Morgunblaðið - 01.10.1974, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.10.1974, Blaðsíða 37
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1974 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1.OKT0BER 1974 21 Handknattleikur af rólegri gerðinni Dauft á laugardag Á LAUGARDAG fóru fram tveir leikir I Reykjavfkurmótinu f handknattleik. Ármann vann KR 17:16, eftir að staðan f hálfleik hafði verið 10:7, Ármanni f vii. Þá sigraði Þróttur lið Fylkis 23:16, en í hálfleik varstaðan 14:9. Báðir þessir leikir höfðu litla þýðingu, þar eð liðin voru öll úr leik í keppninni um Reykjavíkur- meistaratitilinn. Það var því held- ur mikil deyfð yfir leikjunum, enda áhorfendur sárafáir. Það var helzt að fjöri brygði fyrir í leik Ármanns og KR, en í þeim leik sigu KR-ingar mjög á í lokin, efíir að Ármann hafði haft yfir- höndina lengst af. Sigurmarkið skoraði Ármann skömmu fyrir leikslok. Á fimmtudaginn voru toppliðin Valur og Fram í baráttunni. Valur lék við Þrótt og vann stórt, 35:19. Var ekki að sjá, að Þróttar- ar hefðu mikið lært í Danmerkur- ferðinni, nema þá að þeir geymi sér það, þar til 2. deildin byrjar. Guðjón Magnússon og Ólafur Jónsson léku aðalhlutverkin hjá Val, en hjá Þrótti var Halldór Bragason að vanda drýgstur. I hálfleik var staðan 20:9. Framar- ar áttu ekki f erfiðleikum með að afgreiða fremur slakt lið KR. Lokatölur leiksins urðu 22:14, eftir að staðan hafði verið 11:6 í hálfleik. Það var helzt, að Björg- vin Björgvinsson skaraði framúr í liði Fram, og hjá KR var Hilmar Björnsson markhæstur, eins og í fyrri leikjum liðsins. Og vítaköst hans voru frábær. Jónarnirsáu um sigur Vals VALSMENN sigruðu ÍR 21:19 í Reykjavfkurmótinu á sunnudags- kvöldið og komust þar með f úr,- slit. En þessi sigur var ekki áreynslulaus, og geta Valsmenn þakkað Jóni Karlssyni sigurinn öðrum fremur. Hann skoraði þrjú mörk fyrir Val á mikilvægum augnablikum undir lok leiksins, þegar iR-ingar voru famir að sækja mjög f sig veðrið. Jón ásamt nafna sfnum P. Jónssyni voru aðalmarkaskorarar liðsins, og tóku þeir við af Ólafi Jónssyni og Guðjóni Magnússyni, sem höfðu óvenju hægt um sig f þess- um leik, gerðu aðeins sitt markið hvor. Valsmenn byrjuðu vel, komust í 6:2. ÍR-ingar náðu sér heldur á strik, þegar Ifða tók á hálfleikinn, og í hlé var staðan 10:7 fyrirVal. I byrjun seinni hálfleiks náðu Vals- menn á nýjan leik mjög góðum kafla, og áður en ÍR-ingar höfðu áttað sig, var staðan orðin 18:10 Val í hag. En nú fóru ÍR-ingar að ranka við sér, og undir lok leiks- ins var staða orðin 19:16, en þá kom mark frá Jóni Karlssyni og lagaði það stöðuna fyrir Val. Enn sóttu ÍR-ingar af krafti, og staðan var orðin 20:18. En þá skoraði Jón K. enn eitt mark, og sigur Vals varí höfn. Mörk Vals: Jón Karlsson 6 (1 v.), Jón P. Jónsson 5 (3 v.), Bjami 3, Jóhannes 2, Stefán 2, Guðjón, Jóhann Ingi og Ólafur eitt mark hver. Mörk ÍR: Vilhjálmur 4 (3 v.), Hörður H. 3, Sigtryggur 