Morgunblaðið - 15.11.1974, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. NÖVEMBER 1974
21
JÓHANN HJÁLMARSSON
Þaö er engum vandkvæðum
bundið fyrir ferðamenn að
komast til Júgóslavíu. Ég fór
þangað í september ásamt fjöl-
skyldu minni til að skoða dropa-
steinshellana í Postojna, þessa
furðusmíð náttúrunnar, sem fá
listasöfn jafnast við. Við ókum,
sem leið liggur frá Trieste að
júgóslavnesku landamærunum.
Verðirnir þurftu að vísu að
fletta upp í bókum sínum til
þess að átta sig á Islandi, en
eftir það fengum við stimpla í
vegabréfin án nokkurra nær-
göngulla spurninga.
Áður en við fórum inn í hell-
ana keyptum við póstkort til að
senda heim. Ég skrifaði á eitt
kort og las það síðan upphátt
fyrir konu mína. Það hófst á
þessum orðum: Erum að fara
inn í myrkrið í hellum Titós.
Þegar ég nefndi nafn Títós tók
ég eftir að afgreiðslukonan
hrökk við. Hún hvessti á mig
augun. Ég lét ekki á neinu bera
og við héldum inn í myrkrið.
Að undanförnu hefur tölu-
vert verið skrifað í vestræn
blöð um ofsóknir gegn rithöf-
undum og menntamönnum í
Júgóslavíu. Rithöfundar hafa
verið fangelsaðir, prófessorar
við ýmsa háskóla reknir, blöð
ritskoðuð. Sænski rithöfundur-
inn Per Wástberg, sem er i
stjórn PEN, alþjóðasambands
rithöfunda og útgefenda, nefn-
ir þrjú dæmi i nýlegri grein í
Dagens Nyheter (6.11.). Skáld-
ið Vlado Gotovac hefur verið
dæmdur í fangelsi í fjögur ár.
Gotovac, sem á við heilsuleysi
að stríða, hefur einnig verið
bannað að birta verk sin á
prenti næstu fjögur ár eftir að
hann hefur verið látinn laus.
Rithöfundurinn Mihajlo
Mihajlov hefur verið hand-
tekinn á ný og fær ekki að fara
úr landi eins og hann hefur
óskað. Kvikmyndastjórinn
Stojanovic hefur verið dæmdur
í fangelsi í þrjú ár. Honum er
gefið að sök að hafa skopast að
hrifningu Títös á litríkum ein-
kennisbúningum í kvikmynd,
sem ekki hefur verið sýnd opin-
berlega.
Per Wástberg skýrir frá því i
grein sinni að þegar þing PEN
hafi verið haldið í Júgóslavíu i
maí hafi hann ásamt Heinrich
Böll og V. S. Pritchett rætt við
Tító og tjáð honum áhyggjur
PEN félaga vegna fangelsana
rithöfunda, einkum króatisku
skáldanna Vlado Gotovac og
Zlatko Tomicic, en einnig
vegna hins svokallaða Praxis-
hóps. Fundurinn með Tító
vakti vonir þremenninganna.
En þær vonir hafa brugðist.
1 febrúar 1973 lofaði Titó
Heinrich Böll að rithöfundun-
um yrði sleppt úr haldi. Stefna
PEN hefur verið að forðast æs-
ingar, en freista þess að fara
samningaleiðina. Júgöslav-
neska PEN deildin hefur gegnt
veigamiklu hlutverki í starfi
PEN
GEGN
TÍTÓ
PEN. Hún fór þess á leit við
Tító i vor að hann náðaði króa-
tísku rithöfundana. Reynt var
að hafa áhrif á að betur væri að
þeim búið í fangelsinu. Sumir
þeirra urðu að stunda refsi-
vinnu og þeim var bannað að
lesa og skrffa. Heinrich Böll
krafðist þess af júgóslavnesku
stjórninni fyrir þing PEN í
Júgóslavíu í maí að hún lofaði
að bæta ráð sitt. En þrátt fyrir
góðar undirtektir stjórnarinnar
við kröfu Bölls hefur ekkert
gerst, sem bendir til stefnu
breytingar.
