Morgunblaðið - 05.01.1975, Page 2

Morgunblaðið - 05.01.1975, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JANUAR 1975 Þeir, sem stunda laugarnar í Reykjavík, láta ekki kuldann og nepjuna aftra sér, enda væsir ekki um þá í hlýjunni f laugunum eða pottunum. — Ljðsmyndari blaðsins (Ól. K.M.) tðk þessa mynd einn morguninn í Laugardalslauginni. Heiti potturinn er sýnilega vinsæll. „Það eru 10 vind- stig hér núna, en netin skulu í sjó” Rabbað við Hörð á Hrönn á Eyjamiðum VIÐ náðum talstöðvarsambandi við Hörð Jónsson skipstjóra á Hrönn VE i gær þar sem hann var staddur 20 sjómílur austur af Eyjum að draga út. Kvaðst hann ætla að leggja allar netatrossurn- ar í djúpkantinn þarna. „Það er bara helv... bræla hérna,“ sagði hann, „aldrei friður. Það eru eín 10 vindstig hérna núna en netin skulu I sjóinn. Eyjabátarnir Kap, Ásver og Kristbjörg lögðu netin milli jóia og nýjárs og eru núna að reyna að draga þau, en fyrr hefur ekki gefið og er þó varla hægt að nota það orð um daginn i dag. Heiga Guðmundsdóttir hefur einnig verið að draga hérna og hún hefur verið að fiska. Eg heyrði f honum í morgun og þá var hann búinn að fá 1000 ufsa í eina tveggja nátta trossu. Annars eru nokkuð margir Eyjabátar að gera klárt á netin og óvenjumargir af loðnubátunum ætla að byrja á netum. Annars er það kynlegt að það bregzt ekki þegar ég legg netin í fyrsta sinn að yfir dynur andsk.... rok. Ég fór af stað í morgun i 2 vindstigum, en nú eru þau orðin 10 og netin ekki komin í sjóinn, en það er bezt að fara að salla þessu niður, það er ekki svo úfinn sjór þótt hann sé hvass.“ Guðmundur stefnir á stórmeistaratitilinn Hastings, 4. jan. Einkaskeyti til Mbl. frá AP: ÞAÐ var hundaheppni fyrir ís- lenzka aiþjóðiega meistarann, Guðmund Sigurjónsson að Englendingurinn Raymond Keene hætti við þátttöku í alþjóð- lega skákmótinu í Hastings. Þá var á síðustu stundu sent tilboð um þátttöku til Guðmundar. — Brezhnev Hann hefur leikið afburðaskák f fyrstu sex skákum sfnum á mót- inu og stefnir nú hraðbyri að stór- meistaratitlinum eftir sigurinn yfir Michael Basman I gær. Hann þarf nú að fá fimm og hálfan vinning úr níu skákum til viðbót- ar til þess að öðlast stórmeistara- titilinn. Guðmundur Sigurjóns- son er nú efstur á mótinu ásamt Svíanum Ulf Anderson með 4Ví vinning. - 8%atvinnuleysi Snjóflóð hafa fallið í Mjóafirði um jólin LEIÐINDAVEÐUR hefur verið á Austfjörðum yfir hátiðarnar. 1 viðtali við Vilhjálm Hjálmarsson menntamálaráðherra, sem Mbl. átti við hann i gær sagðist hann ekki hafa komizt heim að Brekku í Mjóafirði fyrr en á jóladag vegna veðurs. 1 gær var ráðherr- ann enn tepptur á Egilsstöðum og komst þá ekki til Reykjavfkur. Biðu þá á Egilsstöðum um 200 manns eftir flugfari og hafði þó tekizt að flytja alla, sem óskað höfðu eftir fari tveimur dögum áður. Obbi þess fólks, sem beið fars á Egilsstöðum f gær, var skólafólk. Vilhjálmur sagói að mikill snjór væri i Mjóafirði og væri hann laus í sér. Þar hafa fallið óvenjuleg snjóflóð. Eitt þeirra tók af gamalt íbúðarhús innst í svokölluðu Brekkuþorpi og var húsið