Morgunblaðið - 26.10.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.10.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÖBER 1974 15 birt hér í heild og mælikvarði um 1:1000.000. Margterhægtaðsjá á þessari mynd. (Sitt hvað af því kemur þó ekki vel fram nema af frummyndinni) og sumu af því hefur ekki verið veitt eftirtekt áður, enda gefur mynd úr svo mikilli hæð betri heildarsýn yfir stórt svæði en áður tiltækar myndir, sem teknar hafa verið úr fárra km hæð. Vegna þess hve lágt sólin er á lofti, koma ójöfnur á yfirborði Vatnajökuls sérlega vel fram og gefa ýmsar vísbend- ingar um landið undir jöklinum. Að þessu er svo vikið í seinni greininni og bent á ýmislegt sem lesa má út úr myndinni. Er bent á að sú NA-læga stefna, sem er ráð- andi í höfuðdráttum landslagsins suðvestur af Vatnajökli sjáist vel og einnig sést NV-SA-læga brota- línustefnan á þessum svæðum. Myndin styður þær ályktanir, sem dregnar hafa verið af neðan- jökulsleið hlaupvatns í Skaftár- hlaupum, sem sé þær, að SV-NA- lægir hryggir liggi inn undir Vatnajökul í framhaldi af hryggj- um við Langasjó og eru slikir hryggir skýring á þeirri stað- reynd, að Tungnaá var bergvatns- á admestu Iangt fram eftir öldum Islandsbyggðar, þegar jaðar Tungnaárjökuls var mörgum km innar en nú. Á stækkaðri jpynd má sjá rás, er gengur frá Skaftar- hlaupakvosinni um 3 km til suð- vesturs og er lítill vafi á að hún hefur myndast i sambandi við Skaftárhlaupið í ágúst 1972 og endurspeglar neðanjökulsfarveg hlaupsins. Á sömu mynd má sjá hringlaga kvosir, er liggja í sveig norðaustan og suðaustan við Svía- hnjúk eystri og má vera, að þær liggi yfir farvegi Grimsvatna- hlaupsins frá marz 1972. Yfirborð Vatnajökuls á þess- ari ERTS — 1 mynd leið- ir ýmislegt fleira í ljós um undirlag jökulsins. Hún bend- ir til þess, að Bárðarbunga sé megineldstöð með öskju, og einn- ig til þess, að skammt suðvestur af Kverkfjöllum sé stór spor- öskjulaga askja með lengdarrás í stefnu N 30 gráður V. Þar gæti verið eldstöð sú, sem Sigurður Þórarinsson taldi í ritgerð 1950 að væri að finna undir Dyngjujökli og hefði valdið stórhlaupum I Jökulsá á Fjöllum. Aðra spor- öskju svipaðrar stærðar (um 8x5 km), en með stefnunni N 30 gráð- ur A, er að finna f sjálfum Kverk- fjöllum. Askja svipaðrar stærðar virðist einnig vera norðvestan í Esjufjöllum, en þau munu löngu hætt að vera virk sem megineld- stöð, enda mjög rofin, Fleira er nefnt athyglisvert í undirlagi Vatnajökuls á mynd- inni, svo sem brotalína með stefn- unni N 35 gráður frá NA-horni Grænafjalls til Þórðarhyrnu. Suð- vestan þessarar línu einkennist landsvæðið af mjög lágum og beinum misgengum hryggjum og gígaröðum. Norðaustan línunnar eru megineldstöðvar ráðandi og halda þær vesturhluta Vatna- jökuls uppi f tvöfaldri merkingu og raunar einnig Tungnafells- jökli. Með líkum hætti bera stap- ar uppi Langjökul og aðra minni jökla þar nærri, en Hofsjökull er borinn upp bæði af stöpum og megineldstöðvum. Tungnafells- jökli erugerðskilog síðar segir: Samstæðan Tungnafellsjökull — Hágöngur er býsna lík Grfmsvötn- um, sem eru askja í stórri megin- eldstöð og suðvestur þaðan er Iíparítgossvæði, sem nær suður í Geirvörtur. Eftir að megineldstöð hefur sýnt sig að vera undir Bárðarbungu, er vel líklegt að svipuð tengsl séu milli hennar og svæðisins suðvestur í Hamarinn. Kverkfjöll kunna að vera fjórða dæmið um svona samstæðu, enda þótt byggingin sé þar nokkuð frá- brugðin, svo sem öskjurnar tvær gefa til kynna. skeiðinu. — Ljósm.: Ragna Hermannsdóttir. vera blómin sem við sendum, það er víst engin leið að finna þau. Það er líka dálítið erfitt