Morgunblaðið - 05.01.1975, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 05.01.1975, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JANUAR 1975 A Ido Moro aftur við ista ef allri samvinnu verður slit- ið við fiokk sósfalista. Sósíaldemó- kratar og stuðningsmenn þessar- ar kröfu þeirra f flokki kristilegra demókrata hafa reiknað dæmið þannig, að slfk fylgisaukning mundi nægja til þess að tryggja mið- og vinstri flokkunum (að sósíalistum undanskildum) næg- an meirihluta á þingi. Þar með telja þeir, að endurvekja megi samstarf kristilegra demókrata, sósfaldemókrata og Frjálslynda flokksins, sem er fhaldssamur, og ef til vill Lýðveldisflokksins. En síðan stjórnarkreppan var leyst hafa farið fram bæja- og sveita stjórnakosningar í Trentino-Alto Adige og á fleiri stöðum víðs veg- ar á Italiu og úrslit þeirra hafa orðið mikið áfall fyrir allar þessar vonir og útreikninga. Að vfsu kusu aðeins 3,5% at- kvæðisbærra manna á Italíu í þessum kosningum en úrslitin eru talin allmikilvæg. Nýfasistar töpuðu að vísu fylgi eins og við hafði verið búizt og sömuleiðis Frjálslyndi flokkurinn en þeir, sem bættu við sig atkvæðum á kostnað þeirra, voru sósíalistar og að nokkru leyti kommúnistar. Ur- slitin voru áfall fyrir kristilega demókrata, hið þriðja á árinu því að þeir fengu slæma útreið í þjóðaratkvæðagreiðslu um hjóna- skilnaðarlög í maf og í fylkis- stjórnarkosningum á Sardiníu í júní. Frammistaða sósíaldemó- krata í kosningunum var Iíka slæm og minna fer nú en áður fyrir kröfum þeirra um nýjar þingkosningar. Eins og málin standa virðast því sósfalistar einna helzt geta gert sér vonir um að auka fylgi sitt í nýjum kosningum. Lítil líkindi virðast vera til þess, að miðflokk- arnir einir geti fengið hreinan meirihluta í nýjum kosningum. Aftur á móti virðist víst, að mið- flokkarnir og vinstri flokkarnir, það er þeir flokkar, sem styðja hina nýju stjórn Aldo Moro, að sósfalistum meðtöldum, gætu tryggt sér öruggan þingmeiri- hluta. Kristilegir demókratar mundu ef til vill tapa nokkru fylgi en sósíalistar auka fylgi sitt nokkuó og það mundi vega upp á móti fylgistapi hinna fyrrnefndu. Fyrr á þessu ári var talið, að tíma- bili samstarfs miðflokkanna og vinstri flokkanna á Italíu væri senn á enda, en sem fyrr virðist það samstarf helzta forsendan fyrir stjórnmálajafnvægi f land- inu. Nú verður þessu samstarfi haldið áfram enn um sinn. stjórnvölinn ENN á ný er setzt að völdum á ítalíu rfkisstjórn, sem nýtur stuðnings miðflokka og vinstri flokka — kristilegra demókrata, sósfalista, sósíaldemókrata og lýð- veldissinna. Slíkar ríkisstjórnir hafa farið með völdin á ítalfu sfðan 1962 með fáeinum undan- tekningum. Þó tókst ekki að mynda hina nýju rfkisstjórn fyrr en eftir fimmtíu daga stjórnar- kreppu, einhverja hina lengstu frá stríðslokum og eru þó ítalir ýmsu vanir í þeim efnum. En að þessu sinni eru stjórnar- aðilarnir aðeins tveir: Kristilegi demókrataflokkurinn og Lýðveld- isflokkurinn. Hinir flokkarnir tveir — sósíalistar og sósíaldemó- kratar — styðja stjórnina í at- kvæðagreðslum í þinginu og þar á hún að vera örugg um traustan meirihluta. Að vfsu er ítölskum rfkisstjórnum sjaldan spáð lang- lífi og nýju stjórninni ekki heldur. Eina ástæðan til bjartsýni gæti verið sú að nafn hins nýja forsætisráðherra er Aldo Moro. Ef til vill er of snemmt að spá hvort Moro verður síðar skipað á bekk með leiðtogum á borð við De Gasperi og Giolitti. Hann er af mörgum talinn litlaus en nýtur meiri virðingar en margir aðrir ftalskir stjórnmálamenn. Fáir hafa látið eins lítið á sér bera. Hann er vel látinn af blaðamönn- um en hefur aðeins leyft tíu að hafa viðtal við sig. Menn eru ekki sammála um hvar hann stendur og hann er ýmist kallaður upp- lýstur f haldsmaður eða hófsamur framfarasinni. Moro er háskólaprófessor, berst lftið á og er heilsuveill. Hann talar ágæta latfnu og þýzku og góða frönsku og er mikill trú- maður. Honum er þannig lýst, að hann sé hljóðlátur, háll, rökfastur í kappræðum, formlegur og taki ákvarðanir sínar í einrúmi. Sjálf- ur segir hann oft: „Ég er svart- sýnn og hygginn.