Morgunblaðið - 01.10.1974, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1974
19
Ruben
Ayala
Flestir þeir, sem fylgdust
með sjónvarpsmyndum frá
heimsmeistarakeppninni f
knattspyrnu f sumar, munu
minnast leikmannsins Ayala f
liði Argentínu. Bæði var, að
piltur þessi var með hár niður
fyrir herðar og mikið alskegg
og hitt og það ekki sfður, að
Ayala var lang atkvæðamesti
leikmaður argentfnska liðsins
og þótti hvað eftir annað sýna
tilburði, sem ekki eru á færi
nema allra beztu knattspyrnu-
manna.
En Ayala vakti einnig at-
hygli fyrir fleira. Hann var
sagður sérlega óheflaður f
framkomu og orðbragði —
leitaði á þjónustustúlkurnar á
hótelinu, sem hann bjó á, og
var sfdrekkandi bjór og
borðandi súkkulaði. Viður-
kenndi þjálfari argentfnska
liðsins, að Ayala væri hálfgert
vandræðabarn, en bætti þvf
jafnan við — að góður væri
strákurinn.
Og vfst er, að mörg knatt-
spyrnufélög f Evrópu litu hýru
auga til Ayala og skömmu
eftir heimsmeistarakeppnina
var gengið frá samningum
milli hans og spænska félags-
ins Atleticos Madrid, sem
einnig keypti félaga hans
úr argentfnska landsliðinu:
Heredia.
Og nú þykir Ayala allur ann-
ar maður. Hann er búinn að
klippa sig og snyrta skeggið,
gengur um f ffnum fötum og
hegðar sér eins og heimsmað-
ur. En það er ekki eins með
Ayala og var með Samson forð-
um daga. Kraftur hans þvarr
ekki þótt hárið væri klippt,
heldur þykir Ayala nú betri
knactspyrnumaður en nokkru
sinni fyrr. Leikni hans með
knöttinn hefur einkum tekið
framförum við meðhöndlun
þjálfarans hjá Atlentico
Madrid, Lorenzo, en sá er einn-
ig Argentfnumaður. Hraðann
og hörkuna hafði Ayala fyrir,
og nú spá margir þvf, að f
vetur muni þessi piltur varpa
nokkrum skugga á knatt-
spyrnugoðið Johan Cruyff,
sem leikur með Barcelonalið-
inu, svo og á Giinhter Netzer
og Paul Breitner, sem leika
með Real Madrid.
— Það er vissulega ævintýri
að leika knattspyrnu á Spáni,
sagði Ayala nýlega f blaða-
viðtali, — en enn meira ævin-
týri eru þó allir þeir peningar,
sem maður fær fyrir það.
Hann bar á móti þvf, að það
hefði verið að skipun félags-
ins, sem hann lét klippa sig: —
Þetta var raunar mjög einfalt,
sagði hann — einu sinni ákvað
ég að láta hárið vaxa unz það
Framhald á bls. 23.
Gróska í íþróttalífinu
á Snæfellsnesi
Rætt við Ingimund Ingimundarson
ARANGUR fþróttafólks úr
Héraðssambandi Snæfells- og
Hnappadalssýslu f sumar hefur
vakið óskipta athygli. Nægir að
nefna sem dæmi sigur Vfkings
frá Olafsvfk f 3. deildar keppni
Islandsmótsins f knattspyrnu og
ágæta frammistöðu sama liðs f
Bikarkeppni KSl; sigur frjáls-
fþróttafólks sambandsins f 2.
deildar keppni Bikarpeppni
Frjálsfþróttasambandsins, og
sigur UMF Snæfells frá Stykkis-
hólmi f 2. deildar keppni tslands-
mótsins f körfuknattleik.
Framkvæmdastjóri HSH í
sumar var Ingimundur Ingi-
mundarson, iþróttakennari, og
fékk Morgunblaðið hann til
viðtals um íþróttalífið á
Snæfellsnesi.
— Það eru 12 starfandi félög
innan HSH, sagði Ingimundur. —
Af þeim eru 10 ungmennafélög,
eitt fþróttafélag og einn golf-
klúbbur, sem er jafnframt yngsta
félagið innan sambandsins. Því er
ekki hægt að neita, að starfið er
mjög mismunandi hjá félögunum,
en þegar á heildina er litið verður
ekki annað sagt en það hafi verið
gott. í aðeins einu félagi var frem-
ur lítið starfað í sumar. Og eins og
á árangri íþróttafólksins sést er
víða mjög mikill áhugi, og vfst er,
að nóg er af efniviðnum f öllum
greinum íþrótta.
