Morgunblaðið - 26.10.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.10.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1974 Stúlkan lengst til vinstri er í ermalangri blússu úr blöndu af jersey og silkiefni. Stórrósótt öklasítt pils úr þykku silki. Stúlkan i miðið er i grænni ullarkápu með mikilli vidd og sérkennilegum fellingum að framan. Stígvélin háu fara þarna vel við. Hatturinn er úr filtefni. Lengst til hægri er stúlka í rúðóttum maxiskokk og hvitri léreftsblússu. Tízka — tízka klæðast öðru en síð- buxum, því að sá klæðnaður hefur verið allsráðandi meðal kvenna bæði hér og annars staðar. Því skyldu menn veita athygli að í öll- um fréttum af fatnaðartízku er mikið lagt upp úr því, að efni sé vand- að og sterkt og frá- gangur á flíkunum til fyrirmyndar. Bent er á að vegna verðbólgu hvarvetna geri þeir beztu og skynsamlegustu kaupin, sem reyni að kaupa vandaðar og góðar flíkur og vax- andi sé áhugi fólks á því að ganga í fatnaði, sem það þyk- ist vita að geti enzt allsæmilega. í Bretlandi hafa blöðin kynnt tízkuna allrækilega upp á síð- kastið og segja þeir sem fróðastir eru, að konur þar taki yfir- leitt vel breytingun- um og sé kvenfólk ,,klætt eins og kven- fólk“ ekki eins sjald- gæf sjón og áður. Stutterma ullarjakki með síöu kögri. Undir er stúlkan f mynstraðri blússu og peysu með v-hálsmáli. Hnjábuxur úr ullarefni og svartir þykkir sokkar. Henni ætti að minnsta kosti ekki að verða kalt í þessum flíkum öllum. — tízka VETRARTÍZKAN var kynnt lítillega í blaðinu á dögunum, er þar kom fram, að svo virðist sem hún sé að taka verulegum breytingum. Svo fremi að viðskipta- vinir hlíti hugmynd- um tízkufrömuð- anna. Eins og al- kunna er tókst ekki eins og þeir höfðu hugsað sér að koma „maxitízkunni“ til neytenda, nema um mjög skamman tíma og þá helzt í kápum og yfirfatnaði. Það mæltist engan veg- inn vel fyrir með maxisídd á kjólum og ruddi sú tízka sér aldrei til rúms svo heitið gæti. Engu að síður. er ljóst að tízkusérfræð- ingar gera nú aðra atrennu með að síkka pilsin. Réttara væri kannski að segja að þeir reyndu að fá kvenfólk til að Á meðfylgjandi myndum má gera sér nokkra grein fyrir hvers konar fatnað- ur er á boðstólum í Bretlandi. Og treflar eru vinsælir í vetur, langir og hlýir treflar af öllum gerðum, í öllum litum. Við sjáum hér að treflar geta farið vel með hvers kyns fatnaði. Hettujakki með mexikönsku sniði, úr ull. Lit- ir gráir, brúnir eða bláir. Röndótt jersey- blússa og maxi- pils með mikilli vídd. Há stfgvél við. -'sííí-'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.