Morgunblaðið - 03.10.1974, Síða 7

Morgunblaðið - 03.10.1974, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1974 Rétt matarœði, betra og lengra líf Nóbelsverðlaunahafinn Linus Pauling telur að með réttu mataræði og auka- skömmtum af vítamíni sé unnt að hækka meðalaldur manna um 20 ár. Og því fyrr, sem rétt mataræði er tekið upp, þeim mun meiri verða áhrifin á meðalaldur- inn. Pauling er nú að hefja áróðursherferð gegn því, sem hann nefnir úrelt sjónar- mið fjölmargra lækna og vís- indamanna'. Dr. Linus Pauling. Pauling lofar ekki aðeins lengra lífi, heldur einnig betra. Hann komst svo að orði nýlega: „Forðist sykur, -forðist sætan ábæti (nema þegar þið eruð gestir hjá öðr- um), varizt að kaupa mat- væli, sem innihalda sykur, takið ríflegan skammt af víta- míni, hættið að reykja sígarettur, og líf ykkar verður lengra og hamingjurikara." Pauling er 73 ára, og ætti að vita um hvað hann er að tala. En hvað um visindalegar sannanir? Pauling er mjög sannfær- un. Og það er alveg rétt. C-vítamín stuðlar meðal annars að bættri vefjamynd- un í líkamanum, en sýking leiðir meðal annars til vefja- skemmda, og því lengur, sem skemmdirnar vara, þeim mun langærri eru veikindin. Það liggur því í augum uppi að allt, sem bætir vefjamynd- unina leiðir til styttingar veik- indanna. Auk þessa er C-vitamín nauðsynlegur liður í varnar- kerfi líkamans, ónæmiskerf- inu. Hermenn þessa varnar- kerfis eru örsmáar frumur, ekki, og árangurinn er sá að við fáum öll of lítið af þessari nauðsynlegu fæðu. Ef við ekki viljum eyða tímanum í að háma í okkur hráa ávexti eins og frændur okkar aparn- ir, verðum við að leita í meðalaglösin til að fá nægi- legt magn af C-vítamíni. E-vítamín er að sögn Paul- ings annað efni, sem mjög hefur verið vanmetið Vísindarannsóknir í Svíþjóð og Kanada hafa sýnt fram á að þetta vítamín hefur afar mikil og óvænt bætandi áhrif á blóðrásina um æðakerfi líkamans. Það er að sjálf- sögðu mjög þýðingarmikið að blóðrásin sé ör, því ella geta myndast blóðtappar, sem geta verið banvænir í hjarta, lungum og heila. Það er ekki nóg að taka aukaskammta af C- og E-víta mínum, það ber einnig að varast sykur. Brezki vísinda- maðurinn John Yudkin prófessor sýndi fram á það að mikil sykurneyzla eykur hættuna á ýmsum hjartasjúk- dómum. Hafa bandarískir foram world features Eftir dr. Roger Lewin andi á þessu sviði. Það sem hann hefur mestan áhuga á er að sjálfsögðu C-vítamín. Bendir Pauling á að æ fleiri vísindalegar rannsóknir leiði til þeirrar ályktunar að C-víta min geti komið í veg fyrir kvef, ef skammturinn er nógu stór. Hann leggur til að daglega séu tekin tvö til þrjú grömm af þessu vítamíni, en sá sem finnur sig vera að kvefast ætti að auka skammt- inn upp í sex til átta grömm. Það verkar. Berið þetta svo saman við það að venjulega er mælt með 60 milligramma skammti — eða 50 sinnum minna magni en í skammti Paulings. Það lengir ekki lífið, þótt komið sé í veg fyrir kvef. Því heldur Pauling ekki fram. En sú staðreynd að C-vítamín getur bugað kvefveiruna, bendir til þess að það geti aukið mótstöðuna gegn smit- sem ferðast um líkamann í leit að innrásarsýklum og veirum, og útrýma þeim. Þessar herskáu frumur eru fullar af C-vítamíni — þær eru hreinlega óstarfhæfar án þess, og ráða ekki við sýkl- ana. Það er því nauðsynlegt að sjá líkamanum fyir nægi- legu magni af C-vítamíni svo að varnarkerfið starfi sem bezt. Pauling reiknaði út þarfir mannslíkamans fyrir C-víta- mín með þvi að kanna líf forfeðra okkar fyrir 25 milljónum ára. Þessar frum- verur bjuggu við hitabeltisað- stæður, snæddu ávexti og ekki kjöt, og nutu sólarinnar. Þetta