Morgunblaðið - 05.01.1975, Side 29

Morgunblaðið - 05.01.1975, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JANtJAR 1975 29 ÍT Morð - . -j_l' _i - ~ j. r Jöhanna a kvenrettindaraöstefnu 'þyddi 8 hugfólgið og hún trúir á. En hún er þreytt, taugaóstyrk og áreiðan- lega óhamingjusöm — af hverju sem það nú er. Camilla rifjar upp fyrir sér hótanir þær, sem hún heyrði fyrir stundu, og hún finnur óstyrk gagntaka sig. Eva Gun er hugsjónamann- eskjan I þessu félagi og það er á henni sem allt starf ráðstefn- unnar hlýtur að byggjast. Ef eitthvað gerðist nú....? Og hvað ætti það svo sem að vera? Hér eru samankomnar fimmtíu konur, sem öllum er það sameiginlegt, — þrátt fyrir að flest skilji þær að öðru leyti — þær vilja berjast fyrir jafnrétti kynjanna. Og þær eru hér í frið- sælu og fögru umhverfi á myndarlegum herragarði. An þess að hugsa nánar um það rótar hún í töskunni sinni og leitar að pappírsmiða sem hún hefur skrifað eitt símanúmer á. Ekki vegna þess hún sé að hugsa um að hringja til hans. Það dettur henni hreint ekki i hug. Þau kvöddust daginn áður. Og hún hefur svo sem ekkert sér- stakt við hann að tala... enn þá. .. Fyrri hluti ráðstefnudags — Aðalfundir eru nú eitthvað það alleiðinlegasta sem ég veit. Stundum verð ég gripin ákafri löngun að raska þessu fyrir fram ákveðna mynstri og hrópa eitt- hvert nafn, sem ég veit að á ekki að kjósa, eða bara kalla fram i að gamni mínu til að fá örlítið líf i tuskurnar. Camilla horfir á nafnskirteinið sem konan ber í barmi sér og kemst að raun um að viðkomandi er tannlæknir i sveitaþorpi. Og hún hefur vissulega ærið til síns máls með tilliti til aðalfundar Kvennaklúbbsins. Það er rúmt um þátttakendur í sölum herragarðsins, enda þótt ekki séu hægindastólar bólstraðir handa öllum. Sólin skín í heiði og blómaangan leggur inn um glugg- ana, sem eru i hálfa gátt. Vasar i salnum eru líka með blómum í og konurnar fimmtíu eiga sinn þátt i að koma heildarmyndinni í fastar skorður. Camilla veltir fyrir sér — enda þótt hún geri sér ljóst að slíkar hugsanir eiga ekki að leita á mann á ráðstefnu sem þessari, hver sé kvenna glæsilegust og hún kemst að þeirri niðurstöðu að Stokkhólmskonurnar standi sig mjög vel í þeirri samkeppni. Hún hugsar með sér að Eva Gun eigi heilmikla vinningsmöguleika. Kjóll Ase Stenius er jafnblár og augun í henni, Ia Axelsson er mjó sem álfakroppur og klædd í skemmtilegan gulan kjól með rúð- óttu mynstri. Eva Gun hefur skipt um föt og er í grænni dragt með stórum kraga. Og enda þótt kon- urnar tvær frá Gautaborg og tízkuverzlunareigandi frá öster- sund — og svo auóvitað hin ljós- hærða og fíngerða Louise Fager- man — geti óneitanlega reynzt skæðir keppinautar, þá ákveður Camilla með sér að fyrstu verð- launin renni til Katarinu Lönner. Hún hefur verið valin fundar- stjóri og þegar hún lyftir fundar- hamrinum, sem er gjöf frá Robert og Louse Fagerman til klúbbsins, þá fellur sólargeisli á hringinn hennar, sem eí ákafiega óvenju- legur og liturinn stingur í augu. Steinninn er rauðbrúnn og svo stór að það hlýtur að vera þungt að bera svo iburðarmikinn hring. En hringurinn klæðir Katarinu engu að siður sérstak- lega vel — ekkert síður en hviti lokkurinn i svörtu hárinu. Hún hefur hátt enni, andlitið er svip- mikið og hún virðist i fullkomnu jafnvægi. Hún hvarflar