Morgunblaðið - 01.10.1974, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.10.1974, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. OKT0BER 1974 23 UMF Ármann sigraði á íþrótta- móti USVS Frjálsfþróttamót Ungmenna- sambands Vestur-Skaftafells- sýslu var haldið að Kirkjubæjar- klaustrí 17. og 18. ágúst s.l. Þrjú félög sendu keppendur til mðts- ins og fðr stigakeppni milli þeirra þannig, að UMF Armann sigraði, hlaut 211 stig, UMF Drengur hlaut 161 stig og UMF Skafti hlaut 105 stig. Bezta afrek mótsins vann Ölaf- ur Magnússon, Á, sem stökk 6,28 metra í langstökki, og hlaut hann fyrir það bikar, sem gefinn var af Sparisjóði Vestur-Skaftafells- sýslu. Gísli Sveinsson, S, var hins vegar stigahæsti einstaklingur keppninnar, en hann vann allar þær greinar, sem hann keppti f, og hlaut hann í verðlaun bikar, sem Samvinnubankinn gaf. Keppti Gísli í flokki 15 ára og yngri. — Ólafur H. Jónsson Framhald af bls. 19 ast meira af fslenzkum hand- knattleiksmönnum. Þeir gera nú þegar meira fyrir ánægj- una eina en fþröttamenn f öðr- um löndum, eru miklu fðrn- fúsari. Það verður að taka þetta stig af stigi, t.d. væri hægt að byrja á þvf að styrkja leikmenn við kaup á fþrðtta- vörum og auðvelda þeim að fá frf frá vinnu, svo þeir geti æft. Ef ekkert er að gert, stöðnum við alveg, og missum okkar beztu menn til annarra landa.“ — Ruben Ayala Framhald af bls. 19 næði niður á rass. Það virtist ætla að taka þann öratfma, að ég breytti ákvörðun minni og lét þá bara klippa mig stutt. Ayala telur, að spænska knattspyrnan sé mjög svipuð og knattspyrnan f Argentfnu. Aðalmunurinn sé sá, að liðin á Spáni séu skipuð jafnari leik- mönnum, og auðvitað séu leik- menn þar miklu betur settir og ánægðari. — Það er at- vinnuknattspyrna í Argentínu, sagði Ayala, — en miðað við það, sem gerist á Spáni, eru launin heima breinustu vasapeningar. — Efstu liðin Framhald af bls. 18 20 metra færi að Burnley mark- inu og skoraði. Á 71 mínútu breyttist staðan í 4—2 fyrir West Ham, er Billy Jennings skoraði og Billy Bonds bætti timmta marki liðs síns við á 83Lmfnútu — með skoti af um 20 metra færi. Þrem- ur mínútum fyrir leikslok tókst Fletcher að rétta hlut Burnley, og síðustu minúturnar var mjög hart barizt á vellinum og bæði Iiðin fengu þá gullin marktækifæri, sem ekki nýttust. Áhorfendur voru 17.613. Everton — Leeds 3—2 Steve Seargeant skoraði fyrsta mark þessa leiks með skoti af um 30 metra færi snemma í leiknum og er þetta fyrsta markið, sem Seargeant skorar síðan hann hóf að leika í 1. deildar keppninni. Yfirleitt átti Everton meira í þess- um leik, en tækifæri voru þó mörg á báða böga. Hin tvö mörk Everton skoruðu þeir Mick Lyons og Dave Clements, en Alan Clarke og Terry Yorath skoruðu mörk Leeds. 2. deild. 1 2. deildar keppninni kom nú að þvf, að efsta liðið, Manchester United tapaði leik. Það var Nor- wich, sem bar sigurorð af United f mjög fjörugum og vel leiknum leik í Norwich. Gífurleg stemmn- ing var á áhorfendapöllunum, og Ein breyting — Víkingur Framhald af bls. 17 góma, eins og margt annað, á fundunum með liðunum. Jón Aðalsteinn Jónsson for- maður Víkings sagði f viðtali við Morgunblaðið f gær, að ástæðan fyrir þvf, að Víkingar breyttu af- stöðu sinni hefði verið sú, að þeir hefðu viljað forða knattspyrnu- hreyfingunni frá enn meiri upp- lausn en orðið væri. Jón sagði, að Sanders, þjálfari Vfkinganna, hefði