Morgunblaðið - 15.11.1974, Qupperneq 36
fHorgmtMct&ifr
nuGivsincnR
22480
FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1974
Ný hverfi hafa byggst mjög í Hafnarfirði síðustu ár. Mynd þessi er af
Norðurbænum í Hafnarfirði.
Geymslur frystihús-
anna yfirleitt fullar
Verður að af-
skipa örar fyrir
loðnufrystingu
FRYSTIKLEFAR f frystihúsum
landsins munu yfirleitt vera svo
til fullir, en nokkuð er það mis-
jafnt og fer eftir þvf hvaða teg-
undir húsin vinna mest. Heildar-
birgðir af frystum fiski eru þó
mun meiri nú en á sama tfma f
Smjörlíki og gjald-
skrár veitinga- og
þvottahúsa hækka
SKRIFSTOFA verðlagsstjðra
auglýsti f gærkvöldi verð á smjör
Ifki og er hækkun frá fyrra verði
11%. Kostar nú hvert kg af smjör-
líki 238 krónur, en kostaði 214
krónur áður.
Þá hefur verðlagsstjóri heimil-
að 15% hækkun á gjaldskrá veit-
ingahúsa og ennfremur 15%
hækkun á gjaldskrá þvottahúsa.
fyrra og birgðir f frystihúsum
innan Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna eru t.d. um 15 þúsund
lestir um þessar mundir.
Benedikt Guðmundsson hjá
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
sagði, að þann 1. nóvember s.l.
hefðu frystihús S.H. verð með 15
þús. lestir af frystum fiski í
geymslum, sem væri nokkru
meira en venjulega. Þessa dagana
væru þó skip Eimskips að lesta
fisk á Bandaríkjamarkað, en ekki
væri það mjög mikið magn. Von-
ast væri til, að hægt yrði að halda
í horfinu á næstunni, þannig að
ekkert húsahna lenti í neinum
vandræðum.
Hann viðurkenndi þó, að loðnu-
frystingin gæti sett strik í reikn-
inginn, þegar að henni kæmi, þ.e.
ef ekki yrði búið að rýma nægi-
lega tií f frystigeymslum viðkom-
andi frystihúsa. Ólafur Jónsson,
hjá Sjávarafurðadeild S.l.S.
sagði, að þar reyndu þeir að draga
úr afskipunum eins og hægt væri,
en fisknum væri komið fyrir í
geymslun hjá aðilum vítt og
breidd á nánd við New Bedford,
þar sem mest öllum fiski Sam-
bandsins er skipað á land í Banda-
ríkjunum, og væru það sérstak-
lega flökin, sem komið væri í
geymslu.
ívar Baldvinsson hjá frystihúsi
KEA á Dalvík, sagði, að þar ættu
þeir eftir viku rými, eða fyrir
1000 kassa, en frystigeymslan tek-
ur um 15 þús. kassa. Þeir hefðu
samt veika von með afskipun í
Framhald á bls. 22
Ríkisstjórnin semur
ekki á grundvelli
samningsdraganna
MORGUNBLAÐINU barst í gær
fréttatilkynning frá forsætisráðu-
neytinu, þar sem tilkynnt er, að
rfkisstjórnin hafi á fundi sfnum f
gær ekki talið rétt að ganga frá
bráðabirgðasamkomulagi við
Þjóðverja f landhelgismálinu á
grundvelli samningsdraganna,
sem birtust f Morgunblaðinu f
gær. Fréttatilkynningin er svo-
hljóðandi:
„Ríkisstjórnin telur ekki rétt
að ganga frá bráðabirgðasam-
komulagi við Vestur-Þjóðverja
samkvæmt þeim samkomulags-
drögum, sem fyrir liggja, en mun
halda áfram athugunum málsins í
Þórscafé-málið:
Sagði öðrum
frá átökunum
í GÆR yfirheyrði rannsóknarlög-
reglan nokkur vitni vegna átak-
anna við Þórscafé um sfðustu
helgi, svo og 18 ára piltinn sem
nú situr f gæzluvarðhaldi vegna
þessa máls.
Við yfirheyrsluna í gær endur-
tók pilturinn sinn fyrri framburð,
að hann hefði lent í ryskingum
við Benedikt heitinn, en kveðst
ekki muna hvort hann hafi veitt
honum högg eða ekki. Ber hann
við ölvun. Hins vegar gaf sig fram
vitni í gær, sem sagði, að piltur-
inn hefði sagt við sig á staðnum
umrædda nótt, þ.e. fyrir utan
Þórscafé, að hann hefði slegið
Benedikt hejtinn niður.
Þannig er málið stöðugt að
skýrast og bendir margt til þess,
Framhald á bls. 22
samræmi við samþykkt Alþingis
frá 15. febrúar 1972.“
Þá var f gær fundur f utanrfkis-
málanefnd Alþingis, þar sem
fjallað var um samningsdrögin.
Þórarinn Þórarinsson, formaður
Framhald á bls. 22
1007 ölvaðir
ökumennteknir
í Rvík á árinu
REYKJAVIKURLÖGREGL-
AN hefur á þessu ári tekið alls
1007 ökumenn vegna gruns um
ölvun við akstur, samkvæmt
þeim upplýsingum sem Mbl.
fékk f gær hjá Sturlu Þórðar-
syni, fulltrúa lögreglustjóra.