augum yfir samkunduna og augnaráð hennar staðnæmist örlitla stund við einhvern sem situr fyrir aftan Camillu og síðan snýr hún sér að skjölunum á borðinu og setur fundinn. Það kemur fljótlega í ljós að yfirlýsing tannlæknisins var röng. Skyndilega — og án þess nokkur gerir sér grein fyrir, hvernig það hefur borið að — er sem hinni sljólegu og mæðulegu stemningu sé sópað burtu og í staðinn er loftið hlaðið spennu og augljóslega verður um valda- baráttu að ræða, þótt allt fari fram í kurteislegu andrúmslofti. — Næsti liður á dagskránni, segir Katarina fljótmælt, — er að kjósa formann klúbbsins til næstu þriggja ára. Má ég biðja um tillögur? Margraddaður kór svarar sam- stundis: — Eva Gun áfram. Og sveitaljósmæður, verkfræð- ingar, tizkuhúsaeigendur, bók- bindarar, póstafgreiðslustjórar og bankagjaldkerar brosa elskulega til Evu Gun, sem hefur ekki að- eins skapað þennan klúbb, heidur er einnig driffjöður i öllu hans starfi. Án hennar væri ekkert félag! Og þá gerist það allt í einu! Og sá sem kemur öllu af stað er hvorki meiri né minni en sjálfur heiðursfélagi klúbbsins, Ruth Zettergren prófessor. Hún segir stillilega — rétt eins og hún sé að hugsa upphátt. — Eg held að það væri mjög óheppilegt og beinlínis skaðlegt fyrir þróun klúbbsins... Fyrstu viðbrögðin eru, að alger þögn skellur á. Þögn sem virðist vera blandin hálfgerðri skelfingu — og óhemjumikilli undrun. Svo hrópar einhver upp í efasemdar- tóni: — En.... hvers vegna þá? Ruth rís á fætur. Hún er þung í hreyfingum og kjóllinn hennar misklæðir hana ákaflega og hárið er úfnara en fyrr. En engin þeirra Eþíópía: Bankar og trygg- ingafélög þjóðnýtt Addis Abeba 2. jan. Reuter. HERFORINGJARÁÐ Eþíópíu hefur tilkynnt um þjóðnýtingu allra banka, tryggingafélaga og ýmissa fleiri fyrirtækja í landinu, sem sum eru að einhverju leyti í eigu erlendra aðila. Var til- kynning þessa efnis lesin upp i útvarpið í Addis Abeba og sagt að fylgt væri með þessu þeirri stefnu, sem mörkuð hefði verið af herforingjaráðinu, þegar Haile Selassie keisara hefði verið steypt af stóli. Fyrir tveimur vikum lýsti her- foringjaráðið þvi yfir að stefnt yrði að þvi að hraða þjóðnýtingu sem allra mest og innleiða sósíalisma í landinu. Þar yrði að- eins leyfður einn flokkur og ríkið myndi taka i sínar hendur yfirráð yfir öllum helztu fyrirtækjum og landareignum i Eþíópíu. Meðal banka þeirra sem hafa verið þjóðnýttir eru Verzlunarbanki Addis Abeba og útibú frá italska bankanum Bango di Roma og Bango di Napoli. I þeim fyrr- nefnda eru 40% hlutabréfa í eigu erlendra aðila og í hinum um 31%. Meðal tryggingafélaga sem lýst voru þjóðnýtt í dag var Eþíópsk-bandaríska liftrygginga- félagið, en i þvi fyrirtæki eiga Bandaríkjamenn sjötíu prósent hlutabréfa. I yfirlýsingunni var ekki tekið fram að i bígerð væri alveg á næstunni frekari þjóðnýtingar- áform. Velvakandi svarar í sima 10-100 kl. 1 0.30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags. % Jólalögin í útvarpinu Kona nokkur hafði samband við okkur og bar sig ákaflega illa vegna jólalaganna, sem leikin hafa verið í útvarpinu nú um hátíðarnar. Hún sagði, að sömu lögin væru leikin ár eftir ár og sér virtist svo sem um örfáar plötur væri að ræða. Aðallögin væru auðvitað White Christmas og Jingle Bells og önnur af því taginu. í sjálfu sér væru þessi lög ágæt og vel viðeigandi á jólum, en þegar lítið annað heyrðist á milli dagskrár- liða í marga daga samfleytt ár eftir ár yrði þetta einum of mikið af þvi góða. Hún sagðist ekki vera að mælast til þess endilega, að einungis heyrðust islenzk jólalög, en það hlyti að vera hægt að finna lög frá ýmsum öðrum löndum. 