mataræði þeirra — hráir ávextir og laufblöð — gaf þeim um 10 grömm af C-vítamíni á dag. Eftir því sem á leið og maðurinn þróaðist, breyttust venjur hans, og hann varð kjötæta. Vítamínsþörfin minnkaði þó visindamenn staðfest þessa kenningu. Það væri því vingjarnlegra gagnvart gest- um ykkar að bjóða þeim ekki sætan ábæti. Það er heldur ekki svo slæmt þegar hugsað er til þess að sykurskortur ríkir í heiminum í dag. Reykingar eru annar ávani, sem að sjálfsögðu verður að leggja á hilluna. Fimmtugur maður, sem reyk- ir 20 sígarettur á dag tvöfald- ar hættuna á því að deyja úr hjartasjúkdómi. 40 sígarettur á dag fjórfalda hættuna. Eitt er það enn, sem reykingar gera, og ekki hefur verið haldið á loft, en það er að þær draga úr C-vítamínmagn inu í varnarfrumunum. Það leiðir svo auðvitað til meiri sýkingarhættu. Hvernig sem á það er litið eru reykingar hættulegar. Þetta er uppskrift Paulings að auknu llkamsþreki og lífs- orku. 7 Aðstoða fyrirtæki eða einstaklinga við ensk- ar bréfaskriftir og þýðingar. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Góð viðskipti — 9597". Keflavík — Njarðvík Höfum kaupanda að nýrri eða ný- legri ibúð i.tvibýlishúsi eða góðu einbýlishúsi. Útb. 2,5 til 3 millj. Fasteignasalan Hafnargötu 27, simi 1420. Keflavik Til sölu mjög vel með farin 3ja til 4ra herb. risíbúð við Hátún. Laus strax. Fasteignasalan Hafnargötu 2 7, slmi 1420. Gullarmbandsúr karlmanns tapaðist sl. þriðjudag í austurbænum. Skilvis finnandi geri aðvart í sima 16388 eða 11043 gegn góðum fundar- launum. Konur eða kona óskast til að gæta 2 drengja kl. 1 2.00 — 16.00 á daginn 4 daga í viku. Annar i ísaksskóla hinn i Álfta- borg. Einnig gæti komið til greina að fá (eldri) konu heim. U.ppl i s. 36936. Vefnaður Get bætt við nemendum á dag- námskeið. Bindifræði verður kennd eitt kvöld í viku. Agnes Oavíðsson. Sími 33499. 3ja — 4ra herb. íbúð óskast til leigu i Keflavik. Vinsamlegast hringið i síma 92- 3176. Akranes Til sölu 3ja herb. ibúð á jarðhæð. Getur verið laus fljótlega. Upplýs- ingar i síma 1 389. Óska eftir að taka á leigu 2ja herb. Ibúð. Fyrirframgreiðsla, ef óskað er. Uppl. í sima 43202 eftir kl. 19 e.h. Vantar herbergi eða litla ibúð strax. Upplýsingar Hótel Esju, herbergi 502 milli kl. 11 og 1 2 eða 5 og 7. 22 ára máladeildarstúdína með vélritunarkunnáttu óskar eftir vel launuðu starfi. Upplýsingar i sima 201 70. Túnþökusala Túnþökur til sölu. Heimkeyrt. Upplýsingar i sima 71464 og 41896. Prjónakonur takið eftir Kaupum lopapeysur sérstaklega dekkri liti. Seljum þriþættan Ijpa. Móttaka 1 —3. Unex, Aðalstræti 9. Sjálfvirk saumavél til sölu. Uppl. i sima 321 97. Stúlka vön afgreiðslustörfum óskast. Uppl. á staðnum, ekki i sima, frá kl. 10—4 e.h. Sælacafé, Brautarholti 22. Til sölu Bronco árg. '74 ekinn 3.700 km. Hagstætt verð. Simi 97-8377. kl. 1 2—1 og eftir kl. 7. Til leigu 4ra herb. íbúð á hæð í Hlíðarhverfi. Tilboð er greini fjölskyldustærð sendist Mbl. fyrir 8 þ.m. merkt: 9598. Sérhæð í tvíbýlishúsi Góð sérhæð í tvíbýlishúsi í Njarðvíkum er til sölu. Hæðinni fylgir stórt óinnréttað ris og bílskúr. Laus strax. Lítið áhvílandi. Garðar Garðarsson lögmaður, Tjarnargötu 3, Keflavík, sími 1 733. Hafnarfjörður — Krókahraun. Glæsileg 4ra til 5 herb. íbúð á efri hæð í keðjusambýlishúsi. Bílskúr. íbúðin er mjög vönduð. Góðir greiðsluskilmálar og hagkvæmt ver^ Árni Grétar Finnsson hrl, Strandgötu 25, Hafnarfirði, sími 51 500. íbúð — Vesturbær Vorum að fá til sölu fallega 3ja herb. íbúð á efstu hæð í blokk við Hjarðarhaga. SKIP& FASTEIGNIR SKULAGÖTU 63 - © 21735 & 21955

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.