Morgunblaðið - 05.01.1975, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1975
25
fclk í
fréttum
fclk f
fjclmiéltim & * ‘
+ Þessar myndir af Ford forseta voru teknar f
VAIL f Colorado nú um jóiin þar sem forsetinn |
dvaldi ásamt fjölskyldu sinni. A efri myndinni
höfum við nokkuð skemmtilegt mótfv; þar er
öryggisvörðurinn að falla til jarðar ef til vill var (
hann of upptekinn af vinnunni þ.e. að gæta forsct-
ans, og gleymdi skfðaíþróttinni um stund. Við
vitum það öll sem eitthvað höfum fengizt við þá
íþrótt, að betra er að halda sig að efninu þar. Ekki
er allskostar laust við að einhver viðvanings bragur
sé á forsetanum sjálfum þar sem hann rennir sér
niður hlfðar f jallsins... þrátt fyrir það stóð f
textanum sem fylgdi myndunum að forsetinn væri
sæmilegasti skfðamaður. Á neðri myndinni er svo
forsetinn umkringdur öryggisvörðum, þvf nóg var
af þeim f ferðinni. Hjá honum er svo kona hans
Betty Ford.
+ „Olfu fjallið“ er þetla olfuskip kall-
að, Skipið er það stærsta sem smfðað
hefur verið í Bandarfkjunum og er
því ætlað að bera 260,000 tonn af olíu.
Lengd skipsins er 1,200 fet eða á við 4
fótboltavelli. Dýpt þess er sögð 67 fet
en af þvf verða aðeins 19 ofanborðs og
er skipið þess vegna nefnt svo, vegna
þess hve mikill hluti þess verður
neðansjávar.
Útvarp Reyhjavth
SUNNUDAGUR
5. jánúar
8.00 Morgunandakt
Séra Sigurður Pálsson vfgslubiskup
flytur ritningarorð og bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlög
Þýzkir listamenn flytja.
9.00 Fréttir Utdráttur úr forustugrein-
um dagblaðanna.
9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veður-
fregnir).
a. Messa nr. 1 f d-moll eftir Bruchner.
Edith Mathis, Marga Schiml, Wieslaw
Ochman, Karl Ridderbusch, kór og
hljómsveit útvarpsins f Bæjaralandi
flytja; Eugen Jochum stj.
b. Fiðlukorsert í A-dúr (K219) eftir
Mozart. Wolfgang Schneiderhan og
Sinfónfuhljómsveit útvarpsins f Ham-
borg flytja; Hans Schmidt-Issersted
stjórnar.
11.00 Messa I Hallgrlmskirkju
Prestur: Séra Jakob Jónsson dr. theol.
Organleikari: Páll Halldórsson.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.15 Ur sögu rómönsku Amerfku
Sigurður Hjartarson skólastjóri flytur
fyrsta hádegiserindi sitt: Landnám og
nýlendutfmi.
14.00 Innganga fslands f Atlantshafs-
bandalagið
Samfelld dagskrá, tekin saman af
Baldri Guðlaugssyni og Páli Heiðari
Jónssyni. Greint frá aðdraganda máls-
ins og atburðunum við Alþingishúsið
30. marz 1949 með lestri úr samtfma-
heimíldum og viðtölum við nokkra
menn, sem komu við sögu. — Fyrri
þáttur.
15.15 Miðdegistónleikar
Sinfónfuhljómsveit útvarpsins f Aust-
ur-Berlín leikur Sinfóníu nr. 7 f C-dúr
eftir Schubert; Gyrörgy Lehel stjórn-
ar.
16.15 Veðurfregnir. Fréttir.
16.25 Endurtekið efni: Jerúsalem, borg
Davfðs
Dagskrá f samantekt Friðriks Páls
Jónssonar. (Áður útvarpað að kvöldi
jóladags). Flytjandi auk Friðriks Páls
er Olga Guðrún Árnadóttir.
17.10 Skemmtihljómsveit austurrfska
útvarpsins leikur létt lög
Karel Krautgartner stjórnar.
17.40 Utvarpssaga barnanna: „Anna
Heiða vinnur afrek“ eftir Rúnu G fslad.
Edda Gfsaldóttir les (7).
18.00 Stundarkorn með pfanóleikaran-
um Ludwig Hoffmann
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 „Þekkirðu land?“
Jónas Jóansson stjórnar spurninga-
þætti um lönd og lýði. Dómari: ólafur
Hansson prófessor. Þátttakendur: Dag-
ur Þorleifsson og Ragnheiður Bjarna-
dóttir.
19.55 tslenzk balletttónlist
Sinfónfuhljómsveit tslands leikur;
Páll P. Pálsson stjórnar.
a. „Ég bið að heilsa“ eftir Karl O.
