Morgunblaðið - 26.10.1974, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1974
33
J
\
Evelyn
Anthony:
LAUNMORÐINGINN
Jöhanna v
Kristjönsdöttir
þýddi x
32
Svo hafði tólið verið lagt á. Kell-
er dró gluggatjöldin fyrir, gekk
aftur að rúminu og lagðist niður.
Hugsaðu um peningana. Hugsaðu
um fimmtíu þúsund dollarana —
fyrir þá peninga geturðu keypt
þér nýtt líf.
Hugsaðu um allt nema Elisa-
bethu. Og ef þú getur ekki hætt
að hugsa um hana reyndu þá að
láta þjálfun þfna úr hernum koma
þér að notum og farðu að sofa.
Þegar Elisabeth opnaði dyrnar
að fbúðinni vissi hún ósjálfrátt, að
hann var farinn. Hún hafði verið
með ákafan hjartslátt á heimleið-
inni. Hún hafði lokað augunum og
ekki svarað skrafhreifnum bíl-
stjóranum. Móðir hennar og faðir
hennar höfðu verið myrt með
köldu blóði. Líf þeirra og tugir
annarra saklausra höfðu verið
einskis metin. Það hafði verið
þyngra áfall en hún hafði gert sér
grein fyrir í fyrstu. Sú upp-
ljóstrun að King og bandamenn
hans hefðu átt hlut að máli hafði
verið hljóm hjá þvf. Hún hafði
sagt Leary allt sem hún mundi úr
ferðinni til Beirut, allt sem henni
hugkvæmdist varðandi Eddi
King. En hún hafði ekki minnzt á
Bruno Keller.
Hún gekk inn f ganginn og
nefndi nafn hans. En hún vissi að
hann var ekki þarna. Þetta var
það versta, sem hafði komið fyrir.
Hún hafði farið um morguninn og
hún yrði aldrei söm. Ef hún hefði
fundið hann í fbúðinni vissi hún
ekki, hvað hún hefði sagt eða
gert. En hún hafði verndað hann,
meira að segja eftir að hún vissi,
fulltrúi hverra King var og enda
þóttt hún gæti þar af leiðandi
ályktað hverra erinda hann ætti
að ganga. Þrátt fyrir það sem hún
vissi um hið ægilega hryðjuverk,
sem Leary hafði sagt henni frá.
— Þú getur ekki yfirgefið mig,
hafði hún sagt við hann, þegar
þau vöknuðu um morguninn og
hann hafði aðeins sagt að hann
gæti engu lofað henni. Hann yrði
kannski að fara frá henni. Það var
ekkert bréf frá honum i stofunni,
svo að hún fór inn í svefnherberg-
ið. Þar var enginn. „Því sagði ég
ekki Leary frá honurn?" Hún
sagði orðinn upphátt. Ég vissi að
það var mikilvægt og ég sat fyrir
framan hann og hélt því leyndu.
Ég þarf ekki að gera annað en
taka upp tólið og hringja f Peter
Mathews. Þeir finna hann. Það er
engin afsökun, þótt ég elski hann.
Þegar dyrabjallan hringdi þaut
hún fram, en svo vissi hún að
þetta var tálvon. Hann hafði
aldrei farið einsamall út. Það var
dyravörðurinn.
— Gott kvöld, ungfrú Cameron.
Hann bað mig að koma með
þennan vönd til yðar, þegar þér
kæmuð aftur.
Þetta var stór vöndur af gulum
rósum. Ekkert kort, engin skila-
boð. Hún þrýsti blómunum að
hjarta sér og snökti. Hann hafði
sent henni blóm í kveðjuskyni. Og
um morguninn, rétt áður en hún
fór frá honum hafi hann kallað til
hennar og beðið hana að koma
aftur og kyssa sig.
Hún fór inn í stofuna og hélt
dauðahaldi um rósirnar. Guði sé
lof að hún hafði ekki sagt Leary
neitt!
