Morgunblaðið - 10.10.1974, Side 12

Morgunblaðið - 10.10.1974, Side 12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1974 12 9. október dagur Leifs Eiríkssonar anda og óbifanlega festu Leifs Eiríkssonar. Afrek hans er sem viti fyrir alla hugsjónamenn, sem sigla um úfna sæva óvissu og ógæfu. Ég tel mér heiður að, að verða við beiðni Bandaríkjaþings sem samþykkti I báðum deildum 2. september 1964, þingsályktun þess efnis að forsetinn lýsi 9. október ár hvert dag Leifs Eirlks- sonar. Því tileinka ég, Gerald R. Ford, forseti Bandaríkja Norður- Ameríku, hér með Leifi Eirlks- syni níunda dag októbermánaðar 1974, og skipa svo fyrir, að viðeig- andi starfsmenn ríkisins dragi fána Bandaríkjanna að húni, á öllum opinberum byggingum, þann dag. Einnig býð ég almenningi I Bandarlkjunum að heiðra minn- ingu Leifs Eiríkssonar þann dag, með viðeigandi athöfnum og við- höfnum, á þeim stöðum sem við eiga, um land allt. Þessu til staðfestingar rita ég nafn mitt á þriðja degi október- mánaðar á þessu herrans ári nltján hundruð sjötíu og fjögur og á eitt hundrað nitugasta og nlunda ári sjálfstæðis Banda- ríkja Norður-Ameríku. Gerald R. Ford Við snú- umst hraðar JÖRÐIN hefur snúizt I—2 þús- undustu úr sekúndu hraðar dag hvern frá þvf í desember f fyrra, að því er Reuter-fréttastofan hefur eftir Stjörnurannsóknar- stöðinni f Túkýó. Hugsanleg ástæða er veðurfar á suðurhveli jarðar. Þessi aukning hefur verið mæld á rannsóknarstofum vfða um heim, en hennar hefur ekki orðið vart sl. áratug. Talsmaður Stjörnurannsóknar- stöðvarinnar I Tókýó segir, að á þessu tímabili, sem aukningin á sér stað, hafi mælzt óvenjulega miklir hitar á suðurskautinu, gríðarlegar rigningar I Argen- tínu, Brazillu og Ástralíu og þurrkar í Suðaustur-Asíu og Vestur-Afrfku sfðla á síðasta ári og snemma á þessu. En hann bætti við, að einnig kynnu hrær- ingar í iðrum jarðar að hafa vald- ið hraðaukningunni. Vegna hinna stórfelldu hækkana á verði áburðar á heims- markaði, sem orðið hafa og þeim örðugleikum, sem eru við öflun áburðarefna erlendis frá, skipaði landbúnaðrráðherra I dag nefnd til nánari könnunar þess vanda er af leiðir. Verkefni nefndarinnar er að kanna hver verði áhrif þessarar þróunar I verðlags- og framleiðslumálum i landbúnaði og á efnahagslíf almennt, og gera tillögur til rfkisstjórnarinnar um úrbætur. I nefndinni eru: Jón Helgason, Seglbúðum og Pálmi Jónsson, Akri, tilnefndir af Búnaðarfélagi Islands, Gunnar Guðbjartsson, Hjarðarfelli, tilnefndur af Stéttarsambandi bænda, en hann er stjórnarformaður Áburðar- Austur-þýzk bókagjöf I gær var opnuð f bókabúð Máls og menningar sýning á 108 bókum frá Austur-Þýzkalandi. Viðstaddir opnunina voru Peter Hintzmann, sendiherra Austur-Þýzkalands, en hann hefur aðsetur sitt f Osló, og Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður. Afhenti sendiherrann sýningarbækurnar Landsbókasafninu til eignarað sýningunni lokinni. Hér er mestmegnis um að ræða fagurbókmenntir, bæði þýzkar og frá Norðurlöndunum, en einnig nokkuð af myndskreyttum lista- verkabókum. Félagið tsland-DDR stendur fyrir sýningu þessari, sem er liður 1 hátfðarhöldum vegna þess að nú eru liðin 25 ár frá þvf að lýst var yfir stofnun Þýzka alþýðulýðveldisins. Sýningin stendur f viku. Tæming póstkassa — Fjórar og hálf milljón manna starfa að þvl að tryggja snurðulausar póstsamgöngur