Ingimundur sagði, að starfið i
sumar hefði hafizt á þvf, að efnt
hefði verið til ungmennabúða í
Laugagerðisskóla. Þangað komu
um 80 ungmenni víða að af Snæ-
fellsnesi. — Það heyrðist þó, sagði
Ingimundur, — að sumir töldu, að
þarna væri aðeins verið að hafa
ofan af fyrir kaupstaðarbörnun-
um, en það var hinn mesti mis-
skilningur. Forstöðumaður ung-
mennabúðanna var Jakob Már
Gunnarsson íþróttakennari f
Ölafsvík, en starf þetta fékk mjög
góða fyrirgreiðslu frá mörgum
aðilum, ekki sfzt skólastjóra
Laugagerðisskólans. —- Af feng-
inni reynslu af þessum ung-
mennabúðum erum við ákveðnir í
að halda áfram á sömu braut, og
ef til vill verður mögulegt að færa
starfið þannig út, að þarna verði
einnig komið á æfingabúðum
fyrir íþróttafólk. Aðstaðan við
Laugagerðisskóla er þó tæplega
nógu góð. Þar vantar t.d. fþrótta-
völl.
— í framhaldi af þessum æf-
ingabúðum var efnt til barnamóts
í frjálsum íþróttum að Görðum í
Staðarsveit, sagði Ingimundur. —
Þar mættu um 100 börn og ungl-
ingar til leiks, og sást þar glögg-
lega hversu mörg íþróttamanns-
efni er að finna í héraðinu. Síðan
var haldið unglingamót f Stykkis-
hólmi og kepptu þar um 80 ungl-.
ingar. Einnig var svo farið með
hóp ungmenna á meistaramót Is-
lands f yngri aldursflokkunum,
en það var haldið í Reykjavík og á
Selfossi. Hlaut HSH þar 11 Is-
landsmeistaratitla.
Héraðsmót HSH var haldið að
Breiðabliki 25. ágúst og tóku þátt
í því um 80 manns frá 9 félögum,
ogerþaðbæði meiri ogalmennari
þátttaka en verið hefur að undan-
förnu. Þarna náðust góð afrek í
mörgum greinum, en hæst ber þó
vitanlega afrek eins gestsins á
mótinu, Erlends Valdimarssonar,
sem setti nýtt og glæsilegt Is-
landsmet f kringlukasti. Það var
stórkostlegt að veraða vitni að því
kasti.
Einnig ber að geta sigurs HSH í
2. deildar keppninni í frjálsum
fþróttum. Þar með unnum við
okkur sæti í 1. deild og erum
ákveðin í að halda því, en það
gerist vitanlega ekki nema að
frjálsíþróttafólkið æfi vel í vetur
og búi sig undir átök næsta sum-
ars.
Ingimundur sagði, að lok frjáls-
íþróttavertíðarinnar hefðu síðan
verið hópferð til Noregs. Fór
þangað 18 manna hópur og dvaldi
10 daga f Ösló og Bergen. — I
þessari ferð var keppt á hverjum
degi, og þarna voru sett 8 héraðs-
,Qiet og 48 persónuleg met. Við
undirbúning þessarar ferðar nut-
um við góðrar fyrirgreiðslu af
hálfu UMFÍ og Ferðaskrifstof-
unnar Utsýnar, og auk þess vil ég
nota tækifærið til þess að koma á
framfæri sérstökum þökkum til
fararstjórans i ferðinni, Friðriks
Þórs Öskarssonar, sem var okkur
einstaklega hjálplegur, sagði Ingi-
mundur.
Ingimundur sagði, að knatt-
spyrna væri mjög vinsæl íþrótta-
grein í héraðinu og mikið stund-
uð. — Það tóku þrjú lið frá HSH
þátt í 3. deildar keppninni, og
Ingimundur Ingimundarson,
framkvæmdastjóri HSH.
eins og flestir vita vann Víkingur
frá Ólafsvík þá keppni, sagði Ingi-
mundur. — Knattspyrnuáhuginn
er hvergi meiri en í Ólafsvík, og
árangur flokka þaðan hefur verið
góður. Þannig má t.d. teljast
öruggt, að lið Víkingssigri í öllum
flokkum á héraðsmóti HSH í
knattspyrnu. Þá tók lið HSH þátt í
undankeppni fyrir landsmót
UMFl, og þegar einn leikur er
eftir i riðlinum má teljast nokkuð
öruggt, að lið HSH komist áfram í
átta-liða úrslitin. Uppistaðan í
þessu liði er frá Víkingi.
Aðrar íþróttagreinar, sem eiga
vinsældum að fagna á sambands-
svæðinu, eru körfuknattleikur og
sund, en iðkun þeirra greina er
ekki eins almenn og knattspyrnu
og frjálsra íþrótta. — Körfuknatt-
leikurinn er nær eingöngu stund-
aður í Stykkishólmi og sundið í
Ólafsvík, sagði Ingimundur.
Ingimundur sagði, að það, sem
nú væri stærsta verkefnið hjá
HSH, væri að efla félagsmálaþátt
sambandsins. — Það er nauðsyn-
legt að halda félagsmálanám-
skeið, helzt í hverju félagi, í
vetur, sagði hann. — Þá þarf sam-
bandið nauðsynlega að styrkja
fjárhagsgrundvöll sinn, — helzt
að finna sér einhvem fastan
tekjulið, sem óhætt er að treysta
á.
