Morgunblaðið - 26.10.1974, Page 14

Morgunblaðið - 26.10.1974, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÖBER 1974 Gervihn attamyn d Vatnajökull séður frá gervihnetti f 920 km hæð. Á þessari óvenju skýru mynd má lesa ýmislegt um undirlag Vatna jökuls. Hinn 23. júlí 1972 lét banda- riska geimferðastofnunin NASA skjóta á loft gervihnetti, sem hlaut heitið ERTS — 1 en ERTS er skammstöfun fyrir Earth Resources Technology Satellite. Gervihnöttur þessi er sem sé ein- göngu ætlaður til vísindalegra rannsókna og myndir þær, er hann tekur, getur hver sem er fengið með kostnaðarverði; hér- lendis hjá Landmælingum ís- lands. ERTS —1 fer umhverfis jörð- ina í 103 mínútum (14 sinnum á sólarhring) í 920 km fjarlægð, og er braut hans næstum frá norðri til suðurs. Myndirnar taka yfir 185 km breitt belti og gangi gervi- hnattarins þannig hagað, að myndaræmurnar þekja hver aðra að nokkru leyti. A 18 dögum ná þær að þekja yfirborð jarðar og hnötturinn þá kominn á sömu braut og 18 dögum áður. Yfir Is- land fer hnötturinn um eða rétt um hádegi að heimatíma, sem er sami og núverandi íslenzkur tími og tilfærsla brautar hans er slík, að hver staður kemur á mynd þrjá daga í röð. Þær rafbylgjur, sem gefa myndirnar, eru teknar upp á myndsegulband. Auk þess getur gervihnötturinn tekið á móti öðr- um upplýsingum um breytingar á hitaútstreymi frá yfirborði Surts- sýnir landið undir Vatnajökli Hinn 31. janúar 1973 náðist frá gervihnettinum ERTS — 1 sérlega góð mynd af meginhluta Vatnajökuls og nokkru af umhverfi hans og má á þeirri mynd sjá ýmislegt, sem ekki hefur verið veitt athygli áður. Um þetta efni skrifa Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur, Richard S. Williams frá U.S. Geological Survey í Virg- iniu og Kristján Sæmundsson jarðfræðingur greinar í nýútkomið hefti af Jökli, tfmariti Jöklarannsóknafélags tslands og er þar birt þessi mynd f mælikvarða um 1:1000,000 tekin úr 920 km hæð og einnig hlutar af henni enn meira stækkaðir. Skýringar þeirra og frásögn af gervihnettinum gefa góða hugmynd um möguleika þess- ara gervihnattamynda. En þessi ákveðna mynd virðist hafa leitt ýmislegt í ljós um undirlag jökulsins. t ágripi með fyrri greininni segir Sigurður: eyjar og telur skjálfta á Reykja- nesskaga. Hinn 31. janúar 1973 náðist sér- staklega góð mynd af meginhluta Vatnsjökuls og nokkru af um- hverfi hans. Myndin ér tekin kl. 12.08, er ERTS — 1 var á leið frá NA til SV. Sól er 7 gráður yfir sjóndeildarhring. Mynd þessi er Ólöf D. Árnadóttir: Hvað er blómamenning ? „Því hvað er auður af I og hús ef engin jurt vex f þinni krús“. (H.K.L.) DAGANA 11.—12. sept. var haldið námskeið á vegum Garð- yrkjudeildar Sambands sunn- lenskra kvenna og Garðyrkju- skóla rikisins að Reykjum í ölfusi, í skemmtilegu umhverfi og við ágætar aðstæður í húsa- kynnum skólans. Þetta er í ann- að skipti, sem slíkt námskeið er haldið, og komust helmingi færri að en vildu, að þessu sinni. Það var Ragna Sigurðardóttir í Kjarri, hin landskunna dugn- aðar- og jarðræktarkona, sem stjórnaði námskeiðinu. Mun hún hafa átt hugmyndina að þessari starfsemi í upphafi og skipulagt hana ásamt Grétari Unnsteinssyni, hinum ötula og áhugasama skólastjóra Garð- yrkjuskóla ríkisins. Mig langar til þess að drepaá eitt atriði, sem var á dagskrá mílli matar og kaffis þann 12. sept. Þó ætla ég ekki að fara að lýsa þessu efni, sem var sýni- kennsla í blómaskreytingum, það verður ekki gert með orð- um, en mig langar til að rabba við ykkur um nokkrar hug- myndir sem varpað var fram, eða gætu hafa komið í hug okk- ar, við kennsluna. Við komum okkur fyrir í stór- um blómaskála, eða öllu heldur malargarði, sem tengir saman tvær álmur skólans. Rigning- in buldi á þakinu og hljómaði sem undirspil við þær spaugi- legu athugasemdir sem læri meistarinn, hollendingurinn A. Ringelberg, lét óspart fjúka í sambandi við klaufalega með- höndlun á skrautmunum og blómum. Við fengum að vita að við kunnum varla að setja blóm í vatns, sem verður til þess að þau veslast upp og deyja fyrir tímann, samanber rósir, sem settar eru í ískalt vatn. Og við fengum að vita að við höfum ekki