Morgunblaðið - 26.10.1974, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1974
Fa
/T /// / . ! v
4 iAjm
22-0*22*
RAUOARÁRSTÍG 31
LOFTLEIÐIR
BILALEIGA
f
CAR RENTAL
21190 21188
BÚIÐ VELOG ÓDÝRT
f KAUPMANNAHÖFN
Mikið lækkuð vetrargjöld.
Hotel Viking býður yður ný-
tizku herbergi með aðgangi
að baði og herbergi með
baði. Simar i öllum her-
bergjum, fyrsta flokks veit-
ingasalur. barog sjónvarp.
2 mín frá Amalienborg. 5
mín. til Kongens Nytorv og
Striksins.
HOTELVIKING
Bredgade 65, 1260 Kebenhavn K
Tlf. (01) 12 45 50, Telex 19590.
Sendum bækling og verð.
Lynx
SEGULBAND
Kr.: 8.975.—
★ 220 v
★ Rafhlöður
★ Auto-stop
Póstsendum
RAFB0R6 SF.
RAUOARARSTIG 1 SÍMI 11141
Tímaskekkja
Alþýðuflokksins
Á miliistrfðsárunum kom Al-
þýðuflokkurinn sem rðttækt
afl inn f fslenskt þjððlff. Al-
þýðuflokksmenn telja sig hafa
komið ýmsum þörfum málum
fram á þeim tfma og þau eru
raunar enn f dag helstu skraut-
fjaðrir árððursmeistara flokks-
ins. Með nokkurri einföldun
má segja, að Alþýðuflokkurinn
hafi málefnalega aldrei komist
nær samtfmanum en að
kreppuárunum fyrir seinni
heimsstyrjöldina. Það er eins
og Alþýðuflokkurinn hafi
aldrei losnað úr viðjum
kreppuáranna og eflaust er það
skýringin á þvf, hversu erfitt
hann hefur átt uppdráttar f
samtfmanum.
Það er ekki einvörðungu, að
stjðrnmálaskrif Alþýðublaðs-
ins hafi alltaf örðu hvoru um
áraraðir einkennst af þessari
tfmaskekkju; skrif þess um
samtfmaviðburði þurfa einnig
að fara á skjön við raunveru-
leikann. Sjaldan hafa þessi ein-
kenni komíð betur fram f
stjðrnmálaskrifum Alþýðu-
blaðsins en einmitt f sumar.
Alþýðublaðið er að sjálfsögðu f
andstöðu við núverandi rfkis-
stjðrn. En frá þvf að rfkisstjðrn
Sjálfstæðisflokksins og Fram-
sðknarflokksins var mynduð
fyrir tveimur mánuðum hefur
blaðið f raunréttri ekki gagn-
rýnt stefnu stjðrnarinnar eða
einstakar aðgerðir, sem hún
hefur beitt sér fyrir, einu auka-
teknu orði. Stjðrnmálasérfræð-
ingar Alþýðublaðsins hafa ein-
faldlega verið uppteknir við að
skrifa um tilbúna hluti og fyr-
irbrigði, rétt eins og þeir hafi
ekki gert sér grein fyrir þvf,
sem raunverulega er að gerast f
þjððfélaginu.
Að sjálfsögðu hefur engum
dottið f hug að taka stjðrnmála-
skrif Alþýðublaðsins alvarlega.
Hitt er athyglisvert, að jafnvel
yngsta þingmanni Alþýðu-
flokksins, sem jafnframt er rit-
stjðri Alþýðublaðsins, skuli
vera um megn að skrifa f
flokksblaðið um raunveruieg
ágreiningsefni f fslenskum
stjðrnmálum. 1 sjálfu sér er
það ofur eðlilegt, að eldri Al-
þýðuflokksmenn rfghaldi f
hugmyndafræði kreppuáranna,
en hitt er dálftið kynlegt, að
unga fðlkið f flokknum, sem
komist hefur til áhrifa, skuli
vera sama marki brennt.
