Morgunblaðið - 03.10.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.10.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTOBER 1974 3 Jökuldalur og Jökulárhlíð: Fé fennt af flestum bæium og f arið ofan í Tófan ræðst á fennt fé BÆNDUR í Jökuldalnum, Jökulsárhlíð og fleiri stöð- um á Austurlandi hafa átt í miklum erfiðleikum sið- ustu daga með fé sitt vegna illviðris, sem skall á, áður en bændur voru yfirleitt búnir að smala fé sínu af fjöllum. Fannfergi er nú víða á þessu svæði og vitað er, að fé hefur farizt af flestum bæjum, þótt ekki liggi fyrir enn þá, hve - Rabbað við bændur margt fé hefur farizt eða hve tjónið er mikið. Við höfðum samband við nokkra bændur á þessu svæói í gær og simastúlk- una á Fossvöllum til að leita frétta af stöðunni. „Bændur vantar allt að 100 lömb“. Víkingur Glslason á Arnórs- stöðum I Jökulsárdal sagði, að ekki væri búið að húsa féð, sem rekið hefur verið niður f dalinn undanfarna daga og því væri ekki vitað, hve margt fé vantaði. ,,Það hefur þó fundizt nokkuð af fé“, sagði hann, „sem farið hefur ofanf og einnig fé, sem hefur fennt. Það hefur víða flætt yfir árbakka og víða við ár sjást spor klakkar og ferill og talsvert er af ófundnu fé. Smölun hefur staðið yfir síðustu fjóra daga. Fyrsta daginn var algjört illviðri, en í dag er hér sólskin, en engin hláka. Það viknar varla á snjóinn, en í nótt var hér 10 stiga frost. Það er vitað, að suma bændur hér vantar um 100 lömb, en eitthvað af því á nú eftir að koma til skila, þegar smölun lýkur“. „Dró lömb upp úr bæjar- læknum“. Geir Stefánsson bóndi á Sleðbrjót i Jökulsárhlfð sagði, að það hefði gengið á ýmsu síðustu daga. „Hérna í Úthlíðinni", sagði hann, „er hálka og gaddur um alla byggð og Ketilsstaðabóndinn, sem gekk á fjöll í gær, sagði, að það væri afleitt að komast um vegna mikils harðfennis og hálku. Hér um slóðir fórst dálítið af fé I óveðrinu fyrir síðustu helgi, en niðurstaðan af tjóni og fjárdauða liggur ekki fyrir, fyrr en hlánar. Hér er allt hulið snjó og fé hefur vfða fundizt í fönnum. Tófa hefur á nokkrum stöðum grafið sig nið- ur á féð. Ketilsstaðabóndinn dró til dæmis 10 lömb upp úr læk rétt við bæinn hjá sér og fé fann hann í fönn, sem töfa hafði grafið sig niður á. Tíðarfar hér um slóðir hefur verið afleitt undanfarnar vikur og heyskapartíð afar slæm. Vfða eru hey úti enn þá og víst er, að fé hefur farizt á hverjum ein- asta bæ“. „Víða sem ekki var búið að smala“. Aðalsteinn Aðalsteinsson bóndi á Vaðbrekku f Jökuldal sagðist nú hafa lítið að segja í þessu efni, þar sem hann hefði verið búinn að smala, þegar hretið skall á og meira segja vera búinn að lóga lömbum. „En allt mitt fullorðna fé,“ sagði hann, „er nú heima í túni. Það var búið að smala aust- an við ána, þegar á skall, en féð er smátt og smátt að færast heim núna hér á svæðinu öllu. í dag átti safnið að komast að Brú, það er féð af Brúardölum, en ljóst er, að flestir hafa misst eitthvað af fé. Það er þó sízt hér hjá okkur, en ein og ein getur þó hafa hrokk- ið. Þessi ofsi skall einnig yfir á Austurfjöllunum og það var vfðar en hér, sem ekki var búið að smala“. „Tófa ræðst á fennt fé“ Ragnheiður Ragnarsdóttir á símstöðinni að Fossvöllum sagði, að veður væri ágætt, „Það er snjó- laust hjá okkur í dag á láglendi, en beggja vegna hérna við okkur var veðrið alveg brjálað. Á Laxár- dalnum í