Per Wástberg segir I grein
sinni að sænsku og hollensku
PEN deildirnar muni á þingi
PEN í Israel i desember bera
fram harðorð mótmæli ásamt
áskorun um að rithöfundarnir
verði látnir lausir. í fyrsta sinn
í mörg ár verður Júgóslavía á
dagskrá þingsins. Það er eng-
inn heiður, segir Per Wástberg.
Eins og Per Wástberg bendir
á eru ofsóknir Titós gegn rit-
höfundum og menntamönnum
ekki síst dapurleg tíðindi vegna
þess frjálsræðis, sem að vissu
leyti hefur ríkt i Júgóslavíu
undanfarin ár. Bókmenntir og
listir i Júgóslavíu hafa þróast í
átt til frjórrar endurnýjunar.
Umræður um menningarmál
hafa verið óvenju opnar þegar
miðað er við eðli stjórnarfars-
ins.
Frá Ungverjalandi berast nú
lík tióindi. Þar hefur tjáningar-
frelsi ekki verið algjörlega
fótumtroðið undanfarin ár. En
nú hefur ungverska stjórnin
látið til skarar skríða gegn rit-
höfundum og menntamönnum.
Marxískir fræðimenn, sem
kenndir hafa verið við hinn
svokallaða Búdapestskóla, hafa
verið hraktir frá störfum. Þeim
er bannað að birta verk sín
opinberlega og stjórn ung-
verska kommúnistaflokksins
hefur lýst þvi yfir að hugmynd-
ir þeirra séu andmarxiskar.
Búdapestskólinn byggir kenn-
ingar sínar einkum á verkum
heimspekingsins Georgs
Lukacs, sem lést 1971. Helsti
forystumaður Búdapestskólans
er Andras HegedUs. Hann
hefur lagt áherslu á að mikil-
vægt sé að fylgjast með gerðum
valdhafanna. Búdapestskólinn
heldur þvi fram að Austur-
Evrópa sé hvorki sósialisk eða
kapítalísk.
Skáldið Miklos Haraszti hef-
ur verið dæmdur i fangelsi i
átta mánuði fyrir þjóðfélags-
gagnrýni, sem kemur fram í
óprentuðu verki, sem hann
dreifði meðal vina sinna. Tveir
aðrir rithöfundar hafa nýlega
fengið að kynnast ungverskum
fangelsum, annar þeirra er
þekktur rithöfundur, Györgi
Konrad.
Þvi má ekki gleyma að það
eru ekki aðeins rithöfundar í
Austur-Evrópu, sem veróa fyrir
barðinu á stjórnvöldum. Á
Spáni til dæmis munu tökin
hafa verið hert á ýmsum rithöf-
undum og menntamönnum og
prentfrelsi almennt skert.
Meðal þeirra, sem handteknir
hafa verið, er þekktasti leik-
ritahöfundur Spánverja, Al-
fonso Sastre. En fréttir frá
Spáni eru enn nokkuð óljósar.
PEN hefur víða verk að
vinna. Ljóst er að þessi merku
alþjóðasamtök njóta viðurkenn-
ingar, ekki síst fyrir hófsama,
en ákveðna stefnu. Á Islandi
hefur lengi verið deild úr PEN,
svokallað PEN-félag, en af
þessu ágæta félagi hafa engar
spurnir borist í nokkur ár. Það
er kannski virðingarvert að
hafa hægt um sig og flana ekki
að neinu, en mörgum verður á
að spyrja: Hvað líður PEN-fé-
laginu? Er ekki ástæóa til aó
endurvekja það?
Glæsileg myndabók
Franz-Karl von Linden,
Helfried Weyer: □ ICE-
LAND. 224 bls. □ A.B.
