Morgunblaðið - 05.01.1975, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JANUAR 1975
7
Svalbarði
Jan Mayen
D. *• Barentshaf
öjemarey
Noregshaf (Islandshaf)
ro<
,.........................
v';V-..;... Sovétríkin
. [?Taííínn (Reval) .............. _ _ .‘-.•/•j
■ • #•. ■ . * V. • .*.*.* •*.}*• * *• • * •. •*.•'.•.•; *#*.* .j
Baltiysk
KM
800
Togstreita á norðurslóðum
VIÐRÆÐUR Norðmanna og Rússa
I Moskvu um skiptingu Barents-
hafs eru aðeins liður I lengri við-
ræðum, sem eru enn á lagalegu og
tæknilegu stigi en ekki pólittsku.
Engu að síður er hafin hörð
togstreita milli Norðmanna og
Rússa á norðurslóðum og þessi
togstreita getur orðið stórpólitisk í
framttðinni.
Togstreitan snýst um oltu og
gas og fisk og aðrar náttúruauð-
lindir. Inn t þessa togstreitu bland-
ast staða Svalbarða þar sem
Bandartkjamenn, Bretar og fleiri
þjóðir njóta réttinda samkvæmt
alþjóðalögum.
Hernaðarlegir hagsmunir og
öryggi Sovétrtkjanna vega þungt á
metunum i þessum viðræðum.
Stðan á stðustu öld hafa Rússar
kappkostað að afstýra þvt, að önn-
ur stórveldi nái fótfestu á þessum
mikilvæga hluta siglingaleiðar
þeirra til og frá Murmansk og
Arkangelsk.
Mikil leynd hefur hvílt yfir þess-
um viðræðum en Norðmenn hafa ;
þó verið bjartsýnir á að árangur
náist vegna batnandi andrúms-
lofts á alþjóðavettvangi og bættr-
ar sambúðar Bandarikjamanna og
Rússa. Afstaða Norðmanna og
Rússa er einnig kunn t aðalatrið-
um:
^ Afstaða Norðmanna byggist
meðal annars á samþykktum haf-
réttarráðstefnunnar i Genf 1958.
Skipting Norðursjávar var ákveðin
samkvæmt þessum samþykktum
og byggð á svokallaðri miðlinu-
reglu. Miðlínan er dregin í jafnri
fjarlægð frá grunnlínum, sem
landhelgi viðkomandi strandrikja
er reiknuð eftir.
0 Afstaða Rússa er meðal annars
sú að „sérstakar aðstæður" séu
fyrir hendi og þvi nauðsynlegt að
finna aðra lausn en þá, sem Norð-
menn vilja. Svokölluð „svæða-
regla" er ein af rökum Rússa og ef
hún nær fram að ganga fá þeir i
sinn hlut 150.000 ferkilómetra
svæði, sem Norðmenn fengju
samkvæmt miðlinureglunni.
Svæðareglan var ákveðin með
tilskipun frá Sovétstjórninni 1928
og nýtur ekki viðurkenningar i
þjóðarétti. Svæðin eru reiknuð
þannig, að dregnar eru beinar lin-
ur frá vestasta og austasta stað
viðkomandi landa til Norðurheim-
skautsins. i tilskipuninni frá 1928
er aðeins talað um eyjar og lönd
og ekki minnzt á hafið eða hafs-
botrrinn.
Norðmenn halda þvi fram, að
Hernaðarlegir hags-
munir Sovétrikjanna
vega þungt á metun-
um I viðræðunum um
skiptingu Barentshafs
— ekki sizt vaxandi
umsvif sovézka flot-
ans. Myndin sýnir
lendingu tveggja
þyrlna, er hafa það
hlutverk að leita að
kafbátum, á sovézku
þyrlumóðurskipi.
Rússar hafi viðurkennt miðlinu-
regluna þegar þeir gerðust aðilar
að Genfarsamningnum 1958.
Rússar halda þvi hins vegar fram,
að samkvæmt ákvæðum
samningsins sé svigrúm til frávika
frá miðlinureglunni.
Engir fyrri samningar eru milli
Norðmanna og Rússa um skipt-
ingu Barentshafs en I samningn-
um frá 1958 stendur: „Ef enginn
samningur er til og nema því að-
eins að sérstakar aðstæður séu
fyrir hendi skal miðlinureglan
gilda."
Helzta verkefni Norðmanna og
Rússa virðist þvi vera i þvi fólgið
að ákveða hvort „sérstakar að-
stæður" séu fyrir hendi á Barents-
hafi, hvort þær réttlæti frávik frá
miðlínureglunni og hvaða frávik
það séu.
Þær sérstöku aðstæður, sem
Genfarsamningurinn kveðurá um,
eru landfræðilegar. Gott dæmi um
þetta er ítalska eyjan Pantellaria,
sem er rétt undan strönd Túnis. Ef
farið væri eftir bókstaf samnings-
ins fengju ítalir miklu stærra land-
grunn i sinn hlut en sanngjarnt
gæti talizt. Slikar aðstæður eru
ekki fyrir hendi á Barentshafi.
