Morgunblaðið - 10.10.1974, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 10.10.1974, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1974 29 Evelyn Anthony: LAUNMORÐINGINN Jöhanna x Kristjönsdöttir þýddi , 18 hann taldi sig enn fátækan mann. Með frásögn sinni kom hann við samvizku — við kviku þjóðar sinnar, ríkra sem snauðra borgara Bandarfkjanna. Og það, sem réð úrslitum um, að frásögn hans náði til fólksins var einlægnin, sem einkenndi hana. Þeir, sem þekktu Regazzi, vissu, að hann hafði beðizt fyrir í meira en klukkustund, áður en hann kom fram í þessum umtalaða sjónvarpsþætti. Einkaritari hans, Jameson, vissi einnig, að hann bjó sig rækilega undir hverja guðs- þjónustu, og í hvert skipti, sem hann kom fram opinberlega. Hann kappkostaði að vinna trún- að og hylli með það eitt í huga og annað ekki: ef það mætti verða til þess, að mennirnir sýndu hverjir öðrum meiri mannúð og nálguð- ust guð sinn. Margir urðu til að kasta steinum að Regazzi, ekki sízt innan kirkjunnar sjálfrar. Þar sætti hann ámæli fyrir per- sónulega auglýsingastarfsemi en þó kannski einkum og sér í lagi sætti hann árásum fyrir hinar umbúðalausu og einörðu ræður, sem hann flutti söfnuði sínum úr prédikunarstólnum. Kardinálinn vann fram á nótt hvert kvöld og morguninn eftir var messa klukkan sex. Hann gerði þær kröfur til ritara síns, Jameson, að hann væri nær- staddur þegar hann var að vinna. I ytri skrifstofunni sat því ritar- inn dottandi í stól, en hann dirfð- ist ekki að ganga til hvílu. Það var komið fram yfir miðnætti og enn logaði ljós i herbergi kardinálans. Jameson hrökk upp við það, að kardinálinn stóð við hlið hans, Hann deplaði strfðnislega augun- um og sagði: — Ég er með bréf, sem ég þarf að byðja þig um að hraðrita. Viltu koma inn á skrifstofuna mína. — Ég bið forláts, heilagleiki, stamaði Jameson. — Ég rétt lok- , Velvakandi svarar i sima 10-100 kl. 10.30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags. % Ofveiði á hvölum Sverrir Húnvetningur skrifar: „Það er full ástæða til að þakka séra Jóni Thorarensen fyrir bréf það, sem hann sendi Velvakanda á dögunum um þá merku skepnu hvalinn, og hvaladráp. Það mun hafa verið meistari Jóhannes Kjarvai, sem fyrstur tók að skrifa um hvalinn i Morg- unblaðið. Margir held ég hafi tekið það sem einhverja brand- arasmið af hálfu hins látna meist- ara, en hann var einfaldlega á undan sinni samtfð a.m.k. hér- lendis, og með skrifum sínum vildi hann vekja fólk til umhugs- unar um það, að hvalurinn er eitt merkilegasta dýr jarðar, en honum er nú mikil hætta búin vegna ofveiði. 0 Selveiðar En í sambandi við hið skelegga bréf séra Jóns, vaknar sú spurn- ing, hvort ekki þurfi að taka sela- drápið hér til gaumgæfilegrar athugunar. Margar spurningar leita á, svo einfaldar sem þessar: Má hver sem er drepa ótak- markað? Hefst selveiðin eftir að gefin hafa verið út leyfi til veið- anna, og ef svo er, hver er þá sá aðili, sem gefur leyfi til þessara veiða? Margar fleiri spurningar krefjast svars. En víst er, að hér er verk að vinna fyrir þá, sem ráða fyrir dýraverndunarsamtökum og aði augunum og sennilega hef ég blundað... — Þú ert þreyttur, sagði kardi- nálinn. Hann settist bak við skrif- borðið og f lampaskininu sá Jame son þreytuhrukkurnar á andliti hans og Jameson vissi að Regazzi var að niðurlotum kominn. Og hann sagði án þess