Morgunblaðið - 05.01.1975, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.01.1975, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1975 — Loðna Framhald af bls. 32 „Fleiri bátar? Jú, ég veit, að Pétur Jónsson, Eldborgin og ein- hverjir fleiri bátar eru að gera sig klára og miða við að fara af stað næstu daga. Það er nú spjallfund- ur í Reykjavík í dag, laugardag, hjá loðnuskipstjórum. Það á víst að útskýra verölagsmálin þar og rabba um stöðuna, en menn eru hræddir við loðnuverðið, en þó hefur frétzt að toppverð sé nú á lýsi.“ — Frækilegt Framhald af bls. 32 búið og kom að Aldershot að nýju á sjötta tímanum. Var nú aðeins farið að lægja og komust varð- skipsmenn á gúmmíbátnum út i togarann, enda hafði timinn verið notaður til að þurrka upp mótor- inn. Veðrið var heldur farið að lægja, og gekk vel að flytja skip- verjann um borð I varðskipið. Hélt það sfðan inn til hafnar á Isafirði. Veður hafði nú versnað til stórra muna og varð að sigla inn eftir tækjum og mælingum, og gekk það aðdáunarlega vel hjá varðskipsmönnum eins og annað I þessari sögulegu ferð.“ Mbl. ræddi stuttlega við Ulf Gunnarsson lækni í gærmorgun. Hann sagði, að skipverjinn, sem um ræðir, væri vélstjóri skipsins, fullorðinn maður, og þjáðist hann af gallblöðrubólgu. A sjúkrahús- inu liggja nú 3 brezkir togarasjó- menn vegna veikinda og meiðsla. — Kröfurnar Framhald af bls. 32 og aðra kaupliði. Sagði Jón að það hefði nánast verið hið eina, sem sjómenn hefðu fengið, en það hefðu þeir fengið án þess að fara í samninga, þvi að i samningunum er ákvæði um það, að hækki kaup almennt hækki kaup sjómanna sjálfkrafa. I samningunum í fyrra kvað Jón engan þrýsting hafa ver- ið af hálfu sjómanna. Þá ræddi Morgunblaðið við Kristján Ragnarsson, formann Landssambands íslenzkra útvegs- manna, og spurði hann um kröfur sjómanna. Hann sagði að öll launamál væru nú í óvissu og kjarasamningar allra laun- þega væru lausir. Hann sagð- ist ekki geta imyndað sér, að kjarasamningar sjómanna í þessu sambandi yrðu með öðrum hætti en annarra. Sjó- menn hefðu fengið 11% hækkun á fiskverði inn 1. október og þvi kvað hann ekki hafa verið um það að ræða að nokkuð hafi verið af þeim tekið. Hins vegar kvað Kristján viðræður nú fara fram um fiskverðið og hækkun á því kæmi að fullu til hækkunar á launum hjá sjómönnum. „Teljum við að það sé hin eina og eðlilega leið til launahækkana,“ sagði Kristján og bætti við: „Sfðan munu þeir fá og hafa fengið jafn- mikla hækkun á lágmarkskaupi (kauptryggingu) eins og þeii; lægst launuðu hafa fengið um mörg undanfarin ár og það frekar meira en minna.“ — Bókmenntir Framhald af bls. 17 — hann er þar ekki til(Leturbr. mtn. G.G.H.) Af skemmtilegum og klmilegum frásögnum I bókinni læt ég hér að lokum einnar getið ekki aðeins sakir dr. Kristins heldur engu stður vegna frú Elsu, þýzkrar eiginkonu hans, sem ég hygg, að sé að svo litlu getið f bókinni sem raun ber vitni — einmitt sakir þess, að um þau hjónin eigi það vissulega við, sem t biblfunni stendur „útþrykki- lega", að maður og kona skuli vera eitt. Þegar þau höfðu komið heim til islands og holað sér niður f Iftilli fbúð f Reykjavfk, var það kvöld nokkurt, að guðað var á glugga hjá þeim. Sá, er það gerði, reynd- ist vera hinn f þann tíð allvfðkunni og nokkuð sérkennilegi Þorsteinn Bjömsson frá Bæ f Borgarfirði. Hann beiddist gistingar og hlaut að legurúmi sófa I stofu þeirra hjóna. Honum gazt svo vel að gistingu, viðurgerningi og atlæti á heimilinu, að hann settist þar að óumtalað — og dvaldi þar sumar- langt. Eitt sinn kvartaði hann sár- lega við dr. Kristin undan „vonzku heimsins og grimmd mannanna" „Það átti að fara að setja mig f erfiðisvinnu," sagði hann hneyksl- aður. Þegardr. Kristinn