Morgunblaðið - 15.11.1974, Page 32

Morgunblaðið - 15.11.1974, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. NÖVEMBER 1974 Grettir á Reykholum .wtiliii Saga ogsagnir Grettir kom á Reykhóla nær veturnóttum og beiddi Þorgils veturvistar. Þorgils sagði, að honum væri til reiðu matur sem öðrum frjálsum mönnum — „en eigi er hér vönd vistargerð.“ Grettir kvaðst eigi um það vanda. „Er hér annar hlutur til vandhæfis,“ sagði Þorgils; „þeir menn ætla hér til vistar, er nokkuð þykja vanstilltir, sem eru þeir fóstbræður Þorgeir og Þormóður. Veit ég eigi, hversu yður hentar saman að vera, en þeirra vist skal hér jafnan vera, er þeir vilja. Nú máttu vera hér, ef þú vilt, en engum yðar skal duga að eiga illt við annan.“ Gréttir sagði, að hann myndi á engan leita fyrri, og einkan- lega ef bóndi vildi svo. Litlu síðar komu þeir fóst- HOGNI HREKKVISI Ég keypti nýjan lax og rækjur og eina dós af kavíar .. .. og hálfan blóðmörskepp handa þér. bræður heim. Eigi féll blítt með þeim Þorgeiri og Gretti, en Þormóður lét sér vel fara. Þorgils bóndi sagði þeim fóstbræðrum allt slíkt, sem hann sagði Gretti; en þeir gerðu svo mikil metorð hans, að hvorugur lagði öðrum öfugt orð, en þó fóru eigi þykkjur þeirra saman. Leið nú svo öndverður vetur- inn af. Það segja menn, að Þorgils bóndi ætti eyjar þær, sem Ólafseyjar heita; þær liggja úti á firðinum, hálfa aðra viku undan Reykjanesi. Þar átti Þorgils bóndi uxa góðan, og hafði hann eigi sóttur orðið um haustið. Talaði Þorgils um jafnan, að hann vildi ná honum fyrir jólin. Það var einn dag, að þeir fóst- bræður bjuggust til að sækja uxann, ef þeim fengist hinn þriðji maður til liðs. Grettir bauð að fara með þeim, en þeir létu vel yfir því; fara þeir þrír á teinæringi. Veóur var kalt og lék á norðan. Skipið stóð i Hvalshausshólmi. Sigldu þeir út og græddist heldur vindurinn; komu við eyjarnar og tóku uxann. Þá spurði Grettir, hvort þeir vildu heldur leggja út uxann eða halda skipinu, því að brim mikið var við eyna. Þeir báðu hann halda skipinu. Hann stóð við mitt skipið á það borð, er frá landi horfði. Tók honum sjórinn undir herðablöðin, og hélt hann skipinu svo, að hvergi sveif. Þorgeir tók upp uxann að aftan, en Þormóður að framan, og hófu hann svo út á skipið. Sethust þeir síðan til róðrar, og reri Þormóður í hálsi, en Þorgeir í fyrirrúmi, en Grettir i skut. Héldu þeir nú inn í flóann. Og er þeir komu inn fyrir Hafraklett, þá styrmdi að þeim. Þá mælti Þorgeir: „Frýr nú skuturinn skriðar.“ Grettir svar- ar: „Eigi skal skuturinn eftir liggja, ef allvel er róið fram í.“ Þorgeir féll þá svo fast á árar, að af gengu báðir háirnir. Þá mælti hann: „Legg þú til, að Grettir, meðan ég bæti að háunum." Grettir dró þá fast árarnar, meðan Þorgeir bætti, en er Þorgeir tók að róa, höfðu svo lúist árarnar, að Grettir hristi þær í sundur á borðinu. Þormóður kvað betra að róa minna og brjóta ekki. Grettir þreif erði (staur) tvö, er lágu í skipinu, rak borur stórar á borðstokkinn og reri svo sterklega, að brakaði í hverju tré; en með því að skip var gott, en menn heldur í röskara lagi, þá náðu þeir Hvalshausshólma. Grettir spyr, hvort þeir vildu heldur fara heim meö uxann eða setja upp ANNA FRÁ STÓRUBORG — SAGA FRÁ SEXTÁNDU OLD eftir Jón Trausta „Sæktu tvo rnenn til að vera votta, Mangi!" mælti hún við elzta drenginn sinn. Hann hlýddi undireins. „Trúirðu mér ekki nema vottar séu við?