Ingimundur sagði, að ársþing
HSH hefði venjulega verið haldið
á vorin, en nú stæði til að breyta
þessu og halda þingið í haust,
þannig að betra tóm gæfist til
þess að einbeita sér að þeim stór-
verkefnum, sem við verður að
glíma næsta sumar.
— Þar ber vitanlega hæst
Landsmót UMFÍ, sem haldið
verður að Akranesi, en við erum
staðráðin i að fara þangað með
stóran hóp iþróttafólks og vil ég
skora á Snæfellinga að taka hönd-
um saman til þess að svo geti
orðið, ekki aðeins á íþróttafólkið,
heldur og þá, sem að baki þvi
standa, sagði Ingimundur Ingi-
mundarson að lokum.
Frjálsfþróttafólk úr HSH sem sigraði í 2. deildarkeppni Bikarkeppni FRl 1974. Fremri röð frá
vinstri: (Jrsúla Kristjánsdóttir, Vilborg Jónsdóttir, Marfa Guðnadóttir, Petrfna Sigurðardóttir, Þóra
Guðmundsdóttir og Sesselja Guðmundsdóttir.
Aftari röð frá vinstri: Erling Jóhannesson, Magnús Gfslason, Jóhann Hjörleifsson, Róbert
Óskarsson, Ari Skúlason, Sigurður H jörleif sson og Jens Pétur Högnason.
r
Olafur H.
Jónsson
ÞVt verður ekki mótmælt, að
Ólafur H. Jónsson er fjölhæf-
asti handknattleiksmaður okk-
ar, frábær bæði f vörn og sókn.
Þetta er ákaflega merkilegt,
þegar þess er gætt, að Ólafur
byrjaði ekki að stunda hand-
knattleik fyrr en hann var orð-
inn 17 ára gamall, og fyrst þá
fór hann að njóta leiðbeininga
lærðra þjálfara. Til að ná góð-
um árangri f fþróttum er talið
nauðsvnlegt að viðkomandi
hafi stundað þær frá bernsku.
Ólafur er 24 ára gamall, vtð-
skiptafræðinemi, kvæntur
Guðrúnu Arnadóttur, og eiga
þau eina dóttur, Kristfnu,
tveggja ára. Ólafur leikur sem
kunnugt er með V al.
„Eg æfði fþróttir af kappi f
skólanum og lét mér það alveg
nægja. Þegar ég var orðinn 17
ára, ákvað ég að skella mér f
handboltann, og þá kom aldrei
annað félag til greina en Val-
ur, enda þótt ég umgengist
mikið Framara f skólanum.Ég
kann enga skýringu á þvf, en
ég hef alla tfð haldið með Val,
jafnvel þótt ég hafi ekki þekkt
neinn f félaginu. Eg varð strax
ánægður, andinn var góður f
hópi Valsmanna og menn voru
ákveðnir f að ná árangri, og
voru tilbúnir að leggja fram
mikla vinnu til að svo mætti
verða. Arangurinn sjáum við f
dag.“
Ólafur lék hálft ár með 3.
flokki, en sfðan lá leiðin f 2.
flokk og loks f meistaraflokk,
þegar hann var 18 ára. Hann
hefur sfðan leikið um 170
leiki, og auk þess 66 lands-
leiki. Fyrst lék hann með
iandsliðinu gegn • Vest-
ur-Þjóðverjum hér heima
1969, þá 18 ára. Um
tfma æfði Ólafur knatt-
spyrnu með Val, lék f markinu
f 1. og 2. flokki og var vara-
markvörður f meistaraflokki,
fór m.a. með Val f Evrópu-
keppni til Belgfu. „Ég hafði
alltaf meiri ánægju af hand-
knattleiknum og þvf sneri ég
mér alveg að honum.“ Ólafur
gerði þó undantekningu f sum-
ar, þegar hann fór með fjöl-
skylduna til Reyðarfjarðar og
tók við þjálfarastörfum hjá
knattspyrnuliði staðarins, sem
einnig heitir Valur. „Ég gerði
þetta til að fá tilbreytingu og
sé ekki eftir þvf, við höfðum
ákaflega mikla ánægju af dvöl-
inni eystra.“
Að lokum var Ólafur að þvf
spurður, hvort hann ætlaði að
halda áfram að iðka hand-
knattleikinn. Hann svaraði þvf
til, að svo yrði meðan hann
hefði af því ánægju. Og f leið-
inni drap hann á atriði, sem
hefur mikið verið til umræðu,
hina algjöru áhugamennsku f
fslenzkum fþróttum. „Það er
augljóst, að miðað við óbrevtt
ástand er ekki hægt að krefj-
Framhald á bls. 23.