Morgunblaðið - 26.10.1974, Síða 32

Morgunblaðið - 26.10.1974, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1974 Svona urðu beltisdýrin til Smásaga eftir Rudyard Kipling. Þýðandi Ingibjörg Jónsdóttir Þessi saga gerðist líka fyrir löngu, börnin ung og smá. Þá var til broddgöltur, sem stakk og meiddi og hann bjó á bökkum Amazon-fljóts og borðaði snigla og annað slíkt. Hann átti vin, skjaldbökuna hægfara, sem bjó á bökkum Amazon-fljótsins straumharða og át kál og slíkt. Og því var allt í bezta lagi, börnin ung og smá. Skiljið þið það ekki? En á þessum liðnu öldum bjó hlébarði á bökkum Amazons-fljótsins straumharða og hann borðaði allt, sem tönn á festi. Gæti hann ekki veitt dádýr eða apa, át hann froska eða bjöllur. Þegar hann gat ekki veitt froska eða bjöllur fór hann til móður sinnar og hún sagði honum, hvernig hann ætti að borða broddgelti ogskjaldbökur. HÖGGM HREKKVÍSI Mig langar að fá samtal við þann í liðinu, sem þú telur harðskeyttastan. 'C) 1974 McNought Synd., Inc. \ Um leið og hún veifaði skottinu tígulega sagði hún hvað eftir annað við hann: „Hentu broddgeltinum í vatnið, þegar þú finnur hann, sonur minn og brodd- arnir linast. Veltu skjaldböku á bakið og éttu innan úr skelinni, sonur sæll.“ Og það var rétt hjá henni, börnin ung og smá. Að kvöldlagi á bökkum hins straumharða Amazon- fljóts rakst hlébarðinn á broddgöltinn, sem stakk og meiddi, og á seinfara skjaldbökuna undir föllnum trjábol. Þau gátu ekki flúið og broddgölturinn setti upp broddana, en skjaldbakan dró höfuðið og lapp- irnar inn í skelina eins langt og hún gat. „Nú skulið þið hlusta á mig,“ sagði hlébarðinn, „því að ég hef dálítið merkilegt að segja ykkur. Móðir mín sagði mér að henda broddgelti í vatn, ef ég fyndi hann, því að þá yrðu broddarnir mjúkir og ég á að velta skjaldböku á bakið og éta innan úr skelinni, ef ég rekst á hana. Hvort ykkar—“ „Heldurðu, að þetta sé rétt hjá þér?“ spurði hæg- fara skjaldbakan. „Ertu alveg viss? Sagði hún ekki, að þú ættir að vökva broddgöltinn með því að taka hann með loppunni og skelfletta skjaldböku unz hún vöknaði." „Ég held ekki,“ sagði hlébarðinn hálfringlaður. „Segðu þetta einu sinni enn.“ „Ef þú tekur vatn upp með loppunni áttu að stinga þig á broddgelti,“ sagði sá, sem stingur og meiðir. „Það er mjög mikilvægt." „Þegar þú tekur upp kjöt með loppunni hendurðu því í skelina á skjaldbökunni,“ sagði broddgölturinn. „Skilurðu það ekki?“ „Ég er að fá höfuðverk,“ sagði hlébarðinn," svo vil ég alls ekki hlusta á ráðleggingar ykkar. Ég vildi bara fá að vita, hvort ykkar væri broddgöltur og hvort skjaldbaka.“ „Ég ætla ekki að segja þér það,“ sagði sá, sem stingur og bítur, „en þú mátt taka mig úr skelinni, ef þú vilt.“ „Nú veit ég, hvort ykkar er skjaldbaka," sagði hlébarðinn. „Þið helduð, að ég kæmist ekki að því! Hafðu þetta!