verið kominn utan, en væri nú kominn aftur og mundi búa liðið undir Ieikinn á laugar- daginn. — Og við munum leika á fullu og stefnum auðvitað að sigri, sagði Jón Aðalsteinn. Kristján Kristjánsson, for- maður Knattspyrnuráðs Akureyr- ar, sagði, að ákvörðun IBA að koma til leiksins væri sprottin af því einu, að þeir vildu gera sitt til þess að forða frá frekari upplausn í knattspyrnumálunum hérlendis. Nóg væri samt. — En okkur var mjög óljúft að gera þetta, sagði Kristján. Hann sagði og, að ekkert hefði verið rætt um hugsanlega fjölgun f 1. deildinni og vildi ekki tjá sig um viðhorf Akureyringa til þeirra mála. — Þjálfarinn okkar er löngu kominn út til Danmerkur, sagði Kristján, — og liðið hefur ekki mikið æft að undanförnu. Það mun þó að sjálfsögðu reyna að búa sig sem bezt undir leikinn og stefnir að sigri. Við höfum allan okkar mannskap enn þá, nema hvað Gunnar Austfjörð mun ekki geta tekið þátt i leiknum, þar sem hann erf leikbanni. LANDSLIÐSNEFND Knatt- i spyrnusambands Islands hefur tilkynnt val sitt á fslenzka lands- liðinu, sem leika á við Dani og Austur-Þjöðverja innan tfðar. Hefur nefndin aðeins gert eina breytingu á landsliðshópnum frá þvf sem var f leiknum við Belgfu- menn á dögunum: Jðn Gunnlaugsson frá Akranesi er nú með f hðpnum að nýju, en sem kunnugt er var Jðn f landsliðs- hðpnum fyrr í sumar, en var ekki valinn með á mðti Belgfumönn- unum. Sem fyrr kemur val landsliðs- nefndarinnar nokkuð á óvart. Sérstaklega þó það, að nefndin velur f liðið að þessu sinni leik- mann, sem vitað er, að er meiddur. Er þar um að ræða Grét- ar Magnússon, IBK, sem meiddist Jðn Gunnlaugsson — kemur inn f landsliðshðpinn að nýju. í fyrri leik ÍBK og Hadjuk Split í Júgóslavfu á dögunum og gat ekki leikið með Keflvíkingunum seinni leikinn Eftir vali á lands- liðinu er hel jr ekki svo gott að gera sér grn^ fyrir þvf, hvernig nefndin h^'bot stilla liðinu upp í leikjunum tveimur, en mjög sennilega verður það á svipaðan hátt og á móti Belgíumönnunum á dögunum. Ekki hefur enn frétzt, hvernig danska liðið verður skipað í leikn- um við Islendinga, en þó hafa dönsku blöðin nokkuð fjallað um það að undanförnu, að atvinnu- mennirnir verði ekki kallaðir heim til þessa leiks, heldur munu sjórnendur danska landsliðsins kjósa að tefla fram ungum og efnilegum leikmönnum til leiks- ins. íslenzki landsliðshópurinn verður skipaður eftirtöldum leik- mönnum: Þorsteinn Ölafsson, IBK, Magnús Guðmundsson KR, Eirikur Þorsteinsson Víkingi, Björn Lárusson ÍA, Jóhannes Eðvaldsson Val, Gísli Torfason ÍBK, Grétar Magnússon ÍBK, Marteinn Geirsson Fram, Karl Hermannsson ÍBK, Jón Gunn- laugsson ÍA, Guðgeir Leifsson Fram, Ásgeir Elíasson Fram, Ás- geir Sigurvinsson Standard Liege, Matthías Hallgrimsson ÍA, Teitur Þórðarson ÍA og Óskar Tómasson Víkingi. Leikurinn við A-Þjóðverja er liður f Evröpubikarkeppni lands- liða í knattspyrnu, en sem kunnugt er leika íslendingar þar f riðli með Frökkum, AÞjóðverj- um og Belgíumönnum. NAUMUR FIINNSKIR SIGUR í KEPPNINNI VIÐ BRETA FINNAR sigruðu Breta f lands- keppni f frjálsum fþróttum, sem lauk á Crystal Palace-leikvangin- um f London á fimmtudagskvöld- ið. Hlutu Finnar 105 stig f karla- greinunum, en Bretar 104 stig. 1 kvennakeppninni varð hins vegar jafntefli. Bæði liðin hlutu 73 stig. Eins og frá var skýrt í Mbl. á föstudaginn náðist ágætur árang- ur í flestum keppnisgreinanna á