Morgunblaðið - 01.10.1974, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.10.1974, Blaðsíða 32
JHergtmbtatúft flUGIVSinCRR ^„—»22480 FRYSTIKISTUR RAFTORG SIMI: 26660 RAFIÐJAN SIMI: 19294 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1974 Fékk bíl að láni og seldi á 100 þúsund MAÐUR nokkur f Reykjavík varð 100 þúsund krónum fátækari f sfðustu viku, þegar hann lenti f klónum á bfræfnum svindlara. Hafði svindlarinn fengið Volks- wagenbfl lánaðan hjá vinkonu sinni, sett hann á sitt nafn með þvf að falsa pappfra og seit hann fyrrnefndum manni, í algjöru óleyfi að sjálfsögðu. Málið upp- lýstist sólarhring sfðar, og var þá svindlarinn búinn að eyða öllum peningunum, og það eina sem maðurinn fékk til baka var ein vodkaflaska sem svindlaranum hafði ekki tekist að koma f lóg. Hefur svindlarinn eflaust sett Is- landsmet f eyðslusemi þennan sólarhring, og vodkaflaskan er Söluskattur hækkar í dag FRÁ og með 1. október, þ.e.a.s. f dag hækkar söluskattur úr 17% f 19% eða um 2 stig. Hækkar þvf vöruverð um 1,71% af þessum sökum. Ekki hækka allar landbúnaðarvörur af þessum sökum, þar sem söluskattur er ekki greiddur af þeim öllum. Undanskildar eru mjólk og mjólkurafurðir, sem ekkert hækka vegna hins aukna söluskatts. Kjöt hækkar hins vegar og nemur hækk- unin um 4 til 5 krónum á hvert kgeftir tegundum. Söluskattshækkun þessi var ákveðin á Alþingi f septernber- byrjun, en söluskattsfrum- varpið var eitt fjögurra mála, sem þingið afgreiddi. eflaust sú dýrasta sem sögur fara af. „Ég mun geyma flöskuna vel, enda dýr í henni hver sopinn," sagði maður sá sem varð fyrir barðinu á svindlaranum, í samtali við Mbl. í gær. Hann sagði, að umrædd bifreið hefði verið Volks- wagen árgerð 1971, heldur illa útlítandi. Slíkir bílar kosta venju- lega um og yfir 200 þúsund krón- ur, óg því var maðurinn ekki lengi að ákveða sig þegar svindl- arinn kom á bílasöluna og vildi selja hann á 120 þúsund krónur, sem hann síðar lækkaði í 100 þús- und krónur. Var hann með alla pappíra í lagi, sölutilkynningu, af- sal og annað tilheyrandi, en síðar kom í ljós að þetta var allt falsað. Var gengið frá kaupunum s.l. mið- vikudag. Um kvöldið fer manninn að gruna að ekki sé allt með felldu, og jafnframt hafði konan, sem var eigandi bílsins, sam- band við lögregluna og bað hana um að svipast um eftir bflnum fyrir sig, sem hún að sjálfsögðu fékk aftur, enda þinglýstur eig- andi. Var nú farið að svipast um eftir manninum, og fannst hann daginn eftir. Var hann búinn að lifa eins og konungur þennan sólarhring, hafði snætt á flottustu veitingahúsum borgarinnar ásamt vinum sfnum og ekið um sveitir austanfjalls á leigubfl, vel birgur að mat og drykk. Vodka-, flaskan var það eina sem hann átti eftir, og síðar kom í leitirnar blómavasi sem svindlarinn hafði af rausnarskap gefið vinkonu sinni. „Það er belv.. . hart að svona nokkuð skuli vera hægt. Maður Framhald á bls. 39 Myndin sýnir Bakkafoss, hið nýja skip Eimskipafélags Islands er það kom til landsins f gær. Skipið er smfðað f Þýzkalandi árið 1970, 2724 brúttólestir að stærð og einkum ætlað til flutninga með gámum. Með þessu skipi er lokið mikilli endurnýjun á flota Eimskipafélagsins, þvf að það hefur keypt 7 ný skip til landsins þar sem af er þessu ári, en selt tvö af eldri skipum sfnum. Skip Eimskips eru nú 19 talsins, samtals 34.608 brúttólestir. seglín Loftleiðír draga saman Ein þota tekin út af N-Atlantshafsflug- leiðinni og sex flugáhöfnum sagt upp SVO mikill samdráttur hefur orð- ið f farþegaflutningum á flugleið- inni yfir N-Atlantshafið undan- farið, að Loftleiðir hafa nú afráð- ið að taka eina af DC-8 þotum sfnum út af þeirri áætlunarleið næsta sumar. Hefur það í för með sér, að félagið hefur orðið að segja upp nokkrum flugmönnum og flugvélstjórum. 