að hugsa sig um: — Þér eruð hvfldarþurfi, yðar heilagleiki. Ég sé ekki betur en þér séuð úttaugaður. Látið mig fá bréfin og ég skal sjá um þau verði tilbúin f fyrramálið. Regazzi brosti þegar haft var við hann opinbert viðtal, hann brosti f kirkjunni og þeir, sem unnu meö honum, fengu ekki hvað sizt að verða aðnjótandi þess þegar þetta hlýja bros breiddist yfir andlit hans. Hann brosti til Jamesons nú og sagði vingjarn- Iega: — Sestu niður augnablik. Mig langar að tala við þig. Nú kemur það, hugsaði gamii maðurinn. Hann var tíu árum eldri en kardinálinn og hann vissi, að hann átti löngu að vera hættur störfum. Ef ekki hefði einnig, og ekki síður, þá sem f siðustu alþingiskosningum voru kjörnir til löggjafarstarfa. Sverrir Húnvetningur.** 0 Islenzkur kommúnismi og austur-þýzkur „Húsmóðir" skrifar og ger- ir að umræðuefni aldarfjórðungs- afmæli Austur-þýzka „alþýðulýð- veldisins", en stórafmæli ríkja og þjóða eru nú að verða næstum daglegur viðburður: „Nú halda Austur-Þjóðverjar upp á 25 ára afmæli kommúnískr- ar kúgunar þar f landi. Eftir frétt- um að dæma virðist, að hernaðar- andinn frá Hitler sé enn þá f fullu fjöri. Maður hefur heyrt, að hér eigi að vera mikil veizla, sjálfsagt f minningu Berlínarmúrsins heimsfræga. Hann er og verður alltaf frægasta og bezta heng- ingaról kommúnismans. Hann er tákn þess, að allt er betra en kommúnískt þjóðskipulag. Hvaða afkomandi hinna freisisunnandi landnámsmanna vill á 1100 ára afmælinu okkar standa upp i veizlunni og þakka landamæra- vörðunum fyrir, hvað þeir voru duglegir að skjóta flóttafólkið f bakið. Það þótti aldrei drengilegt eða sýna mikla hreysti að skjóta menn á flótta. Ég vil I tilefni af 25 ára afmæli Austur-Þýzkalands hugleiða aðstöðu svokallaðra vinstri manna hér á landi. Hvað meina þeir með þessari vinstri stefnu? Þeir belgja sig út og kalla sig félagshyggjumenn og það á að sýna eitthvað göfugt, sem lands- lýðurinn á að tilbiðja. Vita þessir menn ekki, að alþýða manna hér lifir við félagshyggju? Eða hvað þýða almennar tryggingar annað? komið til góðvild og hlýja Regazzi hefði hann fyrir löngu verið bú- inn að víkjafyrirséryngri manni. Og nú segir hann mér það, hugs- aði hann og fann örvæntinguna grfpa um sig. Nú ætlar hann að segja mér, að einhver annar hafi verið ráðinn í minn stað. Ég er of gamall og get ekki sinnt starfi minu lengur. Ég gaf honum tæki- færið til að segja þetta með því að segja hann væri þreyttur. — Við höfum unnið saman, frá þvi ég kom hingað, sagði kardinál- inn. — Mig hefur oft langað til að segja þér, hversu mjög ég met mikils starf þitt, en einhvern veg- inn hefur það lent í útideyfum hjá mér. Það er eins og ég hafi aldrei tfma til neins. En mig lang- ar að þakka þér nú. Jameson kinkaði kolli. Nú vissi hann það fyrir víst. Þetta var sfð- asta kveðja. — Mig langar að spyrja þig nokkurs. Hvað heldurþú að gerist í þessu landi, ef Johnny Jackson verður kosinn forseti? Jameson varð svo undrandi að neðri kjálkinn seig langleiðina niður -á bringu. Þegar hann tók til Og svo er hér verkfallsréttur lika og rikið rekur skóla, sjúkrahús o.s.frv., ef þeir eru ekki dulbúnir kommúnistar, sem ekkert frelsi vilja handa mannfólkinu, ja þá finnst mér það vera bara tfma- skekkja, eins og það er orðað. Þeir hefðu þurft að vera uppi á þeim dögum, þegar t.d. i sjávar- plássunum var einn kaupmaður og