Morgunblaðið - 26.10.1974, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.10.1974, Blaðsíða 36
nucivsinciiR «g,*~«22480 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1974 r\r^ rwxiT Merkjasala ^O.vJíX I. til styrktar laugardagur geösjúkum 28 ára gamall mað- ur stunginn til bana TUTTUGU og átta ára maður, Jóhannes Þorvaldsson, til heimilis að Nóatúni 24, Reykjavfk, var stunginn til bana í fyrrinótt á heimili vinkonu sinnar að Suðurlandsbraut 74A f Reykjavfk. Verknaðinn framdi vinkona hans, Munda Pálína Enoksdóttir, 34 ára að aldri. Hún viður- kenndi við yfirheyrslur í gær að hafa ráðið Jóhannes bana með tveimur hnffum og skærum. Munda Pálfna var úrskurðuð f gær í 90 daga gæzluvarðhald og geðrann- sókn. Hún hefur áður verið úrskurðuð geðveik eftir að hafa veitt öðrum áverka með eggjárni og dvaldi um tfma á geðsjúkrahúsi. Málsatvik eru taiin upplýst, þar eð fyrir liggur játning konunnar og framburði vitna ber saman í meginatriðum. LÖGREGLAN AVETTVANG Lögreglan fékk tilkynningu um atburðinn klukkan 2.16 í fyrri- nótt, og nokkrum mínútum síðar voru rannsóknarlögreglumenn kallaðir á vettvang. Þegar lögreglumennirnir komu að hús- inu Suðurlandsbraut 74A, lá karl- maður með höfuðið á útidyra- þröskuldi. Var hann alblóðugur og virtist hafa verið skorinn á háls. Maðurinn var meðvitundar- laus, og var hann þegar fluttur á slysadeild Borgarsjúkrahússins í sjúkrabíl sem kallaður hafði verið á vettvang og þar lézt hann um klukkan 3.30 um nóttina. Tveir piltar, 17 og 19 ára voru á staðnum, og skýrðu þeir lögregl- unni frá því, að móðir annars þeirra, þess yngri, væri f herbergi inni í húsinu. Sat konan þar á dýnu, á nærbuxum einum fata. Var hún öll ötuð blóði og með áverka á höfði og sár á læri. Var annað augað alveg sokkið og hitt mjög blóðugt. Var þegar kölluð til sjúkrabifreið og konan flutt á slysadeild Borgarspltalans. Pilt- arnir tveir voru hins vegar fluttir í fangageymslur lögreglunnar. Að mati lögreglumanna var konan lítið ölvuð, en piltarnir greinilega undir áhrifum áfengis. SÁTU AÐ DRYKKJU Við yfirheyrslur kom það fram hjá piltunum, að þau fjögur, þ.e. piltarnir, Jóhannes og Munda, höfðu setið saman að drykkju að Suðurlandsbraut 74A á fimmtu- dagskvöldið. Piltarnir ætluðu á dansleik og fóru þeir á brott úr húsinu skömmu fyrir miðnætti. Þeir komust hins vegar ekki inn í neitt danshús, og komu aftur að Suðurlandsbraut um klukkan 2 um nóttina. Bönkuðu þeir á úti- dyrnar, sem liggja inn í eldhúsið. Kom Munda Pálína til dyra, eins klædd og að framan greinir. Opn- aði hún fyrir piltunum og hljóp síðan inn í herbergið og greip í leiðinni stóran brauðhníf sem Iá á borði í eldhúsinu. Piltarnir fylgdu fast á eftir og varð annar þeirra, þ.e. sonur konunnar, vitni að því að hún skar Jóhannes á háls með hnífnum. Stökk hann þegar til og afvopnaði móður sína. Mikið blæddi úr sárinu og sýndist það mjög mikið. Kallaði þá sonur- inn á vin sinn og bað hann um að hlaupa í næstu hús og hringja á lögreglu og sjúkrabifreið, en eng- inn sími var í húsinu. Hljóp pilt- urinn af stað, en gekk erfiðlega að finna síma. Fór hinum þá að leiðast biðin, og hljóp hann einnig af stað til að reyna að sækja hjálp. Fór hann í verzlun f nágrenninu, brauzt þar inn og hringdi í lög- reglu og sjúkralið. Þegar hann kom aftur sá hann að maðurinn var kominn fram í eldhúsið, og virtist hann mjög máttfarinn bæði vegna blóðmissis og ölvunar. Verður pilturinn þá vitni að þvf, að móðir hans stingur Jóhannes tvisvar, með litlum vasahnif og skærum. Réðst hann strax á móður sína, afvopnaði hana, auk þess sem hann rak hana f gólfið og veitti henni mörg þung högg. Voru áverkarnir á konunni af völdum sonar hennar. Báðum piltunum var sleppt í gær. SVIPAÐUR FRAMBURÐUR Munda Pálfna var yfirheyrð eftir hádegi f gær. Var framburð- ur hennar mjög svipaður og fram- burður piltanna. Viðurkenndi hún að hafa veitt Jóhannesi þá áverka sem leiddu til dauða hans. Sem fyrr segir voru áverkarnir þrír. Langur skurður var á hálsi, þvert yfir barkann og aftur fyrir eyrun. Hann var mjög grunnur en mikið blæddi