Morgunblaðið - 10.10.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.10.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1974 13 Leiðrétting EKKI var alls kostar rétt með farið í svipmyndum Morgun- blaðsins I fyrradag frá Húsavík, þar sem sagt var að frystihúsið á Húsavík væri rekið af verkalýðs- félaginu, sjómannafélaginu og kaupfélaginu. Að vísu eiga bæði verkalýðsfélagið og sjómannafé- lagiö hlut í frystihúsinu, en hann er ekki stórvægilegur. Aðaleig- andi frystihússins er kaupfélagið, en auk þess eru helztu hluthafar bæjarfélagið og allmargir ein- staklingar. Ingvar Hallgrímsson: Rækjuveiðibannið í ísafjarðardjiipi ÞAÐ skal tekið fram, að höfundur sendir grein þessa með bréfi frá Hólmavfk, dagsettu 4. október, þ.e. áður en tilkynnt var, að aflétt hefði verið veiðibanni frá og með 8. október. I Morgunblaðinu 2. þ.m. er frétt um bann sjávarútvegsráðuneytis- ins við rækjuveiðum í Isafjarðar- djúpi, en þar sem hallað er réttu máli bæði i frásögn blaðsins sjálfs sem og f ummælum Guðmundar Rósmundssonar skipstjóra f Bol- ungarvík, langar mig að fá birta leiðréttingu og skýringar, þar eð ég veitti forstöðu þeim leiðangri í tsafjarðardjúpi á r/b Dröfn, sem geröur er að umtalsefni. I fréttinni segir, að sjómenn við Djúp telji, að hægt hefði verið að tilkynna bannið með lengri fyrir- vara en gert var. Það má reyndar til sanns vegs færa, en hefðu sjó- menn við Isafjarðardjúp tekið mark á þvf? Hefði t.d. rannsókn- unum lokið 15. september, og þær sýnt mikið seiðamagn, myndu þá sjómenn við Djúp hafa viljað láta þær gilda fyrir veiðarnar 1. októ- ber? Skyldu þeir ekki hafa sagt, að þetta væru gamlar fréttir, ástand hefði breyst, ekkert vit væri í að stöðva veiðar 1. október vegna ástands, sem verið hefði 15. september? Þeir hefðu örugglega ekki sætt sig við þetta, enda varla von, heldur beðið um nýjar athug- anir, sem sýndu ástandið við upphaf vertfðar, en ekki eins og það var einhvern tíma fyrr. Af þessum sökum vildi Hafrannsóknastofnunin kanna ástand Djúpsins við upphaf vertfðarinnar, en ekki löngu áður, enda var sá rannsókn arbáturinn við önnur aðkall- andi verkefni. Sé hins vegar almennur vilji skipstjóra við Djúp, eins og Guðmundur Rós- mundsson gefur í skyn, að eldri seiðakönnun sé látin gilda, er sjálfsagt að taka það til athug- unar. Varla kæmi það betur út. Menn verða að hafa f huga, að rækjuvertíð hefst á flestum stöðum á sama tíma, og eru því verkefni rannsóknabátsins að haustlagi vfðsvegar um landið. Báturinn var við rannsóknir f Isa- fjarðardjúpi frá 22. sept. til 1. okt. Daginn eftir að við komum í Djúpið, þ.e. 23. sept., var haldinn fundur á Isafirði með smábátaeig- endum og verksmiðjueigendum við Djúp að tilhlutan sjávarút- vegsráðuneytisins, og kom skrif- stofustjóri ráðuneytisins á fundinn, enda fundurinn boðaður til að ræða fyrirkomulagsatriði við veiðarnar, t.d. friðun svæða, leyfisveitingar o.þ.h., sem ráðu- neytið sér um. Við leiðangurs- menn á Dröfn mættum á fundinum, og töldum við, eins og Guðmundur Rósmundsson segir réttilega, horfur á rækjuveiði góðar, og er það aðallega byggt á rannsóknum á árgangsskipun rækju f Djúpinu, enda margtekið fram á fundinum. Hins vegar gátum við ekkert sagt almennt um seiðamagnið f Djúpinu á þeim tfma, þar sem við vorum nýkomnir í Djúpið eins og fyrr er greint. Þá höfum við aðeins fundið umtalsvert seiðamagn á einum stað, og hver hefði viljað láta það gilda sem almennt álit á seiðamagni Djúpsins? Það hefði Nokkrar athugasemdir allt eins getað verið einstakt fyr- irbrigði. Hins vegar kom annaö f ljós við nánari könnun. Við vonuðum í lengstu lög að seiðin væru að ein hverju leyti svo staðbundin, að hægt væri að opna a.m.k. einhver svæði í Djúpinu til rækjuveiða, en því miður reyndist svo