3, Ágúst 2, Brynjólfur 2, Hörður Á. 2, Ólaf- ur 2 og Bjarni eitt mark. Valsmenn léku á köflum skin- andi góðan handknattleik, en þeg- ar líða tók á hálfleikina báða, dró mjög af liðinu. Enda þótt Ólafur skoraði lítið, var hann drjúgur í spilinu. Jón Karlsson var bezti maður liðsins ásamt Jóni Breiðfjörð markverði, sem sjald- an eða aldrei hefur verið í jafn- góðu formi og nú. Athygli vöktu tveir nýliðar í liði Vals, Bjarni Guðmundsson og Jóhannes Stef- ánsson báðir mjög efnilegir. Gagnstætt Valsmönnum byrj- uðu ÍR-ingarnir hálfieikina mjög illa, en lokasprettur þeirra var góóur. Allt bendir til þess, að IR- liðið nái langt í vetur. í raðir ÍR-inga hafa bætzt nýir menn, t.d. Akureyringurinn Sigtryggur Guð- laugsson, sem verður liðinu ef- laust mikill styrkur, og „gömlu“ kempurnar virðast betri nú en nokkru sinni fyrr. Sprækastur allra er þó aldursforseti hand- knattleiksmanna landsins, Gunn- laugur Hjálmarsson. Það er óhætt að fylgjast náið með frammistöðu ÍR-liðsins í vetur, undir stjórn Þórarins Eyþórssonar þess fræga þjálfara. Dómarar leiksins voru Gunnar Gunnarsson og Sigurður Hannes- son, og skiluðu þeir hlutverkum sínum sérlega vel. Vonandi verða þeir látnir dæma sem mest í vet- ur. __Sjj Fram og Valur leika til úrslita LEIKUR Fram og Vfkings var ekki eins hraður og skemmtileg- - - r * ur og fyrri leikur kvöldsins, milli Vals og IR. Framarar leika ætfð fremur hægan og yfirvegaðan handknattleik og Vfkingar voru með rólegasta móti. Framarar höfðu ætfð undirtökin f leiknum, og þó að stundum munaði ekki nema tveimur mörkum á liðun- um, höfðu menn það á tilfinning- unni, að leikurinn gæti ekki end- að nema með sigri Fram. Sú varð Ifka raunin, og lokatölurnar urðu 20:16, eftir að staðan hafði verið 9:8 I hálfleik. Þar með komust Framarar I úrslitin. Leikurinn var fremur jafn framan af, en brátt fóru Framar- ar að ná frumkvæðinu. Voru þeir mest þrjú mörk yfir I fyrri hálf- leik, en minnst eitt mark. Voru þeir iðnir að fiska víti, enda Vík- var fumið og lætin I lokin, þegar Víkingarnir voru einum fleiri og áttu möguleika á þvf að jafna met- in. Þess í stað skoraði Fram tvö mörk gegn engu og tryggði sigur- ínn endanlega. Það var einhvern tíma sagt um Víkingsliðið, að það þyrfti miklu fremur á sálfræðingi að halda en þjálfara. Karl .Jóhannsson og Kristján örn Ingibergsson dæmdu stórvel. — SS. Samkvæmt formúlunni ÞAÐ MÁ með sanni segja, að lokastaðan f riðlum Reykjavfkur- mótsins f handknattleik hafi orð- ið sú, sem reiknað var með fyrir- mmmm twm Trausti Þorgrfmsson, Þróttari skorar f leiknum við Fylki. Óiafur H. Jónsson var f miklum ham f leiknum við tR og skorar þarna eitt marka sinna. ingsvörnin götótt eins og fyrri daginn og oft hennar sfðasta úr- ræði að brjóta þannig af sér, að vfti varð ekki umflúið. Svipaður munur hélzt út seinni hálfleikinn, allt til loka leiksins. Nokkur harka færðist í leikinn undir lok hans, og var tveimur Framurum