þekkingu eða hugsun á að hagræða blómum þannig að fegurð þeirra og yndisþokki fái notið sín sem best, þar að segja, við kunnum ekki þá list að láta blómin tala, eins og það er orð- að. En hvernig eigum við þá að fara að þvi áð láta blómin tala? Því get ég ekki svarað (þrátt fyrir námskeiðið!), það verða galdramenn eins og Ringelberg að segja okkur og sýna, þótt ráðin liggi við hvers manns dyr. En hér koma nokkrir sundur- lausir þankar. Við byrjum á því að leysa upp hina stóru blómavendi, með það fyrir augum að dreifa þeim yfir lengri tíma. Ég skal reyna að útskýra þetta nánar, en þar sem hér var um að ræða sýnikennslu á skrautblómum úr gróðurhúsum verðum við að einskorða okkur við þau, enda við hæfi þar sem við erum stödd í ylræktarbænum Hvera- gerði. Það hljómaði f fyrstu dálítið undarlega þegar leiðbeinandi okkar, er við vissum að var gamalgróinn blómasali fór að tala um að það væri stundum óþarflega mikið keypt af blóm- um. Gat honum verið alvara? Jú, víst var honum alvara, en hann átti ekki við heildina heldur hitt, að fólk keypti stundum óþarflega mikið af blómum í einu. I stað þess að gera stór kaup stöku sinnum væri mun betra að taka fá blóm í senn, en veita sér þá ánægju sem oftast. — Að sjálfsögðu myndi Ringelberg með gleði selja okkur átta rósir eða svo, þakka, hneigja sig lítið eitt og brosa örlítið, en trúlega aðeins örlftið, sitt besta bros geymir hann nefnilega viðskiptavinin- um, sem kaupir eina rós á viku í tvo mánuði. En svo minnst sé á blómagjaf- ir — hvers vegna þarf endiiega að miða blómagjafir svo mjög við hátíðir og tyllidaga eins og nú er lenska? Er ekki enn þá meiri þörf fyrir þennan gleði- gjafa til þess að lýsa upp hvers- dagsleikann, frá mánudegi til laugardags? Hvaða vit er til dæmis í þvf að margir komi samtímis með stóra blómvendi þegar hún Rúna frænka á af- mæli? Hún lendir bara á vand- ræðum þegar allir vasar eru orðnir fullir. Eftir nokkra daga er hún svo búin að fá hálfgert ofnæmi fyrir blómum. Það líð- ur að vfsu hjá strax og vasarnir eru aftur orðnir auðir og ef til vill fá þeir að standa auðir í ellefu mánuði á ári. En er það blómamenning? Og Rúna frænaka, sem hefði sér til unað- ar, getað átt blóm i sinni krús allt árið um kring, ef við hefð- um aðeins kunnað þá list að láta þau falla á veg hennar eitt og eitt, eða tvö og þrjú í senn. Að láta blómin falla smám sam- an yfir sviðið — máski það sé einmitt einn þáttur þess sem nefnt hefur verið blómamenn- ing. Að gefa eitt blóm hefur viss- an þokka. Hvernig á því stend- ur er ekki gott að segja. Líklega er það þó meðal annars vegna þess að viðtakandanum er treyst til þess að skapa fegurð í húsi sfnu úr litlum efnivið. Að finna slíkt traust er meir en gaman, það er heiður. og kemur mér þá í hug setningin, sem töframaðurinn Ringelberg endurtók, hvað eftir annað: „Að gera mikið úr litlu, það er listin." Vitanlega eru okkur ekki bönnuð hjálpargögnin. Á hverju heimili má finna sitt hvað, sem vel getur staðið með hvers konar afskornum blóm- um, greinum og stráum, svo sem lauf af pottablómum, vax- kerti, ávexti og alls konar stytt- ur og steina. Þið trúið þvf víst ekki að hægt sé að nota papríku við blómaskreytingu, en þetta gerði meistarinn með ágætum árangri. Hvað við notum fer eftir hvers manns eign og hug- arflugi. Einn er sá þáttur í sambandi við blómagjafir, sem ég á bágt með að láta undan falla að minnast á, þótt það kunni að vera viðkvæmt mál, en hann mun snerta flest okkar ein- hvern tíma á æfinni. Hugsið ykkur öll blómin sem bfða manns, þegar við höfum Ringelberg fræðir þátttakendurna á nám kvatt þennan heim. Hver hefur ekki verið viðstaddur útför þar sem kistan er alþakin blómum, með blóm til beggja handa f vösum, stórum og smáum. Það eru svo margir fleiri en nán- ustu ættingjar og vinir, sem vilja veita hinum góða ferða- félaga vott þakklætis og vin- áttu, þó hann sé nú — kominn hvurt, kannski eitthvað langt í burt — eins og í vísunni stend- ur. Við sitjum og einblfnum á þetta litrfka haf, hvílík fegurð, hugur okkar fyllist undrun og aðdáun. Hvar skyldu þau nú

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.