“ spurði lögmaður dálítið kíminn. „Nei,“ mælti Anna hvatlega. „Ég hefi reynt svo margt iht af þér siðari árin, og ég hefi heyrt til þín svo óttaleg orð. Ég treysti þér ekki.“ Vottarnir komu, og Anna mælti hátt og skýrt, svo að allir mættu heyra:, „Þið eigið að ve a vottar að því, að Páll lögmaður Vigfús- son heitir Hjalta Magnússyni, sakamanni sinum, fullum grið- um, ef hann komi hingað til viðtals við hann. Hann skal hafa full grið á leiðinni hingað, meðan hann dvelur hér og þar til hann er aftur kominn í vígi sitt. Er ekki þetta rétt hermt?“ „Jú,“ mælti lögmaður og hafði gaman af formálanum. — Rétt á eftir var maður sendur á stað með tvo gæðinga til reiðar að sækja Hjalta. 3. SÁTT OG FÖGNUÐUR Lögmaður lá einn i herbergi sinu mestallan daginn, drakk heitt rauðvin og barðist við sjálfan sig. Hann var því búinn að taka ákvörðun sína, áður en Hjalti kom, og var undir komu hans búinn. Hjalti kom seint um daginn, og fylgdi Anna honum undir- eins inn til lögmanns og lét aftur hurðina að baki þeim. Engir voru viðstaddir aðrir en þau þrjú. Kveðjurnar voru ekki vingjamlegar. Hvorugur þeirra yrti á annan. Hjalti gekk þegjandi fáein skref inn á gólfið og nam þar staðar. Lögmaður mældi hann og vó með augunum og var ekki blíður á svipinn. Anna stóð frammi við dyrnar. Henni var ekki rótt i brjósti. Henni fannst sem eldur og tundur væru að nálgast hvort annað. öðrum megin var þetta steinharða valdsmannsandlit, sem leyndi því stranglega, hvað hann hafði í huga, og var til alls búið. Hinum megin þessi frjálsi, ólmi, ókúgaði útilegu- maður, veðurbitinn og vöðvastæltur, með tinnuhörku í aug- uninn og varirnar svo samanbitnar, að mimnurinn varð að dálitlu, bláhvítu striki innan í úfnu skegginu. Þessi maður gat engrar miskunnar beðið. Hún fann það á sér, að hún hafði alls ekkert vald yfir Hjalta þessa stundina. Henni stóð meiri ógn af honum en bróður sínum. Hún bjóst við því hvert andartak, að hatrið milli þessara fjandmanna blossaði upp með óviðráðanlegu afli, — svo magnað og tryllt, að engin minnsta von væri um sætt framar. Þá fyndi ekki hefnigirnin og illskan minnstu svölun, fyrr en annar hvor þessara manna lægi dauður. Þá var allt stríð hennar orðið árangurslaust, takmarkið, sem hiin hafði verið nærri komin að, horfið inn í eilífðina, eina vonin hennar dáin, — og þá mundi hún ekki annað geta en dáið með henni. J ÍVIcöÍmofQunkaffinu Ég vona að þú hafir eins og ég ótrú á langvarandi trúlofununum — og þú bara létir mig hafa hringinn aftur sem þú settir upp á laugardag- inn var. Mér finnst það nánast frekja að treysta betur tölvufærslum en mínum færslum á ávísanahók- inni. Hvaða tegundir af krókodíls-skinn-skóm hafið þið nú? POLLUX Láttu hann hafa annað, ég held hann heyri illa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.