Morgunblaðið - 01.10.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1974
3
Muna
ekki
annað
marga tugi fjár úr Vföidalsá, en
hún liggur langs eftir Jökuldals-
heiðinni. Hafði áin blásið upp og
bólgnað mikið, en hún rennur eft-
ir talsverðu sléttlendi. Þá kvaðst
hann einnig hafa frétt af því að
smalað hefði verið í Jökulsárhlfð-
inni og þar hefðu fundizt kindur,
sem hrakizt hefðu, m.a. hefðu á
einum stað fundizt 6 til 7 dauðar
kindur.
I gær var fyrsti góðviðrisdagur-
inn eftir þetta áhlaup og voru
menn almennt á heiðum uppi að
huga að fé sínu. Slíkt veður kvað
Aðalsteinn mjög óvenjulegt svo
snemma hausts og í 50 ára bú-
skapartíð sinni sagðist hann ekki
minnast slíks sem þessa.
eins áhlaup í göngum
„Eg bjó f 50 ár á Jökuldalnum og
allan minn búskap man ég ekki
eftir öðru eins áhlaupi svo
snemma hausts og nú hefur gert.“
Þetta sagði Aðalsteinn Jónsson,
fyrrum bóndi á Vaðbrekku í
Jökuldal, er Mbl. ræddi við hann f
gær. Aðaisteinn býr nú á Egils-
stöðum, en sonur hans Aðalsteinn
býr nú á Vaðbrekku. Hann var
ásamt öðrum á fjalli f leit að fé,
sem fennt hefur f áhlaupinu, sem
gerði f fyrri viku.
Aðalseinn Jónsson skýrði Mbl.
frá því í gær að upphaflega hafi
gangnamenn ætlað að fara á fjall
24. september og við Brúardali
var komið svo mikið vonzkuveður
að gangnamenn urðu að skilja þar
eftir talsvert f jár og hætta smala-
mennsku. Skildu þeir féð eftir
innan við Vesturdalsá, sem þá var
orðin mjög bólgin og algjörlega
ófær yfirferðar. Gangnamenn
gátu ekki athafnað sig sökum veð-
urs og f óru því heim.
Þegar gangnamennirnir komu
aftur að Vesturdalsá var þar féð
fyrir og hafði ekkert komið fyrir
það. Mjöllin á þessum slóðum var
Gangnamenn á
Jökuldalsheiði
lentu í hrakning-
umáfjöllum
mjög þurr og fennti því ekki.
Hins vegar kvað Aðalsteinn meiri
blota hafa verið utar í heiðinni og
hlóðst krap utan á kindurnar og
fraus síðan. Hafa fundizt kindur á
stöku stöðum albrynjaðar, en ekki
kvað hann hafa verið kannað enn,
hvort mikill skaði hefði orðið á
fénu. Þó kvaðst hann hafa heyrt
um, að eitthvað hefði fundizt af
dauðum kindum.
Aðalsteinn Jónsson sagði að í
morgun hefðu menn dregið all-
Þá ræddi Mbl. i gær við Arnór
Benediktsson á Hvanná. Hann
sagði að í göngum hefðu menn
fundið í Laxá talsvert af fé, sem
hrakizt hafði I ána. Voru sumar
kindur hálfgert á kafi, en yfirleitt
voru þær lifandi. Hann kvað stór-
skefli hafa verið á þessum slóðum
og fannir harðar, þannig að ekki
hafi til fullnustu verið unnt að
kanna, hve mikið fé væri á
þessum slóðum. Farartækin, sem
gangnamennirnir nota eru snjó-
sleðar. Arnór sagði að það væru
einu farartækin sem dygðu á
heiðinni.
