Morgunblaðið - 01.10.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.10.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTOBER 1974 Heimsþekktur snyrtisér fræðingur til Islands 10 ára afmæli Félags íslenzkra snyrtisérfræðinga FÉLAG Islenzkra snyrtisérfræö- inga á 10 ára afmæli um þessar mundir og I tilefni þess efnir það til kynningar- og skemmtidag- skrár í Kristalssal Hótel Loftleiða n.k. sunnudag. Dagskráin verður fjölbreytt, m.a. verður starfs- kynning snyrtisérfræðinga, tízku- sýning og erindi, sem dr. Arni Björnsson mun flytja, en mesta athygli mun þó gestur dagsins vafalaust vekja, því að hann er enginn annar en hinn kunni, franski snyrtisérfræðingur Jean- Pierre Fleurimon. Fleurimon verður staddur hér í boði félags- ins í nokkra daga og mun kynna helztu nýjungar í andlitssnyrt- ingu. Jean-Pierre Fleurimon rekur vinsælan snyrtiskóla í París og framleiðir einnig snyrtivörurnar „Fleurimon", sem reyndar eru lítt þekktar hér á landi, a.m.k. enn sem komið er. Fleurimon er enginn viðvaningur í sfnu fagi, hann þykir bæði hugmyndaríkur og skapandi, enda er nafn hans sett á bekk með þeim þekktustu i franska tízkuheiminum, svo sem Christian Dior og Helena Ruben- stein. Ekki sakar að geta þess, að það er ósjaldan sem hann sér um andlitssnyrtinu á fyrirsætum tízkublaðanna Vouge og Elle. Ásta Hannesdóttir, formaður Félags fslenzkra snyrtisérfræð- inga, sagði okkur, að í félaginu væru nú 60 félagsmenn, sem bæði störfuðu í Reykjavík og úti á landi. Enginn getur nú gengið í félagið, nema hafa lokið tilskyldu prófi hér á landi eða samsvarandi erlendis hjá stofnun, sem er aðili að „Cidesco", alþjóðasamtökum snyrtisérfræðinga og snyrtivöru- framleiðenda. Félag fslenzkra snyrtisérfræðinga er í þessum samtökum, en þau eru félagasam- tök 40 landa. „Cidesco" heldur árlegar ráð- stefnur, þar sem kynntar eru helztu nýjungar og rannsóknir á sviði snyrtisérfræðinnar, auk þess sem þar eru vörusýningar og keppnismót. Á ráðstefnunni, sem haldin var f London 1973 kepptu tvær íslenzkar stúlkur um „fantasy-make up“ og hlutu þær mjög góða dóma, þótt ekki hafi þær komizt f 1. sæti. Það var eftir ábendingu „Cidesco" að félagið ákvað að bjóða Jean-Pierre Fleurimon hingað til lands í þeim tilgangi að kynna það nýjasta í andlitssnyrt- ingu veturinn ’74—’75. Einnig er ráðgert, að hann haldi hér tvö námskeið fyrir snyrtisérfræðinga á laugardaginn og síðan gefst al- menningi kostur á að kynnast hæfni hans að Hótel Loftleiðum á sunnudag. Og væntanlega munu margar konur notfæra sér þetta gullna tækifæri. Framtí ðarvörubíllí nn Helmingi sterkari grind en áður, sem er samt ftmm kg. léttari á hvern metra. Nýtt hús, sem gerir nýtingu framöxulþunga betri, - nú 6,5 tn. Minni fjarlægð frá pallenda til framöxuls gefur 600 mm. meira pallrými - dýrmætir mm. Talið við Jón Þ. Jónsson í Volvosalnum um yfir- burði Volvo N. Til sölu strax Ný kennslu- bók HINN 1. sept. s.l. öðluðust gildi nýjar reglur um greinamerkja- setningu skv. auglýsingu mennta- málaráðuneytisins frá 3. maf s.l. Nú er komin út á vegum Rfkis- útgáfu námsbóka kennslubók um hinar nýju greinamerkjareglur ásamt æfingum handa skólum og almenningi. Bókin nefnist Greinamerkjasetning, reglur og verkefni, og er hún samin af þeim Baldri Ragnarssyni og Gunnari Guðmundssyni. Bókin er 46 bls. í stóru broti. Hún er einkum ætluð nemendum 3. og 4. bekkjar gagnfræðastigs, en ætti að geta hentað hverjum þeim, sem vill kynna sér og æfa hinarnýju reglur. Ætlaztertil, að nemendur noti bókina sem æfingabók og setji greinamerki í verkefnin, sem þar eru. í næsta mánuði er væntanleg frá Rikisútgáfu námsbóka leið- beiningarbók í stafsetningu eftir Halldór Halldórsson. Nefnist hún Islenzk stafsetning. Efni hennar verður í samræmi við reglur, sem Menntamálaráðuneytið hefur auglýst um fslenzka stafsetningu, og gildi tóku 1. sept. s.l. |Bor0ijnblfií>il> ^mRRGFRIDRR f mRRKRfl VÐRR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.