Á skjön við
raunveruleikann
Til marks um þessi utan-
gáttaskrif Alþýðublaðsins að
undanförnu er rétt að minna á,
að forystugreinar þess hafa
nánast ekki fjallað um annað
en tvær fullyrðíngar: Sú fyrri
er, að núverandi rfkisstjðrn
hafi enga stefnu mðtað við
lausn efnahagsöngþveitisins.
Sfðari fullyrðingin er sú, að
rfkisstjðrnin hafi ekkert að
gert til þess að rétta hlut
þeirra, sem lakast eru settir f
þjððfélaginu.
Alþýðublaðið fjailar ekki um
það, hvort rfkisstjðrnin hafi
farið rétt við fyrstu endur-
reisnarráðstafanirnar, hvort
vfkja átti burtu vofu atvinnu-
leysis og samdráttar með þeim
hætti, sem gert hefur verið. Al-
þýðublaðið segir hins vegar, að
ekkert hafi verið gert. Og það
fjaliar heldur ekki um launa-
jöfnunarbætur til láglauna-
fðlks og elli- og örorkulffeyris-
þega og hækkun fjölskyldu-
bðta, sem rfkisstjðrnin beitti
sér fyrir f samráði vað laun-
þegasamtökin og mikið hefur
verið skrifað um f Morgunblað-
inu. Þess f stað má lesa f Al-
þýðublaðinu: „En Morgunblað-
ið birtir enga leiðara um vanda-
mál láglaunafðlks f Iandinu,
eða erfiðleika hinna sjúku og
hinna öldruðu, sem eiga vart til
hnffs og skeiðar. Þvf sfður hvet-
ur blaðið til þess, að eitthvað
verði reynt að gera til þess að
leysa vanda þessa fðlks.“
Þannig fara skrif yngri kyn-
slððar Alþýðuflokksmanna á
skjön við allan raunveruleika á
sama hátt og eldri kynslððin
situr föst f hugmyndafræði
kreppuáranna.
Messur á morgun
Hallgrfmskirkja. Klukkan
10.30, forseti Islands leggur
hornstein kirkjunnar. Klukkan
11, biskup landsins vígir nýja
kirkjusalinn í syðri turnálm-
unni. Vígsluvottar Geir Hall-
grímsson forsætisráðherra,
dómprófastur sr. Óskar J.
Þorláksson og sóknarprestarnir
dr. Jakob Jónsson og Ragnar
Fjalar Lárusson. Strengjasveit
úr Tónlistarskólanum leikur,
kór kirkjunnar syngur undir
stjórn organista hennar, Páls
Halldórssonar. Klukkan 2 síód.
hátíðarguðsþjónusta, dr. Jakob
Jónsson prédikar, sr. Ragnar
Fjalar Lárusson þjónar fyrir
altari. Strengjasveitin leikur
og kór kirkjunnar syngur undir
stjórn organistans, Páls
Halldórssonar. Klukkan 5,
orgeltónleikar; tékkneski orgel-
leikarinn Plánský leikur fjöl-
breytta kirkjutónlist. Lokaorð
og bæn fiytur sr. Ragnar fjalar
Lárusson.
Neskirkja Barnasamkoma kl.
10.30 guðsþjónusta kl. 2 síðd.
Sr. Jóhann S. Hlíóar.
Garðakirkja Guðsþjónusta kl.
11 árd. — Minnst sr. Hailgrims
Péturssonar. Sr. Bragi Friðriks-
son.
Hafnarfjarðarkirkja Messa kl.
2 síðd, Hallgríms minning.
Barnaguðsþjónusta kl. 11 árd.
Sr. Garðar Þorsteinsson.
Laugarnesprestakall kl. 11 árd.
fermingarmessa og altaris-
ganga. Fermdir verða Jón Grét-
ar Kristjánsson Kirkjuteigi 7 og
Ómar Sigurjónsson Miðtúni 3.