Runólfsson.
b. „Ólafur liljurós“ eftir Jórunni Við-
ar.
20.40 Tvær smásögur eftir Unni Eirfks-
dóttur, „Aprfl" og „Fjólublár kjóll“.
Auður Guðmundsdóttir leikkona les.
21.05 Frá tónlistarhátfðinni í Schwetz-
ingen s.L sumar
Birgitte Fassbaender syngur við Pfanó-
undirleik Eriks Werba.
a. „Frauenliebe und Leben“ op. 42 eft-
ir Schumann.
b. Sfgenaljóð op. 103 eftir Brahms.
21.35 spurt og svarað
Erlingur Sigurðarson leitar svara við
spurningum hlustenda.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir
Danslög
Heiðar Ástvaldsson danskennari velur
lögin.
23.25 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok.
MÁNUDÁGUR
6. janúar
Þrettándinn
7.00 Morgunútvarp
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05: Valdi-
mar örnólfsson leikfimikennari og
Magnús Pétursson pfanóleikari
(a.v.d.v ). Fréttir kL 7.30, 8.15 (og
forustugr. landsmálabl.), 9.00 og 10.00.
Morgunbæn kl. 7.55: Séraóskar J. Þor-
láksson dómprófastur flytur (a.v.d.v.).
Morgunstund barnanna kL 9.15: Finn-
borg Örnólfsdóttir les söguna „Maggi,
Marf og Matthfas“ eftir Hans Petterson
f þýðingu Gunnars Guðmundssonar og
Kristjáns Gunnarssonar (4).
Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli
liða.
Búnaðarþáttur kl. 10.25: Dr. Hannes
Pálsson búnaðarmálastjóri talar um
landbúnaðinn áliðnu ári.
Islenzkt mál kl. 11.00: Endurt. þáttur
Jóns Áðalsteins Jónssonar.
Morguntónleikar kl. 11.20: Lamoureux
kórinn og hljómsveitin og einsöngvar-
ar flytja „Dies Irae“, mótettu eftir
Lullu/ Elisabeth Höngen syngur arfu
úr óperunni „Arianna“ eftir Monte-
verdi.
12.00 Dagskráín Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til-
kynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Söngeyjan“ eftir
Ykio Mishima
Anna María Þórisdóttir þýddi. Rósa
Ingólfsdóttir les (3).
15.00 Miðdegistónleikar: Brezk tónlist
Boyd Neel strengjasveitin leikur
„Mansöng“ tileinkaðan Delius eftir
Peter Warlock.
Nýja fflharmónfusveitin leikur
„Pláneturnar", svftu eftir Gustav
HolsL
16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veð-
urfregnir).
16.25 Popphornið
16.40 Barnatfmi: Jónfa Herborg Jóns-
dóttir leikkona stjórnar
Jónína og Rósa Ingólfsdóttir flytja
leíkrítið „Skessuleik" eftir Jónas Guð-
mundsson, Árni Björnsson segir frá
þrettándanum og nokkur börn fara
með sögur og þulur eftir sig.
17.30 Aðtafli
Guðmundur Arnlaugsson rektor flytur
skákþátt.
18.00 Tónleíkar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir Fréttaauki. Tilkynnangar.
19.35 Mælt mál
Bjarni Einarsson flytur þáttínn.
19.40 Um daginn og veginn
Pétur Guðjónsson talar.
20.00 Alþýðu- og álfalög
20.25 ,Ljósið“, þrettándasaga eftir ólöfu
Jónsdóttur Höfundur les.
20.50 Á vettvangi dómsmálanna
Björn Helgason hæstaréttarritari flyt-
ur þáttinn.
21.05 Lúðrasveitin Svanur leikur
Stjórnandi: Sæbjörn Jónsson.
21.30 Utvarpssagan: ,J)agrenning“ eftir
Romain Rolland
Þórarinn Björnsson fslenzkaði. Anna
Kristfn Arngrímsdóttir les (6).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir
Jólin dönsuð út
M.a. leikur Dixielandhljómsveit Árna
Isleifssonar f hálfa klukkustund.
23.55 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok.
9 p
A skianum
SUNNUDAGUR
5. janúar 1975.
17.00 Jólastundin okkar
Jólaskemmtun f sjónvarpssal með
hljómsveit Ragnars Bjarnasonar og
leikurunum Guðrúnu Asmundsdóttur
og Pétri Einarssyni. Jólasveinninn
kemur í heimsókn.
Leikstjóri er Kjartan Ragnarsson.
Umsjónarmenn Sigrfður Margrét Guð-
mundsdóttir og Hermann Ragnar
Stefánsson.