Hún skyldi verða fyrri til að
finna hann. Hann hafði sagt að
honum væri borgað fyrir verkið.
Ef peningar voru það eina sem
skipti máli, þá var henni f Iófa
lagið að yfirbjóða Eddi King. Hún
stóð upp og ætlaði að setja
rósirnar í vatn, en varð litið á
sfmaborðið og sá að bréfmiði
hafði dottið á gólfið. Elisabeth tók
upp miðann og sá að rifið hafði
verið ofan af honum. Enginn
hafði komið að sækja hann. Það
hafði verið hringt til hans og hon-
um gefið ákveðið heimilisfang og
sagt að fara þangað, hann hafði
krifað það niður á miða og lagt af
tpð. Hún hélt næsta blaði í blokk-
initi, upp að ljósinu en á þvf var
ekkert að græða. Hún tók bómin,
sem hVi hafði misst á gólfið, upp
aftur o|-setti þau í vatn. Hendur
hennar síulfu. Hún hellti konfaki
í glas handa sér og dreypti á því.
Hún settist niður með glasið og
minnisblokkina. Þetta var von-
laust og hún gæti aldrei ráðið
fram úr þessu.
Og þá mundi húh allt í einu
eftir svolitlu frá því að hún var
barn. Hvítt á hvítu sást ekki. En
krakkar þekktu uppskriftina um
leyniskrift.
Hún greip penna og byrjaði
hægt og seinlega að fikra sig eftir
síðunni. Fyrstu tvö orðin komu f
ljós: Morris hotel. Og sfðan: Vest-
ur þrítugasta og nfunda gata.
Hann hafði ekki notað tölur held-
ur skrifað allt niður eins og
ókunnugur maður myndi gera.
Morris Hotel, West 39th. Þar var
Keller.
Hún reif blaðið úr blokkinni og
setti það í töskuna sína. Fyrsta
hugsun hennar var að fara til
hans strax. Það var rangt og hún
ákvað að gera það ekki. Hún þráði
það eitt að finna hann, að fá að
gráta í örmum hans og segja hon-
um frá öllu sem hafði gerzt. En ef
hann var að vinna fyrir King, gat
hún ekki gert það. Hún gat ekki
gert sér neinar vonir um að hann
fengist til að hlusta á hana, hvað
þá að láta að orðum hennar, fyrr
en hún vissi nákvæmlega hvað
honum hafði verið borgað fyrir að
gera. Hún lauk úr glasinu og gekk
inn í svefnherbergið til að setja
niður í tösku.
Nokkru síðar gat maður sá,
sem, fylgdist með ferðum hennar
sent þær fréttir að Elisabeth Cam-
eron æki í áttina til Freemont,
heimilis Huntley Camerons
frænda síns.
í dag förum við til Heiðu frænku og heimsækjum
hana.
VELVAKAIMC3I
Velvakandi svarar I síma 10-100
kl 10.30 — 11.30, frá mánudegi
til föstudags.
• (Jtlán bóka
A.R. skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Nýlega hefur þess orðið mjög
vart, að rithöfundar eru óánægðir
með kjör sín, sem reyndar var
ekki nýlunda fyrir mig eða aðra.
Það hefur víst aldrei verið gróðra-
vegur að skrifa bækur á tslandi
— alla vega ekki fyrr en menn
eru komnir upp f efsta frægðar-
flokk.
Nýlega kynnti Jónas Guð-
mundsson rithöfundur þá skoðun
sína I sjónvarpi, að rithöfundar
ættu að fá 50 krónur fyrir hverja
bók, sem lánuð væri út úr bóka-
söfnum. Slíkt væri réttlætismál
þar sem ritlaun væru svo lág, að
rithöfundar þyrftu að borga með
sér vildu þau fást við þau. Þetta
er að vlsu ekki orðrétt það, sem
Jónas sagði, en hafi ég skilið mál
hans rétt, var þetta þó inntakið.