hann átti verzlunina, útgerðina og réð vöruverði og verði á fram- leiðslunni og verði á vinnutfm- anum. Þá var hægt að predika félagshyggju, en ekki núna sem betur fer. Félagshyggjumenn- irnir eiga að hugsa til þeirra Aust- ur-Þjóðverja, sem flúðu frá eign- um sinum og lögðu líf sitt i hættu til þess að fiýja á náðir kapital- ismans og félagshyggjunnar í Vestur-Þýzkalandi, og hætta að dingla með kommúnistum og snúa sér að þvi að rétta við efna- hag þjóðarinnar til þess að hér á landi geti dafnað heilbrigt at- hafnalíf og frjálsræði á öllum sviðum. „Húsmóðir“.“ % Hvers á tófan að gjalda? Hermann Tönsberg skrifar: „Vissulega eru drápsaðferðir rándýra ekki geðslegar. og óhuggulegri eftir þvf, sem þau veiða sér stærri dýr. Þetta er nátt- úrulögmál. Þvf er ég steinhissa yfir því, hversu miklar undirtekt- ir útrýmingarherferðin gegn tóf- unni fær. Að örfáir bændur, er missa eitt og eitt lamb eða sjúka kind, geti hrundið af stað slikri herferð, — furðulegt. Peningar, stærilæti og sér i lagi drápfýsn mannsins eru án efa helztu or- sakirnar. Ég er hræddur um, að máls reyndi hann alls ekki að vera spakur, en segja þó það, sem honum lá á hjarta. — Ég hef aldrei hugsað um það í neinni alvöru, sagði hann. — Sakir þess ég get ekki fmyndað mér, að hann verði kosinn. Við færum ekki að gera pöddu á borð við hann að forseta. — Hann er frambjóðandi, sagði Regazzi. — Fyrir fáeinum árum hefði' slikt verið nánast óhugs- andi. Hann var ekki annað en óþverri. Nú er hann að berjast fyrir að ná forsetakjöri. — Hann gæti aldrei sigrað, sagði Jameson, — en hann gæti ef til vill dreift kjörfylginu lftillega. — Einmitt. Hann gæti gert það. Hann gæti veikt báða flokkana og það dygði til, að hann gæti boðið sig fram aftur næst þegar kosið verður. Að visu verða ákveðin skilyrði að vera fyrir hendi. En þú hefur ekki svarað spurning- unni. Hvað myndi gerast ef hann næði kosningu? Jameson hikaði andartak. — Svertingjarnir myndu gera uppreisn, sagði hann. — Ég er sannfærður um það. — Áður en við væri litið myndi landið loga i borgarastyrjöld. Ég býst við, að verklýðssamtökin létu til sín heyra og verkföll myndu lama athafnalífið. Hvað utanrfkismál- unum viðvikur þykist ég viss um hann myndi fylgja harðri ein- angrunarstefnu. Ég geri mér þó ljóst, að ákveðnin öfl styðja hann. — Borgarastyrjöld og ringul- reið, sagði Regazzi. — Maður á borð við Jackson kemur því af stað, en hvað veldur þvi, að upp á meðal okkar rís maður eins og hann. Er það ekki álfka mikilvægt að gera sér grein fyrir þvf? — Ég býst við því, sagði Jame- son og sárlangaði til að troða sér í pípu, en hann dirfðist ekki að gera það, vegna þess, að Regazzi hvorki bragðaði vfn né tóbak. — Fáfræði og fátækt og félags- legt óréttlæti verður þess vald- andi, að menn á borð við Jackson komast f sviðsijósið, sagði Regazzi hugsandi. Hann talaði lágt en með áherzlu á orðum sinum. — I okkar samfélagi er svo mikið óréttlæti og munurinn á fátækum og rfkum er svo himinhrópandi, að fólkið, grenjaskyttur verði ekki eins hátt skrifaðar, þegar þær hafa lokið ætlunarverki sínu, hjá komandi kynslóðum og þær eru nú. Sitt- hvað hefur verið sagt um þá aumu menn, er drápu sfðustu geirfuglana. Hefur hið opinbera ekki dottið niður á þá hugmynd, vegna niðurskurðar á opinberum útgjöldum, að bæta bændum það tjón, sem þeir verða fyrir af völdum tófunnar, en