um allan heim. NlUNDI október verður eftirleið- . is dagur Leifs Eirfkssonar I Bandarfkjunum. Bandarfkjafor- 'seti hefur orðið við beiðni Banda- rfkjaþings um þetta efni og boðið almépningi f Bandarfkjunum að heiðrá t minningu hins fslenzka sæfara þann dag. Hér fer á eftir ávarp Gerald R. Ford, Banda- rfkjaforseta fþessu tilefni: Fyrir nær þúsund árum, lagði Leifur Eirfksson og skipshöfn hans upp f djarfhuga ferð yfir ókunn höf, sem leiddi þá til gnægðarstranda Nýja Heimsins. Nú hafa flest lítt kunnari svæði jarðarinnar verið könnutf^pn enn- þá eru mörg svið mannsáhdans ókönnuð, sem ekki eru sfður hríf- andi og ógnvekjandi, en þau sem menn stóðu andspænis fyrr. I sókn okkar fram á leið skulum við sækja innblástur, í óbugandi Nefnd kannar afleiðingar áburðarhækkana á landbúnað Frá þvf var skýrt 1 Morgunblað- inu fyrir nokkru, að búast mætti við verulegum hækkunum á áburði til bænda næsta vor vegna stórhækkana á ýmsum hráefnum til áburðarframleiðslu á erlend- um mörkuðum. Nú hefur blaðinu borizt fréttatilkynning frá land- búnaðarráðuneytinu, þar sem greint er frá þvf að skipuð hafi verið nefnd til að kanna þessi mál ftarlega. Fréttatilkynningin fer hér á eftir. verksmiðjunnar 1 Gufunesi, Bjarni Helgason jarðvegsfræðing- ur, tilnefndur af Rannsóknastofn- un landbúnaðarins, Garðar Ingvarsson hagfræðingur, til- nefndur af Seðlabanka Islands, Helgi Bachmann hagfræðingur, tilnefndur af Landsbanka Islands og Guðmundur Sigþórsson, deildarstjóri í landbúnaðarráðu- neytinu, sem er formaður nefnd- arinnar. innan tveggja til þriggja daga. Ein megin stofnun Alþjóðapóst- sambandsins er Framkvæmdaráð- ið, og hefur það umsjón með helztu þáttum starfseminnar og framfylgir þeim samþykktum, sem mótaðar eru á þingum sam- bandsins og haldin eru á 5 ára fresti. I Framkvæmdaráðinu sitja fulltrúar 40 aðildarríkja, fimm ár í senn, og á þessu ári tekyr full- trúi íslands einmitt sæti f þvf. Þótt segja megi að Alþjóðapóst- sambandið eigi að þjóna öllum löndum jafn vel, gefur það auga leið, að tilvera þess er ekki hvað sízt til hags fyrir afskekkt ríki og fámenn. Sumum þeirra berst líka 1 GÆR var ein öld líðin frá stofnun Alþjóðapóstsambandsins og af þvf tilefni gaf Póst- og sfma- málastjórnin út tvö ný frfmerki sem tileinkuð eru sambandinu. Hér fer á eftir fréttatilkynning frá Póst- og sfmamálastjórninni um afmælið og sögu sambands- ins: 1 daglegu lífi nútfma samfélags eru snurðulausar póstsamgöngur milli byggðarlaga sem heimshluta orðnar svo sjálfsagður hfutur, að varla hvarflar að fólki að ein- hvemtfma hafi þetta verið öðru- vísi. Alþjóðapóstsambandið, sem er 100 ára í dag, 9. október, er ein elzta stofnun alþjóðlegrar sam- vinnu, og á að sjálfsögðu sína þróunarsögu. Undanfarar nútfma póstsam- gangna voru sendiboðar fyrri alda, sem báru orðsendingar milli þjóðhöfðingja og valdsmanna í ýmsum löndum. En það var ekki fyrr en á 16. öld að vísir að kerfis- bundinni, alþjóðlegri póstþjón- ustu komst á laggirnar með sér- stökum samningi, um gagnkvæm skipti á þessu sviði, milli Austur- ríkis, Þýzkalands, Hollands, Italfu, Frakklands og Spánar. Þessi nýja þjónusta var á grundvelli tvíhliða samninga milli allra viðkomandi ríkja. Póst- gjöld voru mismunandi, reiknuð f ýmsum myntum, og rétt er hægt að ímynda sér hvflíkum vand- kvæðum það hefur verið bundið að ná fullkomnu