innti hann frekar eftir þessari óhæfu, kom f Ijós, að kona, sem hann hafði búið hjá. hafði viljað láta hann vökva fyrir sig blóm. Þegar svo það var ráðið, að dr. Kristinn og frú Elsa flyttust til Akureyrar, sagði Þorsteinn við húsföður sinn: „Þú gerir mér skrambans óleik með þvf að vera að flytja þetta norður, Kristinn.".... Út af dvöl Þorsteins, sem þrátt fyrir allt var Kristni oft til skemmtunar, en kannski sfður frú Elsu, segir hann einungis þetta: „Ég dáðist oft að þvf, hvað Elsa var þolinmóð og umburðarlynd gagnvart Þorsteini. Vera hans á heimilinu olli óneitan- lega svolitlum óþægingum." Þá vil ég geta þess, að ég las með velþóknun og færði þeim hjónum til „inntekta", hvert dálæti þau höfðu á köttum sfnum, enda skfn friðsældarleg ánægja út úr hæstvirtum ambassadornum, þar sem hann er myndaður með angórakött á öxlinni. Dr. Kristinn segir á einum stað f bókinni: „Það er löng leið frá Rauðasandi til Rússfá," — og ég get ekki stillt mig um að segja, að mörgu, sem gerzt hefur fróðlegt og skemmtilegt á þeirri löngu leið, hefði hinn hófsami og virðulegi sögumaður fengizt til við að bæta, ef Gylfi Gröndal hefði verið nægi- lega þolgóður og laumulega ýtinn án þess að fórna nokkru af sinni tilhlýðilegu hæversku. Hestaeigendur sem eru með hesta í hagagöngu hjá félaginu hafi samband við skrifstofuna eigi síðar en 6. eða 7. janúar milli kl. 14 og 1 7. Sími 301 78. ■Hestamannafélagið Fákur. Hressingarleikfimi fyrir konur. Kennsla hefst aftur mánudaginn 6. jan. 1 975 í leikfimisal Laugarnesskólans. Get bætt við nokkrum konum í byrjendaflokk. Upplýsingar í síma 33209. Ástbjörg Gunnarsdóttir íþróttakennari. Matreiðsla — Sýnikennsla Fjögra kvölda námskeiðin (1x4 vik.) hefjast aftur í janúar. Brátt síðustu möguleikar að vera með. Kjöt-, fisk-, grill- og smáréttir — fondue. Sya Þorláksson, Eikjuvogi 25, S.34101. ÚTSALA ÚTSALA - VERZLUNIN HÆTTIR - A morgun hefst útsala á herra- og drengjafatnaði, kjólum og kjólefnum. Mikill afsláttur, allt á að seljast. Herradeild KJÖRGARÐUR Kjóladeild Bingó verður í Skiphóli í kvöld kl. 21. Fjöldi glæsilegra vinninga. Framhaldsaðalvinningur Mallorkaferð. Knattspyrnudeild F.H. Til leigu Til leigu er skrifstofuhúsnæði við Lækjargötu. Þeir, sem kunna að hafa áhuga, leggi inn nafn sitt og símanúmer hjá blaðinu fyrir 20. jan. n.k., merkt 3112. Byrjendanámskeið eru að hefjast Skráning á þriðjud. kl. 20:30 — 21:30 og föstud. kl. 19 — 20. að Brautarholti 18, sími 16288. Gufubað á staðnum. Júdófélag Reykjavikur. Sjónvarpseigendur athugið Hefi opnað viðgerðaverkstæði á Fífuhvammsvegi 41, Kópavogi, undir nafninu Sjónvarpsviðgerðir Guðmundar, geri við þau B & 0 tæki, sem Viðtækjavinnustofan hf. seldi og einnig flestar aðrar tegundir sjón- varpstækja og ýmis önnur tæki. Verkstæðið er i kjallara hússins og er opið frá kl. 8 á morgnanna til kl. 2 á daginn og einnig eftir samkomulagi. Þeir, sem vilja notfæra sér þjónustu mina, geymi auglýsinguna. Sjónvarpsviðgerðir Guðmundar, Fífuhvammsvegi 41, Kópavogi, sími 42244. Félag járniðnaðarmanna Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 8. jan. 19 75 kl. 8.30 e.h. í Lindarbæ, niðri. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Samningamál 3. Önnur mál. Mætið vel og stundvíslega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna. Notið frístundirnar Vélritunar-og hraðritunarskólinn Vélritun — blindskrift, uppsetning og frágangur verzlunarbréfa, samninga o.fl. Úrvals rafmagnsritvélar. Dag- og kvöldtimar. Upplýsingar og inn- ritun í síma 21 768. Hildigunnur Eggertsdóttir — Stórholti 27 — sími 21768. Gullverðlaunahafi — The Business Educators' Association of Cariada.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.