frá því um aldamót. Ekki var búið i hús- inu. Snjóflóðið kurlaði húsið og bar fram i sjó. Ennfremur hljóp fram snjóflóð skammt innan við innsta byggðahúsið, sem nú er, og rétt innan við kirkjuna. Fór það yfir gamlan húsgrunn og kvað Vilhjálmur þar myndu hafa orðið tjón ef enn hefði staðið þar hús. Santiago, 4. jan. Reuter. TALSMAÐUR utanríkisráðuneyt- isins í Chile, Claudio Coilados, hefur skýrt svo frá, að Henry Kissinger, utanríkisráðherra Bandarfkjanna, sé væntanlegur í 1—2ja daga heimsókn til Chilc um miðjan febrúar. Fer hann þangað í boði herforingjastjórnar Augustos Pinochets, sem stjórn- aði byltingunni gegn Salvador Allende í september 1973. Kvað hann það snjóflóó mjög óvenjulegt, þar sem það hefði hlaupið úr aflíðandi hlíð en ekki háum tindum. Vilhjálmur taldi aóalástæðuna fyrir snjóflóðunum að gífurlega miklu snjómagni hefði kyngt niður á mjög skömm- um tíma. Þá sagði Vilhjálmur að hann hefði heyrt, að snjóflóð hefði fallið á eyðibýlið Brimnes, utar- lega i Seyðisfirði og norðan fjarðar. Er Brimnes talsvert utar en Selstaðir, en þar féll snjóflóð fyrir jól á fjárhús, svo sem menn rekur minni til. Vilhjálmur sagð- ist ennfremur hafa heyrt sögu- sagnir af því að fyrir 200 árum hefði fallið snjóflóð á Brimnes og þá orðið mannskaðar. Ekki hefur orðið þar snjóflóð síðan fyrr en nú. Morgunblaðið bar þessa siðustu frétt undir fréttaritara sinn á Seyðisfirði, Svein Guðmundsson. Hann sagði að kunnugur maður, fyrrum bóndi á Skálanesi, sem er handan fjarðarins, hefði farið á bát út með firðinum og taldi hann að snjóflóðið hefði fallið yfir bæjarstæðið. Eigendur jarðar- innar, sem fluttust af henni fyrir Bandarískt blað hefur staðhæft, að Kissinger hafi í hyggju að tjá stjórn Chile, að frekari aðstoð Bandaríkjanna við hana byggist á því, að hið fyrsta verði komið þar á lýðræðisiegu stjórnarfari og landsmönnum verði tryggð full borgararéttindi, en Collados vís- aði þessu algerlega á bug. Vitað er, að Kissinger fer einnig til Argentínu í þessari ferð til S-Ameriku. nokkrum árum, er íbúðarhúsið brann, töldu þessa frétt þó ólík- lega, en hins vegar höfðu þeir ekki farið að Brimnesi i alllangan tíma. Brimnes er gömul verstöð, sem áður var í eigu Klausturhóla og mun bæjarstæðið ekki hafa verið flutt frá því er snjóflóðið féll á bæinn fyrir 200 árum. Framhald af bls. 1 þeir hittu hann og hlýða boð- um lækna um að hafa ekki of langa viðdvöl. Blaðið segir, að Brezhnev hafi látið i ljós leiða sinn yfir því, aó förinni skyldi þurfa að fresta, og sagt, að hann myndi koma svo fljótt sem auðið væri. Mörg orð á Brezhnev að hafa haft um góð samskipti sin og Sadats for- seta. Frásögn þessi er skrifuð af Ali Amin, stjórnarformanni blaðsins, og segir hann sam- bandið milli Moskvu og Kairo hið ágætasta í alla staði, þar í milli sé alls enginn ágreining- ur. Framhald af bls. 1 Ekki var þess vænzt aó neinar tilkynningar um efnahagsaðgerð- ir yrðu gefnar út eftir fundinn í dag, en Ford mun gera grein fyrir ráðstöfunum sínum í yfirlitsræðu sinni um stöðu alríkisins síðar í þessum mánuði. Meðal þeirra