“ ANNA FRA STÓRUBORG — SAGA FRÁ SEXTÁNDLJ OLD eftir Jón Trausta að, hvorki í „logana“ né höftin milli þeirra. Þótti það vaxtar- prýði á þeim timum að vera mikill um mjaðmir, enda var það ekki dæmalaust, að í einar buxur, sem þó náðu ekki nema niður að hnjám, færu 300 álnir af silki. Fróðir menn hafa auk heldur fimdið dæmi upp á 6—800 álnir. Yfir þessa prýði var steypt kápu, sem náði í mesta lagi niður á lendar, en oftast þó ekki nema niður á mit* bak. Var hún krækt saman um hálsmálið, en hvergi annars staðar. Ermalaus var hún ætíð, en stundum göt gegnum hana fyrir handleggjunum, og voru brúnimar á þeim bryddar dýra- skinnum. Oft var kápan öll fóðruð slíkum skinnum. Á höfðum báru menn húfur úr fögru silkiflosi. Þeim var oftast hallað út í hægri vangann, en í hinum vanganum dingl- aði stór og mikil strútsfjöður. Enginn var þá svo hár í tign- inni, að hann bæri gullborða á húfu sinni. Neðan við hnén tóku við tiglóttir sokkar, svo aðskornir, að þeir voru sem steyptir utan um kálfana. Skór vom þunnir og léttir og náðu aðeins upp á ristina, bundnir um ökklana með silfurofnum silkiþvengjum. Var því sem búkurinn, sem oft var fyrirferðarmikill vegna „loga“ og „hnúða“ og „fellinga“, gengi á tveim grönnum trumbustokkum. Belti bám flestir um mittið, og hékk við það sverð í fagur- búnum skeiðum, stundmn einnig pyngja eða sjóður, því að vasar voru oftast engir á þessum fagurbúnu fötum. Þannig vom mestu skartmennin á alþingi búnir, með höf- uðsmanninn og sveina hans og leiguhermenn í broddi fylk- ingar. Stöku fsiendingar öpuðu þennan sið eftir að nokkm eða öllu leyti, eftir því sem þeir höfðu efni á og smekkvísi til. Þannig dró smátt og smátt úr klæðaskartinu alla leið ofan að bændum, sem gengu í kyrtlum og kápum úr vað- máli, ýmislega litum, en þó helzt dökkum, heilum í bak og fyrir, með víða höfuðsmátt, — líkum búning að lit og sniði því, sem verið hafði á Sturlungaöld. Meðal þessara mislitu manna gengu prestar í skósíðum skrúða, dökkum og íburðarlausum, og pípukraga um háls- inn, — likum búniijgi þeim, sem seinria átti að verða að lög- boðnum helgiskrúða þeirra og standast allt hverflyndi tízk- unnar um margar aldir. Engir báru hjálma og herklæði á þinginu nema „stríðs- menn“ höfuðsmannsins, — þessir kóngs-leigudátar, sem höf- uðsmönnunum höfðu verið sendir árlega þau 14 ár, sem lið- in voru frá siðaskiptunum, til þess að halda hinum uppreistar- gjömu fslendingum í skák og sjá um, að höfuðsmaðurinn kæmi því fram, sem hann vildi. En allir konunglegir léns- menn og valdsmenn báru vopn við hlið sér, sem meira var þó til skrauts en nytja. Þannig var hópur sá, er Þingvöll við öxará traðkaði að þessu sinni. Kvenfólk sást þar varla. Nú var ekki Þingvöllur lengur gleðistaður, samkomustaður allrar æsku og fegurðar landsins. Nú komu þar varla aðrir árlega af landslýð en þeir, sem til þess voru neyddir að viðlögðum þingvítum og miklum fébótum. Hinir, sem þingið sóttu, voru fylgismenn og áhangendur höfðingjanna, vinir þeirra og sveinar, útlend- ir kaupmenn, sem þangað komu fyrir forvitnis sakir, og út- Þér megið nánast legga yður allt til munns, en ekki kyngja því.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.