vísað af velli fyrir að slá andstæð- inga sfna. Mörk Fram: Pálmi 5 (4v), Sveinn 4, Björgvin 3, Guðmundur 3 (1 v), Arnar 2, Hannes, Kjartan og Pétur eitt mark hver. Mörk Víkings: Einar 7 (3 v.), Ólafur 3, Stefán, Sigfús og Viggó 2 mörk hver. Það mátti greinilega merkja á leik Fram, að liðið er ekki það sama og í fyrra, enda munur um að missa Axel Axelsson. Hann var allt f öllu hjá Fram í fyrra, aðal markaskorari liðsins, vítaskytta og sá, sem mataði Björgvin Björg- vinsson á lfnunni. í þessum leik skoraði Björgvin að vfsu falleg mörk, en hann varð að gera það upp á eigin spýtur. Pálmi Pálma- son er kominn til liðs við Fram að nýju og munar um hann. Þrátt fyrir mikið „mannfall" á síðustu árum hafa Framarar ætfð sýnt óvenju mikla seiglu, þegar á reyn- ir, og væntanlega verður það einnig uppi á teningnum í vetur. Vörnin hefur verið höfuðverk- ur Víkingaliðsins undanfarin ár og eftir fyrstu leikjum haustsinsað dæma, virðist engin breyting ætla að verða þar á. Eins og fyrri dag- inn var Einar Magnússon mark- hæstur í liði Vfkings, en hann hefur þó oft átt betri dag. Þá vakti Ólafur Friðriksson athygli fyrir mörk úr hornunum, enda þótt honum brygðist hrapallega bogalistin í lok leiksins. Það hef- ur löngum loðað við Víkingsliðið, að allt fari í vitleysu, þegar mikið liggur við. Gott dæmi um þetta fram. Engin óvænt úrslit urðu f 12 leikjum riðiakeppninnar og til úrslita leika Fram og Valur. „Fastir liðir eins og venjulega“, varð einhverjum að orði f Laugar- dalshöliinni f fyrrakvöld, þegar úrslitin voru kunn. Annars varð lokastaða riðlanna þessi: A-riðill: Fram Víkingur Ármann KR B-riðill: Valur IR Þróttur Fylkir Samkvæmt þessu eru Fram og Valur sigurvegarar riðlanna og leika úrslitaleikinn annað kvöld, þ.e. miðvikudagskvöld. Sama kvöld leika einnig til úrslita um 5—6. sætið Ármann og Þróttur. I kvöld leika Vfkingur og IR til úrslita um 3—4. sætið og KR og Fylkir leika til úrslita um 7—8. sætið. Keppni hefst klukkan 10,15 báða dagana. Urslit einstakra leikja í riðla- keppninni urðu þessi: A-riðill: Fram — Ármann 22:14 Vfkingur — KR 22:20 Víkingur — Ármann 25:18 Fram — KR 22:14 Armann — KR 17:16 Fram — Víkingur 20:16 B-riðilI: Valur — Fylkir IR — Þróttur ÍR — Fylkir Valur — Þróttur Þróttur — Fylkir Valur — ÍR 27:14 29:12 25:17 35:19 23:16 21:19 Frá 52. fþróttaþingi Iþróttasambands Isiands, er haldið var dagana 7. og 8. september sl. Fjármálin og grunnskólinn stærstu málin á íþróttaþingi Á þinginu var kynnt námsefni Grunnskóla ISI, sem fræðslunefnd sambandsins hefur unnið að útgáfu á sl. tvö ár. Er þar um mikið verk að ræða, um 300 bls. í tveímur bind- um. Varhéraðssamböndunumog sér samböndunum afhent eintak af námskrá Grunnskólans, en hér er um fjölbreytt námsefni að ræða fyrir þá, sem ætla að taka að sér leiðtogastörf hjá íþróttahreyfing- unni, annaðhvort sem félagslegir eða íþróttalegir leiðbeinendur. Verið er nú að undirbúa kynningu námsefnisins meðal