Morgunblaðið - 21.09.1974, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1974
Úti ímóa
Höf. Ármann
Kr. Einarsson
Rósa leggst niður við holuopið og kallar á mýslu,
eins og hún var vön að gera. En engin hreyfing, og
ekkert hljóð heyrist sem gefur til kynna, að mýsla sé
heima. Að síðustu stappa ég á þúfuna. Það ber
heldur engan árangur.
Við Rósa erum heldur vonskviknar á svipinn.
Mýsla virðist ekki hafa unað sér vel á nýja staðnum.
Jæja, þá er ekki annað að gera en taka til óspilltra
mála við berjatínsluna. Þegar við Rósa erum að snúa
frá holunni, sjáum við hreyfingu í grasinu. Er ekki
reyndar hún mýsla litla þar ljóslifandi komin! Hún
nemur staðar og horfir á okkur sínum örsmáu,
tinnudökku augum, og auðsjáanlega þekkir hún
okkur strax.
Það glaðnar yfir okkur Rósu, og við stráum matar-
molunum í grasið fyrir framan mýslu. Og hún lætur
ekki standa á sér, að gera sér gott af þeim.
Vertu sæl, mýsla mín, hvísla ég lágt, um leið og við
Rósa hröðum okkur í berjamóinn.
Við keppumst báðar við að tína, og nú eru það ekki
mörg ber, sem villast upp í munninn. Þegar við
höldum heim, eru berjaílátin nærri full.
Næsta dag skreppum við Rósa aftur í berjamóinn
og ljúkum við að fylla ílátin.
Loks rennur svo sunnudagurinn upp bjartur og
fagur. Eftir hádegið sést til ferða pabba. Hann
verður að skilja bílinn eftir fyrir neðan túnhliðið.
Lítil trébrú á akbrautinni heim að bænum er brotin.
Ég hleyp á móti mömmu og pabba. Systur mínar
eru ekki með. Pabbi segir mér, að þær hafi farið með
jafnöldrum sínum í skemmtiferð upp í Borgarfjörð.
Mikið hefur þú stækkað, Magga mín, segir
mamma, um leið og hún faðmar mig að sér.
Og þú ert svo brún og hraustleg, segir pabbi og
kyssir mig á kinnina.
Ég byrja strax að segja mömmu og pabba frá
ævintýrunum í sveitinni. Ég tala hratt, er næstum
óðamála. En það er alveg sama, hversu ótt ég ber á,
ég get aldrei sagt á stuttum tíma frá öllu því
nýstárlega, sem fyrir mig hefur borið í sveitinni.
Það er bezt að fara sér svolítið hægar, hugsa ég.
Það er nógur tími seinna til að segja frá því, sem á
dagana hefur drifið á Fossi.
Ég þagna og horfi hugsandi fram fyrir mig. Það er
dálítið, sem ég hef verið að hugsa um undanfarna
daga.
Hvaða ósköp ertu allt í einu orðin alvarleg? segir
mamma brosandi og klappar á kollinn á mér.
Mig langar til að fá leyfi til að bjóða vinkonu minni
til mín í nokkra daga, svara ég hikandi og lít til
skiptis á foreldra mína.
Vera má, að þú hafir lesið um
flugu, sem heitir Colorado-flugan.
Hún er útbreidd víða á jörðunni og
stundum koma fréttir af því í blöðun-
um, að þessar flugur hafi valdið
miklum skemmdum á kartöfluupp-
skeru bænda. Stærðin á flugunni er
9—11 millimetrar og hún er gulbrún
að lit. Sem betur fer þurfum við hér
á landi ekki að óttast hana.
ANNA FRÁ STÓRUBORG — saga fra sextándu öld
eftir
Jón
Trausta
svo að hún steyptist aftur á bak. Síðan sópaði hann hinum
dýrlingamyndunum út af altarinu.
„Ég skal kenna þér, latínudjöfull, að hætta þessari afguða-
dýrkun og svara siðuðu fólki kurteislega,“ mælti hann.
Munkurinn þaut upp eins og naðra og það með slíkri
ákefð, að lögmaður hopaði ósjálfrátt á hæl fyrir honum.
„Guðníðingur! — Illmenni!“ æpti hann, og augu hans log-
uðu af heift. „Bölvun guðs er yfir þór! Þessir heilögu menn,
sem þú hefir hrakið og svívirt, hejna sín. Enginn dýrlingur
guðs flytur bænir þínar fram fyrir hásæti þess hæsta. Enginn
í dýrlingur guðs heldur hendi sinni yfir ferðum þínum á
jörðinni! — Þú ert vesalingur mitt í völdum og velgengni,
flæktur í táli og augnaþjónustu viðsjálla vina og óheilla
sníkjudýra, sem á þér lifa, hreykjandi þér í drambi og mikil-
mennsku af hlutum, sem enginn þekkir og viðurkennir
nema þú sjálfur —!“
„Hættu illyrðum þinum!“ æpti lögmaður á móti með
steyttan atgeirinn, „og segðu mér, hvar Hjalti Magnússon
er!“
Munkurinn stóð fyrir altari sínu, blár í framan af reiði,
og tók svo fast á orðunum, að munnvatnið ýrðist út úr hon-
um.
„Ég veit, hvar Hjalti Magnússon er!“ æpti hann beint
upp í andlitið á lögmanni. „En þú veizt það ekki, lögmanns-
fífl, sem hugsar, að þú getir brotið allt á bak aftur með ógn-
um og ofstopa. Þú veizt hvorki það né annað!“
I.ögmaður lagði geirnum fyrir brjóst honum. Tveir af
sveinum hans gerðu það sama. Þrir hárbeittir geirsoddar stóðu
á brjósti munksins í einu.
„Vita skaltu,“ mælti hann, „að við feðgar þorum að sjá
mannsblóð. Segðu mér undireins, hvar Hjalti er!“
Munkurinn stóð fastur fyxir, og brá honum hvergi. Hann
breiddi út faðminn og hóf hendurnar sem til blessunar, um
leið og hann hallaði sér fram á atgeirsoddana og hvæsti fram
úr sér orðunum:
„Þú hrœ'Öir ekki Franciscusarmunk! — Líttu á þessa beru,
bólgnu fætur! Síðan ég vék af vegi synda minna og helgaði
líf mitt guði, hefi ég gengið berfættur, hversu kalt sem ver-
ið hefir og hvernig sem verið hefir undir fæti. Allar ár
hefi ég vaðið og synt sumar. Stormar og steypiregn hafa á
mér dunið og margsinnis hefi ég teflt við sjálfan dauðann á
eyðisöndum, eyðiheiðum eða uppi á reginfjöllum. Hataður
og forsmáður hefi ég hrakizt milli mannanna og hvergi átt
athvarf. — Nei, þú hræðir ekki Franciscusarmunk! — Aldrei
hefi ég borið annan klæðnað en ég ber nú. Hver þraut og
raun, sem ég hefi liðið, hefir afplánað eina af syndum mín-
um. Hvert kalsár, sem ég hefi þolað, hver brennandi sviði,
sem ég hefi afborið, hefir flutt mig feti nær hinni himnesku
Afmælisveislan leyst
upp í ringulreið þegar
bara ein rjómakaka
var eftir.
Þú hefðir nú getað
farið tvær ferðir.
Það er með ólíkindum
hvað fólk leggur á sig
ef það getur sparað
nokkrar krónur.