fella þess i stað niður verðlaunafé, sem grenjaskyttur hafa fengið? Nú, ef endilega þyrfti að verðlauna þær, mætti veita þeim fálkaorðuna. Á tófan að týna lífi sínu, vegna þess að hún er svo ólánsöm, að afkom- endur norskra landnema þurfa að reka sauðfé sitt inn á veiðilönd hennar og griðland um aldir, ef ekki árþúsundir. I styttu máli: frásögnin um þri- fætta refinn, er lesin var i útvarp- inu fyrir nokkrum árum. Refur einn hafði lent i dýra- boga og tekizt að losa keðjuna, er festi bogann, og dregið hann 6—7 kílómetra, áður en hann greip til þess örþrifaráðs að naga i sundur fastan fótinn, lifi sinu til bjargar. Næsta vetur sáu menn öðru hvoru spor eftir þrffættan ref. Þremur árum síðar fann grenjaskytta greni hans. Hún beið þar til refur- inn birtizt með andarstegg i kjafti, en skotið geigaði og þrí- fótur slapp, en fjölskyldan drep- in. Skömmu siðar ók grenjaskytt- an fram á slóð refsins og tókst auðveldlega að elta hann uppi og drepa, þar sem hann lá örmagna í snjónum. Er það þetta, sem kallað er að gera skyldu sina? (sjá Mbl. 25. ágúst s.l. „Hvernig drepur tófan“.) Hermann Tönsberg, Reykjavik. W. H. Auden. Auden kominn í Poets’Corner „IN the prison of his days Teach the free man how to praise.“ Þessar línur úr ljóðinu „I minn- ingu W.B. Yeats“ prýða nú minnismerki, sem afhjúpað var fyrir helgina í Poets’Corner í Westminster Abbey til minningar um höfund þeirra, ljóðkáldið fræga Wystan Hugh Auden, én hann lézt á sfðasta ári. Minningar- athöfnin fór fram að tilhlutan út- gefanda Audens, Faber and Faber, en framlög bárust frá ýms- um samtökum og einstaklingum, sem samskipti áttu við Auden. Meðal þeirra, sem lögðu fram fé til minningarsteinsins voru Christ Church í Oxford, ríkis- stjórnir Bandarikjanna og Austurríkis, umboðsmaður Audens, Curtis Brown, og ekkja skáldsins T.S. Éiiots, en hann var fyrsti útgefandi Audens. Það var lárviðarskáld Bretlands Sir John Betjeman, sem afhjúp- aði minnismerkið sem stendur við hlið tveggja annarra, um skáldin T.S. Eliot og John Masefield. Sir John Gielgud las úr tveimur ljóð- um Audens og gamall vinur skáldsins, Stephen Spender, minntist hans nokkrum orðum. Yamba, Yamba Kinshasa, 8. október—Reuter. HLJÖMSVEITIR f Zaire syngja nú hástöfum nýjan byitingarsöng sem tileinkaður er heimsmeistar- anum í hnefaleikum George Fore- man og áskoranda hans Muhamm- ed Ali, en einvfgi þeirra S að fara fram f Kinshasa árla morguns 30. október. Söngurinn hyllir hnefa- leikakappanna fyrir hönd Mobutu Sese Seko forseta og byltingarhreyfingarinnar sem nú er f valdaaðstöðu f landinu, M.P.R. Þetta ágæta ljóð hljómar eitthvað áþessa leið: „Ah Ali-e Ah Foreman Yamba Yamba Yamba, Zaire hyllir ykkur Yamba Yamba Yamba, M.P.R. hyllir ykkur Yamba Yamba Yamba, Mobutu hyllir ykkur Vandamálin eru aðeins minn- ingar, bræður Ali og Foreman, f landinu Zaire, f landinu Zaire, Mobutu hefur gefið skipun, og innan skamms verður Zaire hjarta alheimsins, augu alheimsins, öll Afrfka, öll augu Afrfku beinast að Zaire okkar, augu Asfu allrar beinast að Zaire okkar. augu eyjanna allra beinast að Zaire okkar. Vandamálin eru aðeins minn- ingar, bræður Ali og Foreman, Ah Ali-e Ah Foreman." Gleymdi ég að segja þér frá því, að ég vann tvo miða til Majorka í happdrætti? Þú sérð um farangursflutninginn? VELVAKANDI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.