Morgunblaðið - 10.10.1974, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1974
17
Örin ffjallshlfðunum.
Megintekjulind
Hondiíras varð að
engu á örfáum dögum
MARGRÉT R. Bjarnason blaðamaður Morgunblaðsins hefur undanfarnar 6 vikur verið
á ferðalagi í Mið- og S-Ameríku, þar sem hún sótti m.a. hafréttarráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna í Caracas fyrir Morgunblaðið. Margrét var stödd í Guatamala, er fellibylurinn
Fifi æddi yfir Hondúras með gífurlegum hamförum og fór til flóðasvæðanna á vegum
Mbl. Hér á eftir fer fyrsta greinin af fjórum, en hinar birtast næstu daga.
Honddras 27. september
Á FERÐUM mlnum um lönd MiöAm-
eríku slðustu vikurnar hef ég oft heyrt
þvl haldið fram, að Hondúrasbúar séu
mestu letiblóð, llf þeirra sé svo þægi-
legt, að þeir geti legið og ruggað sér I
hammock f skugga pálmatrjánna og
þurfi ekki annað en að teygja sig eftir
banana, verði þeir svangir. Þeir vinni
aldrei meira en brýnustu nauðsyn beri
til og geti engum um kennt nema
sjálfum sér, hversu erlend (bandarísk
einkum) Itök I efnahagslífi þjóðarinnar
eru sterk.
Ef til vill leynist I þessu sannleiks-
korn — landið er gjöfult og gott — en
mér býður I grun, að steikjandi sólar-
hitinn eigi sinn þátt I þvl, að menn eru
ekki áfjáðir I eða þolgóðir I stritvinnu
Þegar hitinn er kominn I 40—50 stig
á Celsius, svitadroparnir renna niður
kinnarnar við hverja hreyfingu og jafn-
vel léttasti klæðnaður klessist renn-
blautur að llkamanum, þarf meira en
litið átak til að láta hendur standa fram
úr ermum.
Hvað sem þvi líður er vlst, að þess
verður nú langt að bíða, að Hondðras-
búar teygi sig eftir banana á ný — eða
nokkrum öðrum matargjöfum móður
náttúru — og íslendingar eiga varla
von I miklum innflutningi Chiquitaban-
ana þaðan á næstunni. Þessi megin-
tekjulind þjóðarinnar varð að engu á
örfáum dögum I siðustu viku, þegar
fellibylurinn Fifi gekk yfir landið með
úrhellisrigningu og flóðum, er eyði-
lögðu gersamlega allt ræktað land á
tugþúsunda ferkilómetra svæði, frjó-
samasta hluta landsins, sem I heild er
litlu stærra en ísland — eða 1 12.000
ferkllómetrar
Þúsundir manna létu llfið, hversu
margir er enn óljóst, sumir segja
10.000, aðrir 1000, enn aðrir nefna
tölur allt þar I milli, en það eru allt
ágizkanir. Enginn veit tölu látinna, þeg-
ar þetta erskrifað, m.a vegna þess, að
símasambandslaust hefur verið milli
flóðasvæðanna og fjölmargir staðir ein-
angraðir, — og þvi ekki auðvelt að
koma upplýsingum til yfirvalda Mann-
tali auk þess víða ábótavant.
Fjölmargra er enn saknað — vafa-
laust eru þeir flestir látnir og grafnir.
Llkin hrönnuðust svo upp fyrstu dag-
ana eftir óveðrið, rotnandi I hitanum,
að nauðsynlegt reyndist að brenna þau
sem fyrst, oft án þess að tfmi gæfist til
að bera á þau kennsl, ef þau voru þá
þekkjanleg nokkrum manni.
„Flesta þekkjum við, en aðrir höfðu
borizt með flóðinu langt ofan úr fjalli
og enginn vissi hverjir þeir voru",
sagði mér ungur maður I bænum
Omoa, sem hafði orðið skelfilega úti.