sambandsaðila og annarra, sem vilja færa sér það í nyt. Borgarstjórn Reykjavíkur bauð þingfulltrúum til hádegisverðar f Höfða síðari þingdaginn og Knatt- spyrnusamband Islands bauð þing- fulltrúum að sjá landsleikinn: Is- land — Belgía, er fram fór þann sama dag. Á þinginu var þremur mönnum afhent gullmerki ISl. Fram- kvæmdastjórn sambandsins hafði nokkru áður samþykkt að sæma þá gullmerki í viðurkenningarskyni fyrir mikið og gott starf að íþrótta- málum. Það voru þeir Guðmundur Þórarinsson, iþróttakennari í Reykjavík, og Valtýr Snæbjörnsson og Ingólfur Arnarson í Vestmanna- eyjum. Kjörin var stjórn íþróttasam- bands Islands fyrir næstu tvö árin. Hana skipa: Gfsli Halldórsson, for- seti, Sveinn Björnsson, varaforseti, Gunnlaugur J. Briem, gjaldkeri, Hannes Þ. Sigurðsson, ritari og Þor- varður Árnason, er kom í stjórnina f stað Ólafs Jónssonar, sem baðst undan endurkjöri. Mörg mál komu til umræðu á þessu fþróttaþingi og gerði þingið fjölmargar samþykktir. Eru sam- þykktir þessar birtar hér á sfðunni. I lok þingsins bauð forseti ÍSÍ, Gísli Halldórsson og frú Margrét kona hans, þingfulltrúum til kvöld- verðar að Hótel Esju. Við það tæki- færi afhenti Óskar Ágústsson, for- maður H.S.Þ., gjafir frá héraðssam- böndum utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar til forseta og fram- kvæmdastjóra ÍSl, í tilefni sextugs afmælis þeirra fyrr í sumar. Voru gjafir þessar hátíðarplattar þjóð- hátíðanefndanna úti á landsbyggð- inni. GísK Halldórsson endurkjörinn forseti ÍSÍ 52. IÞRÓTTAÞING Iþróttasam- bands tslands var haldið I húsa- kynnum Slysavarnafélags Islands við Grandagarð dagana 7. og 8. september sl. Þingið var mjög fjöl- sótt og komu til þess 90 fulltrúar af þeim 100, sem eiga rétt til þingsetu. Meðal gesta þingsins voru Vilhjálm- ur Hjálmarsson, menntamálaráð- herra, sem ávarpaði þingið og bauð jafnframt til kvöldverðar I lok fyrri þingdagsins, og Hafsteinn Þorvalds- son, formaður Ungmennafélags Is- lands, sem einnig ávarpaði þingið. Þingforsetar voru kjörnir þeir Ulafar Þórðarsson og Einar Sæ- mundsson og þingritarar Hannes Þ. Sigurðsson og Torfi Steinþórsson. I upphafi þingsins minntist for- seti ISl, Frímanns Helgasonar, sem lézt nokkru eftir að sfðasta íþrótta- þing var haldið. Fór forseti viður- kenningarorðum um mikið og gott framlag Frímanns Helgasonar til íþróttahreyfingarinnar, sagði, að Gfsli Halldórsson, forseti ISt. hann hefði verið meðal þekktustu knattspyrnumanna landsins um langt árabil, hefði setið mörg ár í stjórn ISÍ og orðið meðal hinna fyrstu til þess að skrifa að staðaldri um íþróttir I dagblöð. Heiðruðu þingfulltrúar minningu Frímans Helgasonar með því að rísa úr sætum. Gísli Halldórsson flutti þessu næst ýtarlega setningarræðu og rakti gang ýmissa mála frá síðasta íþróttaþingi. Meðal þess, sem fram kom I ræðu hans var eftirfarandi: 1. Á síðastliðnum tveimur árum hefur virkum íþróttaiðkendum fjölgað um 12 þúsund og eru nú komnir yfir 50 þúsund. 