1 samtali við Morgunblaðið í gær sagði örn Johnsson, einn af forstjórum Flugleiða, að í sumar hefði fjöldi farþega Loftieiða á þessari leið orðið minni en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir og hallarekstur fyrirsjáanlegur. Næsta sumar væri búizt við enn j frekari samdrætti í farþegaflutn- | ingum á þessari leið og þess vegna væri nú afráðið, að taka eina af þotum félagsins út af þessari flugleið. Hingað til hafa ' fjórar þotur Loftleiða annast far- þegaflutninga á flugleiðinni yfir N-Atlantshaf, en næsta sumar verða þær aðeins þrjár. örn tók fram, að þó samdráttur hefði orð- ið í farþegaflutningum Loftleiða núna, væri hann þó meiri hjá flestum öðrum flugfélögum, er héldu uppi föstum áætlanaferð- um á þessari flugleið. örn sagði ennfremur, að sam- fara því að ein þotan yrði tekin út úr áætlunarfluginu, yrði félagið Framhald á bls. 39 Loftur Baldvinsson EA með 5100 kassa við bryggju f Hirtshals Fiskaði fyrir 50 milliónir í sumarfríinu %J 9W Við erum nú ekki tilbúnir að „Glópalán” segir Þorsteinn Gíslason á Lofti Baldvinssyni EA „ÞETTA hefur gengið nokkuð vel, við á Lofti Baldvinssyni EA fiskuðum 2000 lestir af sfld f Norðursjó að verðmæti um 50 milljónir króna á 4 mánuðum," sagði Þorsteinn Gfslason, hinn kunni aflaskipstjóri, er blaða- maður Mbl. hitti hann á förn- um vegi nú um helgina, en hann var þá nýkominn heim að utan til að hefja kennslu við Stýrimannaskólann, þar sem hann hefur með höndum m.a. tækni- og tækjakennslu verð- andi skipstjórnarmanna. Lfklega eru ekki margir menn, sem geta sagt það að þeir hafi brugðið sér á sjó f sumar- frfinu og fiskað fyrir 50 milljónir, en Þorsteinn lætur Iftið yfir sér, er við spyrjum hann hverju hann þakki þessa miklu velgengni og hann segir: „Glópalán." magagleypa þá skýringu skip- stjórans, hann hefur ásamt bræðrum sfnum Eggerti og Arna verið aflakóngur um ára- bil og var það enn f sumar þótt harðasti keppinauturinn hafi verið búinn að fiska fyrir 10—11 milljónir er Loftur byrjaði. Framhald á bls. 39 I Olli bilun í rafbiinaði sprengingunni? Akureyri — 30. september VERKFRÆÐINGANEFNDIN sem vinnur að rannsókn spreng- ingingarinnar f Löngumýri 20 hefur haldið áfram störfum sfn- um um helgina og fengið til liðs við sig rafmagnsfróða menn, raf- magnsverkfræðing og rafvirkja, til að skoða þann rafbúnað sem fundizt hefur f rústunum. Ragmagnstúburnar voru f Framhald á bls. 39 Rómantík í göngum UNG brúðhjón, sem giftu sig sunnudaginn 22. september fóru f harla óvenjulega brúð- kaupsferð. Þau fóru f göngur frá Héraði f Loðmundarfjörð. Ætlunin var að fara f þessa óvenjulegu brúðkaupsferð daginn eftir brúðkaupið, en sökum veðurs var ekki hægt að halda af stað fyrr en miðviku- daginn 25. september. Brúð- hjónin eru Gunnþóra Snæþórs- dóttir frá Gilsárteigi f Eiða- þinghá og Jón Kristjánsson frá Selsstöðum í Seyðisfirði. Gunnþóra sagði f viðtali við Mbl. f gær, að þau hefðu lagt af stað f göngurnar klukkan um hálf sex um morguninn. Ferðin gekk sæmilega, en þó kvað hún hafa verið nokkuð snjóþungt og umbrot fyrir hesta á leiðinni. Göngurnar gengu vel og þurfti ekki að smala jafnstórt svæði og venjulega. „Það er sjálfsagt venjulegra að fara eitthvað annað en í göngur f brúðkaupsferð," sagði Gunnþóra, „en við höfð- um alltaf ætlað okkur f þessar göngur og ekki skipti öllu máli, hvaða dag við giftum okkur. Við vinnum bæði hér f Reykjavfk; fengum frf til þess að fara austur f göngurnar og við erum bæði að austan. Þvf slógum við tvær flugur f einu höggi.“ Veður var heldur leiðinlegt á meðan gangnamenn voru hið neðra eins og Héraðsbúar segja, þegar farið er niður á Austfirði, krapahrfð og frekar kaldranalcgt, „en við höfðum það mjög gott,“ sagði Gunn- þóra. „Þið svona ung og ástfangin hafið auðvitað yljað hvort öðru,“ sagði þá blaðamaður. „Þú mátt gjarnan koma ein- hverri rómantfk inn f frétt- ina,“ svaraði þá Gunnþóra, og þegar blaðamaður spurði aftur, hvort rómantfk hefði ekki f raun verið með f ferð- inni, svaraði hún hlæjandi: „Jú, auðvitað." Gunnþóra sagði aðspurð að hún væri f Ijósmæðranámi, en eiginmaðurinn vinnur á kranabfl eins og er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.