Sr. Garðar Svavarsson.
Langholtsprestakall Barnasam-
koma kl. 10.30 árd. Sr Árelius
Nielsson. Guðsþjónusta ki. 2
síðd — ræðuefni: Mál hjartans.
Óskastundin kl. 4 síðd. Sr.
Sigurður Haukur Guðjónsson.
Frfkirkjan Barnasamkoma kl.
10.30 árd. Guðni Gunnarsson.
— Messa kl. 2 síðd. Sr. Þor-
steinn Björnsson
Háskólakapellan. Messa kl. 9
síðd. Stud theol Magnús Björn
Björnsson prédikar. Sr. Ás-
grímur Jónsson þjónar fyrir
altari. Organisti Hörður Áskels-
son. Fél. guðfræóinema H.í.
Keflavfkurkirkja. Klukkan 1.15
barnaguðsþjónusta. Messa kl. 2
síðd. Eldri borgurum safnaðar-
ins sérstaklega boðin þátttaka
kl. 9 síðd. Kvöldvaka helguð
minningu Hallgríms Pétursson-
ar. Tekið á móti gjöfum til Hall-
grímskirkju í Reykjavík. Sr.
Björn Jónsson.
Ytri-Njarðvfk. Barnaguðsþjón-
usta kl. 11 árd. I Stapa. Sr.
Björn Jónsson.
Heimatrúboð leikmanna.
Sunnudagaskóli er hvern
sunnudag að Öðinsgötu 6
klukkan 2 síðd.
Hvalsneskirkja. Messa kl. 2
síðd. Minnst 300 ára ártíðar sr.
Hallgrfms Péturssonar. Tekið á
móti gjöfum til Hallgríms-
kirkju f Reykjavík. Sr. Guð-
mundur Guðmundsson.
Dómkirkjan. Messa kl. 11. Sr.
Þórir Stephensen. Messa kl. 2
sr. Óskar J. Þorláksson dóm-
prófastur. Barnasamkoma kl.
10.30 í Vesturbæjarskóla við
Öldugötu. Frú Hrefna Tynes
talar við börnin.
Dómkirkja Krists konungs f
Landakoti. Lágmessa kl. 8.30
árd. Hámessa ki. 10.30 árd.
Lágmessa kl. 2 síðd.
Árbæjarprestakall. Barnasam-
koma í Árbæjarskóla kl. 10.30.
Guðsþjónusta í skólanum kl. 2
síðd. Minnst 300 ára ártíðar sr.
Hallgrfms Péturssonar. Sr.
Guðmundur Þorsteinsson.
Filadelfía f Reykjavfk. Sunnu-
dagaskólinn kl. 10.30. Almenn
guðsþjónusta kl. 8 sfðd. Einar
Gíslason.
Oddakirkja. Messa kl. 9 síðd.
Sr. Gallgrims minnst.
Stórólfshvoli. Messa kl. 2 síðd.
Hallgríms minning. Barnaguðs-
þjónusta kl. 3 síðd. Sr. Stefán
Lárusson.
Stokkseyrarkirkja. Messa kl. 2
síðd. Sóknarprestur.
Eyrarbakkakirkja. Barnaguðs-
þjónusta kl. 10.30 árd. Sóknar-
prestur.
Bústaðakirkja. Barnasamkoma
kl. 11 árd. Hátiðarguðsþjónusta
á ártið sr. Hallgríms Pétursson-
ar kl. 2. Benedikt Benediktsson
syngur einsöng. Sr. Ólafur
Skúlason.
Asprestakall. Ferming í
Laugarneskirkju kl. 2 siðd.
Barnasamkoma i Laugarásbíói
kl. 11 árd. Sr. Grímur Grfms-
son.
Grindavfkurkirkja. Messa kl. 2.
