Morgunblaðið - 10.10.1974, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1974
11
Hestamir á básnum I sýningardeildinni. Talið f.v. Hreinn, Stjarna og folald hennar og Islenzku sýningardeiidina prýddi áletrunin Island pferde eða tslenzki hesturinn. A
Dagur. myndinni eru talið f.v. Susanne Huth, Reynir Aðalsteinsson og Bruno Podlech.
athafnasamasti aðilinn erlendis,
sem kynnir og selur fslenzka
hesta. A hann marga íslenzka
hesta. Jörð hans býður upp á
mjög góða útreiðarmöguleika,
reiðbrautir og tamningargerði.
Þarna hefur hann einnig stórt og
glæsilegt hesthús. Jörð hans er í
útjaðri borgarinnar Aschaffen-
burg og liggur að skógi vöxnum
hæðum og hæðardrögum.
I tilefni sýningarinnar og af
komu Halldórs bauð umboðs-
maður Sambandsins í Hamburg,
Böðvar Valgeirsson, til kvöld-
verðar og voru þar samankomnir
um 30 gestir, Islendingar og Þjóð-
verjar, m.a. margir helztu for-
ustumenn í kynningu og sölu ís-
lenzka hestsins.
Að sögn Sveinbjörns Dagfinns-
sonar var sýning þessi mjög fjöl-
breytileg og fræðandi, og varði
ráðherra þremur dögum til að
kynna sér sýninguna.
Um fslenzku deildina sagði
Sveinbjörn: „Þetta voru fallegir
hestar og ekki skemmdi það fyrir
hversu skemmtilega knaparnir
voru klæddir. Það var áberandi,
að þegar fslenzku hestarnir voru
sýndir, fengu þeir langmesta
klappið. Þetta var mjög góð
auglýsing fyrir íslenzka hestinn.
Sýning fslenzku hestanna vakti
athygli víðar en innan sýningar-
innar. tslenzku hestarnir voru
sýndir í fréttatfma sjónvarpsins
og s-þýzka útvarpið tók lnagt
viðtal við Gunnar Bjarnason og
íT
.0)
RAFEINDA-
REIKNIVÉLAR
á [tá(si
[ lifiiiimiiiniiiuim
Tveggja teljara-prósentureikningur, stórar
greinilegar tölur, konstant, auka stafir Ó — 9,
Rúnnar af upp og niður.
Miimiiiimmim \
Mjög fyrirferðarlítil, margfaldar, deilir,
leggursaman, og dregurfrá, konstant.
LEITIÐ NÁIMARI UPPLÝSINGA.
KJARANhf
skrifstofuvélar & -verkstæði Tryggvagötu 8, simi 24140
Volker Ledermann, þar sem gang-
eiginleikar fslenzka hestsins voru
sérstaklega ræddir.
Um útlit sýningardeildarinnar
og gerð kynningargagna sá Aug-
lýsingastofa Gfsla B. Björnssonar
og sá hann um uppsetninguna í
Frankfurt. Af hálfu Sambands fs-
lenzkra samvinnufélaga sá
Magnús Yngvason sölustjóri um
allan undirbúning.
Sá er fyrst vakti máls á þátttöku
tslands i DLG sýningunni var
Gunnar Bjarnason ráðunautur
Búnaðarfélagsins um útflutning
hrossa. Og sá hann ásamt Volker
Ledermann um stjórn sýningar-
deldarinnar á sýningunni.
Gunnar sagði, að hingað til hefði
hann verið hræddur við að sýna
íslenzka hestinn með erlendum
hestum og þá einkum vegna
smæðar hans. Við stöndum ekki
heldur jafnfætis í sýningu á reið-
mennsku. En á sýningu sem DLG
sýningunni eru gripirnir sýndir
sem kynbótagripir, en ekki út frá
reiðmennsku.
Það verður að segjast, að við
tslendingar nýttum okkur þetta
og fengum leyfi sýningarstjóra til
að breyta út af reglunni. Þarna
hafa hestarnir alltaf verið
teymdir og sýndir þannig, en við
létum rfða þeim og sýna hvað f
þeim bjó. Þetta vakti óánægju
meðal hinna Sýnendanna. Og sem
dæmi má nefna, að við óskuðum
eftir því, að fá að kynna okkar
sýningaratriði sjálfir og var það
leyft, en á föstudeginum kröfðust
Austurríkismenn, að þessu yrði
hætt og varð sýningarstjórn við
þeirri ósk.
Að iokum sagði Gunnar, að
grein af meiði íslenzks landbún-
aðar hefði aldrei verið kynnt á
sýningu, sem jafn margir sóttu,
en talið er, að hálf milljón manns
hafi komið á sýninguna. Þátttaka
í þessari sýningu er mesta
kynning, sem fslenzki hesturinn
hefur nokkru sinni fengið.
— t.g.
íslandsheimsókn sænsku snillinganna
HELLAS
Johan
Fischerström
fkvöld gegn:
Reykjavíkurmeisturunum
FRAM
Laugardalshöll kl. 20.30.
Komið og sjáið spennandi keppni.
H.K.R.
Lffey rissjóðu r
Verkalýðsfélaganna í Vesturlandskjördæmi.
Stjórn lífeyrissjóðo verkalýðsfélaganna í Vesturlandskjördæmi hefur
ákveðið að afgreiða umsóknir um lán úr sjóðnum, aðeins tvisvar á ári
vor og haust. Umsóknir vegna vorúthlutunar þurfa að berast á skrifstofu
sjóðsins fyrir 1. maí og vegna haustúthlutunar fyrir 1. nóvember ár
hvert. Aðeins er lánað gegn veði í húseignum, allt að 50% af
brunabótamatsverði (þ.e. lán sem lífeyrissjóðurinn veitir að viðbættum
áhvílandi forgangsveðskuldum má ekki vera hærri upphæð en sem
nemur helmingi brunabótamatsverðs), eða sé það ekki fyrir hendi þá að
matsverði sem ákveðið er af tveimur mönnum sem fjármálaráðherra
hefur tilnefnt.
Athygli skal vakin á að ekki verður auglýst oftar eftir umsóknum um lán
úr sjóðnum. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu sjóðsins Suður-
götu 36, Akranesi og trúnaðarmönnum hans, jafnframt eru þar veittar
upplýsingar um gögn þau, er umsækjendur þeir sem lánsúthlutun fá
þurfa að leggja fram til þess að lán fáist greitt.
AFGREIÐSLA SJÓÐSINS ER OPIN MÁNUDAGA OG FÖSTUDAGA KL. 2—6.