Morgunblaðið - 03.10.1974, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.10.1974, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÖBER 1974 34 IR vann á loka- sprettinum Valsblaðið Hvað dansinn heitir sem Fylkismaðurinn og KR ingurinn stíga þarna, vitum við ekki, en alla vega er hann nýtízkulegur. Ljðsm. Mbl. RAX Tom B. Hansen hreinsaður af áburði um lyfjanotkun í Róm LEIKIR Víkings og IR hafa oftast verið jafnir og spennandi og leikur liðanna um 3. sætið I Reykjavfkurmótinu var engin undantekning. ÍR leiddi lengst af, en I sfðari hálfleik komust Vfkingarnir y'ir og höfðu yfir- höndina þegar 5 mfnútur voru til leiksloka. En þá urðu þeir fyrir þvf óláni að missa Sigfús Guð- mundsson útaf, það illa meiddan, að flytja þurfti hann á sjúkrahús. Við þetta fóru Víkingarnir úr jafnvægi og ÍR seig framúr og vann 20:19. Staðan í hálfleik var 10:9. Eins og fyrr segir voru iR-ingar lengst af yfir í þessum leik, sem var frekar slaklega leikinn af báðum liðum, of mikið um fum og vitleysur. Um miðjan seinni hálf- leik, þegar staðan var 15:13 fyrir IR, tóku Víkingarnir mikinn sprett, skoruðu fjögur mörk i röð og breyttu stöðunni i 17:15 sér i vil. Á næstu mínútum misstu Vík- ingar tvo menn útaf fyrir brot, IR jafnar 17:17, en Víkingur kemst aftur yfir með tveimur mörkum Einars Magnússonar, 19:17. IR skorar næsta mark, og þá gerðist óhappið með Sigfús, og IR náði að skora tvö siðustu mörkin í leikn- um. Mörk IR: Gunnlaugur 6, Vil- hjálmur 4 (3 v.), Brynjólfur 3, Sigtryggur 3, Hörður H. 2, Ölafur og Steinn Öfjörð eitt mark hvor. ÞAÐ féll i hlut KR og Fylkis að leika til úrslita um 7. sætið í Reykjavfkurmótinu, og eins og væiita mátti báru KR-ingar sígur úr býtum f þeirri viðureign, 22:16. Staðan f hálfleik var 13:6. Eins og af tölunum má lesa, var sigur KR aldrei í hættu, en mun- urinn er ekki eins mikill og ætla hefði mátt fyrirfram. Greinilegt er, að KR-ingar þurfa að taka verulega á ef þeir ætla sér að eiga möguleika í 1. deildarsætið næsta vor. Það verður við marga sterka andstæðinga að etja í deildinni í Mörk Víkings: Einar 11 (7 Viggó 4, Sigfús 2, Ólafur og Stefán eitt mark hvor. ÍR-ingum hefur ekki tekizt að sýna mjög sannfærandi leik sfðan í leiknum gegn Þrótti á dögunum. I þetta sinn vantaði nokkra menn i liðið, og aðrir hafa enn ekki komizt í fulla æfingu, t.d. Ágúst Svavarsson, og því má búast við iR-ingunum sterkum I vetur. I þetta sinn var Gunnlaugur mark- hæsti maður liðsins, en þess verður að geta, að hans var ákaf- lega illa gætt af Vfkingsvörninni. En hvað um það, Gunnlaugur var Valsblaðið 1974 er nýlega komið út, og eins og verið hefur undanfarin ár er þarna um að ræða eitt vandaðasta og fjöl- breyttasta blað, sem gefið er út af fþróttafélagi hérlendis. 1 ritstjórn blaðsins eru þeir Einar Björns- son, Gunnar Vagnsson, Sigurdór Sigurdórsson og Jón Karlsson, og taka þeir fyrir f blaðinu hina ýmsu þætti starfsemi Knatt- spyrnufélagsins Vals. Af efni blaðsins má nefna: Grein eftir Gfsla Sigurðsson, er nefnist: Kæru Valsmenn og annað fþróttafólk, grein um starf- vetur. Hilmar Björnsson var eins og í fyrri leikjum KR bezti maður liðsins, og hefði það jafnvel lent I neðsta sætinu ef hans hefði ekki notið við. Hjá Fylki áttu þeir nafnarnir Einar Einarsson og Einar Agústsson beztan leik. Markvörður liðsins vakti athygli, en hann varði m.a. 3 vítaköst. Mörk KR: Hilmar 7, Haukur 4, Jakob 3, Sigurður P. 3, Haraldur 2, Sfmon 2 og Hallur eitt mark. Mörk Fylkis: Einar E. 6, Einar Ág. 5, Sigurður Sig. 3, Ásbjörn og Stefán eitt mark hvor. góður I þessum leik, og auk hans vakti Sigtryggur Guðlaugsson athygli. Hann lék áður með Þór á Akureyri, og má fastlega búast við því, að hann verði ÍR-liðinu mikill styrkur. Víkingsliði hefur verið