0 Landaleikur Ásta Jónsdóttir hringdi og sagðist hafa verið mjög óánægð með úrslit síðustu þáttar „Landa- leiksins" í útvarpinu. Þegar leik- ar hafi farið þannig að keppend- urnir voru jafnir hefði verið kom- ið með 10 aukaspurningar. Sá keppandinn, sem þar fór halloka, hefði alltaf valið sér ísland, en hinn hefði alltaf valið sér önnur lönd, og því hefði að sínum dómi átt að hafa helming auka- spurninganna frá tslandi en hinn helminginn frá öðrum löndum. Þetta hefði verið ójafn leikur, og langaði sig til að fá svör við því i hvaða tilgangi þetta hefði verið gert, i stað þess að gefa keppendunum jafna möguleika. (Þarna sést, að leikur þarf ekki endilega að vera leikur). 0 Vélsleðar innan um skíðafólkið Maður nokkur hringdi og hafði hann verið á skíðum með börnin sín i Hveradölum um hátíðina. Hann sagðist hafa orðið undrandi þegar hann sá, að menn voru á vélsleðum innan um skiðafólkið, en margt af þvi hefði reyndar verið börn, og hefðu þau verið dauðhrædd þegar þessi farartæki æddu um í brekkunum. Auk þess hefði þessi leikur verið hættu- legur að sínu viti, og nóg rúm hefði verið annars staðar. Að öðru leyti vildi hann taka fram að aðbúnaður í Hveradölum væri prýðilegur og lögregla hefði verið þar til að halda reglu á hlutunum, en hún hefði sem sagt þurft að taka í taumana hvað um- ferð vélsleóanna snerti. 0 Sýning Sigrúnar Jónsdóttur í Norræna húsinu Sr. Páll Pálsson skrifar, en bréfið er eins og sjá má skrifað fyrir jólin. „Frú Sigrún Jónsdóttir bauð upp á sýningu á verkum sinum I þessum mánuði í Norræna húsinu i Reykjavik. Þar var á ferðinni batik-list. Frú Sigrún er löngu kunn hér- lendis og erlendis sakir listar sinnar og hagleiks og hefur hlotið hina lofsamlegustu dóma. Það væri freistandi að rita um eitt og eitt verk Sigrúnar, en slikt má ég ekki leyfa mér, af því að það mundi enda í stórri bók. Hitt leyfi ég mér að segja, að á sýningu frú Sigrúnar voru undurfögur og frábær listaverk. í skammdeginu er gott að fá að njóta slikrar fegurðar. Þeir voru líka margir, sem skoðuðu þessa sýningu og nutu hennar. Frú Sigrún hefur marg sinnis sannað, að hún gerir ekki aðeins fagrar og eftirminnilegar myndir, heldur býr hún yfir slíkri sköpunargáfu, sköpunargleði og snilld, að maður er bæði agndofa og hrífst með. Hún nær ávallt að slá á þá strengi tilfinninganna, sem heyra undir göfgi og rismikla fegurð. Hugmyndaflugið er með ólikindum. Þeir, sem vildu sjá sérstæða og hrifandi list, sem er langtum ofar allri venjulegri flatneskju, fengu það I Norræna húsinu. Þar fóru saman fágaður smekkur listakonunnar og fágæt hugvitssemi. Á sýningunni var t.d. stórt og eftirminnilegt vegg- teppi, sem minnti á sögu lands og þjóðar, efni og myndir ramm- islenzkt. Væri leitt, ef það lista- verk ætti eftir að lenda endanlega á erlendri grund. Það var táknrænt við opnun þessarar sýningar, að þá tendraði frú Sigrún fyrsta aðventuljósið. Áhrifin urðu lika þau, að þessi sýning kom til okkar eins og hin bezta jólagjöf. Sýningin var vel sótt