Morgunblaðið - 05.01.1975, Side 22

Morgunblaðið - 05.01.1975, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JANUAR 1975 Stefán Eyjólfsson —Minningarorð „I þolinmæði og trausti skal styrkur yðar vera.“ Á J0LADAGSMORGUN síðast liðinn andaðist skyndilega Stefán Eyjólfsson skósmíðameistari frá Akranesi. Hann var fæddur á Dröngum á Skógarströnd 27. september 1904, og var því rúm- lega sjötugur er kallið kom. Hann var sonur Eyjólfs Stefáns- sonar og seinni konu hans Jensfnu Jónsdóttur. Ungur lærði hann skósmíði og stundaði þá iðn um nokkurt skeið f Hafnarfirði, en fluttist síðan að Litla-Sandi á Hvalfjarðarströnd. Hann dvaldist þar og vfðar við búskap, uns hann fluttist til Akraness, og tók upp að nýju að vinna við skósmiði, meðan kraftar leyfðu og vfst rúm- lega það. Hann var giftur Guðrúnu Páls- dóttur, ættaðri frá Skagaströnd. Hann missti konuna sfna frá 6 börnum ungum, eitt var í fóstri hjá góðum hjónum, en sjöunda barnið nýfætt, fylgdi móðurinni í hinstu hvílu. 1 orðskviðum Salomons stendur: „Hjartað eitt þekkir kvöl sína og jafnvel í gleði þess getur enginn annar blandað sér.“ En þess skal þó getið hér og þakkað, að margur fann til með þessari fjölskyldu, og reyndi að gleðja og hjálpa, það mat Stefán einnig mikils. En í hönd fóru erfið ár fyrir Stefán og börnin hans, sem reyndu af fremsta megni að lyfta þungum byrðum á litlar herðar. Arin liðu, og enn var höggvið I hinn sama knérunn. Elsti sonur- inn dó, 21 árs, er hann var langt kominn í námi við rennismfði. Þá sá maður sem oftar, að þolinmæði og traust var styrkur Stefáns. Börnin flugu úr hreiðrinu, eins og gengur, og hann bjó einn eftir í litla húsinu sínu. Hann hafði yndi af að lesa góðar bækur og hafa þær, næst Guði, án efa, verið bestur félagar hans f einveru langra daga og nátta. Stefán var orðvar maður og grandvar í hvívetna. Loforð hans stóðu sem stafur á bók, gjöfull var Guðbergur Sveins- son — Minning F. 18. 12 ’15. D. 28. 12 ’74. Að kvöldi hins 28. des. s.l. hitti ég af tilviljun góðkunningja minn, Július Vigfússon, í húsi einu hér í Ytri-Njarðvík. „Hann Beggi, vinur minn, varð bráð- kvaddur í dag,“ sagði Júlíus við mig, „sonur hans hringdi strax til mín og lét mig vita um þetta. Mér fannst ég verða að fara út og tala við einhvern.“ Stundum verða menn agndofa. Ég varð það f þetta sinn. Foreldrar Guðbergs heitins hétu Sveinn Guðmundsson og Guðlaug Guðmundsdóttir, kona hans. Ekki þekkti ég foreldra hans, né kann að rekja ætt hans nánar. Þó þekkti ég lítilsháttar bróður hans, Guðmund bflstjóra, er andaðist fyrir nokkrum árum. Byggðu þeir bræður Guðbergur og Guðmundur saman húsið Þóru- stfgur 13, Ytri-Njarðvík. Bjó Guð- bergur og hans fjölskylda í suður- enda hússins, en Guðmundur og hans fjölskylda f norðurendanum. Sérstök eindrægni hefur ávallt ríkt milli þessara fjölskyldna og aldrei borið þar skugga á. Hinn 15. júlí 1944 kvæntist Guð- bergur heitinn eftirlifandi konu sinni, Astu Einarsdóttur. Hafa þau lengst af búið að Þórustíg 13. Hefur heimili þeirra ávallt verið einstaklega friðsælt og ástúðlegt og auðfundið, að ástúð, virðing, gagnkvæmur skilningur, hófsemi og festa hefur svifið yfir vötnun- um á þvf heimili. Þau Guðbergur og Asta eignuðust þrjú börn, sem öll eru á lífi, hin mannvæn- legustu, og búsett hér í Ytri- Njarðvfk, en þau eru: Sveinn Guðbergsson skipasmiður, kvænt- ur Berglaugu Jóhannsdóttur, Sigrfður Guðbergsdóttir, gift Ásgeiri Ingimundarsyni húsa- smið, j)g Aðalsteinn Guðbergsson bifvélavirki, kvæntur Guðríði Hauksdóttur. Þá átti Ásta þrjú börn frá fyrra hjónabandi, sem + Maðurinn minn, JENS VILHJÁLMSSON, Hofsvallagötu 18, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, mánudaginn 6 janúar kl. 1.30. Þeir, sem vildu minnast hans, láti líknarstofnanir njóta þess. Fyrir hönd ástvina, Elsebeth Vilhjálmsson. t Eiginmaður minn, INGI KRISTMANNS. Kleppsvegi 48, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 6 janúar kl. 1.30 e.h. Þeir, sem vildu minnast hans, láti llknarstofnanir njóta þess. Sigríður Þorgilsdóttir Kristmanns, börn og fjölskyldur þeirra. Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu okkar, RAGNHEIÐAR MAGNÚSDÓTTUR. frá Stardal. Hellisgötu 16, Hafnarfirði. Guðmundur Þ. Magnússon, Sigurður Guðmundsson, Jón M. Guðmundsson, Kristján Guðmundsson, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Jóna Gisladóttir, Halldóra Skúladóttir, Rakel Jónsdóttir, Óskar Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Minning Jónas Magnússon á Strandarhöfði hann og hjartahlýr, um þetta getum við systkin hans best borið. Þessa mynd geymum við af honum nú, er við kveðjum kæran bróður og þökkum honum fyrir allt og allt. Nú er hann leystur frá þungum sorgum og margra ára vanheilsu. Hljóðlátri baráttu er lokið. Við felum algóðum Guði sál hans um eilífð. Börnum hans og barnabörnum og tengdasonum færum við innilegar samúðar- kveðjur og biðjum Drottin að binda um sárin. Systkinin. öll eru á lffi, en þau eru: Guðríður Árnadóttir, ekkja, búsett í Reykjavík, Einar Arnason bif- vélavirki, og Sigurþór Arnason verkamaður, báðir búsettir f Ytri- Njarðvík. Einnig átti Guðbergur eina dóttur, Guðmundu, sem gift er Svavari Skúlasyni, Ytri- Njarðvík. Guðbergur heitinn stundaði alla algenga vinnu til lands og sjávar, var m.a. einn þeirra manna, er bjargaðist af m/b Ársæli frá Ytri-Njarðvík, sem fórst á árinu 1943. Sannaðist þar hið fornkveðna, að enginn má sköpum renna. Nú hin seinustu ár Framhald ð bls.29 Mikil sorgartlðindi dundu yfir þjóð vora, rétt fyrir jólin, er Nes- kaupstaður var lostinn þungu höggi. A sllkum stundum finnum við það, Islendingar, að við erum sem ein fjölskylda, og samhugur allra streymir til þeirra, sem um sárt eiga að binda, þótt mannslff- in verði ekki bætt, en góður hug- ur og samúð er alltaf nokkurs virði. Mitt í þessum nýafstöðnu hörmungum bárust þau tfðindi á Þorláksmessu heim í lítið samfé- lag á Suðurströndinni, Vestur- Landeyjahrepp, að Jónas Magnús- son á Strandarhöfði hefði látist þá um nóttina skyndilega og óvænt, aðeins 59 ára að aldri. — Hann hafði farið á spftala 5 dögum fyrir Þorláksmessu til fremur lítillar skurðaðgerðar, og allir bjuggust við honum fljótlega aftur heim. En það fór á annan veg, og sann- aðist, að „svo örskammt er bilið milli blfðu og éls, og brugðist get- ur lukkan frá morgni til kvelds“. Já, það hefur vfða verið harmur í húsum um þessi jól. Jónas Magnússon var fæddur að Strandarhöfði 15. apríl 1915, einkabarn hjónanna Magnúsar Magnússonar og Halldóru Guð- mundsdóttur, er þar bjuggu. Afi Jónasar bjó einnig á Strandar- höfði. Þannig hafa þrfr ættliðir búið þar f allt að hundrað ár. —' Foreldrar Jónasar voru myndar- hjón og gestrisin mjög. Leiðin nið- ur Landeyjar lá um bæinn fyrr á árum, og var þvf oft gestkvæmt. Strandarhöfuð var sæmileg jörð en engjarýr, sem var ókostur í gamla daga, og þvf stækkaði Magnús tún sín og sléttaði, svo sem hann gat. Þegar hann fellur frá tekur Jónas við búskapnum og hefur nú búið þar um 30 ár. Sjálf- ur sagði Jónas, að hann væri lítill bóndi, og sjálfsagt hefur hann verið meira hneigður til bókiðk- ana, enda las hann mikið og heyj- aði sér þannig fróðleik. En skóla- ganga var engin utan nokkrir mánuðir í farskóla. Var hann þó vel að sér um flesta hluti, enda hafði hann hlotið f vöggugjöf far- sælar gáfur og mannkosti, svo sem hann átti kyn til. En þó að hann gerði lítið úr