Morgunblaðið - 05.01.1975, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1975
Utgefandí hf. Árvakur, Reykjavfk.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthfas Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn GuSmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni GarSar Kristinsson.
Ritstjóm og afgreiBsla ASalstræti 6, sfmi 10 100.
Auglýsingar ASalstræti 6, sfmi 22 4 80.
Áskriftargjald 600,00 kr. é ménuSi innanlands.
f lausasölu 35,00 kr. eintakiS.
„Alþýðubandalagið
ekki stjómarhæft”
Alþýðuflokkurinn hef-
ur tvisvar sinnum á
tæpum fjörtíu árum klofn-
að á þann veg, að vinstri
armur hans hefur gengið
til samvinnu við kommún-
ista. I fyrra skiptið gerðist
þetta er Héðinn Valdimars-
son gekk til liðs við
kommúnista og stofnaði
með þeim Sameiningar-
flokk alþýðu — Sólsíalista-
flokkinn, og í síðara skiptið
er Hannibal Valdimarsson
stofnaði með kommúnist-
um Alþýðubandalagið. Nú
sýnist ný orrahríð fram-
undan milli kommúnista og
Alþýðuflokksins.
Forystumenn Alþýðu-
bandalagsins hafa tæpi-
tungulaust haldið því fram,
að Alþýðuflokkurinn sé að
deyja og að Alþýðubanda-
lagið hyggist fylla rúm
hans í íslenzkum stjórn-
málum án þess að breyta í
nokkru grundvallarstefnu
sinni. Hinn nýi formaður
Alþýðuflokksins Benedikt
Gröndal hefur tekið þess-;
ari einvígisáskorun og er
ómyrkur í máli. I áramóta-
grein sinni f Alþýðublað-
inu segir hann af þessu til-
efni: „Sýnt hefur verið
fram á, að flestir forustu-
menn Alþýðubandalagsins
eru marx-leninistar (en'
það kalla kommúnistar er-
lendis sig nú oft) og mál-
gagn þeirra villist ekki af
þeirri línu. Þessi flokkur
ræðst nú opinskátt á
Alþýðuflokkinn og fer þvf
ekki milli mála, að Alþýðu-
flokkurinn er það virki,
sem valdaskrið marx-
leninismans á íslandi nú
strandar á.“
í svari við áramótaspurn-
ingum Morgunblaðsins tal-
ar Benedikt Gröndal enn
skýrar er hann segir: „Það
reyndust ekki „kerfis-
skipti“, þegar vinstri
stjórnin tók við 1971 frek-
ar en stjórn Hermanns
Jónassonar 1956—1958.
Ástæðan var í bæði skiptin
sú, að marx-leninistarnir,
sem stjórna Alþýðubanda-
iaginu, eru ekki stjórnar-
hæfir, þeir hafa ekki lært
eða vilja ekki læra formúlu
íslenzkra samteypu-
stjórna.“
Formaður Alþýðuflokks-
ins talar þarna af nokkurxi
reynslu. Flokkur hans átti
aðild að ríkisstjórn með
kommúnistum 1956—1958
og nú í sumar tók Alþýðu-
flokkurinn þátt í tilraun-
um til myndunar nýrrar
vinstri stjórnar ásamt Al-
þýðubandalaginu. Bene-
dikt Gröndal var talinn
hafa jákvæða afstöðu til
slíkrar stjórnarmyndunar
en niðurstaða hans eftir
þær viðræður og fyrri
vinstri stjórn er sú, að Al-
þýðubandalagið sé ekki
„stjórnarhæft“.
Þetta eru stór orð en af-
dráttarlaus. Þau eru
væntanlega merki þess, að
Alþýðuflokkurinn hyggist
ekki daðra við kommúnista
í stjórnarandstöðunni
heldur snúa bökum saman
með öðrum lýðræðis-
flokkum. Enda mun ekki af
veita, svo ískyggilegar sem
horfurnar eru um þessar
mundir í þjóðmálum
okkar.
Þungar horfur
Iþeim umræðum sem nú
fara fram um þungar
horfur í efnahagsmálum
okkar Islendinga, er nauð-
synlegt að menn skilji sam-
hengið milli þeirra og efna-
hagsþróunarinnar í iðn-
aðarríkjum Vesturlanda.