Aldrei fyrr hefur tala
grunaðra farið fram yfir 1000,
og til samanburðar má geta
þess, að allt árið f fyrra voru
teknir um 930 ökumenn vegna
gruns um ölvun við akstur. Og
enn er eftir einn og hálfur
mánuður af árinu, og á talan
þvf vafalaust eftir að hækka
nokkuð.
„Þetta er óhugnanleg aukn-
ing,“ sagði Sturla Þórðarson í
samtali við Mbl., „ásíóustuár
um hefur aukningin verið um
100 ökumenn á ári, en nú ætlar
hún upp úr öllu valdi.“
Skiptingin í ár er sú, að
innanbæjar hefur Reykjavík-
urlögreglan tekið 951 öku-
mann, á sama tima í fyrra 802.
Utanbæjar hefur hún tekið 56,
ásamatíma í fyrra 86. Samtals
hefur hún þvi tekið 1007, en á
sama tfma i fyrra 888.
Varaformaður Alþýðuflokks:
Næst samkomulag
um Björn Jónsson?
FLOKKSÞING Alþýðuflokksins*
hefst í kvöld, en ágreiningsmál
þau, sem upp eru komin vegna
fyrirsjáanlegs kjörs nýrra for-
ystumanna flokksins eru óleyst.
Eins og Morgunblaðið skýrði frá i
fyrradag höfðu Gylfi Þ. Gfslason
og Benedikt Gröndal hugsað sér
að styðja dr. Kjartan Jóhannsson
verkfræðing sem varaformann
flokksins. Sfðustu daga hefur
hins vegar komið upp sterk
hreyfing fyrir þvf, að Eggert G.
Þorsteinsson verði kosinn vara-
formaður og eru það verkalýðs-
sinnar f Alþýðuflokknum, sem
Vefarinn mikli kemur
út á Norðurlöndunum
Halldór Laxness kom heim í gær
MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær-
kvöldi samband við Halldór
Laxness, en hann kom í gær
heim til íslands úr ferðalagi
um Norðurlönd, Sviss og Þýzka-
land. Halldór sagðist m.a. hafa
verið að ganga frá handriti á
dönsku að Vefaranum mikla
frá Kasmír, en skáldið kvað þá
bók eiga að koma út í Dan-
mörku, Svíþjóð og Norcgi eftir
áramót. Hefur Vefarinn ekki
fyrr verið þýddur á erlend mál,
en um 50 ár eru nú liðin frá þvf
skáldið skrifaði þá bók. Sagði
Halldór að margir mánuðir
hefðu farið f vinnu við þýðing-
una með þeim dönsku aðilum,
sem vinna bókina, en danska
þýðingin verður lögð til grund-
vallar norsku og sænsku útgáf-
unum. Bókin er á 6. hundrað
sfður og er hún komin f prent-
smiðju f Danmörku.
Þá kvaðst Halldór aðspurður
hafa verið að sinna ýmsum við-
skiptamálum, sem varla væri-
nú talandi um, því alltaf væri
eitthvað sínu sinni hvað að
koma út af bókum hans erlend-
is, en hann sagði að það væri í
sjálfu sér lítill vandi að skrifa
bók hvað tímann snerti miðað
við allan þann tima, sem færi í
alls konar viðskiptavafstur.
„Maður þakkar stundum fyrir
að fá að halda skinninu á nef-
inu,“ sagði skáldið um þá bar-
áttu. Nefndi hann sem dæmi að
í Þýzkalandi hefðu milli 10 og
Framhald á bls. 22
Halldór Laxness
fyrir þeirri hreyfingu standa.
Ágreiningur um varaformanns-
kjör hefur ekki verið leystur en
hugsanlegt er talið, að samkomu-
lag geti tekizt um Björn Jónsson,
forseta ASl, sem málamiðlun og
að hann verði kjörinn varafor-
maður Alþýðuflokksins. Kjör
hans mundi fullnægja þeirri
kröfu verkalýðssinnaðra Alþýðu-
flokksmanna, að framámaður úr
verkalýðshreyfingunni verði
kjörinn í þetta trúnaðarstarf og
það kom einnig i ljós, í kosningu
fulltrúa Alþýðuflokksfélags
Reykjavíkur á flokksþingió að
Björn Jónsson nýtur meiri stuðn-
ings í Alþýðuflokknum en gert
var ráð fyrir. Hann var í hópi
þeirra, sem flest atkvæði hlutu í
þessari kosningu. Helztu stuðn-
ingsmenn dr. Kjartans Jóhanns-
sonar, Gylfi Þ. Gíslason og Bene-
dikt Gröndal, mundu vel geta
fallizt á kjör Björns, a.m.k. sá
fyrrnefndi.
Auk Eggerts G. Þorsteinssonar,
Kjartans Jóhannssonar, Björns
Jónssonar, Karls Steinars Guðna-
sonar og Jóns Ármanns Héðins-
sonar hefur Björgvin Guðmunds-
son, borgarfulltrúi Alþýðuflokks-
ins, einnig verið nefndur í sam-
bandi við varaformannskjör og
mun hann sækjast eftir starfinu
með vaxandi þunga.