ekki. Þegar það kom á daginn við lok rannsóknanna, var strax haft samband við dr. Sigfús Schopka, sem er sérfræðingur í þorsk- fiskum, enda hér um seiði þorsk- fiska að ræða. Taldi hann, á grundvelli ransóknanna, að ekki væri forsvaranlegt að hefja rækjuveiðar í Djúpinu við þessar aðstæður, og var ég honum sam- mála. Þá var strax haft samband við skrifstofustjóra sjávarútvegs- ráðuneytisins og honum tjáð, hvemig mál stæðu, og jafnframt var honum skýrt frá áliti dr. Sig- fúsar. Sfðar um daginn, er náðst hafði í ráðherra, var svo tilkynnt, að hann hefði fallist á sjónarmið okkar, en lögum samkvæmt er hann ekki bundinn því. Ráðu- neytið tilkynnti síðan lokun Djúpsins, en ekki Hafrannsókna- stofnunin, eins og ranglega segir í frétt Morgunblaðsins, enda hefur stofnunin ekki vald til þess. Hins vegar óskaði ráðherra, að könnun Djúpsins færi fram á ný eins fljótt og auðið er, og verðum við að sjálfsögðu við óskum hans. Er sú athugun þegar f fullum gangi. Þess ber einnig að geta, að meðan á rannsóknunum stóð komum við nokkrum sinnum á Isafjörð og sögðum skipstjórum m.a. frá því seiðmagni, sem fundist hafði. Til þess að gefa hugmynd um, hvað hér er um að ræða, má geta þess, að í umræddum leiðangri f tsafjarðardjúpi tókum við 45 tog- stöðvar vítt og breitt á rækju- veiðisvæðunum. Að meðaltali veiddust 554 seiði (ýsa, þorskur og lýsa) á togtima. Rækjubátarnir toga um 8 togtíma á dag, og hefði því hver bátur getað veitt að meðaltali átta sinnum þetta magn, eða um 4430 seiði á dag. Rækjubátamir eru nú um 60, sem hafa leyfi ráðuneytisins til veið- anna, og hefðu því til samans getað komist upp í að fá að meðal- tali rúmlega 265000 seiði á dag í upphafi vertíðar. Auk þess kemur til viðbótar smásíld og ókyn- þroska loðna. Hér með er ekki sagt, að þetta hefði bókstaflega orðið, t.d. hefðu margir skip- stjórar forðast seiðasvæðin o.s.frv. Ekki var þó gott í efni, því að oft fór saman mikil rækja og mikill fjöldi seiða, og þar með engin leið að forðast seiðin á þeim svæðum. Mér er vitaskuld ljóst, að hér er um einfalda Ifkinda- reikninga að ræða, en til annars haldbetra er ekki að gripa. Þessar tölur eru sem sagt meðaltal. Á öllum svæðum voru seiði minnst 2, en þau komust lfka upp í 2873 á togtíma. En hvernig sem þessu er velt fyrir sér, er hverjum manni væntanlega ljóst, að forkastanlegt hefði verið að hefja veiðar i Djúp- inu við þessar aðstæður. Þá er sýnu nær að gera það, sem hægt er, til þess að þessi seiði geti vaxið upp í nýtanlega stærð. Hér verða menn einnig að minnast þess, að rækjuveiðarnar eru stundaðar með undanþágu frá íslenskri fiskveiðilöggjöf og mættu ýmsir hafa það oftar í huga. Forsendan fyrir þessum veiðum, nefnilega sú, að þær geri mun meira gagn en skaða, þarf ekki alltaf að vera fyrir hendi. Af þeim sökum eru veiðarnar háðar tfmabundnum leyfum, sem ráð- herra getur afturkallað, hvenær sem hann telur ástæðu til. Nú er seiðamagn í tsafjarðardjúpi slíkt, að forsenda rækjuveiðanna hefur brostið um sinn, og er við engan að sakast nema máttarvöldin. I fyrrgreindri frétt Morgun- blaðsins er hins vegar haft eftir Guðmundi Rósmundssyni, að mikil reiöi ríkti vestra í þessu máli, en það tel ég mjög ofmælt. Ég tel að almennur skilningur riki meðal íslenskra sjómanna á þessu vandamáli og fari hann ört vaxandi, enda fæ ég ekki séð, að reiði sé neitt skynsamlegt and- svar við þessu ófyrirsjáanlega ástandi i tsafjarðardjúpi. Ingvar Hallgrfmsson. Mikið úrval af einlitum terylinebuxum. Stakir herrajakkar, einiitir, köflóttir. Herrakuldajakkar. Nýjarshetlandsrúllu- kragapeysurfyrir herra. Fyrir dömurnar: Glæsilegt úrval af peysum, blússum, kjólum, fínflauelspils, stökum fínflauelsjökkum og kuldajökkum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.