Gangnamenn, sem fóru frá
Seyðisfirði yfir í Loðmundarfjörð
i leitir lentu í leiðindaveðri, en
Gunnlaugur Sigurbjörnsson, sem
tók þátt í leitinni sagði, að ekkert
hefði orðið að gangnamönnum,
sem staðið hefðu af sér hrakviðrið
á eyðibýli i Loðmundarfirði. Hins
vegar sagði hann að Borgfirð-
ingar, sem voru að smala milli
Loðmundarfjarðar og Húsavíkur,
hefðu lent í talsverðum hrakn-
Framhald'á bls. 39
Frá aukaþingi Sambands ungra sjálfstæðismanna, sem haldið var f Vaihöll á Þingvöllum um sfðustu
helgi.
Friðrik Sophusson, formaður S.U.S.:
Ánægður með störf aukaþingsins
Aukaþing Sambands ungra
sjálfstæðismanna var haldið f
Valhöll á Þingvöllum um sfðustu
helgi. Milli 70 og 80 fulltrúar
félaga ungra sjálfstæðismanna
vfðsvegar að af landinu sóttu
þingið. Helstu umræðuefni þings-
ins voru stjórnarskrármálefni,
byggðamál og nýsköpun einka-
framtaksins. A sunnudagsmorg-
un var lagður blómsveigur að
minnisvarða Bjarna Benedikts-
sonar, Sigríður Björnsdóttur og
dóttursonar þeirra. Viðstaddur þá
athöfn var Geir Hallgrfmsson fcr-
sætisráðherra, sem flutti ávarp
eftir hádegisverð þingfulltrúa á
sunnudaginn.
Friðrik Sophusson, formaður
S.U.S., sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær: „Þegar á heildina er
litið er ég ánægður með þingið og
það starf, sem var unnið þar og
við undirbúning þess. Á sjálfu
þinginu var rætt og ályktað um
þau málefni, sem verða í sviðs-
ljósi stjórnmálanna á næstunni.
Sjálfstæðisflokkurinn er nú f
stjórnarsamstarfi við flokk, sem
hann hefur verið í andstöðu við
allan þann tíma, er þeir, sem nú
starfa í samtökum ungra sjálf-
stæðismanna, hafa tekið þátt f
stjórnmálastarfi. Á þessum breyt-
ingum vildum við átta okkur, ekki
síst með tilliti til kosningasigra
flokksins á þessu ári, en flestir
telja, að unga fólkið hafi átt mest-
an þátt i þeim.“
Aukaþingið var sett laust eftir
kl. 14 á laugardag. Við þingsetn-
ingu flutti Friðrik Sophusson
ávarp. Siðan var gengið til dag-
skrár. Talsmenn starfshópa, er
unnið höfðu að málefnaundirbún-
ingi þingsins, gerðu grein fyrir
tillögum og álitsgerðum, er lagðar
voru fram. Jón Magnússon mælti
fyrir áliti hóps, er fjallað hafði
um stjórnskipunarmálefni.
Markús Örn Antonsson gerði
grein fyrir áliti starfshóps um
byggðamál og sjálfstæði byggða-
samtaka. Loks lýsti Jón Steinar
Gunnlaugsson tillögum starfs-
hóps, er fjallað hafði um nýsköp-
un einkaframtaksins.
Að loknu kaffihléi var rætt um
áðurgreind verkefni 1 sérstökum
umræðuhópum. Hóparnir héldu
sfðan áfram störfum árdegis á
sunnudag. En eftir hádegi hófust
almennar umræður og afgreiðsla
mála. Samþykktar voru vfðtækar
tillögur um breytingar á stjórnar-
skránni. ítarlegar ályktanir voru
samþykktar um aðgerðir í byggða-
málum og sjálfstjórn byggðasam-
taka. Loks voru samþykktar til-
lögur um nýsköpun einkafram-
taksins. Þinginu lauk laust eftir
kl. 19 á sunnudagskvöld. Á
laugardagskvöldið var kvöldvaka,
er Árni Johnsen stjórnaði. Nánar
verður greint frá ályktunum
þingsins síðar.