1974.
Hvað gerir maður hyggist hann
skoða landslag á íslandi og —
njóta þess. Svgrið er einfalt: hann
gengur á fjöll eða — hafi hann
ekki tíma né tækifæri til þess —
flýgur. íslenskt landslag nýtur sín
best úr hæð og f jarlægð. Það gerir
berangur landsins annars vegar
sem er hrjúfur og kaldur ínálægð,
en litaskil hans hins vegar sem
hjúpast blárri slikju í fjarlægð-
inni, mildast og jafnast. Þetta
hafa þeir ágætu menn gert sér
ljóst sem tóku myndir 1 hina stór-
glæsilegu bók sem Almenna bóka-
félagið hefur nú gefið út á ensku
og þýsku og valið heitið ísland.
Brot bókarinnar er æðistórt
þannig að myndirnar njóta sln
vel, einkum landslagsmyndirnar.
Getið er að bókin sé gefin út í
minningu ellefu alda Islands
byggðar. Ekki er þó byggð lands-
Bðkmenntlr
eftir ERLEND
JÓNSSON
ins gerð ýtarlega skil i myndum
bókarinnar, heldur er landið
sjálft þarna efst á baugi, landið
eins og það kemur fyrir ósnortið.
Margar áhrifamestu og fallegustu
myndirnar eru t.d. úr óbyggðum.
Ég nefni sem dæmi myndir úr
Fossárdal, Glerárdal við Akur-
eyri, Eldgjá, Kerlingafjöllum og
Námaskarði. Blóma- og fugla-
myndir eru þarna einnig listilega
vel teknar, einkum hinar siðar-
nefndu. Það er sem sagt landið í
sumarskrúða sem þeir félagar
hafa öðru fremur fest á filmu og
farartækið: tveir jafnfljótir eóa
flugvél. Man ég varla eftir tiltölu-
lega jafnmörgum loftmyndum í
sambærilegum bókum. Þegar þeir
svo hafa fast land undir fótum
standa þeir hátt þannig að lands-
lagsmyndirnar gefa víðáttumikla
yfirsýn í orðsins fyllstu merking.
Aðdrátt nota þeir í hófi úti í nátt-
úrunni, en bregða á leik þegar inn
í þéttbýli dregur, hvað sem nú
kemur þeim til þess, þannig að
siglutré verða að samfelldum
þéttum skógi og húsaraðir að
spilaborgum. Mannlífsmyndir eru
ekki margar í bókinni og að mín-
um dómi ekki afar merkilegar.
Fáeina unglinga hafa þeir
fengið til að sitja fyrír og út-
koman orðið slétt og felld: svip-
brigðalaus ungmennaandlit og lit- |
ið fram yfir það. Vandi er að
mynda fólk ekki síður en fugla og
erfitt að komast að hvoru tveggja
þó í tvennum og ólikum skilningi
sé. Þeir félagarnir hafa átt
fuglaláni að fagna meira en
mannaláni mióað við fjölbreytni,
kannski vegna þess að þeir eru i
eðli sínu rómantiskir ljósmyndar-
ar og sækjast eftir fjarlægó og
ósnortinni viðáttu, eða þannig
kynna þeir sig að minnsta kosti i
þessari bók. Svo er textinn, níu
kaflar um landið, sögu, þjóðlif og
náttúru, ritaðir af jafnmörgum
höfundum. Hann er að vonum
nokkuð misjafn og misvel skrif-
aður en veitir að öllu samanlögðu
ágætt yfirlit um efnið. Vitanlega
er bókin ætluð útlendingum, og
því er vert að spyrja hvaða hug-
mynd hún muni gefa um land og
þjóð þeim sem aldrei hefur hing-
að komið og veit ef til vill lítið um
landið fyrir. Þar sem myndirnar
eru sem heild nokkuð einhliða —
sýna landið aðeins að sumarlagi
og gefa litla hugmynd um svip
þess á öðrum árstimum — má
fræðast um það af textanum að
ísland sé ekki aðeins sumarsins
og himinblámans bjarmaland. að
Islendingar hafi raunar þurít
nokkuð fyrir lífinu að hafa i
þessu unaðsfagra landslagi og að
margt sé enn ógert hér að lokinni
ellefu hundruð ára búsetu í land-
inu. I bókarlok ritar Weyer
„athugasemdir ljósmyndara" og
veitir þar ýmsar faglegar upplýs-
ingar um ljósmyndun sina hér, og
er sú lesning harla fróðleg fyrir
þá sem taka myndir úti í náttúr-
unni.