Norðmenn segja, að samkvæmt
samningnum hafi þeir fengið yfir-
ráð yfir öllu hafsvæðinu frá Norð-
ur-Noregi til svæðisins norður af
Svalbarða þvi t honum sé heimilað
að „hagnýta náttúruauðlindir eins
langt út og dýpt hafsins leyfi, án
tillits til gildandi landhelgismarka
en þó ekki yfir miðlínu..."
Leyfilegt er að hagnýta náttúru-
auðlindir á allt að 200 metra dýpi
og Barentshaf er tiltölulega
grunnt eða 400—500 metrar.
Málm er hægt að fá á allt að
4.000 til 5.000 metra dýpi en
öðru máli gegnir með olíu og gas.
Norðmenn gera ráð fyrir, að
svæðareglan sé hámarkskrafa
Rússa og telja ólíklegt, að þeir
rigbindi sig við hana. Allt bendir til
þess, að báðir aðilar hafi sýnt
mikla varkárni í viðræðunum.
Knut Frydenlund utanrikisráð-
herra hefur lýst grundvallaraf-
stöðu Norðmanna á þann veg. að
Rússar verði að taka tillit til þess,
að Noregur sé litið riki og búi við
sérstakar aðstæður vegna nábýlis-
ins við Sovétrikin. En hann tók
jafnframt fram, að Norðmenn yrðu
að taka tillit til þess, að Rússar
hefðu sérstakra hagsmuna að
gæta sem stórveldi á Barentshafi
þar sem þeim væri sérstök nauð-
syn að tryggja öryggi sitt.
Itök, sem 40 riki hafa á Sval-
barða samkvæmt alþjóðasamningi
frá 1920 um stöðu hans, valda
þvi, að áhugi þeirra á togstreitu
Norðmanna og Rússa á Barents-
hafi hefur vaxið. Flest ríki Vestur-
Evrópu eiga aðild að samningnum
auk Noregs, Sovétrikjanna,
Bandarikjanna, og Bretlands og
auk þess fjarlæg lönd eins og
Japan, Argentina, Nýja-Sjáland og
Suður-Afrika.
Yfirráð Norðmanna eru viður-
kennd i samningnum en með
nokkrum skilyrðum. Mikilvægasta
skilyrðið er réttur aðildarrikja
samningsins til þess að hagnýta
málma og aðrar náttúruauðlindir á
Svalbarða til jafns við Norðmenn.
Margar þjóðir hafa notað sér
þennan rétt þótt aðalatvinnuveg-
urinn, kolanámugröftur, hafi verið
I höndum Norðmanna og Rússa
síðan fyrir stríð. En á síðari árum
hefur aukizt áhugi á oliuleit og
bandariskum, rússneskum og
evrópskum fyrirtækjum hefur ver-
ið úthlutað svæðum. Oálitið hefur
verið borað en engin orfa fundizt.
Rússum er að sjálfsögðu mikið i
mun að koma i veg fyrir, að itök
Vesturveldanna á Svalbarða
aukist að ráði vegna siglingá her-
skipa sinna til og frá Atlantshafi.
Samkvæmt samningnum er Sval-
barði vopnlaust svæði.
Norðmenn hafa líka reynt að
forðast að ögra Rússum og vekja
með þeim grunsemdir. Þess vegna
frestuðu þeir i mörg ár að leggja
flugvöll á Svalbarða og þegarflug-
völlurinn var loks gerður féllust
þeir á að Rússar störfuðu við flug-
völlinn og reistu þar radíómann-
virki.
Jafnframt hafa Rússar á vissan
hátt virt yfirráð Norðmanna að
vettugi og Norðmenn hafa látið
sér það lynda. Skattar eru sára-
litlir á Svalbarða en Rússar neita
að greiða þá og borga í þess stað
eina lága upphæð, sem þeir
ákveða sjálfir og miða við tekjur á
mann. Þeir fara heldur ekki eftir
norskum öryggis- og starfsreglum
og setja sér sínar eigin reglur I
kolanámunum.
Stundum hafa Rússar reynt, til
dæmis í siðasta stríði, að breyta
stöðu Svalbarða þannig, að yfir-
ráðin þar verði i höndum þeirra og
Norðmanna i sameiningu og án
áhrifa annarra aðildarrikja
samningsins frá 1 920. En á siðari
árum hafa Rússar ekki hreyft
þessari hugmynd.
Þó getur komið til tals, að vakið
verði máls á sameiginlegri hagnýt-
ingu auðlinda á landgrunninu við
Svalbarða. Ástæðan er sú, að á
þann möguleika var minnzt i dómi
Alþjóðadómstólsins i Haag i máli
Þjóðverja gegn Hollendingum og
Dönum vegna skiptingar Norður-
sjávar.