1 stjórnmálayfirlýsingu auka-
þingsins er lýst yfir stuðningi við
endurreisnaraðgerðir ríkisstjórn-
arinnar í efnahagsmálum. Sér-
stök áhersla er lögð á mikilvægi
láglaunauppbóta, og loks er fagn-
að þeirri stefnubreytingu, sem
orðið héfur í varnar- og öryggis-
málum.
Bíræfinn ávísanafalsari
1 SlÐUSTU viku brá maður
nokkur sér inn f verzlun við
Laugaveginn. Að vel athuguðu
máli festi hann kaup á hlut, og
kostaði hann 30 þúsund krónur.
Tók maðurinn upp ávfsana-
hefti, skrifaði ávfsun uppá 75
þúsund krónur, fékk mismun-
inn greiddan í reiðufé og hvarf
á brott með féð og hlutinn.
Næst gerist það, að menn
uppgötva að ávfsunin er f meira
lagi grunsamleg. Reyndist hún
vera úr 20 ára gömlu hefti frá
Iðnaðarbankanum, gjörólík
þeim sem nú eru í umferð. Að
sjálfsögðu var hún innstæðu-
laus. Þegar þetta var upplýst,
var hringt í útgefanda ávís-
unarinnar, en nafn og heimilis-
fang var greinilega skrifað á
ávfsunina. Hann varð þrumu
lostinn, sagðist hvorki hafa i
umrædda verzlun komið né
hafa ávísanareikning í Iðnaðar-
bankanum. Hafði nafn hans
verið falsað á ávísunina. Mál
þetta er enn óupplýst.
Slysí Landssveit
MJÖG harður árekstur varð á
þjóðveginum f Landssveit að-
fararnótt sunnudagsins,
skammt sunnan við félagsheim-
ilið Brúarlund. Tveir bflar
lentu saman á blindhæð, og
slasaðist þrennt. Flytja varð
pilt og stúlku á sjúkrahús f
Reykjavfk, en stúlkan fékk að
fara heim til sfn eftir að lækn
irinn á Stórólfshvoli hafði gert
að meiðslum hennar. Báðir bfl-
arnir voru úr Reykjavfk, og
leikur grunur á að bifreiða-
stjóri annars þeirra hafi verið
undir áhrifum áfengis. Réttar
dansleikur var f Brúarlundi
þetta kvöld, og átti slysið sér
stað skömmu eftir að honum
lauk, eða um kl. 2.30.
Athafnasamir þjófar
ÞJÓFAR voru mjög athafna-
samir f höfuðborginni um helg-
ina. Hér á eftir verða talin þau
innbrot sem rannsóknarlög-
reglan hafði afskipti af.
Aðfararnótt s.l. laugardags
var brotizt inn í endurskoð-
unarskrifstofu N Manscher &
Co, Borgartúni 21. Þar var stoi-
ið hvorki meira né minna en
rúmlega 2000 ávísanaeyðublöð-
um á hlaupareikning í Austur-
bæjarútibúi Landsbankans.
Númer hlaupareikningsins og
nafn fyrirtækisins er prentað á
eyðublöðin. Númer eyðublað-
anna sem hurfu eru 27964C til
30000C, og eru menn beðnir að
láta rannsóknarlögregluna vita
strax, ef þeir verða varir við
þessi eyðublöð í umferð. 1 gær
hafði enginn af þessum ávísun-
um komið fram.
Sömu nótt var brotizt inn í
Sundhöllina. Litlu var stolið, en
töluverðar skemmdir unnar á
útbúnaði fyrirtækisins. M.a.
fóru glerbrot í sundlaugina, og
varð að loka henni og hreinsa.
Af ummerkjum mátti ráða, að
þjófarnir væru litlir sund-
áhugamenn, því þeir slepptu
því að fá sér sundsprett.
Tilraun var gerð til innbrots í
skrifstofuhús Stálsmiðjunnar
við Mýrargötu, en sú tilraun
virðist ekki hafa borið árangur.
Nokkrar rúður voru brotnar.
