Morgunblaðið - 05.01.1975, Síða 10

Morgunblaðið - 05.01.1975, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JANUAR 1975 List og hðnnun eftir BRAGA ÁSGEIRSSON EINHÆF, afmörkuð rýni á myndlistir hefur aldrei verið mér að skapi og hef ég því ósjaldan prjónað víðtækari hugleiðingar framan eða aftan við skrif mín hér í blaðinu, eftir þvl sem tilefni hafa gefizt til, auk sjálfstæðra greina. Syrpuformið, sem ég hefi stundum notað, er allgott, en hefur sína van- kanta þar eð iðulega er þörf á að fjalla um svo margt í senn, að umsögn- in vill dreifast og áhrifin verða þá ekki jafn hnit- miðuð og markviss sem skyldi. Ég hef því lengi haft áhuga á að auka við skrif mín stuttum pistl- um þar sem ég hverju sinni tek afmörkuð atriði til umfjöllunarf myndlist eða listhönnun þ.e. þau er mér þykja miður fara eða á hinn bóginn vel á sviði sjónmennta. Er þá leitast við að vekja til íhugunar á þeim atriðum, sem gefa ekki alltaf til- efni til beinnar gagnrýni, en vert er þó að draga fram í dagsljósið til nán- ari skoðunar og umræðu. — Umræða um frímerki, og á ég hér við þann þátt er lýtur að útliti þeirra, hefur jafnan verið fáskrúðug miðað við skrif um verðgildi þeirra. Verðgildið virðist þannig stórum raunhæf- ara við mat á frímerkjum og öðrum listhönnuðum hlutum með minjagildi, t.d. minjapen- ingum, en útlit þeirra og fagur- fræðilegt gildi, þrátt fyrir að við erum hér að auglýsa um víða veröld stöðu og ris listiðn- aðar okkar. Þetta á jafnt við um hönnun frímerkja, minja- peninga og veggskjalda (platta) en af öllu þessu hefur nú verið mikil framleiðsla á þjóðhátíðar- ári, og kappið oftlega meira áberandi en forsjá í því sam- bandi. Svo sem ég hef áður vik- ið að, tel ég að þjóðhátíðar- nefnd og hið opinbera hafi skil- að sínum hlut bezt að undan- gengnum ítarlegum undirbún- ingi, sem er forsenda þess að gildur árangur náist. Ég á bágt með að skilja þá þögn, sem um- vefur slíka hluti opinberlega jafn mikilvægir og þeir eru fyr- ir þjóðfélagið og þróun fslenzks listiðnaðar, og svo mikið sem um þessa hluti er rætt manna á meðal. Alyktanir birtast e.t.v. þvert á móti eiga einungis há- menntaðir hönnuðir og viður- kenndir myndlistarmenn að fjalla um útlit frimerkja, og slíkir og engir aðrir eiga að vera póststjórninni til ráðu- neytis við endanlegt val mynda á frímerki. Bragi Ásgeirsson. frá samtökum einhverra hönn- uða, t.d auglýsingateiknara, en lítt kemur fram, að sérmennt- aðir láti ljós sitt skína á opin- berum vettvangi á eigin ábyrgð. Almenningur er jafnvel far- inn að kvarta yfir þögninni I rabbdálkun dagblaðanna, a.m.k. var það svo I sambandi við útgáfu póststjórnarinnar á röð frímerkja gefnum út I til- efni 100 ára afmælis alþjóða póstsamtakanna UPU. Eftir að hafa gefið út ágæta röð frf- merkja með myndum af lista- verkum, sem tveir fulltrúar safnráðs Listasafns Islands völdu, virðist nefnd þeirri, er um þessi mál fjallar, hafa verið mjög mislagðar hendur í starfi sfnu að endanlegu vali til út- gáfu. Fráhvarfið frá vali full- trúa safnráðsins er svo algjört og flatneskjan slík að hér varð ekki um þagað. Hér fer allt saman, sem ekki má sjást á frímerkjum, léleg teikning, klaufaleg myndbygging, fátæk- legir litir og slakt heildarútlit. Er vafamál, hvort slíkt föndur væri tekið gilt sem nemanda- vinna í I. bekk auglýsingadeild- ar f skóla. — Þetta er harður dómur, en