2. Þessa aukningu má einkum rekja til árangurs trimmherferðar- innar undanfarin þrjú ár og ötuls starfs íþróttahreyfingarinnar víðs- vegar um landið. 3. Unnið hefur verið þrotlaust að þvi að fá aukinn fjárstyrk opinberra aðila til íþróttastarfsins. 4. Menntamálaráðuneytið hefur samþykkt samkvæmt tillögu ÍSl að skipa nefnd til að kanna fjárþörf og stöðu fþróttahreyfingarinnar í þjóð félaginu. 5. Eðlileg fjármögnun fþrótta- starfsins getur talizt: 30% frá við- komandi sveitarfélagi, 30% frá rík- inu og 40% frá félagsmönnum sjálf- um. 6. Nú er lokið að mestu stækkun íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal, sem bætir stórum starfsaðstöðu sér- sambandanna, sem nú eru orðin 15 innan ÍSl. 7. I framtíðinni þarf að stækka Iþróttamiðstöðina enn meira, ekki sfzt vegna væntanlegrar tilkomu Grunnskóla ISl. 8. Unnið hefur verið markvisst að íþróttaiðkunum fyrir fatlaða. 9. Margt bendir til þess að hætt verði að tala um áhugamenn og at- vinnumenn í íþróttum — aðeins um íþróttamenn. 10. Leggja þarf áherzlu á að ná til starfsfólks á vinnustöðum og í fyrir- tækjum til þess að auka enn á út- breiðslu íþróttanna. Samþykktir 52. íþróttaþings ÍSÍ Skattur sambandsfélaga Iþróttaþing ISÍ 1974 sam- þykkir, að skattur sambands- félaganna til Iþróttasambands íslands fyrir árin 1975 og 1976 verði krónur 10,00 í stað kr. 5,00 áður, á hvern félagsmann 16 ára og eldri. Um aukin fjárstuðn- ing Alþingis íþróttaþing ISI haldið í Reykjavík, 7.—8. september 1974 skorar á ríkisstjórn og Al- þingi að verða við umsókn Iþróttasambands Islands um aukna fjárveitingu á fjárlögum 1975, svo að sambandinu verði mögulegt að standa undir sfauknu og vaxandi starfi íþróttasamtakanna f landinu. Vfsar þingið. til bréfs og greinargerðar ISl til stjórn- valda varðandi þetta mál. Um fjármögnun íþrðttahreyfingarinnar Iþróttaþing ISl haldið í Reykjavfk 7. og 8. september 1974 telur eðlilegt, að eftir- greindir þrír aðilar beri kostn- að við íþróttastarfið í landinu: Ríkisvaldið 30%. Viðkomandi sveitarfélag 30%. Iþrótta- og ungmennafélög og héraðssambönd 40%. Skorar íþróttaþing á ríkis- valdið og sveitarstjórnir að samræma fjárstuðning sinn við framgreinda skiptingu. Um ferðakostnað fþrðttafðlks Iþróttaþing ISl haldið í Reykjavík 7. og 8. september 1974 samþykkir að fela nefnd þeirri, er kjörin var á sam- bandsráðsfundi 27. apríl 1974 til að athuga gerð heildar- samninga um ferðakostnað íþróttafólks hjá flugfélögum og ferðaskrifstofum, að halda áfram starfi sínu og leggja niðurstöður fyrir vorfund Sam- bandsráðs ISI 1975. Um slysatryggingu fþrðttamanna Iþróttaþingi ISl haldið 7. og 8. september 1974 skorar á hæstvirt Alþingi að samþykkja frumvarp til laga um breytingu á lögum almannatryggingar, sem tryggi íþróttamönnum, er slasast, sömu bætur og launþeg- um, sem slasast við vinnu sína. Um stærð og gerð íþrðttamannvirkja Iþróttaþing ISl haldið dag- ana 