Annað innbrot í Vesturbænum
heppnaðist betur, ef nota má
slíkt orðalag. Brotizt var inn í
kjallarageymslu i fjölbýlishúsi
við Meistaravelli, og þaðan var
stolið 15 dósum af niðursoðnum
ávöxtum.
Þrjú önnur smáinnbrot varð
lögreglan að glfma við um helg-
ina. Brotizt var inn í smáverzl-
un við Hátún, og þaðan stolið 6
lengjum af sfgarettum og 2—3
þúsund krónum í peningum.
Barnaheimilið Bjarkarhlíð við
Bústaðaveg fékk heimsókn
óvæntra gesta, en þar var ekk-
ert verðmætt að finna, og sneru
þjófarnir brott við svo búið, en
áður höfðu þeir rótað í dóti og
þar með skilið eftir merki um
heimsókn sína. Þá var brotizt
inn í bifreiðina P 200, sem stóð
við Skipholt. Stolið var
Blaupunkt útvarpstæki, mjög
vönduðu.
Loks má geta þess, að rann-
sóknarlögreglan handsamaði
um-helgina mann nokkurn sem
játaði að hafa stolið riffli úr
húsi við Hraunbæ fyrir nokkru,
en frá máli þessu hefur verið
skýrt í Mbl. Fannst annar
tveggja stolnu rifflanna í her-
bergi mannsins, sem er leigj-
andi f húsinu. Hinn riffillinn
hefur ekki fundizt. Maðurinn
hefur verið dæmdur í 10 daga
gæzluvarðhald.
í lífshættu eftir að hafa
ekið undir vörubíl
TVEIR ungir menn slösuðust
alvarlega þegar bfll þeirra lenti
undir vörubflspalli á Sogavegi
aðfararnótt s.I. sunnudags. Oku-
maðurinn hlaut höfuðkúpubrot
og farþeginn hálsbrotnaði. Þeir
liggja nú á gjörgæzludeild
Borgarsjúkrahússins, og er
ökumaðurinn meðvitundarlaus
og f Iffshættu, en farþeginn er
með meðvitund, mjög mikið
slasaður.
Slysið varð skömmu fyrir
klukkan 3 um nóttina. Menn-
irnir voru á Fiat 850, og óku
austur Sogaveg. Á móts við hús
nr. 88 stóð ógangfær vörubíll,
og skipti engum togum, að þeir
óku beint undir pall bílsins.
Sjónarvottar segja, að svo virð-
ist sem ökumaðurinn hafi ekki
áttað sig á hættunni fyrr en
bíllinn átti eftir örfáa metra að
vörubílnum. Reyndi hann þá að
hægja á ferðinni og sveigja frá,
en það var þá of seint. Aksturs
skilyrði voru mjög góð þessa
nótt. Bíllinn er stórskemmdur.
Mennirnir eru 21 og 22 ára.
Á laugardaginn varð mjög
harður árekstur tveggja bif-
reiða á mótum Flókagötu og
Gunnarsbrautar. Slys urðu
ekki, en önnur bifreiðin er tal
in gjörónýt. Þá varð bílvelta á
Vesturlandsvegi um kl. 16 i
gær, skammt austan Korpu
Volvóbíll var að fara framúr
Volkswagenbíl og strukust þeir
saman, með þeim afleiðingum
að Volkswagenbíllinn endaði
ferð sína á hvolfi utan vegar.
Kona og 7 ára sonur hennar
voru í bflnum, og sluppu þau
nær ómeidd. Telst það mikil
mildi, þvf bíllinn er gjörónýtur.
Tekur 23000 plús16000
Siglufirði 30. sept.
BRUARFOSS er kominn, hing-
að til að lesta hraðfrystan fisk
til útlanda. Tekur hann 23.000
kassa af fiski úr hraðfrystihús-
unum og hingað er kominn
Ljósafoss, sem hefur verið að
skrapa saman á ýmsurrí höfnum
frystan fisk. I umskipun milli
fossanna fara um 16.000 kassar.
— Fréttaritari.