frá honum hvika ég ekki vegna skyldu minnar sem listrýnis. Svo ber það við á meðan þessi pistill hefur beðið birtingar, að tveir velþekktir listamenn hafa sagt mér frá komu sinni f póst- húsið til að kaupa frímerki, en báðir höfnuðu þeir seríunni vegna þess að út úr landinu sendu þeir ekki jafn slæma landkynningu. — Það vill svo til að annar þessara manna er velþekktur erlendur hönnuður og meðritstjóri viðþekkts og vandaðs tímarits, er um hönn- un fjallar. Vonandi skilst eftir ábend- ingu þessa, að hér er ekki af- markað svið áhugamanna, Opið bréf til menntamálaráðherra Vegna tveggja hneykslanlegra úthlutana viðbótarritlauna sé ég ástæðu, hr. menntamálaráðherra, til að skrif a þér opið bréf. Eins og þér er vafalaust kunnugt var til- laga um viðbótarritlaun sam- þykkt á Alþingi fyrir þremur árum og hefur tvisvar 1972 og 1973 verið veitt fé úr sjóðnum. í bæði skiptin hefur úthlutun farið þannig fram að um opinbert hneyksli er að ræða svo dóms- rannsókn væri æskileg og nauðsynleg. Um úthlutunina 1972 skrifaði Jóhannes Helgi rithöf. og fleiri nokkrar greinar. Fór Jóhannes fram á við Alþingi að hlutur nokkurra rithöfunda yrði leiðréttur. En þessir rithöfundar voru: Gunnar Dal, Ingólfur Krist- jánsson, Jóhann Hjálmarsson, Jóhannes Helgi og Kristján frá Djúpalæk. Skömmu eftir birtingu greina Jóhannesar féll einn þess- ara manna frá, Ingólfur Krist- jánsson, en hann hafði gefið út tvær bækur á árinu 1972 — árinu, sem fyrri úthlutunin átti einkum að miðast við. Við úthlutun f desember 1973 eru kröfur Jóhannesar og félaga hans að engu hafðar nema Kristján frá Djúpalæk er tekinn f hóp hinna hólpnu. Hins vegar er í ár ekkju Kristins E. Andréssonar úthlutað vegna pólitísks rits manns hennar um Fjölnismenn en ranglætið við Ingólf er áfram óbætt. Sé ég ekki betur en þú hr. menntamálaráð- herra, verðir að leiðrétta óafsak- anlegt framferði nefndarinnar f garð ekkju Ingólfs með opinberri afsökun og fjárstyrk beint úr rfkissjóði. Vík ég nú að úthlutuninni í ár. Það sem einkum sker í augu við fyrstu sýn, er það pólitíska yfir- bragð, sem er á þeim er féð fá. Má fullyrða að uppundir helmingui þeirra séu fylgismenn Alþýðu bandalagsins eða fylgihnatta þess. Sumir eru þar á ofan sagðir heimilisvinir Þorleifs Hauksson- ar, formanns úthlutunarnefndar, svo sem Megas og Jón Gunnars- son ( er enginn kannast við og hvergi er getið í þeim bókaskrám, sem ég hefi undir höndum). Þekktir höfundar með langan rit- höfundarferil að baki eru hunds- aðir. Nefni ég þar fyrstan Guð- mund Daníelsson. Hannigaf útVef ara keisarans og ennfremur kom önnur bók eftir hann endurprent- uð, Blindingsleikur. En endur- prentun er látin gilda fyrir Gunnar Gunnarsson. Barnabóka- höfundarnir Eiríkur Sigurðsson og Indriði Ulfsson eru ekki með. Aftur á móti er Einar Bragi f náð inni en ekki Sverrir og Tómas né Árni Óla, þótt allir hafi þeir skrif- að samskonar bækur. Björn Teits- son fær pening, en ekki Jón R. Hjálmarsson, verður þó bók Jóns að teljast miklu viðameiri. Gunn- ar Benediktssyni eru færðar 300 þús., en ekki Hilmari Jónssyni. Kannski er skýringin sú að annar er Stalinisti en hinn bara krati. Þá er það einkenni á báðum út- hlutunum að vissir menn, Hannes Pétursson, Guðbergur Bergsson og Thór Vilhjálmsson og fleiri eru taldir sjálfsagðir ár eftir ár, þótt um þá megi vitaskuld deila. Hvers á Guðrún Arnadóttir