miðvikudagskvöldið, og ekki var árangurinn slakari seinni keppnisdaginn. i flestum grein- um var um mjög tvísýna baráttu að ræða, sérstaklega þó í hlaupa- greinunum. Hvorug þjóðin gat teflt fram sínu allra besta liði, t.d. keppti Evrópumethafinn fyrrver- andi í kúluvarpi, Capes, ekki með brezka liðinu. Sætti hann mikilli gagnrýni fyrir, ekki sízt þegar á daginn kom, að svo litlu munaði. Helztu úrslit seinni keppnisdag- inn urðu þau, að A. Lerwill frá Bretlandi sigraði í langstökki, stökk 7,61 metra, en H. Mettima frá Finnlandi varð annar, stökk 7,60 metra. Stahlberg frá Finn- landi sigraði í kúluvarpinu, varp- aði 19,96 metra, en Bretinn Winch varð annar, varpaði 18,98 metra. Evrópumeistarinn í 3000 metra hlaupi kvenna, Nina Holmen frá Finnlandi sigraði örugglega í sinni grein á 9:12,4 mfn., en J. Smith frá Bretlandi varð önnur á 9:18,0 mín. Olympíumeistarinn frá Mtinchen, Pekka Vasala sigraði í 1500 metra hlaupinu á 3:43,1 mín., en R. Smedley frá Bretlandi varð annar á 3:46,2 min. 1 4x400 metra boðhlaupi kvenna vann finnska sveitin öruggan sigur, hljóp á 3:32,3 mín., en brezka sveitin hljóp á 3:33,3 mín. 1 4x400 metra boðhlaupi karla snérist dæmið við. Bretarnir sigruðu á 3:06,6 mín., en Finnarnir hlupu á 3:07,0 min. Tvöfaldur brezkur sigur varð f kringlukasti, R. Payne sigraði með 52,26 metra kasti, en M. Ritchie varð önnur, kastaði 51,36 metra. Pekka Paivarinta frá Finn- landi sigraði í 10.000 metra hlaup- inu á 28:18,4 min., en J. Brown frá Bretlandi varð annará 28:23,8 mfn. Í 100 metra grindahlaupi sigraði brezka stúlkan L. Drysdale á 13,9 sek., en U. Lempianinen frá Finnlandi varð önnur á 14,2 sek. R. Wright frá Bretlandi sigraði f 800 metra hlaupi kvenna á 2:06,1 mín. A. Mustakallio frá Finnlandi sigraði i spjótkasti kvenna, kastaði 55,54 metra, en T. Sanerson frá Bret- landi varð önnur og kastaði 55,04 metra. 1 stangarstökki karla vann svo Atli Kalliomaki frá Finnlandi sigur, stökk 5,20 metra, en M. Bull frá Bretlandi varð annar, stökk sömu hæð. Þriðji varð svo Bretinn B. Hooper, stökk 5,10 metra og V. Aartolahti frá Finnlandi varð fjórði, stökk 5,00 metra. nokkrir unglingar, sem komu með United-liðinu, gerðu þar tilraun til þess að efna til óspekta. En lögreglan hefði fylgzt með ungl- ingunum allt frá þvf að þeir komu úr lestinni, og var fljót að taka ólátaseggina f sína vörzlu, þannig að lítið varð úr áformum þeirra. Með þessum sigri náði Norwich öðru sæti í deildinni, en Sunder- land á þó möguleika á þvf að ná því sæti, þar sem liðið er komið með 11 stig, en hefur leikið tveim- ur leikjum færra en Manchester United og Norwich. Þá vekur það athygli í 2. deildar keppninni, hvað frammistaða nýliðanna frá York City er góð, en eins og flest- ir muna eflaust kom York City í heimsókn hingað í vor og lék nokkra leiki. 3. og 4. deild í 3. deildar keppninni hefur nú liðið hans Bobby Chartons, Prest- on North End forystu og er með 14 stig að loknum 10 leikjum. Southend er í öðru sæti með 13 stig eftir 10 leiki, en síðan koma Crystal Palace með 12 stig eftir 9 leiki og Blackburn með 12 stig eftir 8 leiki. Neðst f deildinni eru Tranmere með 6 stig og Hudders- field og Aldershot með 4 stig. 1 fjórðu deild hefur Shrews- bury forystu með 14 stig eftir 9 leiki. Reading er f öðru sæti með 13 stig eftir 9 leiki og Crewe er í þriðja sæti með 13 stig eftir 10 leiki. Neðst í deildinni eru Stock- port