Annar maður var kominn I sjón-
varpssál að þessu sinni, og var
það Örlygur Hálfdánarson, bóka-
útgefandi. Mér fannst nú alveg
óþarfi af Jónasi að vera að beina
skeytum sínum mikið að bókaút-
gefendum þar sem flestir virðast
vera sammála um að þeir séu ekki
of sælir af sínu, og bókaútgáfa sé
enginn sérstakur gróðavegur
fremur en framleiðsla á handrit-
um.
Jónas minntist á, að verið gæti,
að rithöfundar tækju sig saman
og mokuðu bókum slnum út úr
söfnum, fengju þeir ekki ósk sina
um 50 kr. gjaldið uppfyllta, og
benti I þvl sambandi á svipaðar
aðgerðir stéttarsystkina sinna I
Svíþjóð.
% Hver á
að borga?
Eitt var það, sem ég saknaði I
boðskap Jónasar, og það var hver
ætti að borga 50 krónurnar. Ég
hef ekki tölur handbærar um út-
lán úr bókasöfnum, en vlst þykir
mér, að það yrði drjúgur skilding-
ur, sem hið opinbera þyrfti að
greiða, væri ætlunin að greiðslan
kæmi af almannafé. Kannski væri
það þó ekki ósanngjarnara en
margt annað, sem greitt er fyrir
úr sameiginlegum sjóð skattgreið-
enda.
Hins vegar er ég þeirrar skoð-
unar, að það gjald, sem fólk greið-
ir fyrir þjónustu bókasafna sé
beinlínis hlægilega lágt, en láta
mun nærri að hægt sé að lesa
bækur eins og hver og einn kemst
yfir á heilu ári fyrir það gjald,
sem Jónas vill að nú verði tekið
fyrir útlán hverrar bókar. Þessi
verðlagning er auðvitað úrelt og
mun eiga upphaf sitt á þeim árum
þegar almenningur á Islandi var
fátækur og munaði um hvern
skilding.
Á þeim árum var auðvitað
hreint þjóðþrifamál að fólk hefði
aðgang að bókasöfnum, án þess að
naumur fjárhagur þyrfti að hafa
þar áhrif á.
Þetta sjónarmið er nú löngu úr-
elt, — nú hafa menn rlflega til
hnlfs og skeiðar — og áreiðanlega
hafa þeir efni á því að greiða svo
sem litlar 50 krónur fyrir lestur
heillar bókar.
Þannig gætu menn lesið þrjár
bækur fyrir andvirði eins bló-
miða, svo dæmi sé tekið til saman-
burðar.
M.ér finnst krafa rithöfunda of-
ur skiljanleg, en ég vil bara ekki
að gjaldið sé tekið úr sameiginleg-
um sjóðum. Eða hvers vegna ættu
þeir, sem lítið lesa — t.d. vegna
naums frítíma og amsturs við að
vinna fyrir sköttunum sínum —
% Benzínsala
í strjálbýli
m.g. skrifar:
„Athyglisvert er, að á sama
tima og benzínlítri frá benzín-
dælu hefur hækkað um 13.00
krónur hafa umboðslaun fyrir
sölu á benzini ekki hækkað.
Eins og nú er komið málum fá
þeir sem selja benzín frá dælu
3,57% af útsöluverði.
Benzínsmásalinn verður síðan
að taka á sig þá rýrnun sem verð-
ur á benzíninu frá því að benzín-
flutningabíllinn mælir á sölu-
geyminn og það er mælt I smá-
skömmtum allt niður I fimm til
tíu lítra á bifreiðar.
Sjá þá allir sem um málið vilja
hugsa hversu ósanngjart er af
verðlagsyfirvöldum að ætlast til
að slíkt sé hægt miðað við önnur
vinnulaun, sem greidd eru I dag.