Því er nú haldið fram af
ábyrgum aðilum, að
vaxtarskeiði því, sem stað-
ið hafi í iðnaðarríkjunum
frá stríðslokum sé lokið og
tímabil stöðnunar og sam-
dráttar hafi tekið við. Því
valdi annars vegar hin gíf-
urlega verðbólga á Vestur-
löndum, eða sá hluti
hennar, sem stafar af öðr-
um ástæðum en olíukrepp-
unni og hins vegar hækkun
olíuverðs. Talið er, að á
þessu ári muni þjóðarfram-
leiðslan í nær öllum iðn-
aðarríkjunum minnka eða
vaxa mjög lítið. Afleiðing
þessa verði sífellt auknir
erfiðleikar i efnahagsmál-
um þeirra. Gífurlegur halli
er á viðskiptum þeirra við
útlönd vegna hækkunar
olíuverðs og jafnvel þótt
Arabaríkin hafi fjárfest
umframfé sínu vegna olíu-
gróðans á Vesturlöndum í
þeim mæli á síðasta ári að
jafni hinn óhagstæða við-
skiptajöfnuð er ekki hægt
að búast við því á þessu ári.
Þessi þróun veldur þvl,
að í helztu markaðs- og við-
skiptalöndum okkar er nú
mikil verðbólga, vaxandi
atvinnuleysi og svartsýni
um framtíðarhorfur grípur
um sig. Við íslendingar
komumst ekki hjá því að
verða fyrir áhrifum þess-
arar þróunar. Innfluttar
vörur okkar verða sífellt
dýrari á sama tíma og verð-
lag á útflutningsvörum
okkar fer lækkandi. Jafn-
framt verðfalli gætir vax-
andi sölutregðu á afurðum
okkar erlendis. Til viðböt-
ar þessum stórfelldu
vandamálum, sem heims-
ástandið skapar okkur, eru
svo heimatilbúin vandræði
okkar sjálfra, endalaus
kröfugerð um kjarabætur,
sem enginn grundvöllur er
fyrir, stöðug tilhneiging til
þess að lifa um efni fram,
neitun stjórnmálamanna
og forystumanna í félags-
málum á að horfast í augu
við staðreyndir og viður-
kenna að við lifum á erfið-
um tímum, sem krefjast
allt annars hugsunarhátt-
ar, annarrar afstöðu til lífs-
ins en við höfum haft um
langt skeið. Enginn skyldi
ganga þess dulinn, að í
hönd fer erfitt ár og að tal
um kjarabætur og kaup-
hækkanir við þessar að-
stæður er fánýtt hjal, sem
enginn grundvöllur er fyr-
ir.
j Reykjavíkurbréf
*»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 4.
Ekki deilt um
staðreyndir að
þessu sinni
Við áramót horfa menn jafnan
björtum augum fram á veginn
með von um batnandi hag og betri
tíð. En að þessu sinni blasir við
okkur dekkri mynd en oftast áð-
ur. Að vfsu er fæstum gefið að
skyggnast um í sölum framtíðar,
en þær staðreyndir eru ljósar nú i
byrjun árs, er færa okkur
sanninn um, að við mikla efna-
hagserfiðleika er að etja.
Minnkandi þjóðartekjur og versn-
andi viðskiptakjör hafa þegar
valdið þungum búsifjum og gjald-
eyrisvarasjóður þjóðarinnar er á
þrotum. Að vísu var flestum ljóst
fyrir réttu ári, að erfiðleikar
væru framundan, og sakir þess að
landið bjó við óstarfhæfa ríkis-
stjórn þar til í lok ágúst varð árið
1974 ár mestu ringulreiðar í ís-
lensku efnahagslífi sem um get-
ur.
Frá því að núverandi ríkis-
stjórn var mynduð hefur þrot-
laust verið unnið að því að treysta
stoðir atvinnulífsins, tryggja
stöðu hinna lægst launuðu í þjóð-
félaginu og hafa hemil á óðaverð-
bólgunni. Enn er ekki ljóst, hvort
með áframhaldandi aðgerðum
verður unnt að ná árangri á þessu
nýbyrjaða ári, en margt bendir til
þess að svo megi verða, ef lands-
menn allir taka höndum saman og
sýna vilja í verki við lausn vanda-
málanna. Efnahagserfiðleikarnir
hrjá þjóðina í heild; þeir verða
því ekki leystir með innbyrðis
flokkadráttum og bræðravígum,
heldur með sameiginlegu átaki.