jafnvægi og jafn- rétti milli hinna ýmsu aðila við slfkar aðstæður. Þótt tilkoma frí- merkisins árið 1840 hafi valdið tfmamótum, voru a.m.k. 1200 mis- munandi póstgjöld f gildi f ýms- um löndum, þegar Alþjóðapóst- sambandið var loks stofnað árið 1874. Upphaf sambandsins má rekja til frumkvæðis póstmála- stjóra Bandarfkjanna, sem gekkst fyrir fundi f París 1863, þar sem komnir voru saman fulltrúar 15 rfkja til að reyna að ná samkomu- lagi um meginreglur í alþjóð- legum póstviðskiptum. Það var svo á fundi f Bern í Sviss f september 1874 að full- trúar 22ja rfkja sömdu um stofn- un Alþjóðapóstsambandsins, sem stundum hefur verið nefnt Bern- arsáttmálinn. Var hann undirrit- aður 9. október sama ár. Danmörk var eitt fyrrnefndra stofnríkja, og þar eð hún fór þá með málefni Islands, telst Island hafa átt hér hlut að máli. Hins vegar varð landið svo aðili sambandsins sem fullvalda ríki árið 1919. Annars höfðu póstferðir hafizt hérlendis meira en öld áður, því í reglugerð frá 1776 er tilskipun um póstferðir, sem reyndar hófust ekki fyrr en árið 1782. Tæplega öld síðar, eða 1872, komst meiri festa á þessi mál með stofnun póstmeistaraembættis í Reykjavík og opnun pósthúss. Þannig hefur póstþjónustan þró- ast 1 öllum löndum, misjafnlega fljótt og ört, en f Alþjóðapóstsam- bandinu sitja allir við sama borð og aðildarrfki Sameinuðu þjóð- anna verða sjálfkrafa aðilar sam- bandsins. Tilskilið er að 2/3 hlutar meðlima styðji upptöku- beiðni annara þjóða. Nú eru 153 rfki innan vébanda sambandsins, og er öll heims- byggðin nú orðin eitt póstsvæði, þvf í 1. grein stofnskrár Alþjóða- póstsambandsins segir að öll þau lönd, er samþykki stofnskrána, myndi eitt póstsvæði til gagn- kvæmra skipta á bréfapóstsend- ingum. Um 550.000 póststöðvar, sem hafa í þjónustu sirini 4!4 milljón manna, sinna nú daglega þessum mikilvægu störfum, og eru þau að vissu leyti grundvöllur alþjóð- legra viðskipta og hvers konar samskipta þjóða heims. Árlega flytur þannig póstþjónustan yfir 250 þúsund milljónir bréfa, böggla og annarra eininga milli fólks — og nú orðið með þvílíkum hraða, að eðlilegt þykir að bréf, sem póstlagt er 1 Reykjavík, berist viðtakanda 1 nágrannalandi meira póstmagn að utan en þau senda frá sér, og svo er einmitt um tsland. A þingi sambandsins, sem haldið var f Tokyo 1969, voru samþykktar reglur til jöfnunar útgjalda fyrir þau ríki, sem eru í þessari aðstöðu. Þar af leiðandi fær tsland nú greiðslur 1 hlutfalli við það póstmagn, sem dreift er hérlendis umfram það sem Is- lendingar senda sjálfir ^til út- landa. Þannig er stöðugt leitazt við að jafna útgjöld og auka og bæta þá þjónustu, sem þessi alþjóðlega samvinna veitir heimsbyggðinni. Með sfauknum og bættum sam- göngum heimshorna í milli færir póstþjónustan þjóðirnar saman og hefur sig yfir úthöf, landamæri og alls kyns hindranir, sem hafa verið — og eru enn — óhjá- kvæmilegar f samskiptum þjóða í milli. t tilefni þessara merku tíma- móta mun Póst- og sfmamála- stjórnin gefa út tvö ný frímerki á afmælisdaginn, 9. október, og eru þau tileinkuð Alþjóðapóstsam- bandinu. Verðgildi merkjanna er 17 og 20 krónur, myndin á frf- merkjunum minnir á þá mikil- vægu þjónustu, sem pósturinn innir af hendi, og á þeim er líka merki Alþjóðapóstsambandsins. Alþjöðapöstsambandið 100 ára

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.