Við gátum fundið á fnyknum þar að
fleira átti eftir að finnast, þegar flóðið
væri að fullu sjatnað og rústir hreins-
aðar. „Við vitum ekki, hvort þetta eru
hestar, kýr, hundar eða menn, en lykt-
in segir til sln", sagði hann. „Sem
stendur er verið að skjóta alla hunda I
bænum til að þeir sæki ekki I rotið
kjötið — ella mundu moskitóflugurn-
ar, sem sjúga blóðið úr hundunum,
flytja taugaveiki og aðra sjúkdóma milli
manna. Þú sérð hvað hundarnir eru
horaðir, þeir sækja I hvað sem er'\
Svo sem við er að búast hafa ýmiss
konar sjúkdómar fylgt I kjölfar flóð-
anna og geta átt eftir að aukast á
næstunni, þótt kappsamlega sé unnið
að bólusetningu og hreinsun. Ástæðan
er sú, að hreinlætisaðstaða — sem
víða var bágborin fyrir — fór hvar-
vetna úr skorðum og allt vatn mengað-
ist gífurlega. Vatnsveitukerfi skemmd-
ust, dælur eyðilögðust, m.a. I stærstu
borgunum á flóðosvæðinu, San Pedro
Sula sem er höfuðborg athafnallfs I
landinu og hafnarborginni Fuerto Cort-
es við strönd Atlantshafsins.
Fyrstu dagana voru slöngubit ein
bráðasta hættan Alls konar snákar og
slöngur, allt frá 1 2 upp I 1 50 cm að
lengd — þar á meðal hin eitraða barba
avarilla — komu skriðandi út úr skóg-
unum undan vatninu, ærðar af
hræðslu eins og önnur dýr við vatns-
flauminn og aurskriðurnar. Nokkrir
tugir manna urðu fyrir þessum ófögn-
uði, sumir létust, aðrir sluppu betur —
og jafnskjótt og flóðið fór að sjatna,
hurfu slöngurnar aftur til sins heima
Þegar blaðamaður Morgunblaðsins
kom til Honduras var rétt vika liðin frá
þvl rigningarnar hófust — og flóðið
var byrjað að sjatna Mestu hörmung-
arnar voru afstaðnar, en ástandið viða
svo slæmt og ummerkin eftir þessar
náttúruhamfarir svo ógnarleg, að þvl
verður varla með orðum lýst. Mér leið
nánast illa, þegar ég hugsaði til þeirra
þæginda, sem ég hafði sjálf notið
þessa daga I Guatamala, veðurteppt
vegna rigninganna, meðan karlar kon-
ur og börn á Atlantshafsströnd Hon-
duras voru að farast þarna I flóðunum,
hús þeirra að fyllast af vatni og aur eða
að gliðna sundur undan trjábolum og
hverskonar gróðri, grjóti og drasli, sem
flóðið bar með sér
Veðrið hafði byrjað að versna að
ráði, þriðjudaginn 17 september. Þá
hafði fellibylurinn Sissy gengið yfir
Atlantshafsströnd Guatamala, Izabal,
Peten og Belice (öðru nafni brezku
Honduras, sem Guatamala gerir tilkall
til). Á miðvikudag fylgdi fellibylurinn
Fifi i kjölfarið og efldist fljótt að krafti.
Eftir stórfelldar rigningar við Izabal
vatn I Guatmala voru um 350 fjöl-
skyldur þar fluttar burt úr húsum, sem
voru I hættu og um 1 000 fjölskyldur I
og umhverfis hafnarbæinn Puerto
Barrios.
Næstu dagana fór veðrið slvaxandi
og á föstudeginum upplýsti bandariska
fellibyljastofnunin, að Fifi væri sterk-
asti og skeinuhættasti fellibylur, sem
skollið hefði yfir Mið-Ameriku á þessari
öld. Vindhraðinn var þá kominn upp
yfir 200 km/klst og stórfelldar rign-
ingar I Mexiko, Guatamala, Niceragua,
El Salvador og Honduras. Öflug flóð-
bylgja fylgdi rigningunum og rokinu
og kaffærði bókstaflega allt sléttlendi
Honduras Atlantshafsmegin Á þessum
slóðum eru helztu ræktarlönd landsins,
þar á meðal helztu bananaekrurnar, —
og það af gróðri, sem ekki fór undir
vatn, tættist bókstaflega I sundur af
roki og regni; tré og runnar rifnuðu
upp með rótum eða brotnuðu undan
vatnsþunganum og leðjunni.
Vatnsflaumurinn, sem fossaði niður
fjallshliðarnar, reif með sér heilu gróð-
urflákana og slðan hús, vegi og brýr,
svo ekki sé gleymt mannfólkinu og
skepnunum, sem hrifust burtu með
straumnum og báru beinin I margra
kilómetra fjarlægð
Um helgina tók veðrinu loks að slota
— og þá varð fyrst Ijóst hvlllkt neyðar-
ástand var yfirvofandi I Honduras Rik-
isleiðtoginn, Oswaldo Lopez, hershöfð-
ingi, sendi hjálparbeiðni til nágranna-
Loftmynd af flóðasvæðunum.