Ferðamaðurinn ætlast til, marg-
ur hver, þegar komið er upp I
sveit á fá benzín afgreitt frá því
snemma á morgni þar til komið er
fram á nótt alla daga jafnt. Slíkt
er ekki hægt eins og greitt er
fyrir þá vinnu, sem I það er lögð.
m.g.“
% Hagsmunir
farþega
Lesandi Morgunblaðsins, sem
starfar i Hamri, hringdi til blaðs
ins og óskaði að koma á framfæri
skoðun sinni á breytingunni á
akstri SVR um Laugaveg. Hann
kvað það mikið ánægjuefni fyrir
farþegana, að bflastöður hafi ver-
ið bannaðar við Laugaveg. Það
væri allt annað llf fyrir farþeg-
ana, sem kæmust miklu skjótar til
vinnu og annarra áfangastaða eft-
ir breytinguna, auk þess sem
slysahætta á Laugavegi hefði
minnkað til muna. Lesandinn
vildi ekki láta gleyma „garminum
honum Katli“, þ.e. farþeganum, i
deilunni um Laugaveginn.
að standa undir kostnaði við tóm-
stundalesturs þeirra. sem ýmist
hafa rýmri tíma til að lesa bækur
og/eða meiri áhuga á slíkri menn-
ingarneyzlu, eins og ménningar-
vitarnir segja.
0 Ætlum við
að kafna
undir nafni?
Annars væri það verðugt verk-
efni fyrir mál- og ritglaða „debatt-
öra“ að taka bókaútgáfumál til
umræðu á opinberum vettvangi.
Við höfum valið sjálfum okkur
sæmdarheitið „bókaþjóð", og ef
ekki er ætlunin að kafna undir
nafni, þarf að búa svo að þeim,
sem koma hugboðum sínum til
almennings I gegnum bækur, að
bókaútgáfa leggist ekki að mestu
niður hér vegna klaufaháttar og
óréttlætis. Á ég hér ekki slzt við
innflutningsgjöld af pappír og
öðru efni til bókagerðar.
Með vinsemd og velvilja I garð
hinnar fróðleiksþyrstu bókaþjóð-
ar. rithöfunda og bókaútgefenda.
Á.R.“
• Mynd af Halldóru
á frímerki
Sigrlður hringdi, og sagðist
hafa verið að lesa um frlmerkja-
útgáfu I tilefni hins alþjóðlega
kvennaárs. Hún vildi koma þeirri
hugmynd á framfæri, að hér yrði
gefið út frímerki með mynd af
Halldóru Bjarnadóttur, og þótti
það vel við eiga, með tilliti til
starfa hennar að málefnum
kvenna. Kvað hún sér hafa dottið
þetta I hug vegna bréfs Halldóru
um frímerki hér I dálkunum fyrr
I vikunni.
26-OKT.
laugardagur
Merkjasala
til styrktar
geósjúkum
QPIÐÁ
LAUGARDÖGUM
GUESILEGIR ÞÝZKIR
GOLFLAMPAR
LOFTLAMPAR
VEGGLAMPAR
BORÐLAMPAR
GOLFLAMPAR
STOFULAMPAR
ELDHðSLAMPAR
BOROSTOFULAMPAR
BAÐLAMPAR
GANGALAMPAR
ÚTILAMPAR
VINNULAMPAR
PÍANÓLAMPAR
RÚMLAMPAR
KRISTALLAMPAR
GLERLAMPAR
MARMARALAMPAR
MALMLAMPAR
VIÐARLAMPAR
PLASTLAMPAR
POSTULÍNSLAMPAR
KERAMIKLAMPAR
TAULAMPAR
LAMPASKERMAR
HEIMILISTÆKI
Enn eru flestar
bessar vörur
á gamla verðlnu
LANDSINS
MESTA
LAMPAÚRVAL
LJÓS &
ORKA
Suóurlanrisbraut 12
simi 84488