búskap sfnum og jafnvel þó að ýmsir spáðu þvf, að hann yrði ekki mikill bóndi vegna bókhneigðar hans, þá er nú staðreyndin sú, að óvfða hér í sveit er rekinn betri búskapur en á Strandarhöfði. + Ástkæri eiginmaður minn og faðir, RAGNARJÓHANNESSON, frð Engimýri, Móaflöt 21, sem andaðist 25. desember verður jarðsunginn frá Fossvögskirkju þriðjudaginn 7. janúar kl. 1.30. Margrét Jósefsdóttir, Brynhildur Ragnarsdóttir. + Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall, TÓMASAR TÓMASSONAR bónda, Auðsholti. Helga Þórðardóttir, ÞórSur Hjartarson, Þorbjörn Tómasson, Tómas Tómasson, og systkini hins látna. + Útför eiginmanns mlns, föður okkar og sonar, HILMARS HARALDSSONAR, Hlaðbrekku 6, Kópavogi, ferframfrá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 7. janúar kl 10.30. Margrát Þorláksdóttir og börnin, Sigurbjörg Kristjánsdóttir, Haraldur Teitsson. Þegar Jónas hóf búskap í stríðs- lokin, var nýi tfminn að halda innreið sína. Stórvirkar vélar til þurrkunar og ræktunar voru þá að koma. Og Jónas hófst fljótt handa, bæði f ræktun og húsabót- um. Túnin stækkaði hann stór- lega og byggði öll hús ný á jörð sinni, og nú nýverið endurbætti hann fbúðarhús sitt bæði að utan og innan. — Jónas var líka snyrti- menni og listhneigður og unni öllu fögru og kom upp fallegum trjá- og blómagerði á bæ sínum. Þó að Jónas væri, að eigin dómi, ekki hneigður til búskapar, svo sem fyrr kom hér fram, þá kom það eins og af sjálfu sér, að hann yrði bóndi á föðurleifð sinni. Tryggð við staðinn og ættmenni var honum f blóð borin. Því var ekkert sjálfsagðara en að hasla sér þar völl, og þar var heldur ekki setið auðum höndum. „Hans þroski er skuldaður bernskunnar byggð“ og „í vöggunnar landi skal varðinn standa“. Á Strandarhöfði stóð vagga Jónasar, og með ævi- starfi sfnu hefur hann reist sér þann varða, er óbrotgjarn stend- ur. Það fór ekki hjá þvf um slfkan hæfileikamann sem Jónas var, að til hans væri leitað í félagslífi sveitarinnar. Var enda nú um langan tíma varla haldin sam- koma á vegum ungmennafélags eða kvenfélags að ekki væri til hans leitað um skemmti- og fróð- leiksefni. Fórst honum það og prýðisvel, enda bæði ritfær og hagmæltur og vel máli farinn. Er þar nú mikið skarð fyrir skildi, svo sem f fleiru við fráfall hans. Jónas gegndi hér ýmsum trún- aðarstörfum. Barnakennari var Jónas f sveitinni um skeið. 1 stjórn Búnaðarfélags V-Landeyja lengi, formaður Nautgriparæktar- félags sveitarinnar. I hrepps- nefnd sat hann hin síðari árin, og var þar sem annars staðar tillögu- gróður. Hann var áhugasamur um framkvæmdir og latti ekki, þó í stórvirki ætti að ráðast. Þar á meðal góður stuðningsmaður þeirra framkvæmda, er nú standa fyrir dyrum í sveitinni, þ.e. stækkun félagsheimilis og barna- skóla. Hann vissi sem var, að hon- um hafði tekist að klífa þrítugan hamarinn í framkvæmdum á eig- in búi, og hví skyldi þá ekki vera hægt að lyfta grettistaki, ef marg- ir slægju saman. Jónas á Strandarhöfði hafði lif- andi áhuga á stjórnmálum. Hasl- aði sér völl með Alþýðubandalag- inu og var f framboði fyrir það nokkrar kosningar. Sat hann um skeið sem varamaður á alþingi (f forföllum Karls Guðjónssonar). og sómdi sér þar vel sem annars staðar. Jónas var traustur liðsmaður hverju góðu málefni. Frjálslynd- ur. Hafði óbeit á kúgun og rangs- leitni. Gjörhugull maður og ein- arður. Tók óhikaða afstöðu, þegar honum fannst réttlætið krefjast þess. Við sveitungarnir, teljum okk- ur hafa misst mikið við fráfall Jónasar I fámennri sveit munar um að verða á bak að sjá einum af mestu hæfileikamönnunum. Hann var athyglisverður persónu- leiki og sérstæður um marga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.