og Workington með 5 stig og Scunthorpe með 4 stig. Skotland 1 skozku 1. deildar keppninni missti Hibernian af fyrsta sætinu, er liðið tapaði fyrir St. Johnstone, og það á heimavelli. Mesta athygli vakti þó stórsigur Glasgow Rang- ers yfir Kilmarnock 6—0, en Rangers hefur þar með tekið for- ystu í deildinni og er með 9 stig eftir 5 leiki, Celtic og Hibernian eru með 8 stig, en Morton er í fjórða sæti með 7 stig. Neðst f deildinni eru svo Motherwell með 2 stig, Clyde með 2 stig og Ayr með 1 stig. Efst í 2. deildar keppn- inni í Skotlandi eru Montrose með 15 stig, Queen of the South, St. Mirren og East Fife með 11 stig. V-Þýzkaland Evrópumeistararnir í knatt- spyrnu, Bayern Munchen, tapaði á laugardaginn fyrsta leik sínum á heimavelli síðan í marz 1970. Var það Schalke 04, sem vann MUnchen 2—1 f skemmtilegum leik. Fimm leikmenn úr heimsmeist- araliði Vestur-Þýzkalands eru leikmenn með Bayern MUnchen, en svo virðist sem liðið hafi misst allan mátt, er Paul Breitner var seldur til spánska liðsins Real Madrid í sumar. Hefur Bayern MUnchen aðeins unnið þrjá af fyrstu sex leikjum sínum í 1. deildar keppninni, og er nú í 11. sæti af 18 liðum, sem leika í deild- inni. Jafntefli Noregur og Finnland gerðu jafntefli, 0-0, f unglingalands- leik f knattspyrnu, sem fram fðr f Osló á föstudagskvöldið. Leikur þessi var liður f undan- keppni UEFAbikarkeppn- innar. Zoff" bjargaði Ítalíu Júgóslavía sigraði Ítalíu f vináttulandsleik í knatt- spyrnu, sem fram fór í Zagreb á laugardaginn, með einu marki gegn engu. Markið skor- aði Surjak á 41. mínútu, eftir að slæm mistök höfðu orðið í vörn ítalska liðsins. Leikur þessi var annars algjörlega eign júgóslavneska liðsins, sem lék vörn ítalska liðsins margsinnis mjög grátt. Var það aðeins snilldarmark- varzla hins fræga markvarðar italíu, Dino Zoff, sem kom í veg fyrir markasúpu í leikn- um, en hvað eftir annað bjarg- aði hann á ótrúlegan hátt. Mikil forföll voru í liði Júgóslavfu í þessum leik, frá þvi sem liðið var skipað í heimsmeistarakeppninni. Nú léku t.d. ekki þeir Dragan Dzajic og Dusan Bajevic með liðinu, vegna meiðsla og sjö leikmanna úr heimsmeistara- hópnum hafa farið í atvinnu- mennsku til annarra landa. Há verðlaun MASASHI „Jumbo“ Ozaki sigraði f opna japanska meist- aramðtinu f golfi, sem lauk á sunnudaginn. Lék hann á 279 höggum og fékk í verðlaun 30 milljðnir yena <um 100.000 dollarar). Annar f keppninni varð Murakami á 280 höggum og þriðji varð Yoshitaka Yamamoto, sem lék á 282 höggum. Asía — Evrópa jafntefli URVALSLIÐ Evrðpu og Asfu gerðu jafntefli, 0-0, f hokkí- leik, sem fram fór f Briissel á laugardaginn að viðstöddum 2.500 áhorfendum. Flestir beztu hokkfleikmenn heims tðku þátt f þessum leik, sem var hinn skemmtilegasti, þrátt fyrir markaleysið. Haustmót BLI FYRSTA blakmðt vetrarins fer fram helgina 12.—13. október. Mótanefnd BLI hefur falið hinni nýstofnuðu blak- deild Þróttar að sjá um mótið, f tilefni 25 ára afmælis félags- ins. Mðt þetta er hraðmðt og þátttökurétt hafa öll félög og héraðssambönd innan tSl, svo og skólar og starfshðpar. Félögum er heimilt að senda fleiri en eitt lið til keppni. Þátttökutilkynningar þurfa að berast Blakdeild Þróttar, c/o Guðmundur E. Pálsson, Stór- holti 32, R., fyrir 7. október n.k. Þátttökugjald kr. 1.500,00 skal fylgja þátttökutilkynn- ingunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.