Umræður um íslensk efnahags-
mál hafa ákaflega oft einkennst
af þrætum um staðreyndir. Ein-
hverju sinni var haldinn fundur í-
stéttarfélagi hér í borginni og loft
var allt lævi blandið eins og verða
vill, þegar stjórnmál eiga í hlut. í
hita umræðnanna stóð einn fund-
armanna upp og taldi flokki sín-
um m.a. til ágætis, að hann væri
sá eini, sem þyrði að vera á móti
staðreyndum! Þó að hér hafi ver-
ið um vafasamt hrós að ræða, er
það svo eigi að síður, að stjórn-
málaumræður snúast eins oft um
staðreyndir máls eins og ágrein-
ing um markmið og leiðir.
Hófsemi í efna-
hags- og kjara-
málum
Um þessi áramót hefur þó
skotið nokkuð skökku við í þess-
um efnum. 1 áramótagreinum og
ávörpum forystumanna stjórn-
málaflokkanna kemur glöggt
fram, að menn virðast vera
nokkuð á einu máli um, hvert sé
hið raunveruiega ástand I efna-
hagsmálum þjóðarinnar. Og það
sem meira er: Forystumennirnir
sýnast jafnvel vera sammála um,
að á tímum minnkandi þjóðar-
tekna sé ekki unnt að tala um
bætt lífskjör. Að vfsu nær þetta
ekki til talsmanna Alþýðubanda-
lagsins, enda var ekki við því að
búast.
Geir Hallgrímsson forsætisráð-
herra sagði m.a. í áramótagrein
sinni hér 1 Morgunblaðinu: „I
stað þess að vaxa, minnka þjóðar-
tekjur tvö ár í röð. Jafnframt er
halli á greiðslujöfnuði landsins
miklu meiri en staðist getur
lengur. Erlendar lántökur hafa að
undanförnu verið langt um fram
það, sem góðu hófi gegnir og and-
virði þeirra hefur að nokkru leyti
verið varið til að standa undir
halla á rekstri opinberra
þjónustufyrirtækja en ekki til ný-
framkvæmda. Brýn nauðsyn er
því á að menn geri sér ljósa
þörfina fyrir stefnubreytingu, að
lífskjör geta um sinn ekki haldið
áfram að batna frá því sem verið
hefur á undanförnum árum, að
opinber þjónusta getur ekki
haldið áfram að aukast og strang-
lega verður að vanda val þeirra
framkvæmda, sem unnt er að ráð-
ast í.“
í áramótaávarpi sfnu til þjóðar-
innar í útvarpi og sjónvarpi sagði
forsætisráðherra: „Við verðum að
fylgja hófsamri stefnu í efnahags-
og kjaramálum. Halda aftur af
útgjöldum og útlánum af opin-
berri hálfu, þó með vakandi auga
á atvinnuástandi. Engar for-
sendur eru að svo stöddu fyrir
almennri hækkun kaupmáttar
tekna almennings. Allar aðgerðir
i efnahagsmálum þurfa að miðast
við að leita jafnvægis í þjóðarbú-
skapnum inn á við og út á við.
Atvinnuöryggi og efnahagslegt
sjálfstæði þjóðarinnar á að sitja í
fyrirrúmi."
Landsmenn fá
ekki allir
kjarabætur
Benedikt Gröndal, nýkjörinn
formaður Alþýðuflokksins, segir
m.a. á þessa leið hér í Morgun-
blaðinu á gamlársdag: „Lands-
menn geta ekki allir fengið kjara-
bætur, nema þjóðartekjur aukist.
Enda þótt skjótt geti skipast
veður f lofti í fslenskum efnahags-
málum, hef ég því miður ekki trú
á slíkri hækkun þjóðartekna á
næsta ári. Hins vegar geta ein-
stakar stéttir eða aðilar fengið
kjarabætur, þótt allir fái ekki, og
þá á kostnað annarra. Mér kæmi
ekki á óvart, þótt gera þyrfti á
komandi ári nýjar ráðstafanir til
að bæta kjör láglaunafólks, ekki
síst þess, sem mest á undir al-
mannatryggingum, og verður þá
að finna ráð til að mæta því. Einn-
ig er vert að hafa í huga, að kjara-