Morgunblaðið - 10.10.1974, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1974
Á SÍÐARI árum hefur töluvert verið
flutt út af fslenzkuin hestum til landa f
Vestur-Evrðpu. Hafa þessir hestar verið
notaðir þar til frfstundaiðju og eiga
miklum vinsældum að fagna. Nokkuð
hefur þó dregið úr útflutningi hrossa
vegna versnandi efnahags íbúa í V-
Evrðpu f kjölfar oifukreppunnar. A
erlendri grund á fsienzki hesturinn f
harðri samkeppni við ýmsa erlenda smá-
hesta og þá sérstaklega Haflingerhest-
inn frá Austurrfki. Hestur þessi er
fallegri en fslenzki hesturinn, en ekki
eins skapgðður og fjölhæfur. Nauðsyn-
legt er vegna áframhaldandi sölu að
kynna fslenzka hestinn erlendis og eru
landbúnaðarsýningar þar einn helzti
vettvangurinn.
Island
þátttakandi
í þýzku
landbúnaðar
sýningunni
DLG
íslenzki
hesturinn
kynntur
æfinga. Knaparnir voru allir
klæddir eins I svörtum reiðstíg-
vélum, hvítum reiðbuxum og
bláum jökkum með rauða vasa-
klúta og átti búningur þessi að
minna á fánaliti tslands. En bún-
ingur þessi er samskonar og bún-
ingur Félags tamningarmanna.
Lögð var rík áherzla á að gera
fslenzku deildina sem mest fræð-
andi og lifandi. Voru alltaf ein-
hverjir I deildinni til að veita
upplýsingar. Þá var dreift nýjum
bæklingi, sem gerður var af þessu
tilefni. Bæklingur þessi er 12
sfður og er þar stutt kynning á
fslenzka hestinum, auk þess prýða
bæklinginn 19 myndir af hestum,
flestar í lit, teknar af okkar beztu
hestaljósmyndurum. Einnig var
dreift einföldu prentuðu dreifi-
bréfi með nokkuð ýtarlegum upp-
lýsingum um fslenzka hestinn og
möguleikana á að eignast þá, verð
og fl.
I sýningardeildinni var einnig
sýnd í fyrsta sinn ný 12 mínútna
fslenzk kvikmynd um fslenzka
hestinn. Heiti myndarinnar er
Tölt, mynd þessa gerðu þeir Ernst
Káttler, Þrándur Thoroddsen o.fl.
Framleiðandi myndarinnar er
Volker Ledermann. Mynd þessi
vakti mikla athygli. Myndin sýnir
hestinn úti í nátturunni, tamn-
ingu hans og meðferð. Gangteg-
undirnar er eru sérstaklega
skýrðar, gerð grein fyrir lit hest-
anna og sýnd reiðmennska í fs-
lenzku landslagi. Meðal hesta,
sem stóru hlutverki gegna f
myndinni, eru Dagur Sigur-
bjarnar Eiríkssonar og Núpur
Sigurfinns Þorsteinssonar, en
hann stóð efstur af alhliða gæð-
ingum á Landsmóti hestamanna á
Vindheimamelum f sunar.
Allt þetta varð til þess að draga
athygli að fslenzku sýningardeild-
inni, en hún var við hliðina á
deild Austurrfkis, þar sem sýndur
var Haflingarhesturinn og á móti
deild Breta, sem sýndu Wales-
hestinn.
Dagana 15. til 22. september s.l.
var haldin í Frankfurt í VÞýzka-
landi þýzka landbúnaðarsýningin
DLG. DLG sýningin er haldin
annað hvert ár og er ein alstærsta
landbúnaðarsýning, sem fram fer
í Evrópu. Þar eru sýndar þær
tækninýjungar, sem fram koma í
landbúnaði auk gripa bæði þýzkra
og innfluttra. Sagt er, að árið eftir
hverja sýningu sé mjög gott með
tilliti til markaðar og stefna t.d.
allir vélaframleiðendur að því að
sýna ný tæki á þessari sýningu.
Sýningin er haldin á vegum
félaga bænda og til skiptis f stór-
borgum V-Þýzkalands.
