Morgunblaðið - 05.01.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.01.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JANUAR 1975 21 Smithœtta Allflestir þekkja einhverjar sögur af farsóttum, — sjúkdóm- um, sem lagt hafa aö velli ein- staklinga, fjölskyldur og jafn- vel heila ættflokka. Nútíma læknavísindi reyna aö vernda einstaklinga og samfélög gegn ýmsum sjúkdómum. Jafnvel þekkjum viö dæmi þess, að sjúklingur og þeir, sem um- gengist höfðu hann, hafi verið settir i einangrun til aö vernda umhverfið gegn smithættu. Menn keppast við að finna betri og áhrifameiri lyf og framþró- un í læknavísindum er gífurleg. Einn sjúkdóm þekkjum við þó, sem ekki virðist vera að fá lækningu við, þ.e. tómleiki. Við getum lesið um hvernig stjórn- endur klámiðnaðar reyna af öll- um mætti að fylla það tóm, sem myndast hefur. Glöggt þekkj- um við til þeirra glæpastarf- semi, sem leitast við að fá þess- ar sálir til að ánetjast ýmsum vanabindandi lyf jum. Tómleikinn er þó ekki eini sjúkdómurinn, sem samfélag vort þjáist af, heldur finnst mér andlegt sinnuleysi þjá mikinn hluta þjóóar vorrar. „Prédikið ekki,“ sögðu þeir á dögum Míka spámanns. Er það ekki einmitt þetta, sem sagt er i dag? Það má ekki vekja fólk til umhugsunar um andlegt sinnuleysi. Nei, hver á að vera sæll í sinni trú. Jesús Kristur er gerður að manninum frá Nazaret og ekki öðru. Fólk er hætt að spyrja um vilja Guðs. Hvar endar þetta allt saman? Það hlýtur að enda illa. Ef við lifum ekki í samræmi við það, sem við erum sköpuð til, þ.e. samfélagsins við Guð, þá getur ekki endað nema illa. Nú veit ég ekki hvernig er með þig, lesandi góður, hvort þú þjáist af andlegu sinnuleysi eða ekki, hvort þú smitar út frá þér eða hvort þú ert í smit- hættu. Hvernig sem ástatt er fyrir þér, þá gættu að þér. Þú mátt vita að skapari þinn snýr ekki við þér bakinu. Leitaóu til Jesú Krists, gerðu hann að öðru og meira í lífi þínu en einungis manni, sem tilheyrir fortíðinni. Leitaðu til hans sem lifandi, upprisins frelsara og biddu hann að uppfylla tómið i sál þinni og lýsa upp sál þina. M.F. Ekkert klám NÝLEGA mun Innkaupa- samband bóksala hafa kipt út einu tölublaði af þeim klámritum sem hafa verið flutt inn. Þessu ber að fagna mjög, þétt í smáum stil sé, er vel farið af stað. Hverjum er líka verið að þjóna með út- breiðslu þessa lesefnis? Það á nefnilega alls ekkert er- indi hingað og er aðeins til að slæva siðferðisvitund fólks. Ég get vart ímyndaó mér að þarna sé um svo stóra tekjulind fyrir Inn- kaupasambandið að ræða að það biði tjón af að stöðva alveg þennan innflutning. Við færum innkaupasam- bandsmönnum þakkir fyrir að minnka innflutning á klámritum og styðjum sjón- armið Gríms Gíslasonar hjá þeim, um að hætta þessu. Sem sagt: Burt með klámið — það sjá fáir eftir þvi. Umsjón: Jóhannes Tómasson Gunnar E. Finnbogason. Um 5. boðorðið eftir Hjalta Hugason stud. theol. FIMMTA boðorðið: Þú skalt ekki fremja morð, leggur áherzlu á þá virðingu, sem kristnir menn skulu bera fyrir öllu Iffi. Þeir eiga að leitast við að viðhalda þvf, efla það og styðja við hið veikbyggða og smáa, en ekki eyða Iffi, hvorki hrumu, óæskilegu né óbornu. Öll eyðing mannlegs Iffs er morð, ef það er gert af yfirlögðu ráði, tilgangurinn helgar ekki slfkar aðgerðir, þær eru brot á fimmta boðorðinu. Okkur kann að virðast boðorð þetta einfalt og auðvelt til eftirbreytni, en svo er ekki það verður ekki haldið f fullum heiðri f þeim heimi sem við lifum f, með þvf einu að halda að sér höndum, varast að reiða til höggs öðrum til tjóns. Það leggur þá skyldu á menn að hafast að, berjast á kröftugan hátt gegn þeim öflum, sem draga vilja úr krafti, þess, öllum, sem ekki vilja fella það úr gildi, heldur gefa sögninni „að myrða" nýja og þrengri merkingu en áður hefur tfðkazt, þægilegri og opnari merkingu, merkingu, sem má sveigja að rfkjandi ástandi og einstökum