Norðmenn hafa haldið þvi fram,
að Svalbarði hafi ekkert land-
grunn út fyrir fjögurra milna land-
helgi sem þar gildir og þess vegna
nái norska landgrunnið til svæðis-
ins norður af Svalbarða. Það getur
haft töluverð áhrif á viðræður
Norðmanna og Rússa hvort önnur
aðildarriki Svalbarða-samningsins
viðurkenna þetta sjónarmið Norð-
manna.
Bandaríkjamenn hafa þegar til-
kynnt Norðmönnum, að þeir
áskilji sér rétt til að taka afstöðu
gegn þessu sjónarmiði þeirra og
Bretar hafa farið að dæmi þeirra.
Þannig bendir margt til þess, að
svo geti farið, að togstreita Norð-
manna og Rússa snúist upp i al-
þjóðadeilu og hernaðarlegt reip-
tog. Þetta óttast Norðmenn. Þeir
vilja umfram allt forðast, að jafn-
vægið raskist á norðurslóðum, að
þar verði ófriðvænlegt ástand og
vettvangur stórveldadeilna. Þá
yrðu þeir að endurskoða varnir
sinar og öryggi sem kæmust i
hættu.
Keflavík — Njarðvik Til sölu AEG LAVAMAT þvottavél. Notuð. Upplýsingar i sima 1248, Keflavik. 8 tonna bátur til sölu Ný endurbyggður 8 tonna báta- lónsbátur til sölu. Yfirfarin vél, nýr lúkar. 4 rafmagnshandfærarúllur fylgja o.fl. Uppl. i sima 22830 og 86189.
Land-Rover Til sölu Land-Rover diesel árgerð 1962. Þarfnast viðgerðar. Upplýsingar í sima 36548. Trjáklippingar Sel húsdýraáburð og mold. Þórarinn Ingi Jónsson, sími 74870.
T résmiðir — T résmiðjur Inngreyptir þéttilistar á opnanlega glugga og hurðir. Sölustaðir: Verzlunin Brynja, Laugavegi 29 GLUGGASMIÐJAN, Siðumúla 20. Þrettándagleði SINAWIK verður haldin i dag (5. jan.) kl. 1 5 i Átthagasal Hótel Sögu. Álfar, Grýla og Leppalúði og fylgdarlið mæta. Verð aðgöngumiða kr. 300.— Stjórnin.
Peugeot 404 '69 mjög góður bill til sölu. Samkomu- lag með greiðslu. 2ja til 5 ára skuldabréf kemur til greina. Sími 16289. Til sölu Singer Saumavél vel með farin á góðu verði. Uppl. i sima 13728.
Milliveggjaplötur vorar eru nú aftur fyrirliggjandi. Athugið að nákvæmni í stærð og þykkt sparar pússningu. Steypustöðin hf., simi 33603. Fyrirsætustörf í New York Engin reynsla nauðsynleg. Aldur 21—30 ára. Sendið myndir og mál, i umslagi til afgr. Mbl. merkt: „Fyrirsætustörf — 7286".
Brotamálmur Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. NÓATÚN 27. Simi 25891. Handavinnunámskeið Nýtt námskeið er að hefjast. Myndflos. Hvergi meira mynstur- úrval, teiknum einnig eftir Ijós- myndum. Myndvefnaður o.fl. Innritun á dag- inn til kl. 3 e.h. og á kvöldín í síma 41955.
Til sölu hesthúspláss i Viðidal. Tilboð sendist Mbl. merkt: H- 8553" fyrir fimmtud. 9. jan. Húsbyggjendur 2 smiðir geta bætt við sig úti og innivinnu. Upplýsingar í símum 36781 og 42275.
Múrarameistarar Vanur handlangari óskar eftir vinnu nú þegar. Upplýsingar i síma 74821. Sunbeam 1500 '71 Til sölu Sunbeam 1500 árg. '71. Fallegur bíll í toppstandi. Ekinn 30 þús. km. Upplýsingar í síma 43179.
Skattframtöl Önnumst hvers kyns framtöl og reikningsskil. Magnús Sigurðsson lögfræðingur Þórir Ólafsson hagfræðingur Skrifst. Öldugötu 25 s. 23017 og 13440. Ford Pinto '71 Til sölu Ford Pinto árg. '71. Sjálf- skiptur. Upplýsingar i síma 43179.
Ókeypis mold
Úrvals gróðurmold verður mokað á bíla í
febrúarlok.
Upplýsingar í síma 21030.
Til sölu
Dodge sendibifreið árg. 1969 í sæmilegu lagi.
Til sýnis að Hólmsgötu 4 Örfirisey.
Kristján Ó. Skagfjörð H. f.
E. TH. MATHIESEN H.F.
STRANDGÖTU 1—3, HAFNARFIRÐI. — SÍMI 51919
Höfum flutt skrifstofur okkar að
STRANDGÖTU1-3
(við hliðina á Iðnaðarbankanum)
E. TH. MATHIESEN H.F.
STRANDGÖTU 1—3, HAFNARFIRÐI. — SÍMI 51919.