Morgunblaðið - 10.10.1974, Síða 30

Morgunblaðið - 10.10.1974, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. OKTOBER 1974 Sigþór Ömarsson I baráttu við miðvörð Iranna. Spennan eykst í Rey k j av íkurmó ti ÞRlR leikir fóru fram í Reykja- vfkurmótinu f körfuknattleik f fyrrakvöld. KR sigraði Vai með 83 stigum gegn 68, Ármann vann Fram með 79 stigum gegn 50, og ÍR sigraði IS með 90 stigum gegn 88 eftir framiengdan leik. Þar með hafa öil iiðin tapað leik f mótinu nema Ármann, en Ar- mann á eftir erfiða leiki gegn ÍS, og KR. Það er þvf allt útlit fyrir hörkuskemmtilegt mót. Leikur ÍR og IS var mjög spenn- andi undir lokin, og lætin á vellin- um voru mikil. Liðin skiptust á um að hafa forustu allan leikinn og munur á liðunum varð aldrei meiri en 4 stig. Undir lok leiksins voru þrír af beztu mönnum IR komnir út af með 5 villur, Agnar, Sigmar og Jón Jörundsson, sem átti sinn langbezta leik með ÍR. Það var því ekki bjart útlitið hjá ÍR. En þeir sem inná voru börðust af miklum krafti og tókst að komast yfir, og það voru stúdent- ar sem máttu þakka fyrir að ná jöfnu í leiknum 80:80. Hinsvegar leit út fyrir, að IS ætlaði að sigra í framlengingunni, þeir skoruðu fyrstu fjögur stigin og staðan var 84:80. x Þegar ein og hálf mín. var eftir var staðan 86:82 fyrir þá og sigur- inn virtist í höfn. En iR-ingar pressuðu stíft og náðu boltanum hvað eftir annað og fiskuðu vfta- skot. Þeir komust yfir 88:86, en Jón Héðinsson jafnaði þegar 12 sek. voru eftir. IR hóf sókn og þegar flautað var af, var boltinn á leið í körfuna frá Kolbeini Kristinssyni. Skotið fór rétta leið (fyrir ÍR) og sigurinn féll því IR í skaut í þessumæsispennandi leik. Leikir mótsins milli beztu liðanna gefa svo vissulega til kynna, að spennandi íslandsmót sé fram- undan. Jón Jörundsson var bezti maður IR liðsins í þessum leik, hirti mikið af fráköstum í vörn og sókn, skoraði mikið og var iðinn við að „fiska“ villur á miðherja IS liðsins. Agnar átti góða kafla, svo og Sigmar og Kolbeinn, sem leik- ur stórt hlutverk í liðinu í fjar- veru Kristins Jörundssonar. Stúdentarnir voru mjög jafnir, Bjarni og Ingi þó bestir. Leikur Ármanns og Fram var mjög ójafn, og Framararnir ungu áttu mjög í vök að verjast. Ar- mannsliðið lék mjög vel meðan þeir voru að ná 20 stiga forustu, en eftir það var ekki sami „glans“ yfir liðinu. 36:18 í hálfleik, og lokatölur 79:50. Það var allt annar svipur yfir KR-liðinu í leiknum gegn Val en í fyrsta leik liðsins gegn IS. Það var vitað mál, að KR gat mun meira en þeir sýndu þá, og í þess- um leik náði liðið mjög góðum köflum. Valsliðið er ótrúlega sterkt miðað við þá blóðtöku, sem þeir hafa orðið fyrir, en þeir hafa misst bæði Þóri Magnússon og Stefán Bjarkason frá í fyrra. Það sem helzt virðist vanta, er betra skipulag, sérstaklega í sóknar- leiknum, en þar ræður einstakl- ingsframtakið afar miklu. Og þvf er ekki að neita, að vissir einstakl- ingar liðsins ætla sér greinilega á stundum meiri hlut en þeir svo ráða við. En þetta er verk, sem Guðmundur Þorsteinsson þjálfari kippir eflaust í lag, og þá hef ég talsverða trú á Valsliðinu í vetur. Valur hélt alveg i við KR fyrstu 10 mínúturnar og staðan var 14:14. En eftir það fór að draga f sundur með liðunum og í hálf- leik munaði 16 stigum 46:30. Lokatölur 83:68. Staðan: st. Ármann 3 0 3 218:173 6 IS 3 1 2 211:203 4 KR 2 1 1 147:139 2 IR 2 1 1 159:161 2 Valur 2 2 0 122:149 0 Fram 2 2 0 99:149 0 Lokamínúturnar tsland hefur skorað, það er greinilegt. Guðmundur Þorbjörnsson (no. 10), sá sem skoraði, og Atli Edvaldsson fagna markinu. Ljósm Mbl. R. Ax. örlagaríkar fyrir íslenzku piltana mpira ÁhpranHi Á míi Island — N-Irland 1:2 meira áberandi. Á 30. mfnútu náðu þeir að jafna metin, þegar þeir brutust f gegn hægra megin. LOKAMlNUTUR unglingalands- leiksins f fyrrakvöld urðu fslenzka liðiqu örlagarfkar. Það hafði ráðið gangi leiksins lengst af f seinni hálfleik, skorað gott mark og átt mörg marktækifæri til viðbótar. En á lokamfnútunum virtist úthaldið alveg búið, Norð- ur-lrarnir náðu algjörum tökum á leiknum og höfðu skorað tvö mörk, áður