síðustu árin
hefir hann starfað í Klæðaverk-
smiðjunni „Vefaranum" að Kljá-
steini.
Þórarinn heitinn var með af-
brigðum iðinn og duglegur mað-
ur, enda bera verk hans þess
glögg merki, t.d. húsið, sundlaug-
in og garðurinn, sem gæti talizt
hreint listaverk, allt unnið með
fábrotnum verkfærum og þar
hefir notið sín til fulls smekkvfsi
hjónanna og framtak.
Þessi fábrotnu minningarorð
verða ekki mörg, enda held ég, að
það sé fremur í samræmi við lífs-
skoðun okkar látna vinar að segja
sem minnst. Sjálfur var hann hóg-
vær og kurteis í umgengni og
vildi allra vanda leysa. í vinahópi
var hann ljúfur og kátur og naut
þess innilega, er vinir og frændur
komu á heimili þeirra hjóna.
Þórarinn var víðlesinn og
óvenjuminnugur og fróður um
ólíkustu málefni. Síðustu árin las
hann af kappi ættfræði og færði
mikinn fróðleik f Ietur á því sviði.
Utför Þórarins fer fram frá
Lágafellskirkju í dag, og er skarð
fyrir skyldi við fráfall þessa mæta
manns. Ég sendi fjölskyldunni
samúðarkveðjur, en huggun í
sorg er hin bjarta minning. Við
þökkum öll fyrir ljúfar samveru-
stundir.
J.
Kveðja úr Hlfðartúni.
„Það er þunn fjöl á milli lífs og
dauða.“ Það sannmæli varð að
veruleika enn einu sinni, þegar
Þórarinn Lýðsson hvarf af þess-
um heimi yfir móðuna miklu.
Trúr sínu hlutverki í hversdags
önn, trúr og traustur í heimili og
sveit, trúr í öllu fasi og fram-
göngu gekk hann að hverju starfi
með alúð og kostgæfni, hagvirkur
og listfengur, snyrtimenni í öllu
atferli og fyrirmynd umhverfis
síns í umgengnismenningu, og
enn einu sinni var hann að fegra
garðinn sinn þegar kallið kom.
örendur hneig hann f garðinum
milli trjáa, runna og blóma, rétt
við bæjarvegg þess lfkans af bæn-
Hann lézt f sjúkrahúsinu í
Stykkishólmi 13. þm., 65 ára að
aldri. Hún var ekki margbrotin
ævi hans. Hann undi hag sínum
vel í sveitinni sinni. Þar var hann
fæddur og henni vann hann. Að
líkamlegu og andlegu atgervi var
honum í upphafi skammtað, en
vel fór hann með og það var hon-
um helgur dómur að standa við
það sem hann lofaði, greiða skuld-
ir sínar og skatta, vinna af trú-
mennsku það, sem hann orkaði.
Hann mundi vel eftir vinum sín-
um og það seinasta, sem hann
gerði, áður en sjúkrahúsvistin tók
við, var að minnast góðvinar á
heilladegi hans. Þá kom hann og
bað um, að þessi kveðja mætti
komast réttstundis, greiddi sím-
skeytið og fór glaður til baka.
Rafn átti hest. Hans yndi var að
ríða út. Það var ekki ósjaldan, er
leiðin lá upp í sveit, að maður
mætti honum velríðandi ein-
hversstaðar á leiðinni. Þá lá vel á
honum. Ösjálfrátt brosti hann við
vegfaranda og í svip hans mátti
vel sjá hina sönnu konungstign,
sem þeir einir eiga sem gefa sig
hinni tæru náttúru á vald. Hestur-
inn var honum meira virði en
bifreiðin. Andvarinn blés hress-
andi um vitin, meðan þeir, sem
voru inniluktir í bifreiðinni, fóru
á mis við hinn hressandi blæ.
Hversu oft hann fór um sveitina
skal ekki tfundað, en á hitt skal
bent, að þar sem hann kom, var
honum jafnan vel tekið. Hann var
ekki allra, en þeim mun betri
þeim, sem hann mat og trúði.