7. og 8. september 1974 samþykkir að beina þeim til- mælum til þeirra aðila innan menntamálaráðuneytisins og fulltrúa Sambands islenzkra sveitarfélaga, sem vinna nú að endurskoðun reglugerðar nr. 159/1969 um stofnkostnað skóla og breytingu á þeirri reglugerð frá maí 1972, að mið- svæðis íþróttahús og sundlaug- ar geti risið í hverju íþrótta- héraði af þeirri stærð, að þessi fþróttamannvirki geti veitt lög- lega aðstöðu fyrir sem flestar íþróttir, sem skólar, Iþrótta- og ungmennafélög og almenning- ur þurfa til íþróttaiðkana og keppni. Einnig að áhorfenda- svæði og fylgirými þeirra verði við hæfi. Ennfremur skorar þingið á sömu aðila að gæta þess, að i reglugerð sem unnið er að sam- kvæmt 9. grein íþróttalaga varðandi greiðsluþátttöku íþróttasjóðs f kostnaði iþrótta- mannvirkja íþrótta- og ung- mennafélaga, bæjar- og sveitar- félaga eða samtök þessara að- ila, að hundraðstöluleg þátttaka sjóðsins f kostnaði þeirra verði eigi lækkuð frá því, sem hún hefur verið áætluð að undan- förnu af íþróttanefnd ríkisins. I þessu sambandi fer þingið þess á leit við sömu aðila/ að hundraðstöluleg þátttaka í kostnaði við Iþróttavelli og golf- velli félaga verði 40%. Um grunnskóla ÍSÍ íþróttaþing ISÍ haldið 7. og 8. september 1974 felur fram- kvæmdastjórn ISl að hefja nú þegar kynningu á efni Grunn- skóla ISÍ. Verði stefnt að því, að héraðs- sambönd og sérsambönd hefji undirbúning að því að efna til leiðbeinandanámskeiða, þar sem kennsla færi fram sam- kvæmt nýútkomnu námsefni Grunnskólans. Fræðslunefnd ÍSÍ hafi yfir- umsjón með framkvæmd nám- skeiðanna. Um eflingu íþróttakennara- skóla tslands Iþróttaþing ÍSl haldið dagana 7.—8. september 1974 samþykkir að beina þeirri áskorun til menntamálaráðu- neytisins og Alþingis, að í fjár- lögum 1975 verði veitt fé til framhaldsframkvæmda við húsnæði og' velli Iþrótta- kennaraskóla Islands að Laugarvatni, svo að skólinn geti sem fyrst búið við þá að- stöðu til fþróttaiðkana og íbúða fyrir starfsfólk, sem eigi hamli starfsemi hans. Um hestamennsku íþróttaþing ISI haldið 7. og 8. september 1974 samþykkir að „reiðhestaíþróttir" verði að svo stöddu eigi skilgreindar í flokki þeirra iþrótta, sem átt ervið í 3. grein laga ISI og því verði inn- töku hestamannafélaga í héraðssambönd ISl frestað. Jafnframt samþykkir þingið að fela framkvæmdastjórn ISI að kynna málið stjórn Lands- sambands hestamanna og öðr- um viðkomandi aðilum og felur laganefnd ÍSl að gera tillögu um skilgreiningar á orðunum íþróttir og almannaíþróttir i sambandi við notkun þessara orða I lögum ISI. Um áfengismál Iþróttaþing ÍSl haldið 7. og 8. september 1974 beinir þeim eindregnu tilmælum til allra aðila íþróttahreyfingarinnar, að þeir beiti sér gegn áfengis- veitingum og áfengisneyzlu og sameinist þannig i baráttunni gegn áfengisbölinu. Iþróttaþing ISl haldið í Reykjavík dagana 7. og 8. september 1974 þakkar nýskipuðum menntamálaráð- herra lofsvert fordæmi