að gjalda? Fjandakornið sem hún er verri en Guðbergur. Lftt þekktur blaðamaður á Þjóðviljanum, Gunnar Gunnarsson, er heiðraður og þannig mætti lengi telja. Þá má segja annað sérkenni á þessari sfðustu úthlutun, að Reykvfking- ar sitja þar að öllum krásum. Virðist mér þeir þó á engan hátt betur skrifandi en við, sem utan höfuðstaðarins búum. Ég eyði ekki púðri á nefndina sjálfa að sinni. Ég held að hún ætti með tilliti til fyrri afreka um allt annað að fjalla en bækur, t.d. dettur mér í hug að einn nefndar- manna er allsæmilegur í hand- bolta. Er ekki hægt að setja á stofn einhvern opinberan hand- boltadómstól, sem er launaður af því opinbera? Ábyrgðarlaust er það aftur á móti að koma ekki með einhverjar tillögur til úrbóta til þfn, menntamálaráðherra. 1. Gera verður skrá yfir alla þá rithöfunda, sem fengið hafa lista- mannalaun, styrki úr útvarps- og almenningsbókasafnssjóði, frá menntamálaráði (ferða- og starfs- styrki) og viðbótarritlaun. Sagt er, að sömu menn fái úthlutað ár eftir ár úr öllum sjóðum en aðrir rithöfundar, sem skrifað hafa jafn mikið eða meira, fái ekki krónu. Skrá þessi spanni árin 1964—74 og verði samin af Indriða Indriðasyni og liggi fyrir á þessu ári sem opinbert plagg jafnframt verði af sama aðila gerð ritverkaskrá félaga Rithöfunda- sambands Islands. 2. Nú þegar verði samin reglu- gerð fyrir viðbótarritlaunasjóð og stjórn kosin fyrir hann af Alþingi, enda verði allir sjóðir er rithöfundar fá fé úr steyptir í einn sameiginlegan. — I upphafi voru viðbótarritlaunin hugsuð sem vinnulaun eða niðurfelling söluskatts af bókum. Það sem nú hefur gerst er þvf einfaldlega það að opinber nefnd hefur farið niður f vasa okkar, sem ekkert fáum og rétt vinum, kunningjum og skoðanabræðrum. Ég man ekki betur en einn af forystumönnum rithöfunda spáði því, að hér yrði um opinberan þjófnað að ræða. Menn geta velt þvf fyrir sér hvort sú spá hefur rætzt eða þvf þegir sjálfur spámaðurinn? 3. Allar úthlutanir til rithöf- unda fari fram eftir reglugerð, þar sem rithöfundar verði metnir eftir starfsaldri, bókafjölda og áliti. Mjög er rætt um slæm starfs- skilyrði rithöfunda í Sovét og fylgiríkjum þeirra og ætla ég sízt að draga úr þeirri gagnrýni. En hvernig er háttað viðhorfum hins opinbera til rithöfunda hér á landi? Ég hygg ef áðurnefnd skrá væri samin mundi æði ljótur sannleikur um islenzkt þjóðfélag koma í ljós og hann er sá, að þeir fáu rithöfundar sem hafa þor og dug til að skrifa um samtímann án þess að gerast taglhnýtingar pólitíkusa eða bókmenntamoð- hausa, séu miskunnarlaust of- sóttir. Ég hefi t.d. þá sögu að segja að á þjóðhátíðarárinu 1974 átti ég tvítugs afmæli sem rithöf- undur og á þeim tíma hefi ég aldrei fengið eyri af opinberum aðila fyrir ritstörf, enda þótt menn eins og Andrés Kristjáns- son, Ólafur Haukur Árnason og Steindór Steindórsson hafi farið mjög lofsamlegum orðum um verk mín, tveir þeir síðasttöldu lfkt þeim við verk mestu ritsnill- inga þjóðarinnar. Með beztu kveðju. Hilmar Jónsson. RÍKISSPÍTALARNIR Verslanir og iðnaðarmenn, sem ekki hafa framvísað reikningum á ríkis- spítalana vegna viðskipta á árinu 1974, eru hér með áminntir um að gera það sem fyrst, eða ekki seínna en 1 5. janúar n.k. Reykjavík, 3. janúar 1 975. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5,SÍM111765

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.