Á s.l. vetri var ákveðið að kynna
fslenzka hestinn á þessari sýn-
ingu. Þátttöku þessa kostuðu
Samband fslenzkra samvinnu-
félaga, Búnaðarfélag íslands og
landbúnaðarráðuneytið, en Sam-
bandið annaðist framkvæmdina
og kynnti íslenzka hestinn í vand-
aðri sýningardeild. Fengnir voru
sex íslenzkir úrvalshestar, sem
allir utan einn eru í eigu þýzkra
hesataeigenda. Allir hafa þessir
hestar vakið athygli á mótum
bæði hér heima og sérstaklega
erlendis. Hestarnir voru sem áður
sagði sýndir f sérstakri sýningar-
deild um 50 fm að stærð. Þar voru
þeir hafðir á básum, en að auki
var þeim riðið um sýningarsvæðið
og geta þeirra og hæfni sýnd í
sérstakri dagskrá í stórri reiðhöll,
„Der grosse ring“, en þar rúmast
5 til 7000 manns í sæti.
Dagskrá þessi var daglega og
suma dagana voru hestarnir
sýndir tvisvar vegna mikils
áhuga, sem fram kom hjá sýn-
ingarstjórn og áhorfendum. Upp-
haflega var ráðgert, að íslenzku
hestamir yrðu sýndir með öðrum
hestum eins og norska fjarðar-
hestinum, Skotlandshestinum,
Haflingerhestinum frá Austur-
riki o.fl. hestum. En þegar sýnt
var, að íslenzku hestamir og
knapar þeirra höfðu annað og
meira að sýna, voru íslenzku hest-
arnir teknir útúr og fengu sér-
stakan sýningartfma. Voru það
einkum tvö atriði, sem settu mjög
svip á sýningu fslenzku hestanna,
en annað var að knöpunum tókst
að halda samfelldri spennu í dag-
skráratriðinu allt til enda og hitt
var að sýningin var mjög fræð-
andi. Þegar hestamir voru sýndir,
var leikin sérstök tónlist og þulur,
Volker Ledermann, kynnti
hestana og eiginleika
þeirra. Islenzku hestarnir, sem
sýndir voru, og knapar þeirra
voru:
1) Dagur frá Núpum, eigandi
hans er Sigurbjörn Eiríksson.
Knapi á Degi var Reynir Aðal-
steinsson, tamningamaður, sem
nú býr á Sigmundarstöðum f
Borgarfirði.
2) Stóðhesturinn Hrappur frá
Garðsauka, en hann er 16 vetra.
Eigandi og knapi var frú Ullu
Becker.
3) Hreinn frá Gullberastöðum,
Þýzkalandsmeistari í skeiði.
Knapi hans var Bruno Podlech.
4) Ljósi frá Kiel (StóraLamb-
haga), eigandi og knapi Susanne
Ströch.
5) Stjarna frá Bóndhól, eigandi
og knapi Ottmar Glardon, en
hann býr með. hesta sína á eyj-
unni Spikeroog f Norðursjó. Hjá
honum hefur Dagur frá Núpum
verið í fóðri og þjálfun.
6) Freyr frá önundarhorni, en
knapi hans var Karl Heinz
Kessler. Einnig var Pétur
Behrens tamningamaður í
Keldnaholti með á mörgum sýn-
ingum. Hestarnir voru sýndir
allir sex saman nema hvað Ljósi
veiktist og var ekki með sfðustu
dagana.
í sýningunni í reiðhöllinni voru
gangtegundirnar tölt og skeið sér-
staklega sýndar og hraði og
snerpa hestanna auk hlýðni-
Islenzku hestarnir voru sýndir
á opnum básum, þar sem fólk gat
virt þá fyrir sér og strokið þeim,
en t.d. Haflingerhestarnir,
arabfsku hestarnir og fleiri er-
lendir hestar voru sýndir í ramm-
gerðum járnbúrum, þannig að
vart var hægt að skoða þá.
Halldór E. Sigurðsson landbún-
aðarráðherra var viðstaddur
opnun sýningarinnar í boði sýn-
ingarstjórnarinnar. 1 för með ráð-
herra var Sveinbjörn Dagfinns-
son ráðuneytisstjóri í landbún-
aðarráðuneytinu. Halldór heim-
sótti fslenzku deildina og var m.a.
boðinn í heimsókn til Karl Heinz
Kessler á búgarð hans GestUt
Schellemúhle Aschaffenburg og
brá hann sér þar á bak einum
hesta Kesslers, en Kessler er einn
Hestunum riðið um sýningarsvæðið. Stóra sýningarhöllin f baksýn. A myndinni eru f.v. Bruno Podlech á Hreini, UIlu Becker á Hrappi,
Reynir Aðalsteinsson á Degi, Karl Heinz Kessler á Frey og Pétur Behrens á Stjörnu.