Minnst 300 ára ártíðar sr. Hall-
gríms Péturssonar og tekið á
móti gjöfum til Hallgríms-
kirkju í Reykjavík. Sr. Jón Árni
Sigurðsson.
Breiðholtsprestakall. Messa í
Breiðholtsskóla kl. 2 síðd. Hall-
gríms minning. Aðalsafnaðar-
fundur. — Barnasamkoma kl.
10.30 sr. Lárus Halldórsson.
Háteigskirkja, Barnaguðsþjón-
usta kl. 10.30 árd. Sr. Jón
Þorvarðsson. Messa kl. 2 síðd.
Sr. Arngrímur Jónsson.
DigranesprestakalI. Barnasam-
koma i Víghólaskóla kl. 11 árd.
Messa f Kópavogsskóla kl. 2
siðd. Sr. Þorbergur Kristjáns-
son.
Kársnesprestakall. Barnaguðs-
þjónusta kl. 11 i Kársnesskóla.
Guðsþjónusta kl. 11 árd. Sr.
Arni Pálsson.
Lágafellskirkja. Guðsþjónusta
kl. 2 síðd. 300. ártíð Hallgrims
Péturssonar. Sr. Bjarni
Sigurðsson.
Frfkirkjan f Hafnarfirði.
Barnasamkoma kl. 10.30. Guð-
mundur Óskarsson.
Kirkja Óháða safnaðarins.
Messa kl. 2 síðdegis. Sr. Emil
Björnsson.
Gat nú skeð að Gvuð-
bergur eymínginn og
Steinar skáld af Skaganum
yrðu fyrstir til að fleingríða
truntum slnum útí jóla-
bókaflóðið í ár. Ekki er að
efa að undan túngurótum
þeirra spretta lífgrös ein og
fullkomin lystaverk og ekki
annað.
Að vísu má búast við að
megnið af upplaginu fái að
rykfalla í ró og næði hjá
bóksölum og forleggjurum
næstu árin og kannski
leingur því íslendfngum er
annað betur lagið en aka
prentuðu máli á hauga eða
brúka það sem eldsmat. En
það breytir aungvu um
snilligáfu höfundanna. Því
hvunær hefur þessi þjóð
metið snillínga sína fyrren
laungu eftir að þeir voru
búnir að blása út? Nema
hann Kiljan okkar auðvitað.
Það má líka vel vera að
einhvurjum gángi miðurvel
að tileinka sér speki höf-
undanna og þá heiðríku
andagift sem ilmar á móti
manni á hvurri blaðsíðu.
Eða þá háleitu fegurð og
það snjalla túngutak sem
leynist milli spjalda téðra
rita einsog perla milli
skelja, lús milli tveggja
nagla eða kalt vatn milli
skinns og hörunds. En
ónæmi á lyst og fegurð
þessara bókmenntaverka
og hugverka séníanna af-
hjúpar einúngis þraungsýni
og búraskap og borgaralega
komplexa (hvur fjandinn
sem það nú annars er),
einsog allir vita og ójoð
manna best, enda áhuga-
verður sem slíkur.
En meðal annarra orða:
Þetta ætlar líklega barasta
að verða hið skemmtileg-
asta bókaflóð þó vart muni
fyrir dyrum standa hlaup úr
andlegum Grímsvötnum
stórsnillínga vorra og
menníngarvita að sinni.
Þó er ekki alls örvænt.
Enn hefur ekkert birst eftir
Vilborgu skáld og Þorstein
Matthíasson; og það má
hundur heita í höfuðið á
Jakobi ef Tór og Ingibjörg
eiga ekki eftir að auðga
menníngarlíf okkar nokkr-
um ágætisverkum áðuren
þjóðhátíðarárið rennur í
aldanna skaut einsog
hvurtannað ómerkilegt og
venjulegt ár sem skopar
skeið sitt til enda án nokk-
urrar minnstu fyrirgreiðslu
frá Indriðagje.