hans að taka fyrir vinveitingar á sam- komum á vegum ráðuneytisins. Jafnframt skorar þingið á aðrar opinberar stofnanir að hafa áðurgreinda ákvörðun að for- dæmi. Um fþróttahátfð 1980. Með tilliti til markaðrar stefnu Iþróttaþings um, að íþróttasambandið skuli efna til íþróttahátíðar á 10 ára fresti, samþykkir Iþróttaþing ÍSl, 7. og 8. september 1974 að fela framkvæmdastjórn ÍSI að hefja nú þegar undirbúning iþróttahátiðar 1980. Um endurskoðun laga ÍSl Iþróttaþing ISI haldið 7. og 8. september 1974 samþykkir að kjósa fimm manna milliþinga- nefnd til að endurskoða lög Isl. Z Um árlegan fþróttadag Iþróttaþing ISI haldið í Reykjavfk dagana 7. og 8. september 1974 samþykkir, að ISl í samvinnu við UMFl efni til árlegs íþróttadags, er hafi þann tilgang að kynna starf fþróttahreyfingarinnar og örva þátttöku almennings í íþrótt- um. Um allsherjarmót barna og unglinga. Iþróttaþingi ISl haldið f Reykjavík dagana 7. og 8. sept. 1974 telur brýna nauðsyn á því að auka og skipuleggja þátttöku barna og unglinga í íþróttum og telur, að allsherjarmót bama- og unglinga geti orðið mikil- vægur þáttur i þessu efni. Þing- ið samþykkir að fela fram- kvæmdastjórn ÍSl að koma á samstarfsnefnd ISÍ, UMFÍ, fræðsluyfirvalda og ÍKFl, sem kanni mál þetta til hlítar og leggi niðurstöður fyrir 45. sam- bandsráðsfund ISl. Þingið heimilar Sambands- ráði ISI að taka ákvörðun um þetta mál. Um fþróttabókasafn Iþróttaþing ÍSl haldið 7. og 8. sept. 1974 felur framkvæmda- stjórn ÍSI að kanna möguleika á stofnun iþróttabókasafns, sem íþróttakennarar og fþrótta- áhugamenn hefðu greiðan að- gang að. Um fþróttaminjasafn Iþróttaþing ISl haldið dagana 7. og 8. sept. 1974 í Reykjavík telur, að stofna beri íþróttaminjasafn íþrótta- hreyfingarinnar og felur fram- kvæmdastjórninni að athuga alla möguleika á því. Um sjónvarpssendingar Iþróttaþing ISl haldið dagana 7. og 8. september 1974 samþykkir að beina þeirri áskorun til menntamálaráð- herra, að hann afnemi þær hömlur, sem eru á sýningum innlends íþróttaefnis í sjón- varpi, þar sem auglýsingar á iþróttavöllum og iþróttahúsum koma fram. Breyting á dóms- og refsiákvæðum ÍSÍ Þriðja grein í dóms- og refsi- ákvæðum ISÍ orðist svo: ,, A. Kærufrestur er einn mánuður frá þvi að atvik það, sem kært er, bar við eða ástandi lauk, ef um ástandsbrot er að ræða. Þó getur framkvæmda- stjórn ISI eða stjórn hlut- aðeigandi sérsambands gefið til þess leyfi, að dómstólar megi fjalla um málið, þótt lengra sé liðið en einn mánuður, ef stjórninni þykir sérstök ástæða til. B. Sé kærufrestur styttri í leikreglum hlutaðeigandi sér- greinar, gildir sá kærufrestur.. Um endurskoðun móta- og keppendareglna Iþróttaþing ISÍ haldið dagana 7. og 8. september 1974 samþykkir að beina tilmælum til framkvæmdastjórnar ISI, að hún láti endurskoða móta- og keppendareglur ISl varðandi félagsréttindi og félagskipti íþróttamanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.