Myndir og texti
eftir Margréti R.
Bjarnason
...
Blaðamaður
\lhl. á slóðum
fellibvlsins
Fifi
1. grein
landanna og annarra, sem hjálpað
gætu, og hvarvetna var brugðizt við
fljótt og vel. Jafnskjótt og hægt var að
opna flugvöll I Hondilras á sunnudag,
lá þangað loftbrú úr ýmsum áttum, frá
Bandarikjunum, Mexikó (þar sem
100.000 manns misstu heimili sin í
óveðrinu) Venezuela, Colombíu, Dom-
iníkansLa lýðveldinu, Kúpu og Mið-
Ameríkuríkjunum öllum, Panama,
Costa Rica, El Salvador, Niceragua og
Guatamala, en þau höfðu mörg orðið
fyrir tjóni I fellibylnum. m.a. fórust 22 i
Guatamala og tjón á plantekrum þar
var metið á 30 milljónir quetzala (1
quetzal jafngildir 1 Bandarikjadal). Við
Puerto Barrios voru 3 7 milljón banana-
plöntur sagðar ónýtar og 3.972 ekrur
ræktaðs lands I Peten og Belice. Þar
fyrir utan vegaskemmdir.
Það voru dapurlegar fréttir, sem
bárust af flóðasvæðunum næstu daga
Þrátt fyrir matvælasendingar frá öðrum
löndum, varð matarskortur fljótlega til-
finnanlegur vegna samgönguerfiðleika
á mörgum stöðum, þar sem fólkið lifir
að verulegu leyti af þvl, sem jörðin
gefur af sér. Þörf var einnig lyfja og
hjúkrunargagna, bóluefnis og það
þurfti þyrlur til að flytja vistir til ein-
angraðra og afskekktra staða.
Og þó er það aðeins upphafið.
Hondúras verður hjálparþurfi mánuð-
um saman, þvl að með eyðileggingu
plantekranna var grundvöllur þjóðlífs-
ins lagður I rúst. Atvinnuleysi er fyrir-
sjáanlegt um langa hríð og matvæla-
skortur a.m k þangað til hægt er að
hefja einhverja ræktun aftur. Það gæti
orðið eftir 1—4 mánuði eftir þvl, hver
tegundin er og hversu hratt jörðin
jafnar sig. Hvað bananaræktinni við-
kemur er sagt, að liða muni 9 mánuðir
til næstu uppskeru, þó svo plantað
verði þegar i stað
Talað er um, að fellibylurinn Fifi hafi
valdið meira tjóni en jarðskjálftinn
mikli I Managua i desember 1 972 —
og telja Niceraguabúar sig þó verða i
10—15 ár að vinna upp það tjón.
Meginmunuririn er sá, að i Niceragua
voru atvinnuvegir og helzta útflutn-
ingsframleiðslan, landbúnaðarfram-
leiðslan sérstaklega. óskemmd eftir
jarðskjálftann og hjól efnahagslifsins
gátu haldið áfram að snúast, en hér
hefur sjálf blóðveita alls endurreisnar-
starfs — útflutningsframleiðslan lam-
ast um hríð
Þegar þetta er skrifað, eru siðustu
tölur varðandi tjón fyrir útflutnings-
framleiðsluna eina sem hér segir:
Heildartjón er metið 237,6 milljónir
lempira — sem nemur 1 18,8 milljón-
um dollara Þessari upphæð er skipt
eftir framleiðslugreinum þannig:
BANANAR
Árið 1973 nam banaútflutningur
38% af heildarútflutningi landsins og
gaf af sér sem nemur 93,6 millj. dala.
Talið er, að 90% af bananaframleiðsl-
unni hafi eyðilagzt.
KJÖT
Árið 1973 nam kjötútflutningur 8%
af heildarútflutningi Tekjur námu
19.4 milljónum dala Áætlað tjón fyrir
þessa grein nemur 10%
KAFFI
Var árið 1973 9,4% af heildarút-
flutningi Tjón 1 0%.
TIMBUR
Útflutningur 1973 nam 16% af
heildarútflutningi og tekjur námu 39,2
millj dala Tjóntalið10%
BAÐMULL
Útflutningur 1973 nam 0,6% af
heildarútflutningi, tekjur 1,5 millj.
dollara. Tjón talið 20% eða um
300 000 dalir
TÓBAK
Tekjur af tóbaksútflutningi árið
1973 námu um 2 millj dala Tjón
talið 1 0% eða um 200 000 dalir
(í næstu grein segir nánar frá dvöl-
inni i Hondúras).