Annars má segja um bók þessa
og litadýrð hennar eins og landið,
að fátækleg umsögn hlýtur að
gefa heldur kléna hugmynd um
hana: hún er fyrir augað, tilfinn-
inguna, það sem ekki verður með
orðum sagt. Vonandi á hún eftir
að berast viða, verða mörgum
augnayndi, og minna umheiminn
á að hér i norðri er þó land þar
sem mannlíf hefur verið að þróast
og vaxa, þó hægt gangi, i ellefu
aldir.
Ólöf Jónsdóttir:
Málverkasýning
í Diisseldorf
Undirrituð átti þess kost að
sjá alþjóðlegu myndlistarsýn-
inguna Internationaler Markt
fúr aktuelle Kunst í Dusseldorf
í Þýzkalandi 19. — 24. október
ásamt Ölmu Hansen list-
fræóingi.
Samtökin, sem stóðu fyrir
listsýningu þessari, voru stofn-
uð 1971, en síðan hefur hún
verið haldin árlega. Er það
orðin föst hefð, og mun svo
verða framvegis. Sýningarnar
njóta alþjóðlegrar viðurkenn-
ingar, og eru listamenn víðs
vegar að úr heiminum þátttak-
endur eins og sjá má á því, að
40% af sýnendum koma frá
öðrum þjóðum. Um þrettán
þjóðir sýndu þarna að þessu
sinni.
Hvaðanæva koma listunn-
endur til að skoða og kaupa
listaverk ungra listamanna. Er
því mjög mikilvægt tækifæri að
sýna á slíkum vettvangi.
Því miður var ekki nema ein
mynd þarna eftir Islending,
Erró (Guðmund Guðmunds-
son), sem er i miklu áliti
erlendis, og er gott til þess að
vita.
Sýningin var haldin i húsa-
kynnum Alþjóðlegu vörusýn-
inganna í Dússeldorf. Hún tók
yfir 8000 fermetra.
Dyrnar opnuðust inn i þessa
stóru og mörgu sali, og við aug-
um blasti mikilfenglegur heim-
ur málaralistarinnar. Við Alma
skoðuðum sýninguna klukku-
timum saman. Þarna var heilt
safn listaverka — allt frá heill-
andi fegurð niður i argasta
ljótleika.
Margt er minnisstætt, og
deildum við Alma oft harólega
um, hvað væri hægt að kalla list
og hvað ekki, en okkur kom
saman um, að takmörkin væru
svo óljós, að naumast væri unnt
að sjá þau rétt. Það er nefnilega
eins og slík mörk máist út, og
kannski eru þau ekki til. En
það er stórkostlegt aó sjá, hvað
hinn mannlegi heili getur fram-
kallaö.
Þarna blöstu við átta fallegar
landlagsmyndir frá Islaridi,
sem Islandsvinurinn Alfred
Schmidt hefur málað síðastliðið
sumar, og eru þær allar frá
Suðurnesjum.
Að lokum vil ég óska þess, að
sem flestum listamönnum
auðnist að fá tækifæri að taka
þátt i slikum alþjóðasýningum.
7. nóvember 1974
Ólöf Jónsdóttir.
Alfred Schmidt og
Podszus frá E.P.
Gelerie, Dtisseldorf.