Sýning aðeins fyrir Norður- og Austur-
land.
18.00 Stundin okkar
Þátturinn byrjar með heimsókn til
dverganna Bjarts og Búa. Söngfuglarn-
ir syngja og sýnd verður mynd um
strák sem heitir Jakob. Þá verða lesin
bréf sem þættinum hafa borist. ÓIi og
Maggi koma f heimsókn, nokkrar stúlk-
ur úr Þjóðdansafélagi Reykjavfkur
dansa vikivaka, og að lokum verður
sýndur leikþáttur um Stein Bollason.
Umsjónarmenn Sigrfður Margrét
Guðmundsdóttir og Hermann Ragnar
Stefánsson.
Stjórn upptöku Kristín Pálsdóttir.
19.00 Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Dagskrárkynning og auglýsingar
20.30 Dansar úr Leðurblökunni
Islenski dansflokkurinn flytur dansa
úr Leðurblökunni eftir Jóhann
Strauss.
Bellettmeistari Alan Carter.
Stjórn upptöku Tage Ammendrup.
20.50 Maður er nefndur Hafsteinn
Björnsson
t þættinum er rætt við Hafstein
Björnsson og sýnd upptaka frá miðils-
fundi sem fór fram f upptökusal Sjón-
varps fyrir skömmu.
Umsjónarmaður Rúnar Gunnarssoi^.
21.50 Vesturfararnir
Framhaldsmynd í átta þáttum. byggð á
sagnaflokki eftir sænska höfundinn
Vilhelm Moberg.
3. þáttur. Skip hlaðið draumum.
Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir.
(Nordvision)
Efni 2. þáttar:
Karl óskar, smábóndi f Smálöndum, og
Kristfn, kona hans, ákveða að flytjast
til Vesturheims. Með þeim fara
Róbert, bróðir Karls óskars, Arvid
vinnumaður og trúboðinn Danfel, móð-
urbróðir Kristfnar, ásamt áhangendum
hans.
22.40 Að kvöldi dags
Sr. Valgeir Ástráðsson flytur hug
vekju.
22.50 Dagskrárlok
Innganga Islands í
Atlantshafsbandalagið
Kl. 2 I dag hefst fyrri þáttur
af tveimur, sem Baldur Guð-
laugsson og Páll Heiðar Jóns-
son hafa gert um inngöngu Is-
lands f Atlantshafsbandalagið.
Við höfðum samband við Bald-
ur og inntum hann eftir
tildrögum að þættinum. Baldur
sagðist hafa verið með nokkra
þætti í fyrra þar sem f jallað var
um utanríkisstefnu Islendinga
á áratugnum 1950—60. Siðan
hefði verið rætt um að hann
gerði þætti um árin milli 1960
og 1970, en sfðan hefði það orð-
ið að taka fyrir það efni, sem
hér um ræðir.
Baldur sagði, að þeir Páll
hefði skipt efninu þannig, að
í dag verður fjallað um
aðdragandann að aðildinni, tek-
in dæmi úr ræðu og riti og rætt
við menn, sem þar komu við
sögu. M.a. verður rætt við þá
Ingólf Jónsson, Brynjólf
Bjarnason, Eystein Jónsson,
Magnús Kjartansson, Gunnar
Helgason og Björn Bjarnason,
sem var einn forgöngumanna
fyrir útifundi, sem haldinn var
f Miðbæjarskólaportinu, og
frægur varð. Baldur sagði, að
þeir Páil hefðu viljað fá fram
sem flestar hliðar málsins og
hefðu f þvf skyni leitað til fleiri
manna. Erfitt hefði reynzt að fá
suma menn til að koma fram f
þættinum, og hefðu ýmsar
ástæður legið þar að baki.
Seinni þátturinn verður flutt-
ur næsta sunnudag á sama
tfma, og þar verður fjallað um
óeirðirnar við Alþingishúsið
30. marz 1949. Verður rætt við
ýmsa þá, sem þar komu við
sögu, — bæði um atburðinn
sjálfan og eftirmál, sem urðu.
Maður er nefndur
Hafstein Björnsson
KI. 20.50 í kvöld er
þátturinn „Maður er
nefndur“, og maðurinn
sá er að þessu sinni Haf-
steinn Björnsson miðill.
Hafsteinn átti nýlega
sextugsafmæli og hefur
nú starfað sem miðill í
nær 40 ár.
Rúnar Gunnarsson
ræöir við Hafstein um
skyggnigáfu hans og
miðilsstarfið og auk þess
verður sýnt frá miðils-
fundi, sem fram fór í
sjónvarpssal um daginn.
Oryggisvörðurinn féll
en forsetinn hélt áfram