Morgunblaðið - 26.10.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.10.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1974 hf. Árvakur, Reykjavtk. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. ASalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuSi innanlands. j lausasölu 35,00 kr. eintakiS. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiSsla Auglýsingar Er vinstri stjórnin lét af völdum, í öxlum í óðaverðbólgu, með rekstr- arstöðvun atvinnuveganna á næsta leiti, og óhjá- kvæmilegan samdrátt framkvæmda í þjóðfélag- inu viðblasandi, var eitt haldreipi tiltækt, sem mál- svarar hennar gripu til í tíma og ótíma. Þetta hald- reipi er endurnýjun tog- araflotans og sú lyftistöng, sem hún varð í atvinnu og afkomu flestra útgerðar- staða í landinu. En jafnvel þetta haldreipi var unnið og fléttað af forvera vinstri stjórnarinnar, viðreisnar- stjórninni. Vinstri stjórnin gekk aðeins varðaða leið í þessu efni, en þó með víxl- sporum, sem höfðu miður heppilegar afleiðingar. Á tímum viðreisnar- stjórnarinnar hafði verið gengið frá 19 smíðasamn- ingum skuttogara og stefn- an mörkuð í endurnýjun togaraflotans. Á tímum viðreisnarstjórnarinnar var fyrsta skutskipið smíð- að fyrir íslendinga er- lendis og samið um smíði fyrsta skuttogarans í ís- lenzkri skipasmíðastöð. Þá vóru stofnsettar atvinnu- málanefndir víða um land og hafin gerð byggðaáætl- ana, sem spönnuðu upp- byggingu í atvinnumálum og samgöngumálum lands- byggðarinnar, og hafa þegar haft, og eiga eftir að hafa í enn ríkara mæli, far- sæl áhrif á afkomu lands- byggðarfólks. Þá var stofn- settur atvinnujöfnunar- sjóður, sem nú heitir byggðasjóður, sem gegnir veigamiklu hlutverki í f jár- mögnun þeirrar uppbygg- ingar, sem tryggja á byggðajafnvægi í landinu. Þessi stefnumörkun hefur m.a. haft þau áhrif, að árið 1973 varð tíma- mótaár í þessu efni. í yfir- lýsingu samstarfsnefndar landshlutasamtaka á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörð- um, frá 9. október sl., segir, að þetta ár hafi í fyrsta sinn um langt árabil náðst jafnvægi í íbúaaukningu þessara landshluta miðað við Stór-Reykjavíkursvæð- ið. Þessum áfanga þarf að fylgja fast eftir. Stefnu- yfirlýsing ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar ber og með sér, að hún ætlar að fylgja fram þeirri stefnu- mörkun, sem viðreisnar- stjórnin mótaði í mál- efnum landsbyggðarinnar. Það víxlspor, sem vinstri stjórnin steig alvarlegast í endurnýjun togaraflotans, var að sniðganga í einu og öllu íslenzkan skipasmíða- iðnað. Hér var kjörið tæki- færi til að stuðla að upp- byggingu og eflingu hans, með því að fela honum hluta þeirrar nýsmíði, sem ráðgerð var. Það lá ljóst fyrir, að ekki var hægt að halda uppi þeirri við- gerðarþjónustu í landinu, sem hin stærri fiskiskip þurftu og þurfa á að halda, nema skipasmiðjurnar fengju jafnframt verkefni á sviði nýsmíði. í stað þessa vóru verkefnin öll seld úr landi. Látið var sitja við þá eina nýsmíði skuttogara hérlendis, sem drög höfðu verið lögð að á tímum við- reisnarstjórnarinnar. Sem betur fer hafa skipasmiðj- urnar nú á ný fengið verð- ug verkefni í nýsmíði skut- togara og vonandi verður framhald þar á. 1 stefnuyfirlýsingu nú- verandi ríkisstjórnar er ákveðið, að Byggðasjóður verði verulega efldur. Samkvæmt henni skal framlag til sjóðsins nema 2% af útgjöldum fjárlaga- frumvarps hverju sinni. Er þetta í samræmi við tillögu, sem þingmenn Sjálfstæðis- flokksins fluttu á tímum vinstri stjórnarinnar, en náði þá ekki fram að ganga á Alþingi, þar eó þáverandi stjórnarliðar snerust gegn henni. Jafnframt er ákveð- ið að verkefni Byggðasjóðs verði endurskoðuð í því skyni að samræma aðgerð- ir í byggðamálum og að sett verði heildarlöggjöf um þau efni. Stefnuyfirlýsingin gerir jafnframt ráð fyrir því, að éndurskoðuð verði lög um Framkvæmdastofnun ríkisins og í því sambandi mörkuð