en yfir lauk og unnið 2:1. Tap á heimavelli þýðir nánast, að fsienzka unglinga- Iandsliðið er úr leik f Evrópu- keppni unglingaliða, nema það standi sig þvf betur f seinni leik liðanna, sem fram fer f Belfast 23. október n.k. Liðið sem sigrar öðlast rétt til þátttöku f loka- keppni Evrópukeppninnar, sem fram fer í Sviss næsta vor. SÆNSKI LANDSLIÐSBUNINGURINN Það voru margir áhorfendur á Melavellinum í fyrrakvöld til að fylgjast með landsleiknum, eflaust minnugir góðrar frammi- stöðu íslenzkra unglingalandsliða á sfðustu árum. Ráku áhorfendur upp stór augu, þegar liðin hlupu inn á völlinn, því íslenzka liðið klæddist ekki hinum venjulega fslenzka landsliðsbúningi, bláa og hvíta, heldur sænska landsliðs- búningnum, gula og bláa! Fram- kvæmd Ieiksins af hálfu KSl virtist heldur ekki upp á það bezta, t.d. var áhorfendum aldrei tilkynnt skipan liðanna og það kostaði blaðamenn töluverða fyrirhöfn að fá þau uppgefin. En snúum okkur að leiknum. Fyrri hálfleikurinn verður af- greiddur með fáum orðum, því hann var ákaflega tilþrifalftill og leiðinlegur. Mest miðjuþófogtæki- færi ekki teljandi. írarnir voru mun betri úti á vellinum, miklu leiknari með knöttinn en okkar piltar, sem aftur höfðu meiri líkamsburði en írsku piltarnir. tsland skorar íslenzka liðið kom tvíeflt til leiks í seinni hálfleik og eftir rúma mfnútu lá knötturinn í írska markinu. Sending kom inn í vfta- teiginn frá vinstri, á Guðmund Þorbjörnsson. Hann lék laglega á írska miðvörðinn með bolvindu og skoraði örugglega framhjá markverðinum, sem kom hlaupandi út úr markinu. Markið verkaði sem vítamínsprauta á íslenzka liðið og hver sóknin af annarri dundi á frska markinu. Á 8. mfnútu seinni hálfleiks komst Atli Edvaldsson í dauðafæri, en lyfti boltanum heldur hátt svo hann sveif yfir markslána. Og tveimur mínútum síðar fékk Ómar Sigþórsson mjög gott tæki- færi, eftir fallega leikfléttu íslenzka liðsins, en í þetta sinn gátu Irarnir með naumindum bjargað í horn. Pressan hélt áfram og á 16. mínútu hálfleiks- ins átti Sigurður Halldórsson skalla að marki eftir hornspyrnu, en írskur bakvörður hafði heppnina með sér og bjargaði á línu. Mínútu síðar munaði svo ekki nema millimetrum að knött- urinn hafnaði í netinu. Hálfdán Örlygsson brauzt skemmtilega f gegn vinstra megin, lék f átt að markinu og skaut sfðan þrumu- skoti. Boltinn fór í stöngina fjær og sfðan þvert fyrir markið og í hina stöngina, en þá gátu Irarnir með naumindum bjargað í horn. Upp úr hornspyrnunni fékk Ómar gott tækifæri, en var of seinn að nýta sér það. Eftir þennan darraðadans dofnaði mjög yfir íslenzka liðinu og írsku piltarnir fóru að verða Upphlaupið endaði með skoti hægri útherjans David McCrerry, sem hafnaði í horninu fjær. Og enn sóttu írarnir, og sigur- mark þeirra kom á 88. mínútu, tveimur mínútum fyrir leikslok, og var miðherjinn Noel Brakerstone þar að verki, eftir að slæm mistök höfðu átt sér stað í islenzku vörninni. Og þar með var sigur Iranna tryggður, 2:1. Liðin Þetta unglingalið er mikið breytt frá þvf síðast, og við fyrstu sýn virðist það ekki eins gott og liðin sem komust í úrslitin á Italfu og í Svfþjóð. Beztir voru þeir Jón Þorbjörnsson Þrótti, markvörður sem hirti flesta bolta sem inn í teiginn komu, miðverðirnir Sigurður Halldórsson lA og Magnús Bergsson Val, fram- línumennirnir Guðmundur Þorbjörnsson Val og Hálfdán Örlygsson KR. írska liðið er létt- leikandi og skemmtilegt, en þó ekki eins sterkt og mörg unglinga- liðin, sem hingað hafa komið. Bezti maður liðsins og jafnframt bezti maður vallarins var Alan Simpsson (no. 10), frábær knatt- spyrnumaður. Þá voru mið- verðirnir mjög góðir, sömuleiðis markvörðurinn. Dómarinn var skozkur, Kyle að nafni, og stóð hann sig vel. Islenzka liðið var þannig skipað: Jón Þorbjörnsson Þrótti, Guðjón Hilmarsson ÍA, Árni Valgeirsson Þrótti, Magnús Bergsson Val, Sigurður Halldórsson ÍA, Magnús Teits- son Stjörnunni Atli Edvaldsson Val, Karl Sveinsson IBV, Sigþór Ómarsson ÍA, . Guðmundur Þorbjörnsson Val og Hálfdán Örlygsson KR. —SS.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.