eins og hæfði. Eg þakka frú Sigrúnu timabært og rismikið framtak og óska henni og hennar fólki gleðilegra jóla. Sr. Páll Pálsson." # Jólaseríur íbúi við Háaleitisbraut skrifar: „Velvakandi góður! Ég er nýfluttur I blokk hér við Háaleitisbrautina. Nokkrum dög- um fyrir jól fóru ýmsir ibúar hússins að hengja alkunnar jóla- seríur á svalirnar hjá sér, sem i sjálfu sér er ekki í frásögur fær- andi. Á Þorláksmessu kom svo einn nábúinn, bankaði á dyrnar hjá mér og spurði hvort ég hefði ekki veitt því eftirtekt'að allir í stigaganginum væru búnir að setja upp seríurnar, og nú vantaði einungis seríu hjá mér. Ég sagði sem satt var, að ég hefði nú reyndar ekki fylgzt svo nákvæm- iega með jólaskreytingunum, en nú var mig lika farið að gruna hvert erindið var. Sagði ég sem satt var, að ég ætti því miður enga seriu og hefði reyndar alls ekki hugsað mér að fjárfesta í slíkum útbúnaði. Nágranninn gerði mér skiljanlegt með tilheyrandi ýtni og svipbrigðum, að I upphafi „hefði fólkið tekið sig saman“ og ákveðið að hafa seriu á öllum svölum hússins, og það væri ekki vel séð, að nú ætti að verða breyt- ing á þessu. Þessu reiddist ég svo, að ég hef eiginlega ekki náð mér enn. Finnst þér ekki, Velvakandi minn, að það hljóti að vera ein- hver takmörk fyrir frekjunni? Ibúi við Háaleitisbraut." Nei, það er greinilegt, en von- andi hefur þetta ósamræmi ekki spillt jólagleði aumingja manns- ins. i — Minning Framhald af bls. 22 vann Guðbergur heitinn hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Mér hlotnaðist sú auðna fyrir um það bil 24 árum að vinna með Guðbergi heitnum í tvö sumur. Guðbergur var maður mjög hlé- drægur og yfirlætislaus. Ekki var þó hægt að komast hjá því að sjá og finna, að hann vann öll sin störf af lagni, atorku, alúð og trúmennsku. Við nánari kynni kom I Ijós, að hann gat Verið mjög einbeittur i skoðunum, þótt ekki væri hann að þröngva þeim upp á aðra. Seint gleymi ég einnig þeim glettnissvip, sem hann gat sett upp, ef honum þótti eitthvað spaugilegt. Guðbergur heitinn flikaði aldrei tilfinningum sínum, en vinátta hans var einlæg og sönn. Það verður alltaf sársaukafullt að sjá náinn ættingja og vin hverfa svo skyndilega og óvænt. En það hlýtur þó að verða huggun harmi gegn að geta varðveitt minningu um góðan dreng, sem með orðum sinum, en þó einkum athöfnum kappkostaði að láta gott af sér leiða. Slikra manna verður alltaf gott að minnast, minningin um þá verður mönnum ávallt leiðarljós. öllum ættingjum og vinum hins látna votta ég mina dýpstu samúð. B. F. H. 83? S\GGA V/öGA S ýlLVtfcAU 06 S)Ö SWÓ9A VÚ w tföWOYl s\/o gWogMW p® íG 'zfábUmÞsr m wwi v/g • i — Slagsíða I Framhald af bls. 13 úrræðið til að hjálpa krökkun- um. Má þá kannski, draga þá ályktun. að hið svokallaða ungl- Iingavandamál sé ekki eins mik- ið og af er látið? Já, og ég tel, að þjóðfélagið | hafi talsvert mikla möguleika . til að hjálpa unglingum án þess • að grípa þurfi til þess neyðarúr- ræðis að senda þau hingað. Þau ■ börn, sem hingað koma, eru stimpluð af þjóðfélaginu. Þessi I stofnun er álitin algjör vand- | ræðastofnun, fangelsisstofnun. Ég finn þetta að visu ekki á krökkunum sjálfum, þeim | finnst þau ekki stimpluð, en ■ mér finnst þau reka sig á það * hjá fullorðnu fólki úti í bæ. — h.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.