úr. Stungusár var á vinstri öxl og annað stungusár rétt ofan við viðbein vinstra megin. Er talið liklegt, að það hafi valdið dauða Jóhannesar. Dánar- orsök mun þó ekki liggja óyggjandi fyrir fyrr en niðurstöð- ur réttarkrufningar koma, en réttarkrufning hefur enn ekki farið fram. TALDIST GEÐVEIK Jóhannes Þorvaldsson var fæddur 18. júlí 1946, en Munda Pálína Enoksdóttir er fædd 18. desember 1939. Við yfirheyrslur yfir Mundu kom fram, að þau Jóhannes höfðu þekkst um 9 mánaða skeið. Jóhannes var sjómaður að atvinnu, en bjó hjá foreldrum sínum. Hann var barn- laus, en Munda á 4 börn úr fyrra hjónabandi. Hún viðurkenndi að hafa áður stungið Jóhannes með skærum. Gerðist það í sumar, og Framhald á bls. 20 Verknaðinn framdi vinkona hans, sem áður hefur verið úrskurðuð geðveik fyrir árásir með eggvopnum Jóhanncs Þorvaldsson. Hnffarnir og skærin sem notuð voru við verknaðinn. i.josm. Mbl. Sv. Þorm. Kæra breytingar á Lén- harði til Rithöfundaráðs RITHÖFUNDARAÐ hefur enn ekki tekið til meðferðar kæru stjórnar Félags fslenzkra rithöf- unda á meðferð rfkisútvarpsins á Lénharði fógeta eftir Einar H. Kvaran, en félagið hefur kært málið til ráðsins og andmælir breytingum á verkinu. Indriði G. Þorsteinsson, rithöf- undur, formaður rithöfundaráðs, sagði, að ráðið hefði enn ekki tekið málið til meðferðar, þar sem ekki hefði verið gengið frá starfs- grundvelli fyrir ráðið á rit- höfundaþingi. Því muni það taka nokkurn tíma fyrir ráðið að skapa sér starfsgrundvöll, og mun málið ekki verða tekið fyrir fyrr en því sé lokið. Stjórn Félags íslenzkra rithöf- unda vill með kærumáli þessu verja rétt höfundar og bendir m.a. á, að hjá ríkisútvarpinu hafi verið stöðvaður flutningur tón- verka, m.a. eftir Wagner og Bach, þar sem útsetningar hafi ekki verið eftir höfund sjálfan. Hér hljóti að ráða sömu reglur og við- horf. Taxti leigubíla hækkarum20% VERÐLAGSNEFND heimilaði á fundi sfnum f gær 20% hækkun á gjaldskrá leigubifreiða og 20% hækkun á gjaldskrá vöruflutn- ingabifreiða, sem flytja vörur út um land. Gjaldskrárhækkun leigubifreiða mun koma til fram- kvæmda um helgina. Aætlað er, að startgjald leigubfla verði þvf Fékk 13 högl 1 höfuðið ÞORVALDUR Jósepsson, bóndi f Sveinatungu f Norður- árdal, varð fyrir þvf óhappi f fyrradag um klukkan 14 að verða fyrir skoti frá rjúpna- skyttu. Fékk Þorvaldur á annan tug hagla f andlitið. Stöðvaðist eitt haglið við auga Þorvalds, milli hvarmsins og augans, annað fór gegnum eyra hans og hið þriðja í gegnum kinn. Morgunblaðið ræddi í gær við Þorvald Jósepsson, sem bar sig mjög vel. Hann sagði, að hann hefði að vísu bólgu í auga og sæi ekki eins vel með þvf og áður, en hann kvaðst vonast til, að það breyttist þegar bólgan hyrfi. Þorvaldur sagði, að rjúpnaskyttunni hefði orðið mun meira um óhappið en sér. Hún hefði ekið sér til læknis f Borgarnesi, sem fjarlægt hefði 13 högl úr höfði sér. Þorvaldur sagði, að eitt haglið hefði farið inn í kinnina á sér og komið út aftur nokkrum sentimetrum aftar. „Rjúpan, sem skotið var á steinlá," sagði Þorvaldur og bætti við: „Enda var færið til hennar mun styttra en til mín.“ Þorvaldur lýsti óhappinu þannig: „Rjúpnaskyttan miðaði á rjúpu, sem var að spfgspora á hæð. Skyttan vissi ekki af mér Framhald á bls. 20 sem næst 200 krónur. Þessi upp- hæð er þó birt með nokkrum fyr- irvara, þar sem útreikningar lágu ekki endanlega fyrir hjá verð- lagsstjóra f gær. Viðræðum í Bonn lokið Bonn, 25. okt. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá AP: VIÐRÆDUM Vestur-Þjóðverja og tslendinga um fiskveiðirétt- indi var hætt f kvöld, — að þvf er virtist án þess að náðsthefði sam- komulag. Utanrfkisráðuneytið I Bonn sagði að báðir aðilar hefðu ákveðið að halda efni viðræðn- anna leyndum á meðan rfkis- stjórnirnar athuguðu stöðuna. Ekkert benti hins vegar til að færzt hefðu f samkomulagsátt. Vestur-Þjóðverjar munu enn hafa haldið fast við kröfu sfna um að verksmiðjuskip þeirra fái að veiða áfram á tslandsmiðum. Einnig snerust viðræðurnar um takmarkanir á árlegu aflamagni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.