landi Fossvalla fundu menn 10 dauðar kindur strax eftir óveðrið og síðan hefur það fundizt bæði lifandi og dautt. Ekkert er vitað enn þá, hvað margt hefur orðið úti, þvi allar ár og pyttir eru fullir af krapa og snjó og þvi hefur slétt af, þannig að ekki er hægt að vita, hvort fé er undir. Mikið hefur verið um það, að tófa hafi grafið sig niður á fé og orðið hefur að deyða fé, sem tófa var búin að ráðast á og særa. Annars er gott hljóð hér f fólki, það þýðir ekkert annað. Fólk er farið að venjast þessari ótíð, en hér hefur verið afskaplega leiðinlegt veður og erfitt með heyskap. Það hefur verið svo vætusamt, að varla hef- ur komið þurr dagur sfðan i ágúst- byrjun. Þá var það nú ekki til að bæta úr, að í óveðrinu brotnaði mikið af rafmagnsstaurum og hér hefur verið meira og minna raf- magnslaust í Jökuldalnum, Hlíð- inni og Tungunni í 4 daga“. Frægur útvarps- og sjón- varpsmaður í heimsókn t næstu viku er Lowell Thomas, einn frægasti útvarps- og sjónvarpsmaður Bandarikj- anna, væntanlegur til tslands 1 boði Islenzka-amerfska félags- ins. Lowell Thomas er ekki aðeins kunnur útvarpsmaður, heldur er hann einnig þekktur rithöfundur, landkönnuður og kvikmyndagerðarmaður. Lowell Thomas er maðurinn, sem gerði Arabfu Lawrence heimsfrægan f fyrri heims- styrjöldinni, en fyrir nokkrum árum var gerð vinsæl kvik- mynd um manninn og hét hún „Lawrence of Arabia". Lawrence var brezkur forn- leifafræðingur, sem varð einn af herforingjum Araba í styrjöldinni gegn Tyrkjum í fyrri heimsstyrjöldinni f Mið- austurlöndum. Lowell Thomas hefur haft daglegan útvarpsþátt í Banda- rikjunum í tæplega 45 ár og hefur mjög sjaldan misst dag úr, helzt þegar hann hefur ver- ið staddur á afskekktum stöð- um, þaðan sem ekki hefur verið hægt að útvarpa. Hann hefur skrifað 50 bækur um ferðalög sín, menn og málefni. Auk þess hefur hann gert nokkrar fræg- ar kvikmyndir, eins og t.d. cinerama-myndina „Seven Wonders of the World" og um árabil gerði hann fyrir CBS- sjónvarpsfyrirtækið ferðaþætti sem hétu „High Adventure". Thomas hefur heimsótt flest öll ríki heimsins í starfi sinu og var t.d. fyrsti hviti maðurinn, sem fékk að heimsækja Tíbet á þessari öld. Hann er fæddur árið 1892 í Bandaríkjunum og skilar enn fullum starfsdegi og ferðast að staðaldri. Ævintýri hans hófust strax I æsku, en hann var alinn upp á hinu fræga „Cripple Creek“ gull- grafarasvæði I Klettafjöllun- um, meðan gullæðið stóð enn í blóma. Hingað kemur Thomas til þess að flytja ávarp á skemmtunum Islenzka- ameríska félagsins á Hótel Loftleiðum laugardagskvöldið 12. október n.k. Með honum kemur vinur hans, A. H. Motley, sem gefur út vikuritið Parade Magazine, sem er sunnudagsfylgirit 180 dagblaða i Bandaríkjunum og er gefið út í 17 milljónum eintaka. Þetta er önnur heimsókn Lowells Thomas til Islands, en hann gerði nokkra útvarps- þætti hér um skákeinvigi Fichers og Spasskys, en nú vill hann heimsækja Vestmanna- eyjar og safna efni þar í sína vinsælu útvarpsþætti, sem út- varpað er um öll Bandaríkin. Ráðinn aðstoðar armaður sjávar- útvegsráðherra EINAR B. Ingvarsson, aðstoð- armaður bankastjóra Lands- banka Islands hefur nú verið ráðinn aðstoðarmaður Matt- hfasar Bjarnasonar, sjávarút- vegs-, heilbrigðis- og trygging- aráðherra. Hann mun starfa f öllum þessum ráðuneytum. Einar er fæddur i Reykjavik árið 1920 og er þvi 54 