stefna í áætlana- gerð og framkvæmdum í eftirtöldum greinum: endurnýjun fiskiskipaflot- ans, endurbótum hrað- frystihúsanna, uppbygg- ingu vinnslustöðva land- búnaðarins, þróun iðnaðar og byggðaþróun, í samráði við sveitarfélögin og sam- tök þeirra. í þessu efni er einnig lögð áherzla á aukinn hraða í virkjun ís- lenzkra orkugjafa, bæði til iðnvæðingar og í því skyni að gera íslendinga óháðari innfluttum orkugjöfum. Haldreipið, sem mál- svarar vinstri stjórn- arinnar grípa jafnan til, var því unnið og fléttað á tímum viðreisnar. Endur- nýjun togaraflotans og uppbygging í frystiiðnaði var grundvölluð af við- reisnarstjórninni. Efling byggðasjóðs nú er eðlilegt framhald þeirrar við- reisnarstefnu. Síðasta skrautf jöður vinstri stjórn- arinnar er því lánsfengur, sem er í algjörri mótsögn við þá stöðvunarstefnu, sem gleggst kom fram í því að veikja rekstrargrund- völl íslenzkra atvinnuvega, og þeim efnahagsvanda, sem landsfólkið sýpur nú seyðið af. Síðasta skrautfjöður vinstri stjórnar var lánsfengur Samtal við Ingvar Vilhjálmsson útgerðarmann 75 ára Þegar Ingvar Vilhjálmsson, útgerðar- maður, varð sjötugur 26. okt. 1969, birtist langt samtal við hann hér í blaðinu, þar sem hann sagði m.a. frá æsku sinni og athöfnum fram að þeim tíma. Nú er þessi mikli at- hafnamaður 75 ára, en þrátt fyrir aldurinn er hann enn í fremstu röð framkvæmda- manna hér á landi og hefur á sl. fimm árum, auk stjórnar á sínu landskunna og gamal- gróna fyrirtæki, lagt út í smíði nýs togara, Hrannar, með Einari Sigurðssyni og kom hann heim til Islands í vor, en stendur nú auk þess, ásamt sonum sínum, í byggingu stærsta frystihúss landsins og þótt víðar væri leitað. Mun það frystihús einnig bera nafnið ísbjörninn. Nú starfa hjá Ingvari Vilhjálmssyni milli 200 og 300 manns að jafnaði og var Isbjörn- inn sl. ár eitt afkastamesta frystihús lands- ins hvað útflutningsframleiðslu snertir. Þá má geta þess, að fyrirtæki Ingvars gerir út f jóra báta, 200—300 lestir að stærð. Til viðbótar fyrra samtali við Ingvar fyrir 5 árum spurðum við hann nú, hvort ekki væri í mikið ráðizt að byggja á hans aldri svo stórt frystihús sem nýja Isbjörn- inn f örfirisey. Ingvar svaraði: „Vissulega er í mikið ráðizt, en kröfurnar í matvælaframleiðslu hafa aukizt og maður verður að fylgjast með tímanum, en það verður ekki betur gert en með slíkum framkvæmdum. Þegar framkvæmdir eru annars vegar, skiptir aldur ekki máli, ef heilsan er góð og ungir menn vilja taka við. Synir mínir hafa síð- ustu árin aðstoðað mig í fyrirtækinu og ég hefði ekki lagt í þetta, ef þeirra hefði ekki notið við og áhugi þeirra hefði ekki beinzt að þeim framkvæmdum, sem ég hef staðið í. Af þeim sökum ekki sízt hef ég áhuga á að ráðst f ný verkefni, bæta framleiðsluna til að mæta auknum kröfum kaupenda og ekki sízt vinnuaðstöðu alla fyrir fólkið, sem starfar við fyrirtækið. Við spurðum, hvernig aðstaðan í hinu nýja frystihúsi verður og svaraði Ingvar spurningunni á þessa leið: „Öll fiskvinnsla verður á neðstu hæð ásamt frystigeymslu, en hluti af bygging- unni verður tvær hæðir, og á efri hæð hússins verður öll þjónusta, matstofa fyrir starfsfólkið og skrífstofur fyrirtækisins. Húsið er 6000 fm að flatarmáli. Það stendur við norðurgarð hafnarinnar, sem liggur frá örf i risey f suðaustur. Þar verður mjög góð aðstaða, því að skipin leggjast við bryggj- una, sem húsið er byggt við og af þeim sökum verður vinnuhagræðing eins mikil og unnt er að koma við. Reiknað er með miklu meiri afköstum f þessu nýja frystihúsi en nú er í ísbirninum gamla, og lögð er áherzla á, að sjálfvirkni verði þar eins mikil og kostur er. Byggingarframkvæmdir hófust í ágúst 1973 og standa vonir til að húsið verði komið undir þak fyrir næstu áramót, sagði Ingvar Vilhjálmsson að lokum. (Sjá teikningu sem fylgir grein þessari).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.