Aðeins minningar og myndir
koma fyrir sjónir og þær hafa
sinn sjarma. Sitt pund ávaxtaði
Rafn svo sem kostur var. Vinir og
kunningjar kunnu að meta hans
góðu kosti. Þeir minnast hans
lengi og sérstaklega eru minning-
arnar bundnar við útreiðartúr-
ana. Hann var ekki að hugsa um,
þótt hann færi einn síns liðs, enda
lífið vanið hann við slíkt. En í
réttirnar kom hann, og einnig við
þær eru tengdar minningarnar.
Fer vel á því að biðja Morgun-
blaðið fyrir myndina af honum,
þar sem hann er í „konungstign
sinni“ á baki vinar síns.
um í Laxárdal, þar sem hann sleit
barnsskónum, en lfkan það í
smækkaðri mynd var hann nýbú-
inn aðfullgera.
Þórarinn Lýðsson var einn af
frumbyggjum Hliðartúnshverfis í
Mosfellssveit og alla stund síðan
fyrirmynd okkar í öllu dagfari og
umfengnismenningu. Jafnt í því
smæsta sem hinu stærsta var allt
fágað frá hans hálfu og ótrauður
rétti hann hjálpandi hönd þegar
vanda bar að og unnt sýndist að
fegra og efla það, er aflaga var
farið eða vildi hallast í granna
garði.
Hversdagsönn kallaði jafnan og
langir starfsdagar voru einatt
hlutskipti Þórarins, því að sjálfur
skóp hann allt, húsið og heimilis-
muni í hvívetna og bækur sínar
batt hann , allt með því listfengi,
sem auðkenndi verk hans.
Sambúð Þórarins við umhverfið
var í öllu jafn fáguð og verk
handa hans og engan vitum
vér þann sem átti annað en
hlýhug og vinarþel fráhans
hálfu. Hluttekning þeirra hjón,
Sigríðar Tómasdóttur og
Þórarins Lýðssonar, var ævin-
lega boðin og búin hvar sem
hugir þeirra og hendur náðu til að
létta og milda, þar sem hregg og
andúð tilverunnar knúðu á dyr
fólks. Þar átti Þórarinn sinn hlut
að og hann viljum við þakka og
meta að verðleikum, og við skynj-
um vel hvers þar er að sakna
þegar hann nú er horfinn. Þakk-
læti okkar skal því tjáð að leiðar-
lokum og minningin um ágætan
granna mun lifa meðal okkar svo
lengi sem verkin tala og vitná um
gerðir göfugrar sálar og hagra
handa. Sú hjartans þökk er flutt
við hinstu kveðju, og samúð okkar
er hérmeð tjáð Sigríði Þ. Tómas-
dóttur, er við hlið hans stóð sem
hollvætti og heilladís í blíðu og
stríðu á vettvangi lífs og'starfs.
Nágrannar.
Rafn kunni sínar bænir og vissi
vel, hvar var hælis að leita.
Hann þekkti þann, sem aldrei
bregst.
Vinir hans senda honum kærar
kveðjur og þakkir. Guð blessi góð-
an dreng.
Góðvinur.
Afmælis-
og minn-
ingar-
greinar
ATHYGLI skal vakin á þvf, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðiuu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á f
miðvikudagsblaði, að berast f
sfðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfs-
formi eða bundnu máli. Þær
þurfa að vera vélritaðar og
með góðu Ifnubili.
jQ-lfUcftfidj
Úrvalsvörurnar frá Marks & Spencer
fást í Gefjun Austurstræti,
Domus Laugavegi 91.
og hjá kaupfélögum um land allt.
Fatnaóur á alla fjölskylduna.
Vörurnar, sem eru þekktar og rómaöar
um víða veröld.
Framleiddar undir strangasta gæöaeftirliti.
Samband íslenzkra samvinnufélaga
Innflutningsdeild
Sambandshúsið Rvík sími28200
Rafn Sigurðsson frá
Svelgsá—Kveðja