fremur slakt í Reykjavíkur- mótinu, enda munar um Guðjón og Pál Björgvinsson frá i fyrra. Páll mun hefja æfingar á næstu dögum eftir brot, sem hann hlaut i sumar, en Guðjón er sem kunn- ugt er genginn í Val. Beztu menn liðsins voru að þessu sinni Einar, Viggó og Sigfús. — SS. semi aðalstjórnar á árinu og greinar um starf hinna ýmsu deilda félagsins: Knattspyrnu- deild, handknattleiksdeild, körfu- knattleiksdeild og badminton- deild svo og viðtöl við formenn nefndra deilda. Sverrir Gestsson skrifar grein um Danmerkurferð 3. flokks f knattspyrnu, Jón H. Karlsson skrifar grein er nefnist: Endurminningar úr Spánarferð handknattleiksfólks; Afmælis- kveðjur eru til þekktra Vals- manna og minningargreinar um nokkra Valsmenn, sem létust á árinu. Ingi Hrafn skrifar viðtal við Y. Ilichev, þjálfara knatt- spyrnumanna Vals, er nefnist: „Eg Ifð mönnum ekki að hlffa sér á kostnað annarra leikmanna." Einar Björnsson skrifar grein er nefnist: Dansínn f kringum gull- kálfinn. Þórður Þorkelsson skrif- ar um Valsdaginn 1973, Sigurdór Sigurdórsson skrifar um Valsfjöl- skylduna, Jón H. Karlsson skrifar grein er nefnist: Konan á bak við Vaismanninn og kynnir þar eigin- konu Gunnsteins Skúlasonar. Rabbað er við fyrirliða f yngri aldursflokkum félagsins og er það Gunnar Vagnsson, sem skrifar þann þátt blaðsins. Sigtryggur Sigtryggsson skrifar grein um Leeds United og ýmislegt fleira efni er f blaðinu. SID — Sport Informations Dienst f Diisseldorf hefur nú beðið opin- berlega afsökunar á þeim ummæl- um sfnum, að Ifklegt sé, að danski hlauparinn Tom B. Hansen hafi notað örvandi lyf fyrir keppni sfna f úrslitum 1500 metra hlaups- ins á Evrópumeistaramótinu f Róm. HefurtalsmaðurSID.Max Danz, lýst þvf yfir, að þarna hafi verið um mistök að ræða, — Tom B. Hansen hafi ekki verið athug- aður eftir hlaupið, né neitt komið fram, sem bent gæti til þess, að hann hafi notað lyf. Danska frjálsfþróttasambandið hefur hins vegar ákveðið að krefj- ast rannsóknar á málinu, og hefur haft samband við Frjálsfþrótta- samband Evrópu, og óskað eftir þvf, að það taki málið upp. — Heiður Tom B. Hansens og framtfð hans sem hlaupara er f veði, sagði formaður frjáls- fþróttasambandsins, K. Lyhne Pedersen, nýlega f við- tali við fréttastofu Ritzau — og við erum ákveðnir að fylgja mál- Liverpool vann Ensku bikarmeistararnir, Liverpooi, sigruðu norsku bikar- meistarana, Strömgodset, f seinni leik liðanna f Evrópubikarkeppni hikarhafa með einu marki gegn engu, en leikurinn fór fram f Ósló f fyrrakvöld. Liverpool vann einnig fyrri leikinn og þá með 11 mörkum gegn engu. inu eftir, og krefjast skaðabóta frá SID, fyrir þessar tilhæfulausu aðdráttanir. Tom B. Hansen sjálfur er hins vegar þvf fylgjandi, að málið verði látið niður falla, segir, að þetta sé fremur hlægílegt en til þess að ergja sig yfir. — Ég hef að minnsta kosti hvorki tfma né áhuga á þvf að standa f slfkum málaferlum, sagði hann. Enska knatt- spyrnan I fyrrakvöld fóru fram nokkrir leikir f 3. deildar keppninni f knattspyrnu f Englandi og urðu úrslit þeirra þessi: Bury — Preston 2—0 Charlton — Tranmere 3—3 Crystal Palace — Grimsby 3—0 Plymouth — Huddersfield 2—0 Walsall — Brighton 6—0 Þá fór einnig fram undanúr- slitaleikur Texakóbikarkeppn- innar og þar sigraði Southampton skozka liðið Glasgow Rangers með tveimur mörkum gegn engu. Fyrri leik liðanna vann South- ampton einnig, 3—1, og kemst þvf f úrslitin. Ur leik IR og Vfkings um þriðja sætið f Reykjavfkurmótinu. Einar Magnússon skorar þarna eitt af ellefu mörkum sfnum í leiknum. Aðrir á myndinni eru þeir Hörður Hákonarson, Sigtryggur Guðiaugsson, Olafur Tómasson, og Jens G. Einarsson markvörður iR-inga. KR hlaut 7. sætið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.