“ Hann þykir þannig mjög ódæmigerður ítali og margir segja, að hann mundi sóma sér vel sem forseti. Raunar er sagt, að hann hafi stefnt að þvf síðan hann var tvítugur og ekki er talið ólíklegt að hann endi sem forseti. Moro skipulagði þá samvinnu, sem tókst á milli miðflokkanna og vinstriflokkanna á ítalíu þegar hann var aðalritari flokks kristi- legra demókrata snemma á síð- asta áratug. Síðan var hann for- sætisráðherra í fjögur og hálft ár (desember 1963 til júní 1968) sem er fátftt á ítalskan mæli- kvarða. Hann studdi dyggilega baráttuna fyrir einingu Evrópu og bandalagið við Bandaríkin á stjórnarárum sínum. Að visu þótti hann ekki nógu skeleggur baráttu maður þjóðfélagslegra umbóta og nútímabreytinga á stofnunum lýðveldisins. En hann reyndist laginn viö að miðla málum i deil- um, sem risu milli samstarfs- flokkanna og f flokki hans sjálfs. Þessir hæfileikar gætu komið að góðu gagni eins og nú er ástatt í ítölskum stjórnmálum. I viðræð- unum, sem leiddu til þess, að stjórnarkreppan leystist, sýndi Moro, að hann hefur enn ekki glatað samningahæfileikum sín- um og honum tókst það, sem margir aðrir virtir stjórnmála- menn höfðu gefizt upp á, að mynda stjórn. Moro sýndi það einnig í þessum viðræðum, að hann er staðráðinn í að ráðast af festu gegn þeim mörgu og alvar- legu vandamálum, sem ítalir eiga við að strfða svo sem pólitísku ofbeldi, óðaverðbólgu, vaxandi at- vinnuleysi og gffurlegum Moro í vidræðum við ftalska stjórnmálamenn. Honum þykir vel lagið að bræða saman ólfk sjónarmið. greiðsluhalla við útlönd. Jafn- framt kom hann í veg fyrir það, sem margir höfðu spáð: að kommúnistar fengju í fyrsta skipti sæti í ríkisstjórn á ítalíu. Upphaflega var það ætlun Moros að mynda ríkisstjórn, sem í ættu aðeins sæti fulltrúar kristi- legra demókrata en með stuðn- ingi annarra miðflokka og vinstri flokka. Með þessu þótti ýmsum kristilegum demókrötum að sósíal istum yrði gert of hátt undir höfði þar sem slík stjórn þyrfti nauðsynlega á atkvæðum þeirra að halda til þess að hafa starfhæf- an meirihluta á þingi. Áhrif sósíalista hefðu orðið mikil í slíkri ríkisstjórn og ýmsir kristilegir demókratar töluðu um forrétt- indaaðstöðu sósfalista í því sam- bandi. Hins vegar hefðu atkvæði sósíaldemókrata og lýðveldis- sinna ekki nægt til þess að mynda starfhæfa ríkisstjórn og eiginlega er atkvæðum þeirra ofaukið nú þar sem sósíalistar ákváðu að styðja Moro. Þó stóð valið hjá kristilegum demókrötum á milli sósfalista annars vegar og sóslal- demókrata og lýðveldissinna hins vegar (og ef til vill frjálslyndra). Þetta leysti Moro með þvf að bjóða Lýðveldisflokknum nokkra ráðherrastóla, og tryggja stuðning sósfalista án stjórnarþátttöku þeirra. Valið, sem kristilegir demókratar óttuðust, var þar með úr sögunni. Ótti margra kristilegra demó- krata við of mikil áhrif sósfalista er hins vegar alls ekki úr sögunni og ennþá sterkari og víðtækari er sá ótti f röðum kristilegra demó- krata, að kommúnistar komist f rfkisstjórn. Sá möguleiki var fyrir hendi áður en Moro tókst að mynda stjórn sína og þeir hugga sig við það, að ef draumur þeirra hefði orðið að veruleika, hefðu þeir orðið að bera ábyrgð á óvin- sælum ráðstöfunum. Efnahags- hrun og stjórnleysi hafa blasað við Itölum og enginn stjórnmála- flokkur er öfundsverður af því að vera við völd við slíkar aðstæður Moro skýrir frá myndun stjórnar sinnar. þótt þessi möguleiki sé ekki eins nærtækur og áður. Samt er slfkt ástand bezta von kommúnista um að ná völdum á Italíu. En ýmsir vaidamenn kommúnista vilja, að áður en þeir nái völdunum líði tokkur aðlögunartfmi — fimm til tfu ár. — Þetta tímabil stjórnar- þátttöku og tilrauna til þess að sigrast á andstöðu kristilegra demókrata og allstórs hóps eigin stuðningsmanna, sem vilja enga málamiðlun í baráttunni gegn stéttum borgara og klerka. Þátttaka kommúnista í rfkis- stjórn á Italfu er fjarlægari mögu- leiki en áður en Moro myndaði stjórn sína og stjórnarmyndun hans hefur sýnt ennþá einu sinni að heita má ógerningur að mynda starfhæfa og lýðræðislega rfkis- stjórn án samvinnu kristilegra demókrata' og sósíalista. En grundvöllur hinnar nýju sam- vinnu miðflokkanna og vinstri flokkanna erótraustur. Ennhefur ekki verið gert út um innbyrðis ágreining þeirra. Sfðasta stjórn, sem var undir forsæti Mariano Rumors, féll vegna þess, að sósfal- demókratar héldu þvf fram, að sósfalistar stefndu að því að fá kommúnista með í rfkisstjórn, og að grundvöllur samstarfs mið- flokkanna og vinstri flokkanna væri þar með brostinn. Þetta er enn afstaða sósfaldemókrata og hófsamir og fhaldssamir menn í flokki kristilegra demókrata eru þeim sammála þótt báðir þessir aðilar sættu sig við þá lausn, sem Moro fann á stjórnarkreppunni. Krafa þeirra var og er hins vegar sú, að gengið verði til nýrra kosn- inga og þeir hafa orðið fyrir tölu- verðu áfalli þar sem samkvæmt þeirri lausn, sem Moro fann á stjórnarkreppunni, verður ekki efnt til kosninga á næstunni. Krafan um nýjar kosningar byggðist og byggist enn á von um fylgisaukningu á kostnað nýfas-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.