ára gamall. Hann hóf starf hjá Landsbanka Islands árið 1941 og hefur starfað þar óslitið síðan, þar af hefur hann verið útibússtjóri Landsbanka Is- lands á Isafirði í 17 ár. Undan- farið hefur Einar verið að- stoðarmaður bankastjóra Landsbankans í Reykjavik og hefur einkum sinnt sjávarút- vegs- og skipulagsmálum. Hreðavatn: Stórtjón af bruna í vöru- flutningabíl STÓR flutningabíll frá Blöndu- ósi skemmdist talsvert, þegar eldur kom upp f honum í fyrra- kvöld, þar sem hann stóð á hlað- inu við Hreðarvatnsskála. Feikna mikið tjón varð á vam- ingi, sem var í bílnum. Við hringdum i Leopold f Hreðar- vatnsskála í gær og leituðum frétta. Hann sagði, að bíllinn hefði verið með margs konar nauðsynjavörur, garn til Polar- prjóns, bildekk, fóður fyrir menn og skeppnur og eitt og annað. „Þetta skeði á 12. tíman- um“, sagði Leopold," Bílnum sjálfum varbjargað, en pallhús- ið skemmdist mikið að innan. Unnt reyndist að slökkva eld- inn með því að troða kyrfilega í allar rifur, þannig að eldurinn kafnaði. Tæp klukkustund leið þar til slökkvilið kom á vett- vang. Mögulegt er, að kviknað hafi í út frá rafmagni, mest af varningnum ergjöfónýtur. Bíll- inn hélt áfram norður í nótt“. Nýr bæjar- stjóri ráðinn Akranesi 2.10. Á BÆJARSTJÖRNARFUNDI þann 27. sept. var Magnús Oddsson, sem hefur verið hér rafveitustjóri, kjörinn bæjar- stjóri með 5 atkvæðum af 9. Gylfi Isaksson, sem gegndi bæjarstjórastörfum hér í 4 ár, hætti þann 1. sept. s.l., en þá var ráðningartími hans útrunn- inn. — Júlfus Egilsstaðir: Malbikaði yfir grasið til að losna við slátt Egilsstöðum 2.10. FYRIR i skömmu var verið að malbika götur hér og þegar malbikunarvélin átti leið um eina götuna, fékk fbúi við hana Ihugmynd, sem hann dreif f að framlkvæma. Þannig Var mál með vexti, að eiginkonan hafði verið fjarverantíi um skeið, en húsbóndinn hafði ætlað að slá blettinin á meðan og hafa hann finan, þegar konan kæmi heim. Eiginmanninum leizt hins vegar svo vel á malbikið, að hann lét malbika allan blettinn og þannig var hann, þegar konan koml heim. Eiginkonan mun þvf aldred komast að þvf, hvort edginmaðurinn sló blettinn, þvf grasið er kyrfilega falið þar undir. — Hákon. 25 ára afmælis alþýðulýðveld- isins minnst á Islandi 1 fyrradag voru liðin 25 ár frá valdatöku kommúnista f Kfna undir stjórn Maó Tse-tung. Afmælisins var minnzt vfða f Kfna og erlendis höfðu sendi- fulltrúar Kfna boð inni fyrir gesti. Á Islandi hafði kfnverski sendiherrann f Reykjavfk. Chen Tung, boð inni á mánu- dags- og þriðjudagskvöid f sendiráði Kfnverska alþýðulýð- veldisins við Vfðimel. Þangað komu sendimenn erlendra ríkja á tslandi, ráðherrar og fleiri gestir. GÓÐUR ÞORSK UR Á LÍNUNA Siglufirði 2. október. AFLI línubáta hefur glæðzt mjög vérulega sfðustu daga og hafa þeir verið með upp í 7,5 tonn af ágætis þorski. Hver bátur rær með 40—43 dalla og sótt er á Skagagrunnið og vest- ur undir Dranga. Matthfas. Brunaverðir þinga áHöfn Höfn 2. okt. UM NÆSTU helgi verður haldin hér ráðstefna bruna- varða af öllu landinu. M.a. verða sýnd á ráðstefnunni björgunartæki, sem f.vrirtækið Björgunartækni hf. flytur inn, t.d. atgeir, sem notaður er til að komast inn f bflflök og nýr út- búnaður til að taka upp alvar- lega slasaða menn. Búizt er við þvf, að brunaverðir f jölmenni á þingið. — Elías.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.