tilvikum, til dæmis með þvf að rýmka löggjöf um fóstureyðingar til mikilla muna. Það kallar einnig til baráttu gegn þeim flokkum og þjóðum, sem auka á spennu f sambuð þjóða, eða stunda styrjaldir, ódulin morð þúsunda, slfka baráttu mega hvorki verzlunarhagsmunir né aðrir þættir slæva. Fimmta boðorðið kaliar til virkrar samábyrgðar allra manna, kröftugrar baráttu fyrir helgi mannlegs Iffs og friði í samskiptum og sambúð einstaklinga og þjóða. Nauðsynlegt er einnig að rifja upp túlkun Krists á fimmta boðorðinu, hana finnum við f Fjallræðunni: „Þér hafið heyrt að sagt var við forfeðurna: Þú skalt ekki morð fremja, en hver, sem morð fremur, verður sekur fyrir dóminum, en ég segi yður, að hver, sem segir við bróðúr sinn: Bjáni, verður sekur fyrir ráðinu, en hver, sem segir: Þú heimskingi. á skilið að fara f eldsvftið." (Matt. 5:21—23). í Ijósi þessara örða verður borðorðið mun afdráttarlausara, hvetur manninn til friðsamrar kærleiks- rfkrar umgengi við aðra menn. Boðorðið kallar ekki aðeins til samábyrgðar, það krefst einnig samhjálp- ar, menn mega hvorki horfa aðgerðalausir á að aðrir séu myrtir, né heldur standa hlutlausir hjá þar sem menn þjást og líða skort. í framhaldi af fimmta boðorðinu verðum við að hugleiða orð Krists, er hann segir: „Sá, sem hefur tvo kyrtla, gefi þeim annan, sem engan hefur, og sá, sem matföng hefur, geri eins" (Lúk. 3: 11 —12). Það er tilgangslaust og ábyrgðarlaust að standa vörð um helgi mannllfsins, ef mönnum eru ekki tryggð Iffvænleg Iffsskilyrði til Ifkama og sálar. Fimmta boðorðið býður þannig ekki aðeins. að menn skuli ekki eyða Iffi, heldur einnig koma á þeirri reglu. þeirri skipan, að allir menn fái lifað, öllum sé séð fyrir daglegum þörfum og dregið verði úr félagslegu misrétti og jafnvægi verði komið á. í slfkri viðleitni verður maðurinn samverkandi Guði, Guði sköpunarinnar, sem gaf boðorðin. Lbcj.le.cj. £oAtuA.e.y.cUncj. Q(j Akeljtát notttna, þá. vaknaJt ancjÁAttn. AncjtAtln ocj tSnuntn. HucjAantnnaA. AnáaAt um kt3 Aama. StöSugt kt3 Aama; (ýg kejSl onSlS rnáStn. 1 oktábejt. Ná eJi ekkeJit X. vænáum. Þa3 dá án j>eAA að jæSaAt. Löglecj jjájtun.ey.3tny. óæAktleyt þann áo.y. (fn nýtn. áayan. komu! ý nátt kn.ápan. það ttl mtn. $ dnaumt vej eg f>ad ad men.. (fn éy vakna t anytAt oy kvöl. Ó nátt jtnn éy f>n.ána etnA oy ACLAAauka e allAlauAum önmum Petna. (S.P. Ananaöl án AjlenpoAten). 4 St. . . St. . . 5975166 Fundur á 1. stigi. H. . V. . . St. Hörgshlíð 12 Almenn samkoma — boðun fagn- aðarerindisins í kvöld, sunnudag kl. 8. Félagsstarf eldri borgara Dagskrá janúar verður sú sama og des. s.l. Að Hallveigarstöðum verður „Opið hús" mánudaginn 6. janúar. Handavinna og félagsvist þriðjudaginn 7. janúar. Að Norðurbrún 1 verður handa- vinna, leirmunagerð og fótsnyrting á mánudag, teiknun, málun og hárgreiðsla á þriðjudag. Félagsmálastofnun Reykjavikur- borgar. Kristniboðsfélag karla Fundur verður i kristniboðshúsinu Betania, Laufásveg 13, mánu- dagskvöldið 6. janúar kl. 8.30. Lesnar verða kveðjur frá kristni- boðunum í Eþíópíu. Allir karlmenn velkomnir. Stjórnin. Þrettándagleði SINAWIK verður haldin i dag (5. jan) kl. 1 5 i Átthagasal Hótel Sögu. Álfar, Grýla, Leppalúði og fylgdarlið mæta. Verð aðgöngumiða kr. 300 — Stjórnin. Filadelfia Sunnudagaskólarnir Herjólfsgötu 8, Hafnarfirði og Hátúni 2, Reykja- vik byrja kl. 10.30. Almenn guðsþjónusta kl. 20.00 Fjölbreyttur söngur. Einsöngur: Svavar Guðmundsson Prédikun: Willy Hansen. Kvenstúdentar Munið opna húsið að Hallveigar- stöðum, miðvikudaginn 8. janúar millí kl. 3 og 6. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Kvenfélag Kópavogs Leikfimin hjá kvenfélagi Kópavogs byrjar aftur 9. janúar kl. 8 á sama stað. Uppl i sima 41853 — 41726. Nefndin. NILFISK pegar um gæðin er aÓ tefla.... nJr*iL fönix % g Laugavegu._ HÁTÚNI 6A.SIMI 24420

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.