ráð- stafana sem forsetinn íhugar nú eru skattalækkanir, en áður voru uppi bollaleggingar um að skatta- hækkanir væru ráðið til að snúast með gegn verðbólgunni. Skatta- hækkanir myndu hins vegar auka á samdráttinn. Ein kippa af vinstrimönnum Santiago 4. janúar — Reuter. HERFORINGJASTJÓRNIN f Chile hefur formlega tilkynnt Mexicostjórn að hún sé reiðubúin til að senda 200 vinstri sinnaða fanga ókeypis með flugvél til Mexico, ef stjórnvöld þar sam- þykkja það. Augusto Pinochet, forseti, gagnrýndi Mexicostjórn fyrir að slíta stjórnmálasambandi við Chile s.l. nóvember, og kvað það tóman fyrirslátt að ástæðan hefði verið skortur á mann- réttindum i Chile. Karpov teflir aðeins samkv. samþ. reglum Moskvu, 4 jan. Reuter BORIS Rodionov, einn af helztu ráðamönnum f skáklífi Sovétríkj- anna og meðlimur í stjórn Al- þjóðaskáksambandsins, FIDE, segir f viðtali við blaðið Sovetsky Sport, að Anatoli Karopov muni því aðeins keppa við Bobby Fischer um heimsmeistara- titilinn í skák, að farið verði eftir þeim alþjóðareglum, sem þegar hafa verið samþykktar“ og með engum skilmálum öðrum“. Segir Rodionov, að afstaða Karpovs sé „Ijós, rökrétt og óhagganleg“. Kissinger til Chile Ferðafólk í hrakning- um á Holtavörðuheiði Kona með barn dvaldi tværnæt- ur í bíl áheiðinni FERÐAFÖLK, sem lagði á Holtavörðuheiði norðanmegin seint á fimmtudagskvöldið, lenti f miklum hrakningum á heiðinni. Festi það bfl sinn nálægt konungsvörðu og urðu tveir karlmenn, sem í bílnum voru, að brjóta sér leið niður að símstöðinni að Brú i Hrútafirði og komu þeir þangað snemma aðfararnótt laugardagsins. Kona og barn biðu allan tím- ann i bifreiðinni og hefur vist- in eflaust verið hin daufasta. Mbl. ræddi i gærmorgun við fréttaritara sinn í Hrútafirði, Magnús á Stað. Hann sagði að vegagerðarmenn frá Borgar- nesi hefði dvalið á veitinga- staðnum Staðarbakka frá því á fimmtudagskvöld og ekki talið rétt að moka heiðina vegna veð- urs. Ætluðu þeir að reyna í gærmorgun. En áður en til þess kom voru þeir vaktir kl. 2,30 í fyrrinótt, en þá voru mennirnir tveir komnir að Brú. Lögðu vegagerðarmennirnir strax á heiðina og mokuðu leið fyrir fólksbilinn og héldu svo áfram að moka þar til þeir mættu veg- heflum sunnan heiðar. Litii billinn fór hins vegar niður að Brú og beið fólkið þar til heiðin opnaðist og hélt að því búnu á hana aftur eins og ekkert hefði í skorizt, svo varla hefur því orðið meint af verunni á heið- inni né göngunni niður að Brú. Ætlaði Magnús að ná tali af því á Brú, en það var þá farið. Fólkið mun vera af Reykjavík- ursvæðinu, en var að koma að norðan. Magnús á Stað tjáði Mbl., að veður væri mjög rysjótt og óvíst hve lengi heiðin yrði opin. Vildi hann brýna fyrir fólki að leggja ekki á heiðina nema hafa sam- band við kunnuga áður. í þessu tilfelli hefur það ekki verið gert og fólkið lagt á heióina án þess að kynna sér færð og veð- urútlit. Sagði Magnús að eng- inn hefði komið að Staðarbakka og spurt um færð, og hefði þó mátt sjá veghefla Vegagerðar- innar standa þar á hlaðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.