að trúa því að hægt sé að finna þau. Það er líka dálftið erfitt að trúa því að hægt sé að finna líkama hans Jóns gamla frá Hlíðarkoti undir svona þykkri blómabreiðu. Við minnumst þess ekki að hafa séð blóm á borði heima hjá honum, nema á áttræðisafmælinu hér um árið. En nú er ekki staður né stund fyrir neinar bollaleggingar svo við förum að hlusta á sálma- sönginn og reynum að átta okk- ur á ræðu prestsins, sem fer varfærnum orðum um þyrnum stráða æfibraut hins látna heiðursmanns. Á slíkum stundum slær hjart- að hægar og annarleg kyrrð kemst á hugann. Allt í einu getur svo farið, að hið raun- verulega verði óraunverulegt og öfugt. Hið litríka haf tekur að óskýrast fyrir augunum á okkur, þar til það er með öllu horfið. En þarna stendur kistan sveipuð íslenska fánanum og ofan á honum liggur vöndur úr vorblómum, eða villiblóm í sumarskrúða, eða lyngjurtum í Framhald á bls. 22 MATSEÐILL VIKUNNAR MÁNUDAGUR Soðinn ýsa, brætt smjör, hrátt salat, makrónumjólk. ÞRIÐJUDAGUR Steikt hjörtu, hrátt salat, blönduðiáyaxtasúpa. MIÐVIKUDAGUR Fiskhringur (fiskdeig) græn metisj af ningur skyrsúpa. FIMMTUDAGUR Kjötdeig i tómötum (sjá uppskrift), Kartöflu-ogtómatsúpa (sjá uppskrift). FÖSTUDAGUR Soðin bjúgu, kartöflujafningur. LAU GARDAGUR Soðinn saltfiskur með hömsum, hrátt salat, appelsinur. SUNNUDAGUR Svið með hrærðum kartöflum og rófum, SVESKJUFRAUÐ (sjá uppskrift). KJÖTDEIG I TÓMÖTUM. Búið til kjötdeig úr 200 g af kjöti. Skerið lok af 6 tómötum og takið innan úr þeim. Fyllið þá með kjötdeigi, og leggið lokin yfir. Látið tómat- ana i smurt, eldtraust mót. Látið síðan maukið úr tómötunum í kring. Látið mótið í ofn, og bakið í um 20 mín. Ofnhiti 180°. Berið réttinn fram með bræddu smjöri. Kartöflu- og tómatsúpa. 1 laukur, 20 g smjör, 2 1 soð, 6 kartöflur, 20 g smjörlíki, 20 g hveiti, 5 tómatar salt, pipar. Saxið laukinn og sjóðið f smjörinu nokkrar mínútur. Hellið soðinu út í. Flysjið kartöflurn- ar, sneiðið og sjóðið, þar til þær eru meirar. Þrýstið gegn um sigti og jafnið. Kremjið tómat- ana, og blandið þeim saman við súpuna. Keim- ið. Berið réttinn fram með hveitibrauði og rifnum osti eða kexi og osti. SVESKJUFRAUÐ 200 g sveskjur, 150 g sykur, 6 eggjahvftur, Sjóðið sveskjurnar í litlu vatni. Takið steinana úr þeinri, saxið þær smátt og blandið sykrinum í. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim varlega saman við. Bakið. Brauðmatur allur er mjög hentugur og góður sem kvöldverður. Hér er ein uppskrift af bök- uðu brauði: PARlSAREGG: 4 sneiðar hveiti- eða heilhveitibrauð, 4 sneiðar skinka, 2 tómatar, 4 egg, smjör. Smyrjið brauðsneiðarnar með smjöri og leggið skinku ofan á. Skerið tómatana í sneiðar og leggið ofan á skinkuna. Aðskiljið eggin, en varist að eyðileggja eggjarauðuna. Geymið hana í skurninni á meðan. Stífþreytið eggja- hvíturnar. Sprautið þeim í hring á brauðsneið- ina ofan á tómatana. Setjið eina rauðu f holuna á hverri sneið. Bakið brauðið í ofni þar til hvítanjiefurfengið á sig brúnan lit. Berið réttinn fram með hráu salati eða grænmetissúpu. I staðinn fyrir eggin í upp- skriftinni má nota ostsneiðar. Með ostabrauði er ljúffengt að borða lauksúpu sem er búin til þannig: LAUKStJPA: 20 g smjörlíki, 2 laukar, l'A 1 soð eða vatn og kjötkraftur, 1 eggjarauða, 1 msk rjómi, salt. Saxið laukinn smátt og látið hann krauma í smjörlíkinu í 5—10 mín. Bætið kjötsoðinu út í og látið súpuna sjóða í u.þ.b. 10 mín. Þeytið eggjarauðuna og rjómann saman f súpuskál. Hellið síðan heitri súpunni smátt og smátt saman við og hrærið í á meðan. Umsjón: HANNA GUTTORMSDÓTTIR i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.